Morgunblaðið - 31.08.2004, Side 2
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÁLVER HAFA ÁHUGA
Alcoa hefur sýnt því áhuga að
reisa álver á Norðurlandi, til við-
bótar við Fjarðaál á Reyðarfirði.
Bæði Landsvirkjun og stjórnvöld
hafa verið að kynna virkjunar- og
stóriðjukosti á Norðurlandi fyrir
stórum álfyrirtækjum, líkt og fram
kom í Morgunblaðinu í júlí sl.
Valgerður Sverrisdóttir iðn-
aðarráðherra vildi í samtali við
Morgunblaðið ekki staðfesta hvaða
áhugasömu álfyrirtæki þetta væru
en heimildir blaðsins herma að auk
Alcoa séu þetta BHP-Billiton, Rio
Tinto og Russal.
Einn fórst og öðrum bjargað
Kanadísk skúta fórst á Faxaflóa
seinnipartinn í gær. Tveir menn
voru um borð og var þeim bjargað
um borð í þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar eftir að hafa verið í sjónum á
aðra klukkustund. Var annar þeirra,
maður á fimmtugsaldri, þá látinn.
Farið var með hinn, ungan pilt á átj-
ánda aldursári, á Barnaspítalann og
var heilsa hans eftir atvikum góð.
Sadr fyrirskipar vopnahlé
Sjía-klerkurinn Moqtada Sadr
fyrirskipaði í gær stuðningsmönnum
sínum í Írak að virða vopnahlé í öllu
landinu. Hann tilkynnti að vopnuð
hreyfing sín myndi hætta uppreisn-
inni gegn bandarískum hersveitum
og írösku bráðabirgðastjórninni og
taka þess í stað þátt í stjórnmálum
landsins.
Gíslar biðja um hjálp
Arabísk sjónvarpsstöð sýndi í gær
myndir af tveimur frönskum frétta-
mönnum, sem rænt var í Írak, þar
sem þeir skoruðu á frönsku stjórn-
ina að verða við kröfu mannræningja
um að afnema bann við höf-
uðslæðum í ríkisskólum í Frakk-
landi. Gíslarnir sögðu að þeir yrðu
teknir af lífi ef bannið yrði ekki af-
numið.
Y f i r l i t
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull-
trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf
Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 24
Viðskipti 12 Minningar 26/30
Erlent 14 Dagbók 32/34
Akureyri 17 Listir 35/37
Höfuðborgin 18 Fólk 38/41
Austurland 18 Bíó 38/41
Daglegt líf 19 Ljósvakar 42
Umræðan 20/25 Veður 43
Forystugrein 22 Staksteinar 43
* * *
GUNNAR G. Schram,
lagaprófessor og fyrr-
verandi alþingismaður,
er látinn, 73 ára að aldri.
Hann fæddist á Akur-
eyri 20. febrúar 1931,
foreldrar hans voru
Gunnar Schram og Jón-
ína Jónsdóttir Schram.
Gunnar lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólan-
um á Akureyri 1950 og
lögfræðiprófi frá Há-
skóla Íslands árið 1956.
Hann stundaði fram-
haldsnám í þjóðarétti við
Max Planck-stofnunina í
Heidelberg í Þýskalandi og háskól-
ann þar 1957–58 og við háskólann í
Cambridge í Englandi, Sidney Suss-
ex College, 1958–60. Hann lauk dokt-
orsprófi í þjóðarétti við skólann árið
1961.
Gunnar var blaðamaður á Morgun-
blaðinu á háskólaárunum og 1956–57.
Hann var ritstjóri Vísis 1961–1966.
Gunnar réðst til starfa í utanríkis-
ráðuneytinu 1966 þar sem hann var
deildarstjóri auk þess að vera ráðu-
nautur í þjóðarétti.
Gunnar var lektor við lagadeild Há-
skóla Íslands 1970, en 1974 var hann
skipaður prófessor við skólann. Því
starfi gegndi hann til ársins 2001.
Hann var ráðunautur stjórnarskrár-
nefndar 1975–1983. Gunnar var kjör-
inn alþingismaður fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn í Reykjaneskjördæmi
1983–87 og varaþingmaður 1987–91.
Gunnar gegndi fjölmörgum störf-
um á sviði stjórnmála og félagsmála.
Hann var varaformaður og ritari
Sambands ungra sjálfstæðismanna
1953–57, formaður
Blaðamannafélags Ís-
lands 1962–63, fulltrúi í
hafsbotnsnefnd Sam-
einuðu þjóðanna 1969–
73, formaður Félags
Sameinuðu þjóðanna
1971–73, í sendinefnd
Íslands á hafréttarráð-
sefnu Sameinuðu þjóð-
anna 1973–82, formað-
ur Lögfræðingafélags
Íslands 1979–81, for-
maður Félags háskóla-
kennara 1979–81, for-
maður Bandalags
háskólamanna 1982–
86, í stjórn Aðstoðar Íslands við þró-
unarlöndin, síðar Þróunarsamvinnu-
stofnunar, 1977–87 og forseti laga-
deildar Háskóla Íslands 1978–80 og
1992–94. Gunnar átti frumkvæði að
því að koma á fót rannsóknarstofn-
unum við Háskólann og var um tíma
formaður stjórnar Alþjóðamálastofn-
unar HÍ, formaður Mannréttinda-
stofnunar HÍ og formaður Hafréttar-
stofnunar Íslands. Hann tók þátt í
alþjóðlegu starfi í hafréttar- og um-
hverfismálum fyrir hönd Íslands og
var t.d. í sendinefnd Íslands á úthafs-
veiðiráðstefnu SÞ 1993–95.
