Morgunblaðið - 31.08.2004, Page 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2004 11
TVEIR menn voru fluttir á slysa-
deildina í Fossvogi um helgina eft-
ir að eldamennska þeirra mistókst
herfilega. Lögreglan í Reykjavík
telur fullt tilefni til að vara fólk
við að hita sér mat að næturlagi
þegar það er í „misjöfnu“ ástandi.
Annar maðurinn sofnaði út frá
potti á eldavél aðfaranótt laug-
ardags og var hann fluttur á
slysadeild til athugunar. Rétt fyrir
miðnætti sama dag var tilkynnt
um reyk frá íbúð í austurbænum.
Í ljós kom að kviknað hafði í
steikarpönnu. Íbúinn virtist hafa
verið í annarlegu ástandi þegar
hann hóf eldamennskuna. Hann
var fluttur á slysadeild vegna
reykeitrunar.
Varasöm
eldamennska
um miðja nótt
TALIÐ er að börn sem voru að
fikta með eldspýtur hafi kveikt
eld í bílskúr á Patreksfirði á
sunnudagskvöld. Aðeins er um
einn metri frá bílskúrnum að
íbúðarhúsi úr timbri og telur lög-
reglan á Patreksfirði það mikla
mildi að ekki fór verr.
Að sögn lögreglu brást eigandi
bílskúrsins hárrétt við með því að
halda bílskúrsdyrunum lokuðum
og tryggja að súrefni kæmist ekki
að eldinum þar til slökkvilið kom
á staðinn. Reykskemmdir voru
talsverðar en engin slys á fólki.
Fiktarar
kveiktu eld
FIMM bensínknúnum leik-
fangabílum, að verðmæti 200–300
þúsund krónur, var stolið úr leik-
fangabúð í Árbæjarhverfi aðfara-
nótt laugardags.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni í Reykjavík er um að ræða
einn Manace 21, gráan að lit með
bláum eldingum, einn gulan Nitro
MT2, tvo Savage sem eru gráir og
fjólubláir og einn Nitro RS4. Þá var
einnig stolið stýri af gerðinni Isotta.
Fimm dýrum leik-
fangabílum stolið
LILJU Mósesdóttur hefur verið
falið að taka þátt í störfum sér-
fræðingahóps ESB fyrir Íslands
hönd. Sérfræðingahópurinn mun
starfa á vegum
framkvæmda-
stjórnar ESB
næstu þrjú árin
og gera árlega
tvær sam-
anburð-
arúttektir á at-
vinnu-, félags-
og jafnrétt-
ismálum.
Niðurstöður
úttektanna mun framkvæmda-
stjórnin nota við stefnumótun í
vinnumarkaðsmálum. Hópurinn
samanstendur af 30 óháðum sér-
fræðingum frá aðildarlöndum
ESB, Búlgaríu, Íslandi, Liechten-
stein, Noregi og Rúmeníu.
Ísland með
í vinnumarkaðs-
úttektum ESB
Lilja MósesdóttirM
eð því að leggja áherslu á menntun
stúlkna í þróunarlöndum þar sem
menntun barna er ótrygg er hægt
að slá margar flugur í einu höggi,
og vinna gegn alnæmi, vatnsskorti,
skorti á hreinlæti o.fl. með því að tryggja rétt barna
til náms, segir Cream Wright, yfirmaður mennta-
mála hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNI-
CEF). Hann kom hingað til lands í gær til að halda
fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri um mikilvægi
menntunar stúlkna í þróunarmálum.
„UNICEF einsetur sér að hjálpa löndum að ná
því takmarki sem þau hafa sett sér í menntunarmál-
um barna. Það er ótrúlegt að í heiminum í dag séu
fleiri en 120 milljón börn sem ekki hafa neinn að-
gang að skólum eða nokkurs konar grunnmenntun.
Þetta á sérstaklega við um stúlkur,“ segir Wright.
Hann segir þetta ekki bara slæmt vegna þess að
stúlkurnar fái ekki þá menntun sem þær ættu að
eiga rétt á að fá, heldur vegna þess að reynslan sýni
að það hefur áhrif á næstu kynslóðir á eftir. Þegar
ung stúlka sem fer aldrei í skóla verður móðir er
hún ólíklegri til að senda dóttur sína í skóla heldur
en ef hún væri menntuð sjálf. Ómenntaðar konur
nýta sér einnig síður heilbrigðisþjónustu, passa
verr upp á að börn þeirra fái rétta næringu o.fl.
