Morgunblaðið - 31.08.2004, Page 20
UMRÆÐAN
20 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UNDANFARNA daga hafa bank-
arnir keppst við að lækka vexti á lán-
um til kaupa á íbúðarhúsnæði. Má
segja að nú sé loksins
orðin til samkeppni á
þessum markaði til
hagsbóta fyrir neyt-
endur, allavega þá sem
búa á höfuðborg-
arsvæðinu og á Ak-
ureyri.
Undanfarin misseri,
eða allt síðan Fram-
sóknarflokkurinn til-
kynnti áform um um-
bætur í
húsnæðiskerfinu, hafa
bankarnir keppst við
að koma með yfirlýs-
ingar um að þeir geti
tekið við hlutverki
Íbúðalánasjóðs og aug-
ljóst er að síðustu til-
boð bankanna eru til
þess gerð að hafa áhrif
á umræðuna í þjóð-
félaginu.
Í upphafi létu bank-
arnir sér nægja að gefa yfirlýsingar
um eigið ágæti á húsnæðismarkaði.
Næstu skref voru að bjóða geng-
istryggð lán til að villa um fyrir neyt-
endum. Nú loks eftir að ESA hefur
skilað jákvæðu áliti um hækkun á
lánum Íbúðalánasjóðs í 90% af verð-
mæti íbúðar, sjást einhverjar raun-
hæfar aðgerðir af hálfu bankanna.
Íbúðalánasjóður hefur ekki lánað
hærra hlutfall en 65% af verðmæti
íbúðar eða 70% af verðmæti fyrstu
íbúðar og bankarnir hafa tekið virk-
an þátt í fjármögnun þess hluta sem
upp á vantar. Hingað til hafa bank-
arnir ekki séð sér fært að bjóða sam-
bærileg kjör á þeim hluta og þeir
bjóða nú. Ég tel að rekja megi við-
brögð þeirra nú fyrst og fremst til
þess að þeir munu missa hluta af sín-
um markaði þegar lánshlutfallið
hækkar í 90%.
Með skráningu íbúðabréfa í „clear-
ing house“ sem auðveldar erlendum
fjárfestum að fjárfesta í þeim hefur
tekist að lækka vexti
Íbúðalánasjóðs umtals-
vert og það hefur haft
áhrif á almennt vaxta-
stig í landinu eins og við
var búist.
Hugmyndir fram-
sóknarmanna um breyt-
ingar á húsnæðiskerfinu
hafa mætt andstöðu
víða að úr þjóðfélaginu
og hafa m.a. samtök
banka og verðbréfafyr-
irtækja barist gegn
þeim og liggur m.a. fyr-
ir kæra frá samtök-
unum til ESA. Þrátt
fyrir efasemdir og and-
stöðu annarra stjórn-
málaflokka hefur Fram-
sóknarflokknum tekist
að ná fram umbótum á
íslenskum fjármagns-
markaði sem mun bæta
hag heimilanna í land-
inu og sérstaklega ungs fólks.
Tilboð bankanna á húsnæðismark-
aði sýna þó svo ekki verður um villst
að þörfin fyrir Íbúðalánasjóð er
brýn, enda eru bankarnir ekki til-
búnir til þess að láta alla landsmenn
sitja við sama borð. Fróðlegt verður
að fylgjast með úthaldi bankanna í
framhaldinu. Verður þetta tíma-
bundin bóla sett fram til að bæta
áróðursstöðuna áður en félagsmála-
ráðherra leggur fram frumvarp um
hækkað lánshlutfall eða eru bank-
arnir tilbúnir til þess að lækka vaxta-
stigið í landinu, til frambúðar, í átt til
þess sem aðrar þjóðir búa við?
Varanlegar
kjarabætur
G. Valdimar Valdemarsson
skrifar um húsnæðislán
G. Valdimar
Valdemarsson
’Verður þettatímabundin bóla
sett fram til að
bæta áróð-
ursstöðuna…?‘
Höfundur er formaður málefna-
nefndar Framsóknarflokksins.
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA,
Árni Magnússon, er á hraðri leið með
að verða maður með mönnum í póli-
tíkinni. Hann hefur nú skipað sér í
þann ört vaxandi flokk
stjórnarherranna sem
skeytir hvorki um
skömm né heiður þeg-
ar kemur að veitingu
embætta á vegum
ráðuneyta þeirra.
Hann hefur við skipun
ráðuneytisstjóra í
ráðuneyti sínu gengið
framhjá langhæfasta
umsækjandanum,
Helgu Jónsdóttur
borgarritara, og gefur
þá skýringu í fjöl-
miðlum að hann hafi
tekið ákvörðun sína að
vandlega yfirveguðu
ráði, eftir að hafa notið
ráðgjafar sérfræðinga
á sviði starfsmanna-
mála. Ástæða er til að
hvetja þá sem sem vilja
kynna sér sannleiks-
gildi þeirrar staðhæf-
ingar að kynna sér málið aðeins bet-
ur.
