Morgunblaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 6
VAXTASTIG reiknast inn í vísitölu
neysluverðs og lækkandi vextir
munu hafa áhrif til lækkunar á
neysluvísitöluna í framtíðinni en
áhrifin verða lítil fyrst í stað. „Þetta
kemur mjög tregbreytilega inn í
vísitöluna því við notum alltaf 60
mánaða meðaltal vaxtanna, þ.e.a.s.
meðaltal síðustu fimm ára. Þannig
að áhrifin vegna breytinganna nú
verða óveruleg,“ segir Rósmundur
Guðnason, deildarstjóri vísitölu-
deildar Hagstofunnar, og bætir við
að menn viti enn ekki hversu mikið
af lánum bankarnir séu búnir að af-
greiða.
Hann segir að Hagstofan muni
væntanlega biðja bankana um tölur
yfir lánaafgreiðslur. „Þegar þetta
verður eitthvað verulegt þá tökum
við það inn í [vísitöluna]. Það renna
hins vegar allir blint í sjóinn með
þetta, menn átta sig enn ekki al-
mennilega á því hver raunverulegu
áhrifin verða því þarna er líka aukið
lánshlutfall sem hefur hugsanlega
áhrif,“ segir Rósmundur.
Hann segir langtímaraunvaxta-
stig vera hluta af voginni við út-
reikning vísitölu neysluverðs en það
hafi verið og sé tregbreytilegt nema
þegar kerfisbreytingar verði, eins
og til að mynda nú í sumar þegar
kerfinu hjá Íbúðalánasjóði hafi verið
breytt eða eins og þegar vextir á
húsnæðislánunum lækkuðu úr 6% í
5,1% fyrir rúmum áratug.
Nú í ágúst hafi Hagstofan ákveðið
að raunvextirnir, sem notaðir eru við
útreikninginn miðist framvegis við
meðaltal þeirra undanfarin fimm ár.
Í upphafi verði útreikningstímabilið
frá mars árið 2000 (54 mánuðir) en
þá hafi vísitalan fyrst verið reiknuð
miðað við verðlag fasteigna á öllu
landinu. Raunvöxtum verði síðan
breytt mánaðarlega og bætt við
meðaltalið þar til 60 mánuðum er
náð, í febrúar árið 2005. Eftir það
verður í hvert sinn felldur brott einn
mánuður og nýjum mánuði bætt við.
Rósmundur segir að þetta eigi að
tryggja að skammtímabreytingar á
raunvöxtum húsnæðislána valdi ekki
skyndilegum breytingum sem gætu
haft umtalsverð áhrif á niðurstöður
mánaðarmælingar vísitölunnar.
Hins vegar er tryggt að breytingar á
raunvaxtastigi til langframa endur-
speglist í verðmælingunni.
Vaxtastig reiknast inn í vísitölu neysluverðs
Áhrifin verða lítil
til að byrja með
Morgunblaðið/ÞÖK
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Bankar farnir að
afgreiða íbúðalán
KB banki, Íslandsbanki, Lands-
banki og SPRON eru allir farnir að
afgreiða íbúðalán til viðskiptavina
sinn og mikið hefur verið að gera hjá
þeim að undanförnu vegna fyrir-
spurna frá fólki sem vill kynna sér
íbúðalán bankanna og athuga hvort
þau séu hentugur kostur fyrir við-
komandi.
Helena Jónsdóttir, forstöðumaður
sölu- og þróunardeildar KB banka,
segir bankann hafa byrjað að af-
greiða íbúðalán snemma í síðustu
viku og þessi starfsemi sé því komin
vel af stað hjá bankanum.
Mæla með því að fólk taki sér
góðan tíma til að skoða málin
Heba Björnsdóttir, forstöðumað-
ur einstaklingsviðskipta hjá Íslands-
banka, segir bankann hafa afgreitt
fyrstu íbúðalánin í gær en bankinn
hafi auðvitað verið farinn að taka við
umsóknum fyrir helgina en nú sé
byrjað að afgreiða þær. „Það er heil-
mikið að gera í útibúunum hjá okk-
ur. Manni fannst að fólk róaðist að-
eins fyrir helgina og gerði sér grein
fyrir því að þetta eru stór og mikil
mál sem ekki á að flana að og fólk
þarf að skoða vel. Við mælum með
því að fólk geri það. En það er
kannski fyrst og fremst þeir sem eru
einmitt að standa í íbúðarkaupum
núna sem þurfa að ganga hraðar frá
sínum málum,“ segir Heba.
