Morgunblaðið - 21.12.2003, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 21.12.2003, Qupperneq 13
því þetta varð að gerast í mínu lífi veitti það mér dýrmæta reynslu sem ég hef getað leitað til þegar ég tala á milli hjóna og reyni að veita aðstoð í skilnaðarmálum.“ Hann segir að margir samverkandi þættir hafi gert að verkum að svona fór. „Einn þeirra var sjálfsagt að ég sem ungur prestur var gagntekinn af starfinu og vildi standa mig vel í því en vanrækti heimilið um leið.“ Er sanngjarnt að gerðar séu kröfur til presta um að þeir séu fyrirmyndarfólk sem lifi fyrirmyndarlífi? „Já og nei. Stundum eru þær kröfur óraunhæfar, en eru, held ég, arfleifð af þeirri prestakirkju sem Íslendingar hafa alltaf búið við, upphafningu embættismannsins. Ég fann fyrir slíkum væntingum í umhverfinu. Eldri kynslóðir minna sóknarbarna vildu t.d. ávarpa mig sem síra Hjört eða séra Hjört og hafa mig uppi á einhverjum stalli, sem mér fannst óþægilegt að vera á. Ég vildi bara vera Hjörtur Magni, maður meðal manna. Stundum hefur mér fundist eins og fólk vilji trúa í gegnum prestinn sinn, nán- ast að hann eigi að trúa fyrir það. Ég vona að þetta breytist með yngri kynslóðum. Það er hluti af lúterskri kenningu að hver og einn sé prestur. Við erum öll prestar. Því er það hrópandi mótsögn að stofnunarvæðing átrúnaðarins sé svona sterk í lúterskum löndum.“ Boðberi válegra tíðinda Þegar hann tók við prestsstarfinu suður með sjó, nýútskrifaður, þurfti hann nokk- urn tíma til að finna sig í því. „Ég bar mikla virðingu fyrir því og gekk að því með heil- brigðum ótta. Fyrstu árin voru mikill skóli fyrir mig og fyrir fólkið að umbera mig.“ Var það erfitt fyrir fólkið? Hjörtur Magni hlær. „Ég vona ekki. Í öllum mannlegum samskiptum er best að vera maður sjálfur, hreinskilinn og einlægur, reyna að kannast við takmörk sín, en kostina líka. Í raun held ég að það séu forréttindi að fá að vera með fólki á helgustu stundum þess, í gleði og í sorg, ekki af forvitni heldur vegna nálægðarinnar og trausts- ins sem það skapar. Ég stend í þakkarskuld við sóknarbörn mín og þetta var mjög góður og lærdómsríkur tími. Ég átti þátt í því á þessum árum að stofna ásamt öðrum prestum Samtök um sorg og sorgarviðbrögð. Það gengu yfir mörg slys, bæði umferð- arslys og sjóslys, og mikil þörf fyrir að sinna syrgjendum. Það var í senn mjög krefjandi og gefandi starf.“ Samveruna með fólkinu segir hann vera einna ánægjulegasta þátt starfsins yfirleitt. „En ég nýt þess líka að prédika Guðs orð og tala úr stólnum þegar ég tel mig hafa eitt- hvað gott og mikilvægt að segja. Og ekkert síður þegar ég ræði þau mál, eins og mað- ur við mann.“ Sá hluti prestsstarfsins, sem honum hugnast síst, er hins vegar tímafrek skriffinnskan, að færa í kirkjubækur. „En erfiðustu sporin mín eru þegar ég þarf að boða fólki váleg tíðindi. Eitt fyrsta prestsverkið mitt var að banka upp á hjá ungri konu og tilkynna henni, á meðan börnin hennar voru hlaupandi Íslenskum aðalverktökum, í fiski, í skrúðgarðinum o.s.frv. „Ég vildi prófa ýmislegt. Seinna vann ég m.a. í tollinum og lögreglunni.“ Hann segist alltaf hafa verið mjög leitandi og aldrei hafa gengið með prestinn í maganum, velti m.a. fyrir sér að fara í sagnfræði, heimspeki og guðfræði, sem síðan varð fyrir valinu. Við guðfræðideildina, í náminu í Ísrael og með dvölinni í Egypta- landi hafi hann byrjað að nálgast trúna og trúarbrögðin á akademískum forsendum. „Dvölin í Jerúsalem víkkaði sjónarhring minn mjög. Ég bjó í miðju gyðingahverfinu þar sem bókstafstrúarmenn litu t.d. á krossinn sem ég bar um hálsinn sem tákn of- sókna, pyntinga og dauða frá hinni kristnu Evrópu á tímum nasista. Þarna fann ég hvernig er að tilheyra jaðarhópi og það er mjög sérstök reynsla. Þarna lærði ég líka um gyðinglegan bakgrunn kristinnar trúar, um tengsl kristninnar og íslams, um tengsl íslams og gyðingatrúar og hvernig þessar trúarhefðir eru samofnar. Þarna varð ég svo vitni að hvernig trúarhefðirnar takast á í hatrömmum fjölskylduerjum sín í milli og hver trúarhópur telur sig ráða yfir hinum eina sannleika og segir: Við erum í ljósinu, hinir í myrkrinu. En Guð er fyrir ofan allt þetta.