Morgunblaðið - 31.08.2004, Side 22

Morgunblaðið - 31.08.2004, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Norræn ungmenni lifa kreditlífi ogsafna skuldum án þess að gera sérgrein fyrir afleiðingunum. Rann-sókn sem miðstöð neytendarann- sókna í Finnlandi gerði og byggðist á viðtölum við 32 skuldum vafin ungmenni frá Íslandi, Danmörku, Noregi og Finnlandi gefur til kynna að ungt fólk fái ekki næga fræðslu um fjármál. Eina fræðslan sem það fær sé frá lán- veitendum sjálfum. Anna-Riitta Lehtinen, sem vann rannsókn- ina ásamt Johonnu Leskinen í samstarfi við neytenda- og námsmannasamtök á Norður- löndunum, kynnti niðurstöður rannsóknarinn- ar á málþingi um neyslustaðla og lífsstíl ungs fólks á Grand hóteli í gær. Rannsóknin bygg- ist á viðtölum við 28 einstaklinga á aldrinum 18–30 ára í Danmörku, Finnlandi, Noregi og á Íslandi. Upphaflega áttu að vera tólf þátttak- endur frá hverju landi fyrir sig, sex konur og sex karlar, en full þátttaka náðist einungis frá Íslandi. Af íslensku ungmennunum sem fóru í viðtöl vegna rannsóknarinnar voru tíu náms- menn, ýmist í hlutastörfum eða ekki. Þátttakendur áttu það sameiginlegt að hafa safnað skuldum og eiga erfitt með að standa skil á greiðslum. Spurningarnar sem lagðar voru fyrir fjölluðu um það hvers vegna þau töldu sig hafa komist í þessa stöðu, hvernig þau hygðust koma sér út úr henni og hvort þau gætu nefnt einhverja samfélagsþætti sem gætu borið einhverja ábyrgð á stöðunni. Þá voru þeir inntir eftir því hver ábyrgð þeirra sjálfra væri. Gera sér illa grein fyrir afleiðingum Spurð að því hvað í niðurstöðunum hefði komið mest á óvart svarar rannsakandinn Anna-Riitta því til að það sé hversu illa þátt- takendur virtust gera sér grein fyrir afleið- ingum þess að taka lán og skulda. Hún segir niðurstöður gefa til kynna að veita þurfi áhættu við lántökur ungs fólks og fjárhags- legum skuldbindingum meiri athygli til að koma í veg fyrir skuldasöfnun ungs fólks. Anna-Riitta segir unga fólkið sem tók þátt í könnuninni ekki hafa gert sér grein fyrir því hvernig það hefði getað komið í veg fyrir að safna skuldahala. Hún segir lítinn mun á því milli landa hvernig fólk hafi stofnað til skulda. Yfirleitt sé um neysluskuldir að ræða. Hún talar um kreditmenningu og kreditsamfélag og segir skuldsetningu ungs fólks á Norður- löndum vaxandi vanda. Þátttakendur eru flokkaðir í þrjá hópa eftir því hvernig þeir svöruðu spurningunum. Ungt fólk á N unum safnar Íslenskir framhaldsskólanemar. Aukin skuldsetning ung skólafólks, er m.a. rakin til aukins framboðs á neyslulán Þátttakendur kenna sjálfum sér um skuldasöfnun en rannsakendur telja að efla þurfi fræðslu um fjármál Finnsk rannsókn byggð á viðtölum við norræn ung TÖLUVERT er um að ungt fólk sem safnað hefur skuldum leiti sér ráðgjafar hjá Tótal- ráðgjöf sem starfrækt er hjá Hinu húsinu. Halla Frímannsdóttir, ráðgjafi hjá Tótal- ráðgjöf, segir greiðslugetuna oft ekki svara skuldum hjá ungu fólki. „Það virðist vera ákveðin skammtímahugsun í gangi. Fólk áttar sig oft ekki á því að 36 mánaða lán er ekki búið eftir þrjá mánuði. Það virðist vanta tilfinninguna fyrir því að af lang- tímalánum þarf að greiða í ákveðinn tíma og þá þarf að gera ráð fyrir því í mánaðarplan- inu.“ Þeir sem leita til Tótalráðgjafar eru flest- ir á aldrinum 16–25 ára og Halla telur að um 10% skjólstæðinga leiti til þeirra vegna fjár- hagsvandræða, en Tótalráðgjöf veitir margskonar ráðgjöf, t.d. um nám og störf. Mikið áreiti frá bönkum „Auðvitað leggst þetta oft á sálarlíf fólks þegar það áttar sig á því að staðan er mjög svört,“ segir Halla. Hún kveðst vita dæmi um að ungt fólk sem safnað hefur skuldum þjáist af vanlíðan, kvíða og þunglyndi og jafnvel treysti sér ekki til að mæta til vinnu vegna fjárhagserfiðleika. „Oft byrjar þetta smátt, það á aðeins að fá lánað til að redda sér, og svo vefur það upp á sig. Það er kannski líka ákveðið samfélags- legt dekur í gangi sem gengur ekki upp, mikill þrýstingur á að eiga allt. Svo er mikið áreiti frá bönkum til ungs fólks, alls konar gylliboð,“ segir Halla, sem ásamt Birni Vil- hjálmssyni sér um Tótalráðgjöf sem starf- rækt hef Tótalráð „Hann hala upp voru ney kaupalán ir 23 ára Hún