Ingólfur Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri einstaklings og mark-
aðssviðs hjá Landsbanka Íslands,
segir bankann þegar byrjaðan að af-
greiða íbúðalán til viðskiptavina
sinna enda hafi hann verið vel und-
irbúinn undir slíkt enda t.d. verið
með erlend húsnæðislán. „Við höfum
afgreitt lán um nánast allt land
þessa daga. Það er búið að sam-
þykkja alveg gífurlegan fjölda af
lánum. Skuldabréfin eru tilbúin en
þau þurfa að fara í þinglýsingu
o.s.frv.,“ segir Ingólfur.
Hann segir mikið að gera í útibú-
unum í tengslum við íbúðalánin.
Fasteignaþjónusta bankans hafi t.d.
verið opin á laugardaginn frá tíu til
tvö og þá hafi verið stöðugur
straumur fólks. „Fólk er mjög
áhugasamt um að skoða hvernig
þetta kemur út og vill ræða við þjón-
ustufulltrúa sína um málið,“ segir
Ingólfur.
Guðmundur Hauksson, spari-
sjóðsstjóri hjá Sparisjóðs Reykja-
víkur og nágrennis, segir SPRON
vera byrjaðan að afgreiða nýju
íbúðalánin, fyrstu lánin hafi verið af-
greidd fyrir helgina. Guðmundur
segir mikið hafa verið að gera í
útibúum SPRON, aðallega vegna
þess að fólk sé mikið að spyrjast fyr-
ir um nýju lánin og reyna átta sig á
hvað þetta þýðir. „Við ráðleggjum
fólki að skoða vel sinn gang áður það
hleypur til og tekur ný lán því það er
að ýmsu að hyggja í þessum efnum
og það þarf að skoða hvert einstakt
mál vandlega,“ segir Guðmundur.
ÍSLANDSBANKI hefur veitt hús-
næðislán sem nema allt að 80% af
markaðsvirði húsnæðis um allt land
frá síðustu áramótum þegar bankinn
tók frumkvæði í því að veita óverð-
tryggð húsnæðislán í íslenskum
krónum og erlendri mynt.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá
bankanum. Þar kemur ennfremur
fram að sérfræðingar úr Greiningu
Íslandsbanka ásamt þjónustufulltrú-
um verða með ráðgjöf til almennings
varðandi ólíka kosti sem bjóðast í
húsnæðislánum í Þjónustuveri bank-
ans næstu þrjú kvöld frá kl. 18 til 22.
Samanburður á
húsnæðislánum flókinn
„Samanburður á húsnæðislánum
er flókinn og útreikningur á greiðslu-
byrði vefst fyrir mörgum, jafnframt
því sem fjármögnun fasteigna felur
yfirleitt í sér stærsta útgjaldalið í
rekstri hvers heimilis. Því er mikil-
vægt að almenningur ígrundi vel þá
kosti sem standa til boða. Þar sem að-
stæður hvers lántakanda eru einstak-
ar verður boðið upp á þessa persónu-
legu ráðgjafaþjónustu sérfræðinga
Greiningar Íslandsbanka og þjón-
ustufulltrúa,“ segir einnig.
80% lán
hjá Íslands-
banka
♦♦♦
ÞÓRA Björg er einn þeirra ein-
staklinga sem sótt hafa um íbúða-
lán með föstum 4,4% verð-
tryggðum vöxtum hjá
viðskiptabanka sínum, Sparisjóði
vélstjóra (SPV), til þess að létta
greiðslubyrði sína. Þóra Björg er
34 ára og býr með börnum sínum
tveimur í eigin íbúð sem hún
keypti fyrir um þremur árum.
Hún segist hafa tekið lán hjá
Íbúðalánasjóði á sínum tíma en auk
þess hafi hvílt á íbúðinni þrjú eldri
lán sem ekki séu mjög hagstæð.