Starfsmenn ráðgjafarfyrirtækis
sem veitti „sérfræðiráðgjöfina“ fóru
yfir umsóknir og ræddu við umsækj-
endur og ýmsa sem veitt gátu upplýs-
ingar um starfsferil þeirra og færni
til að gegna starfinu. „Ráðgjafarnir
voru enn að ræða við slíka aðila þegar
ráðherrann kynnti ákvörðun sína.
Þessi meðferð ráðherrans á valdi sínu
til að skipa í stöðuna minnir auðvitað
á fíflalega meðferð
dómsmálaráðherra á
valdi sínu til skipunar
hæstaréttardómara á
síðasta ári. Embætti
Umboðsmanns Alþingis
hefur eins og kunnugt
er komist að þeirri nið-
urstöðu að ráðherrann
hafi þá brotið gegn dóm-
stólalögum – sjálfur
dómsmálaráðherrann.
Öllum sem til þekkja er
ljóst að hann kærir sig
kollóttan um það, og
ýmsir búast við að það
muni aftur koma skýrt í
ljós á næstu vikum. En
nú er Árni Magnússon á
góðri leið með að verða
maður með mönnum –
hann má nefnilega líka
búast við að fá tiltal frá
Umboðsmanni Alþingis
fyrir að brjóta laga-
reglur við skipun í embætti. Ætli það
sé leiðin til að tryggja sig í sessi í
stjórnarsamstarfinu?
Maður með
mönnum
Ragnar Halldór Hall skrifar
um embættisveitingar
Ragnar Halldór Hall
’Ætli það séleiðin til að
tryggja sig í
sessi í stjórnar-
samstarfinu?‘
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
ATVINNULEYSI og atvinnu-
leysisbætur hafa borið á góma ný-
verið – m.a. sú furðulega staðreynd
að atvinnuleysisbætur og lágmarks-
laun skuli vera lægri en sem nægir
til lágmarksfram-
færslu samkvæmt út-
reikningi opinberra
stofnana. Forveri nú-
verandi félagsmálaráð-
herra lýsti þeirri skoð-
un sinni á sínum tíma
að atvinnuleysisbætur
ættu að vera lægri en
lágmarkslaun vegna
þess „að einhver hvati
yrði að vera til þess að
fólk leitaði eftir at-
vinnu“, eins og hann
orðaði það. Þau um-
mæli bera vitni ein-
kennilegri nesjamennsku og
áhyggjuefni að slíkir fordómar skuli
vera við lýði, ekki bara á meðal
stjórnmálamanna heldur verður
ekki betur séð en að ýmsir hagfræð-
ingar séu á sama róli og hafi ekki
fylgst með því sem hefur verið að
gerast í löndunum í kringum okkur.
Nútímasamfélagi fylgir atvinnuleysi
í mismiklum mæli. Enginn hagfræð-
ingur, sem fylgst hefur með í fræð-
unum, myndi telja það raunhæft
markmið að útrýma atvinnuleysi
eins og forkólfar ASÍ hafa lýst yfir
oftar en einu sinni. Hins vegar er
það liður í hagstjórn að halda at-
vinnuleysi innan ákveðinna marka. Í
öðrum hagkerfum, t.d. því sænska,
er litið á atvinnu sem forréttindi –
það er ekki sjálfsagt mál að allir hafi
launaða vinnu – því eins og með aðra
hluti skapar markaðurinn ákveðið
ástand með framboði og eftirspurn
og gildir það einnig um vinnuafl og
laus störf. Af því leiðir að atvinnu-
leysisbætur er eðlileg greiðsla sam-
félagsins til einstaklinga sem ekki
njóta þeirra forréttinda
að gegna launuðu starfi
og því eðlilegt að miða
upphæð þeirra við
framfærslukostnað í
stað þess að þær séu
svar hins opinbera við
betli.
Einnig ber á það að
líta að það er bæði at-
vinnulífinu og ríkinu í
hag að einstaklingar,
sem standa sig lakar í
vinnu, séu fremur á at-
vinnuleysisbótum en að
þeir taki upp störf fyrir
fólki sem getur sinnt þeim betur. Í
þróðuðum iðnríkjum Vestur-Evrópu
er stór hópur fólks sem aldrei hefur
haft fasta vinnu – jafnvel 2. og 3.
kynslóð sem þekkir ekki aðrar fast-
ar tekjur en atvinnuleysisbætur. Þar
dytti engum í hug að gera það fólk
að bónbjargarlýð með stjórnvalds-
ákvörðunum, eins og hér tíðkast
með of lágum atvinnuleysisbótum.