Margar ástæður fyrir mun
á drengjum og stúlkum
„Þetta er ekki bara spursmál um menntun, held-
ur tengist þetta þróunarstarfi,“ segir Wright. „Það
eru fjölmargar ástæður fyrir því að stúlkur fara
ekki í skóla, eða ef þær fara í skóla þá flosna þær
upp úr námi. Það sem við hjá UNICEF höfum verið
að gera er að komast að því hvað það er sem er að
hindra stelpurnar í að fara í skóla,“ segir Wright.
Eitt af því sem fram hefur komið er að stúlkur
hjálpa meira til á heimilunum, og því vilja foreldr-
arnir síður missa þær í skóla. Í stórum fjölskyldum
senda foreldrarnir frekar drengi í skóla. En Wright
segir vandamálin líka hjá skólunum. „Þegar langt
er í næsta skóla og börnin þurfa að ganga lengi í
skólana hafa foreldrarnir áhyggjur af öryggi þeirra,
og á það frekar við um stúlkur en drengi.“
Einnig er víða mikið vandamál með vatn og
hreinlætisaðstöðu í skólum, ef skólarnir eru ekki
með rennandi vatn eða hreinlætisaðstöðu hætta
stúlkurnar frekar námi en drengir, sérstaklega
þegar þær verða eldri. Næring spilar einnig inn í,
svangir nemendur einbeita sér ekki að náminu, og
því þurfa skólar að bjóða upp á mat fyrir nemendur.
Kennarar geta líka verið vandamálið, sumir mis-
muna stúlkum eða jafnvel misnota þær þegar þær
verða eldri.
Menntun þýðir meiri lífsgæði
Wright segir að af þessu megi sjá að vandamálin
séu mörg, en um leið og það sé búið að komast að
því hver þau eru sé auðveldara að vinna markvisst
að því að bæta menntun stúlkna. Með því að vinna
að menntun stúlkna er hægt að slá margar flugur
með einu höggi. „Þegar við vinnum að því að bæta
menntun stúlkna erum við í raun að vinna að þróun-
arhjálp í mun víðara samhengi, og þar af leiðandi
bættum lífsgæðum. Í mörgum samfélögum þar sem
fólk hefur aldrei haft gott aðgengi að vatni og hrein-
lætisaðstöðu hefur verið hafist handa við að grafa
brunna og þess háttar beinlínis vegna þess að það
var byrjað á að bæta þessi atriði í skólunum. Fólkið
sér að það er gott vatn og hreinlætisaðstaða í skól-
unum og vill hafa það líka heima hjá sér,“ segir
Wright.
Þannig má hafa áhrif á samfélögin með því að
gera breytingar í skólanum. Þetta sést jafnvel enn
betur þegar kemur að fræðslu um alnæmi, þar sem
Wright segir að þurfi að leggja áherslu á fræðslu
hjá börnum. Börnin þurfa að læra um sjálf sig, sam-
skipti við annað fólk, hvað sé í lagi og hvað ekki. „Til
lengri tíma litið er þetta besta bóluefnið gegn HIV-
smiti, að mennta börn þannig að þau alist upp við
það að vita af hættunni og hvernig sé hægt að
minnka áhættuna á smiti.“
Tvær aðferðir til
þróunarhjálpar
Lönd heims geta beitt ýmsum aðferðum til að
bregðast við vandamálinu og hjálpa til. Wright seg-
ir að tvenns konar tegundir verkefna komi þar til
greina. Annars vegar sé hægt að vinna að ákveðnu
þróunarverkefni á tiltölulega litlu svæði, og þegar
reynsla kemst á verkefnið má ef vel gengur yf-
irfæra verkefnið á heilu löndin. Hins vegar er ný
hugsun í þróunarstarfi að fá alla aðila sem áhuga
hafa til að leggja fé í vítt skilgreind verkefni, og
leyfa þá UNICEF að ráðstafa fénu eins og best
þykir henta í því verkefni.
