Morgunblaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 13
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2004 13 Hefur flú fengi› i›gjaldayfirliti›? Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur sent sjóðfélögum yfirlit yfir móttekin iðgjöld á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 2004. Ekki er óeðlilegt að greiðslur fyrir mánuðina maí og júní sl. vanti á yfirlitið. Mikilvægt a› bera saman yfirlit og launase›la! Hafir þú ekki fengið yfirlit, en dregið hefur verið af launum þínum í Lífeyrissjóð verzlunarmanna, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, þá vinsamlegast hafðu samband við viðkomandi fyrirtæki og/eða innheimtudeild sjóðsins hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. október nk. Gættu réttar flíns! Mikilvægt er að fullvissa sig um að upplýsingarnar um iðgjöldin til lífeyrissjóðsins sem tilgreind eru á yfirlitinu séu í samræmi við launaseðla. Verði vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð geta dýrmæt lífeyrisréttindi glatast. N O N N I O G M A N N I • N M 1 3 0 6 7 • s ia .i s Skrifstofa sjó›sins er opin frá kl. 8.30–16.30, Húsi verslunarinnar 4. og 5. hæ›, 103 Reykjavík Til sjó›félaga www.live.is Sími: 580 4000 | Myndsendir: 580 4099 | skrifstofa@live.is | www.live.is ÍSLENSKA hugbúnaðarfyrirtækið Maritech, dótturfélag TölvuMynda hf., hefur keypt ráðgjafarfyrirtækið Surefish sem sérhæfir sig í ráðgjöf til sjávarútvegsfyrirtækja og fisk- mati. Höfuðstöðvar Surefish eru í Seattle í Bandaríkjunum en alls starfa 16 starfsmenn hjá fyrirtæk- inu í Washingtonríki, Alaska og Massachusetts í Bandaríkjunum og Kóreu og Víetnam. Eftir kaupin er starfsemi Maritech í fjórum heims- álfum; Evrópu, Norður- og Suður- Ameríku og Asíu. Halldór Lúðvígsson, forstjóri Maritech, segir kaupin efla starf- semi Maritech í Norður-Ameríku, sérstaklega á vesturströndinni, en Maritech opnaði skrifstofu í Seattle fyrr á þessu ári. Um leið er Mari- tech að taka sín fyrstu skref inn á Asíumarkað. Maritech hefur verið í fremstu röð í heiminum við þróun rekjan- leikakerfa fyrir matvæli og er leið- andi í þróun staðla um rekjanleika á vegum Evrópusambandsins. Mari- tech hefur unnið að þróun Wise- Fish-upplýsingakerfisins í 15 ár og innleitt það hjá ríflega 800 við- skiptavinum í 12 löndum en Wise- Fish er hannað með þarfir sjávar- útvegs og fiskeldis í huga. WiseFish nær til allrar virðiskeðju sjávarút- vegs og fiskeldis, ýmist með sam- þættingu viðskiptalausna eða inn- leiðingu lausna sem ná til tiltekinna hluta virðiskeðjunnar. „Með auknum kröfum um rekj- anleika matvöru og strangari lög- gjöf á því sviði beggja vegna Atl- antshafsins er eftirspurn eftir ráðgjöf af því tagi, sem Surefish býður, sífellt að aukast. Meðal þess sem Surefish sérhæfir sig í er rekj- anleikaráðgjöf, HACCP-áætlanir, innköllunaráætlanir, upprunamerk- ingar og úttektir. Með kaupunum á Surefish getur Maritech boðið nú- verandi viðskiptavinum slíka ráð- gjöf, ekki síst hér í Evrópu,“ segir Halldór Lúðvígsson. Rekjanleiki er vel þekkt hugtak í matvælaframleiðslu. Með því er átt við að rekja megi feril vöru frá veið- um/hráefnisstigi og alla leið til neyt- andans. Síðastliðin ár hefur aukin áhersla verið lögð á rekjanleika matvæla í Evrópu og Bandaríkjun- um og lög tekið gildi þar um. Ástæðu þess má rekja til áfalla inn- an matvælaiðnaðarins, aukinnar vit- undar um umhverfismál en ekki síst til ótta við hryðjuverk með eitur- efnum. Fyrirtæki hafa í auknum mæli tekið hugbúnað í notkun til að upp- fylla lagaskilyrði um rekjanleika vöru og ryðja þannig úr vegi hindr- unum fyrir sölu afurða milli landa. En þau sjá ekki síður að rekjanleiki vöru felur í sér tækifæri. Innköllun afurða vegna áfalla verður auðveld- ari og markvissari og fjárhagslegu tjóni er haldið í lágmarki. Kröfur smásölufyrirtækja um rekjanleika þýða að þau greiða hærra verð fyrir rekjanlega vöru. Kröfuharðir neyt- endur eru reiðubúnir að greiða hærra verð ef þeir vita hvaðan var- an er upprunnin. Loks getur rekj- anleiki komið í veg fyrir lögsókn og skaðabótakröfur vegna áfalla. Maritech er með starfsemi í átta löndum: Á Íslandi, í Noregi, Kan- ada, Bandaríkjunum, Bretlandi, Chile, Kóreu og Víetnam. Mörg af stærstu fyrirtækjum á Íslandi hag- nýta sér vörur og þjónustu Mari- tech, sérstaklega MBS Navision og tengdar lausnir. Skrifstofur félags- ins eru í Kópavogi og á Akureyri. Starfsmenn Maritech Group eru samtals um 200 en þar af starfa 55 á Íslandi. Maritech kaupir Surefish Styrkir stöðu félagsins á sviði rekjanleika matvæla Stjórnandinn Halldór Lúðvígsson, forstjóri Maritech International. VERÐMÆTI landaðs afla brezkra fiskiskipa á síðasta ári var um 521 milljón punda, 67,7 milljarðar ís- lenzkra króna. Alls varð afli þeirra 631.000 tonn. Botnfiskafli var um 32% heildar- innar í magni talið og 43% mælt í verðmætum. Uppsjávarfiskur var 46% heildarinnar, en 22% mælt í verðmætum og skelfiskur var 22% í magni og 36% í verðmætum. Skelfiskaflinn, krabbar, humar og annar skelfiskur, hefur aukizt á undanförnum árum til að mæta aukinni eftirspurn. Árið 185 lönd- uðu brezkir fiskimenn 75.000 tonn- um af skelfiski að verðmæti 8,5 milljarðar króna, en á síðasta ári var skelfiskaflinn 129.000 tonn að verðmæti 22,2 milljarðar króna. Útflutningur hefur líka aukizt eða um 23% að magni til og varð 479.000 tonn í fyrra. Mælt í verð- mætum var aukingin 17% og verð- mætin alls 116 milljarðar króna. Á síðasta ári var áætlaður fjöldi sjómanna á Bretlandi um 11.774 og starfsfólk í fiskiðnaði ríflega 18.000. Innan smásölugeirans eru um það bil 1.400 hefðbundnar fisk- búðir. Skráð fiskiskip á Bretlands- eyjum voru 1.283. Bretar fisk- uðu fyrir 68 milljarða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.