Vegna þessa úrelta hugarfars ís-
lenskra ráðamanna fjölgar öryrkjum
hérlendis með hverju árinu – fólk
hefur neyðst til að gera sér upp ör-
orku með aðstoð lækna sem skilja að
það er oft eina úrræði atvinnuleys-
ingja til að skrimta fjárhagslega án
þeirrar lítilækkunar sem fólk þarf
annars að ganga í gegn um með
skráningu/stimplun á 15 daga fresti
hjá opinberri atvinnumiðlun. Fyrsta
skrefið í átt til raunhæfra endurbóta
á þessu ,„fátæktarkerfi“ er að við-
urkenna að atvinnuleysi verður ekki
útrýmt né sé æskilegt að útrýma því
frekar en hæfilegu offramboði á hús-
næði. Næsta skref væri að við-
urkenna þá staðreynd að félagslega
fjárhagsaðstoð ber ekki að líta á sem
góðgerðastarfsemi né svar við betli
og í framhaldi þyrftu sumir stjórn-
málamenn að átta sig á því að þótt
einhverjir einstaklingar misnoti fé-
lagslega þjónustu réttlætir það ekki
takmörkun hennar frekar en að mis-
notkun fáeinna einstaklinga á heil-
brigðiskerfinu réttlætti takmörkun
almennrar læknisþjónustu við 75%
lækningu meina!
Og þótt það sé útúrdúr en samt
tengt þessu efni skal það nefnt að á
vefsíðu Hagstofu Íslands er leit-
arvél. Sé eitt eftirfarandi þriggja
orða slegið inn; atvinnuleysisbætur,
lágmarkslaun eða skattleysismörk –
fæst ekkert svar. Það tel ég nokkuð
dæmigert fyrir raunverulegt gildi
upplýsingamiðlunar sumra op-
inberra stofnana.
„Eðlilegt atvinnuleysi“
fylgir nútímasamfélagi
Leó M. Jónsson skrifar
um atvinnuleysi ’ Vegna þessa úreltahugarfars íslenskra
ráðamanna fjölgar ör-
yrkjum hérlendis með
hverju árinu…‘
Leó M. Jónsson
Höfundur starfar sem iðnaðar-
og vélatæknifræðingur.
BOLLALEGGINGAR um gróð-
urhúsáhrif af mannavöldum tröllríða
nú allri umræðu um hvers kyns
sveiflur í veðurfari. Flest veð-
urfrávik eru í fjölmiðlum og daglegu
spjalli fólks umhugsunarlaust talin
beinar afleiðingar af gróðurhús-
áhrifum. Það er auðvitað staðreynd
að frá byrjun 19. aldar hefur hlýnað
að meðaltali um 0,4-
0,8°C á allri jörðinni og
eitthvað svipað hér á
landi. Talið er ólíklegt
að hlýnunin stafi ein-
göngu af náttúrulegum
ástæðum heldur eigi
losun svokallaðra gróð-
urhúslofttegunda af
völdum manna þar
einnig hlut að máli.
Erfitt er þó að greina
áhrif manna á veðurfar
frá náttúrulegum
sveiflum, ekki síst á Ís-
landi þar sem sveiflur
milli ára eru mjög
miklar og nokkurra ára og áratuga
sveiflur eru einnig algengar. Minna
má á köldu árin frameftir 20. öld,
frábært hlýindaskeið frá því á þriðja
áratugnum og fram yfir 1960, haf-
ísárin illræmdu 1965-1971 og svo
andstyggilegt kuldaskeið sem kom í
kjölfar þeirra, síst skárra en haf-
ísárin en þó með minni hafís og fór
það ekki að réna almennilega fyrr
en eftir miðjan 9. áratuginn. Síðustu
fjögur árin hefur loks hlýnað veru-
lega og síðasta ár og það sem af er
þessu hefðu sómt sér vel með hlýj-
ustu árum tuttugustu aldar. Hvert
þessara tímaskeiða sýnir hið eðli-
lega íslenska veðurfar? Við hvað á
eiginlega að miða þegar við metum
breytingar á hitafari og öðrum veð-
urþáttum?
Umræðan um gróðurhúsáhrifin
ristir iðulega grunnt og ýmiss konar
ruglandi kemur fram í henni. Eins
og ég vék að í upphafi er það nánast
orðin lenska að skrifa öll tilbrigði í
veðurfari á reikning gróðurhúsáhrif-
anna þótt augljóst sé að oft sé aðeins
um náttúrulegar sveiflur að ræða.