“ Hið viðvarandi stríðsástand á þessu svæði, átök og eymd, hljóta að hafa haft mjög sterk áhrif á þig persónulega? „Jú. Ég fór að hugleiða þjáningu Krists og það hvernig Kristur tekur sér stöðu með og í þeim sem þjáist og gegn þeim sem veldur böli. Þetta kenndi mér einnig að varast alla þá mörgu sem telja sig hafa höndlað Guð og komið honum fyrir í sínu þrönga hugmyndakerfi, sama hvort það er trúarlegt eða veraldlegt, og stofna síðan til styrj- alda og kúga aðra í hans nafni. Þetta kenndi mér að Guð verður ekki höndlaður af mönnum, hann opinberast ekki í stofnunum og jafnvel ekki í trúarbrögðum. Ég að- hylltist ekki afstæðishyggju en varð umburðarlyndari og víðsýnni, opnari fyrir því að Guð opinberist með öðrum hætti, óhefðbundnum hætti. Hefðir koma frá mönnum, orkan kemur frá Guði. Þessi reynsla dró því ekki úr trú minni, heldur breytti henni.“ Hann kveðst ekki sjá neina von í bráð um að þetta stríð breytist í frið; til þess þurfi margar kynslóðir. Á presturinn að vera fyrirmynd? Hjörtur Magni segir litlu hafa munað að hann ílengdist í Mið-Austurlöndum eftir dvöl sína þar. En málin æxluðust svo að hann sneri heim og útskrifaðist úr guð- fræðideildinni 1986, sótti um Útskálaprestakall og fékk brauðið að afloknum prests- kosningum. Eftir tvö ár í því embætti gekk hann í gegnum hjónaskilnað. Skilnaður er alltaf erfiður, en er kannski sérstaklega erfitt fyrir presta að skilja vegna þess að margir líta á þá sem fyrirmyndir? „Já, ég gæti vel trúað því. Ég fann fyrir samfélagslegum þrýstingi. Prestar eiga að vera öðruvísi en aðrir menn. Staðreyndin er samt sú að skilnaðir eru ekki sjaldgæfir innan prestastéttarinnar. Auðvitað óska ég engum að ganga í gegnum skilnað, en úr í kringum hana, að maðurinn hennar, faðir þeirra, hefði farist á sjó. Aðdragandinn að þessu samtali var mér afar erfiður og þannig hefur þetta verið síðan. Þegar slík samtöl fara að reynast mér auðveld held ég að ég ætti að skipta um starf; þá er maður orðinn dofinn og ónæmur.“ Eitt árið, þegar hann, auk þess að þjóna Útskálakirkju og Hvalsneskirkju, leysti af í Keflavíkurkirkju völdu Víkurfréttir Hjört Magna mann ársins á Suðurnesjum fyrir vel unnin störf. „Ég viðurkenni hreinskilnislega að það gladdi mig,“ segir hann. Hann var í tólf ár prestur í Útskálaprestakalli, þar af var þriggja ára námsleyfi í Ed- inborg þar sem hann rannsakaði ímynd og samfélagsstöðu íslensku og skosku þjóð- kirknanna í fjölmiðlasamfélaginu. Ótrúverðug þjóðkirkja Þarna var hann starfsmaður þeirrar stofnunar, sem hann hefur deilt mjög á seinustu árin, bæði úr prédikunarstól og í fjölmiðlum. Var hann þá þegar sem þjóðkirkjuprest- ur orðinn andvígur ríkiskirkjufyrirkomulaginu? „Já, í rauninni var ég það. Víðast hvar, bæði hér á Íslandi og í löndunum í kringum okkur, eru ríkiskirkjur á hröðu undanhaldi. Allt frá miðri síðustu öld hefur fækkað í þeim. Ríkiskirkja fær styrk sinn frá ríkinu, hvílir í öryggi ríkisforsjár, sem byggist á inn- heimtu trúfélagsskatts. Hún er þannig háð ríkisvaldinu. En raunverulegur styrkur kirkjunnar á ekki að fara eftir geðþóttaákvörðunum ríkisvaldsins, burtséð frá því hverjir eru í stjórn. Hann á að fara eftir trúverðugleika hennar í augum fólks, hversu kristileg hún er, hvort hún fer eftir kærleiks- og réttlætisboðskap Krists, varðandi jafn- ræði t.d.“ Og þér finnst íslenska þjóðkirkjan ekki vera trúverðug að þessu leyti? „Nei. Ekki á meðan hún lætur eins og önnur trúfélög séu ekki til. Ekki á meðan sú hróplega fjárhagslega mismunun er fyrir hendi sem ríkir milli hennar og annarra trú- félaga og felst í því að milljarðar króna flæða til hennar. Hvað fyndist fólki um að 21.12.2003 | 13 RA MAÐUR SJÁLFUR, HREINSKILINN OG EINLÆGUR“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.