„En svo hefur þetta þyngst smám
saman, ég er ein með tvö börn og
ekki í hálaunaðri vinnu og maður
fer að taka lán til þess að bjarga
yfirdrætti og svo tekur maður ann-
að lán o.s.frv. Greiðslubyrðin var
því orðin töluvert mikil á mánuði
þannig að þetta kom eins og
himnasending fyrir mig.“
Greiðslubyrðin hjá Þóru Björgu
léttist um 55 þúsund á mánuði við
endurfjármögnunina. „Þetta mun-
ar alveg svakalega miklu fyrir mig
og svona upphæð tekur maður
ekki af kaupinu sínu. Ég tek 80%
lán til 25 ára hjá SPV og yfirdrátt-
urinn minn fer líka inn í þetta og
ég losna við hann og þetta gerir
mér lífið miklu auðveldara. Ég get
ekki annað en hagnast á þessu. Ég
á ofsalega góða að og það eru við-
skiptafræðingar í fjölskyldunni og
ég hef ráðfært mig við þá og Frey-
dís, þjónustufulltrúi minn hjá SPV,
settist niður og reiknaði þetta fyrir
mig. Ég skildi fyrir fjórum árum
og fór þá með mín mál í SPV og
þau tóku bara við mér þar og eru
búin að gera allt fyrir mig.
Ég vinn frá níu til fimm en ég
var farin að sjá fram á að þurfa að
fara að vinna um helgar til þess að
ná endum saman þannig að þetta
breytir öllu fyrir mig. Ég sé fram á
að vera laus við andvökunætur
vegna peningaáhyggna, það er
númer eitt, tvö og þrjú,“ segir
Þóra Björg.
„Laus við and-
vökunætur vegna
peningaáhyggna“
FREYDÍS Ármannsdóttir, þjónustu-
fulltrúi Þóru Bjargar, segir hana
hafa verið að borga um 127 þúsund
mánaðarlega af öllum lánum sínum
en miðað við nýja lánið til 25 ára
með 4,4% vöxtum eigi greiðslubyrði
hennar að verða um 72 þúsund á
mánuði. „Þannig að hún er með
þessu að lækka greiðslubyrðina um
55 þúsund krónur á mánuði.“
Freydís segir skammtímalán
Þóru Bjargar einkum hafa verið
óhagstæð auk þess sem hún hafi
verið að greiða af nýlegum Íbúða-
sjóðslánum sem hún sé ekki búin að
greiða lengi af þannig að það borgi
sig fyrir hana að losa sig við þau.
Húsnæðislánin sem Þóra Björg hafi
einkum verið að greiða af hafi verið
5,7% og 6% vöxtum en auk þess hafi
hvílt tvö eldri en mun lægri húsnæð-
islán með lægri vöxtum á íbúðinni
þannig að ekki hafi verið spurning
að endurfjármögnun væri hagstæð
jafnvel þótt hún væri ekki að lengja
í lánunum. Og í stað þess að greiða
af fjórum húsnæðislánum með mis-
munandi vöxtum greiði hún af einu
láni hjá SPV. Þá sé mun þægilegra
fyrir hana og sparisjóðinn að hún sé
komin með öll lán á sama stað.
Freydís segir mikið hringt vegna
nýju íbúðalánanna. „Það liggur við
að önnur hver afgreiðsla tengist
nýju lánunum. Við erum á fullu í
þessu,“ segir Freydís.
Greiðslubyrðin
lækkar um 55
þúsund á mánuði
Morgunblaðið/Jim Smart
Freydís Ármannsdóttir, þjónustu-
fulltrúi hjá SPV, ræðir við við-
skiptavin sinn.
Miðað við
markaðs-
virði á virk-
um mark-
aðssvæðum
LANDSBANKINN lánar 80% af
markaðsvirði fasteigna á virkum
markaðssvæðum. Bankinn hefur
þannig lánað 80% til tiltekinna
eigna á Reyðarfirði, Selfossi, Eg-
ilsstöðum, Ísafirði, Reykjanesbæ,
Akureyri og fleiri stöðun utan höf-
uðborgarsvæðisins.
Þetta kemur meðal annars fram
í tilkynningu frá bankanum. Því sé
það ekki rétt sem fullyrt hafi verið
í fjölmiðlum að Landsbankinn láni
60% af markaðsvirði fasteigna á
landsbyggðinni. Hið rétta sé að
lánshlutfall Landsbankans sé allt
að því 80% af markaðsvirði fast-
eignar á virkum markaðssvæðum
og við mat á þessu sé hvert tilfelli
skoðað og seljanleiki eignarinnar
metinn.
Landsbankinn