Eftir Gunnar liggja fjölmörg fræði-
rit um þjóðarétt, stjórnskipunarrétt,
umhverfisrétt, hafréttarmál og fleira.
Gunnar kvæntist Elísu Steinunni
Jónsdóttur og eignuðust þau fjögur
börn, en fyrir átti Gunnar eina dóttur.
Gunnar G. Schram starfaði á Morg-
unblaðinu um hríð og skrifaði fjölda
greina í það um árabil. Sendir blaðið
fjölskyldu hans innilegar samúðar-
kveðjur.
Andlát
GUNNAR G. SCHRAM
MILDI er að ekki varð stórslys
þegar 30 metra hár byggingar-
krani féll á fjölbýlishús við Dagg-
arvelli 4 í Hafnarfirði síðdegis í
gær. Um tuttugu manns voru við
vinnu í húsinu þegar slysið varð og
flestir á efstu hæð. Einn maður
slasaðist en meiðsl hans voru ekki
mikil.
Hávaðarok af suðaustan var í
Vallahverfi síðdegis og samkvæmt
veðurstöð í Straumsvík, sem er sú
veðurstöð sem er næst hverfinu,
var vindstyrkurinn 17 m/s.
Að sögn Björns Bjarnasonar,
verkstjóra byggingarfyrirtækisins
Feðga ehf., sem er að reisa húsið,
var ætlunin að fergja þakplötu sem
var við það að fjúka upp og átti að
nota kranann til að lyfta fargi upp
á þakið. Kraninn var ómannaður
og var stýrt með fjarstýringu á
jörðu niðri. Verið var að snúa kran-
anum þegar slysið varð en ekkert
farg var komið á krókinn.
Sjónarvottar sem Morgunblaðið
ræddi við í gær sögðu að kraninn
hefði fallið með gríðarlegum brest-
um og hávaða.
Björn segir að það hafi vissulega
farið um sig þegar hann sá kran-
ann falla á húsið en í því voru um
tuttugu manns við vinnu. Flestir
voru á fimmtu og efstu hæð en
einn stóð ofan á þakplötunni. Sá
slasaðist lítilsháttar þegar hann
fékk timbur á sig en ljóst er að
margir voru í lífshættu þegar kran-
inn féll.
Aðspurður segir Bragi að kran-
inn hefði átt að standast vindinn og
átt að þola meira álag. Þetta sé
einn nýlegasti krani landsins, fjög-
urra ára gamall, og því hljóti eitt-
hvað að hafa verið að honum. Dett-
ur honum helst í hug að
málmþreyta hafi valdið slysinu.
Kraninn, sem er alls 80 tonn að
þyngd, er gjörónýtur en hann er
metinn á um átta milljónir. Þá varð
nokkurt tjón á húsinu, m.a. kom
stórt gat í vegg auk þess sem
skemmdir urðu á þakplötu.
Kraninn féll yfir húsið og bóman
steyptist niður við húsgrunn norð-
an við það. Búið er í sumum húsum
í nágrenninu og hefði vindátt verið
önnur hefði kraninn getað fallið á
þau.
Lögreglan í Hafnarfirði og
Vinnueftirlitið rannsaka nú málið.
Veggplötur fuku
við Reykjavíkurveg
Hvöss suðaustanáttin olli vand-
ræðum víðar í Hafnarfirði síðdegis
í gær og bæði lausir munir og nagl-
fastir fuku um bæinn.
Að sögn lögreglunnar í Hafn-
arfirði fuku veggplötur af byggingu
við Reykjavíkurveg, drasl fauk af
lagerlóð Húsasmiðjunnar við
Helluhraun og á bíl. Skilti verktaka
sem vinna að breytingum á
Reykjanesbraut milli Lækjargötu
og Kaplakrika fuku um koll jafnvel
þótt á steyptum undirstöðum væru
og loks fuku þakplötur af húsi
Samfylkingarinnar við Strandgötu.
30 metra byggingarkrani féll á fjölbýlishús í Vallahverfi
Flestir voru við vinnu
á efstu hæð hússins
EKKI munaði nema hársbreidd að bóman á kran-
anum lenti á bíl sem ekið var meðfram húsinu í þann
mund sem hann féll.
Daníel Sigurðsson, sem vinnur á krana og sinnir
uppsetningu og eftirliti með þeim, var við annan
mann í bílnum þegar hann heyrði mikinn hávaða fyrir
aftan bílinn. Hann leit upp og sá bómuna stefna beint
á bílinn. Hann segir þetta hafa gerst hratt og gríð-
arlegur hávaði orðið þegar kraninn skall til jarðar.
Helst hafi þetta minnt á bandarískar stórslysamyndir.
Daníel var uppi í krananum fyrir nokkrum dögum
til að kanna ástand hans og segir að það hafi vissu-
lega farið um sig þegar hann sá hvernig fór fyrir hon-
um.
Morgunblaðið/ÞÖK
Daníel Sigurðsson var í bíl sem ekið var meðfram húsinu í þann mund sem kraninn féll. Turn kranans er hinum
megin við húsið en bóman féll yfir það.
Eins og í bandarískri stórslysamynd
!
"
#
$
%&' (
)***