Dæmi um þetta gægist fram í ann-
ars ágætri grein Katrínar Jak-
obsdóttur, varaformanns Vinstri
grænna, í Morgunblaðinu 21. ágúst,
um óþolandi mengun af völdum bíla-
umferðar í Reykjavík sem kom vel
fram í hitabylgjunni. Katrín skrifar:
„Ég hitti marga í téðri hitabylgju
sem sögðu að það væri nú aldeilis
fínt að hafa svona heitt og hvort
þetta væri ekki bless-
uðum gróðurhúsáhrif-
unum að þakka. Það er
alltaf gott að geta hent
gaman að hlutum en
þetta getur minnt á
deyjandi mann að grín-
ast með krabbameinið
sitt.“ Ekki er annað að
sjá en Katrín taki hér
undir með viðmæl-
endum sínum um það
að téð hitabylgja hafi
beinlínis stafað af gróð-
urhúsáhrifunum og
virðist líkja hitabylgj-
unni við alvarlegt sjúk-
dómseinkenni og sjúkdómurinn er
þá væntanlega gróðurhúsáhrifin.
En hitabylgjan stafaði ekki af
gróðurhúsáhrifunum nema þá
óbeint sem vægur meðvirkandi þátt-
ur og er því ekki einkenni um neinn
sérstakan umhverfiskrankleika. Í
aðalatriðum var þetta bara heið-
arleg hitabylgja af því tagi sem góðu
heilli má vænta svona tvisvar eða
jafnvel þrisvar á hverri öld. Önnur
svipuð bylgja fór einmitt um í júní
1939 þegar mældist mesti hiti sem
mælst hefur hér á landi enda var
árstíminn hitavænni ef svo má
segja. Nokkrar aðrar ágætar bylgj-
ur hafa einnig komið síðustu hundr-
að árin. Ein var í júlí 1911 þegar
miklu meiri hiti mældist á Akureyri
og Seyðisfirði en í nýjustu bylgju.
Margir muna eftir risabylgjunni
1991 þegar allt varð vitlaust á land-
inu og nokkrum öðrum minni bylgj-
um árin 1976, 1980 og 1997. Færri
muna hina stórbrotnu hitabylgju á
Suður- og Vesturlandi í júlí 1944 en
bylgjan í sumar sló hana sem betur
fer út á þeim slóðum. Þó fyrr hefði
verið! Eftir uppruna og karakter
hverrar hitabylgju njóta þær sín
misvel eftir landsvæðum en sumar
þær stærstu flakka um landið eftir
duttlungum sínum og hvernig þeim
lyndir við hafgolufjandann. Þetta
gerði bylgjan 1939 og líka okkar
glæsilega bylgja sem við ættum að
vera stolt af á ólympíuári. Heppileg
tilviljun olli því að heitt loft langt
sunnan að náði hér frábærum ár-
angri. Í stað þess að læðupokast í
gennd við landið í einn eða tvo daga
eins og svona loft hefur hingað til
látið sér nægja gerði þessi ólympíu-
loftmassi sig heimakominn og
breiddi úr sér beint yfir landinu í
marga daga eins og sá sem vald hef-
ur. Og þvílíkt vald! Þessi reynsla
mun verða hverjum Íslendingi
ógleymanleg. Ef kvarta má yfir ein-
hverju er það þau leiðu mistök hita-
bylgjunnar að hafa ekki komið síð-
ustu vikuna í júní því þá hefði 30
stiga hitamúrinn á landinu hrunið
með ógnarlátum. Svo hefðu vindar í
Reykjavík líka mátt blása byrlega af
landi í stað lognmollunnar. Þá hefði
hitinn í höfuðborginni kannski rokið
upp í 28 stig og allur þreykur og
bílastybba þyrlast út í Faxaflóa en
moldrok komið í staðinn því landið
er vissulega að fjúka út í hafsauga
þó fáir hafi áhyggjur af því.
Við eigum að vera þakklát og glöð
fyrir þessa miklu hitabylgju sem var
heilbrigð og heiðarleg í alla staði.
Hún efldi þjóðina sannarlega til
bjartsýni og afreka. Halda menn t.d.
virkilega að við hefðum burstað Ítal-
ina ef hér hefði verið rosi og rign-
ingar í allt heila sumar?
Bara heiðarleg hitabylgja
Sigurður Þór Guðjónsson
skrifar um veður ’Við eigum að veraþakklát og glöð fyrir
þessa miklu hita-
bylgju…‘
Sigurður Þór
Guðjónsson
Höfundur er áhugamaður
um veðurfar.
Fyrir flottar konur
Bankastræti 11 • sími 551 3930