Wright nefnir sem dæmi um hið fyrra hvernig Ís-
land hefur lagt fé í að styðja við verkefni fyrir börn
á aldrinum 3–6 ára í Guineu-Bissá í Afríku. Þar er
markmiðið að undirbúa bæði börn og foreldra undir
það að börnin fari í skóla við 6–7 ára aldur, m.a. með
því að koma þeim í pössun hluta úr degi utan heim-
ilisins. Það segir Wright skipta miklu máli, vegna
þess að annars séu meiri líkur á að börnum, og þá
sérstaklega stúlkum, séu fengin ákveðin verkefni á
heimilinu sem síðar meir geti orðið mikilvægari í
huga foreldranna en að senda börnin í skóla.
Kemur í veg fyrir sóun á fé
Sem dæmi um það þegar fé er lagt í stærra verk-
efni segir Wright að megi líta til þess verkefnis sem
hann vinnur að, menntun stúlkna. Hann segir að
það sé óneitanlega framtíðin að ríki og einkaaðilar
sem leggja fé í verkefni hafi minni stjórn á því í hvað
nákvæmlega peningarnir fara, sem getur komið í
veg fyrir að peningum sé sóað í óþörf verkefni eða
verkefni sem lognist út af þegar áhuginn minnkar.
Wright segir að þegar upp er staðið sé mikilvægt
að halda því til haga að menntun sé réttur hvers
barns, öll börn ættu að hafa í það minnsta þann
möguleika að gera eitthvað með líf sitt. Það segir
hann vera grundvöllinn fyrir svo margt annað sem
betur mætti fara í þróunarlöndunum, svo sem al-
næmisvá, vatnsskort og skort á hreinlætisaðstöðu.
Áætlað að yfir 120 milljónir barna hafi ekki aðgang að skólum eða grunnmenntun
Menntun stúlkna getur
haft stórkostleg áhrif
Morgunblaðið/ÞÖK
Cream Wright, yfirmaður menntamála hjá SÞ.
„UM leið og við erum að sinna börnum annars
staðar í heiminum erum við að sinna okkar eigin
börnum,“ segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver-
andi forseti Íslands, en hún er verndari Heimsfor-
eldra, söfnunarátaks UNICEF á Íslandi.
„Við getum öll orðið heimsforeldrar, þetta er
bara foreldraumhyggja fyrir öllum börnum
heimsins,“ segir Vigdís. Hún bendir öllum sem lið
geta veitt að skrá sig sem Heimsforeldri, og þar
með styrkja m.a. menntun stúlkna í heiminum,
sem og önnur góð verkefni. „Margt smátt gerir
eitt stórt, það þarf ekki að ganga nærri sér í þessu
máli, en það er fjarska gott að vita að það sem
maður leggur af mörkum ratar á réttan stað,“
segir Vigdís.
Nánari upplýsingar og skráning eru á vef UNI-
CEF á Íslandi, www.unicef.is.
Heimsforeldri
mennta stúlkur
Menntun stúlkna er víða ábóta-
vant í þróunarlöndunum, en
menntun er grunnurinn fyrir
margs konar breytingar þar.
Brjánn Jónasson ræddi við
Cream Wright, yfirmann
menntamála hjá Barnahjálp
Sameinuðu þjóðanna, um
áherslur samtakanna í
menntamálum.
brjann@mbl.is
Reuters
Þegar ung stúlka sem fer aldrei í skóla verður móðir er hún ólíklegri til að senda dóttur sína í skóla en ef hún væri menntuð sjálf, segir Wright. Ómennt-
aðar konur nýti sér einnig síður heilbrigðisþjónustu. Myndin er af alsírskum stúlkum með spjöld skreytt áletrunum úr Kóraninum.
MÓÐIR og sex ára sonur hennar
slösuðust lítillega þegar bifreið
þeirra fór út af Snæfellsnesvegi og
fór tvær veltur utan vegar um sjö-
leytið á sunnudagskvöld. Sam-
kvæmt upplýsingum frá lögregl-
unni í Stykkishólmi missti konan
stjórn á bílnum með fyrrgreindum
afleiðingum. Bifreiðin er gjörónýt
og var flutt burt með kranabíl.
Drengurinn fékk vægt höf-
uðhögg við veltuna og voru mæðg-
inin lögð inn á sjúkrahúsið í Stykk-
ishólmi til aðhlynningar. Meiðslin
voru þó ekki talin alvarleg og komu
bílbelti og barnastóll í veg fyrir al-
varlegri slys, að sögn lögreglu.
Belti og bílstóll
komu í veg fyrir
alvarlegri slys