seg syni hen bíl átján verið ko Hún s itkort en að fá ney hafi feng tölvukau arheimil aukahlu neyslulá anirnar hafi skul „Til að ráða, fék eina mill una og n ellefu þú irin, sem að safna af þessar ungt fólk en það k enda haf að takas Skuldasöfnun leggst ALGENGT er að nemendafélög framhaldsskólanna geri samninga við banka um styrki gegn því að fé- lögin auglýsi merki bankanna á efni sem gefið er út og í sumum tilfellum er þess krafist að aðrir skólar fái ekki að kynna sig í skólanum. Þá að- stoða nemendafélögin bankana við að fá aðstöðu til kynninga í skólan- um og að hengja upp veggspjöld. Ingólfur Guðmundsson fram- kvæmdastjóri einstaklings- og markaðssviðs Landsbanka Íslands segir bankakynningar í framhalds- skólum og samninga við nemenda- félög enga nýbreytni. „Við byrjuð- um á þessum samningum við nemendafélögin samhliða markaðs- setningu á Námunni fyrir 15 árum en Náman var fyrsta fjármálaþjón- ustan sem var sérsniðin að þörfum námsmanna. Aðrir bankar fetuðu svo í fótspor okkar. Þetta virkar þannig að við erum að styrkja fé- lagsstarfið í skólunum alveg eins og við styrkjum félagsstarf hjá íþrótta- félögunum. Það er gagnkvæmni í því að nemendur geta verið að styrkja sitt nemendafélag með því að beina viðskiptum til bankans. Þetta eru styrktarleiðir sem þykja sanngjarnar og eðlilegar þar sem allir aðilar njóta ávinnings,“ segir Ingólfur. Hann segir enga einstak- linga hafa tekjur af þessum samn- ingum heldur renni þeir beint í fé- lagsstarf nemenda sjálfra. „Þarna er ekki um háar fjárhæðir að ræða. Það er greidd ákveðin krónutala á hvern nemanda sem bætist í hóp viðskiptamanna,“ segir Ingólfur en bendir á að samningarnir séu marg- þættir og fyrrnefndar greiðslur á hvern nemanda séu aðeins einn þáttur samninganna. Nemendafélag Kvennaskólans í Reykjavík, Keðjan, er með samning við Landsbankann og fær styrk frá bankanum, til viðbótar við ýmsa styrki t.d. auglýsingar í skólablað, náist tiltekinn fjöldi nemenda í við- skipti við bankann. Þær upplýsingar fengust hjá Keðjunni að ekki mætti gefa upp upphæð styrksins né held- ur hversu margir nemendur að skrá sig í viðskipti við bankann til að styrkurinn fá sögn nemendafélagsins setur inn það sem skilyrði að engin ar banki fái að vera með kyn Kvennó. Hjá nemendafélagi Menn ans í Kópavogi, sem einnig samning við Landsbankann ust þær upplýsingar að bank að vera með kynningu á þj sinni í hvert skipti sem sel miðar á böll hjá skólanum. Nemendafélag Fjölbrau ans við Ármúla er með samn Sparisjóð vélstjóra (SPV) sem ekki bundinn við ákveðinn nemenda sem kemur í viðsk SPV. Samningurinn hljóðar eina greiðslu á ári auk þe fulltrúar frá SPV koma í s einu sinni á hvorri önn til að starfsemi sína, og er sú kyn viðbótar kynningu sem SPV Algengt að félögin Nemendur framhaldsskóla styr með því að beina viðskiptum ÁHÆTTUSAMT STARF Fyrir helgi bárust þau tíðindi tilÍtalíu, að ítalskur blaðamaðurhefði verið tekinn af lífi í Írak. Þar voru að verki íraskir mannræn- ingjar. Í gær var frá því skýrt, að Chirac, forseti Frakklands, hefði sent utanrík- isráðherra landsins til Mið-Austur- landa til þess að aðstoða við samninga við íraskan skæruliðahóp um að láta lausa tvo franska fréttamenn. Þetta eru nýjustu dæmin um að blaða- og fréttamennska er áhættu- samt starf. Það eru út af fyrir sig engin ný tíðindi. Athyglisvert er í þessu sambandi, að frönsku blaðamennirnir eru teknir og þeim hótað lífláti ef ekki verði fallið frá lögum í Frakklandi þess efnis, að bannað skuli að nota höfuðklúta í frönskum ríkisskólum. Frakkar hafa ekki átt samleið með Bretum og Bandaríkjamönnum í Íraksstríðinu eins og allir vita. Þeir hafa ekki sent herlið til Íraks. Þeir voru andvígir innrásinni í Írak. Enda er skæruliðahópurinn ekki að hóta að lífláta blaðamennina tvo vegna þess heldur ætla þeir að knýja löglega og lýðræðislega kjörið þing í Frakk- landi til þess að falla frá löggjöf, sem sett hefur verið með löglegum hætti í Frakklandi. Það er auðvitað ekki hægt að verða við kröfum sem þessum. Hugsanlega geta Frakkar notfært sér þau sam- bönd, sem þeir hafa frá gamalli tíð í Mið-Austurlöndum, til þess að fá gísl- ana leysta úr haldi. En eina aðferðin, sem fjölmiðlar á Vesturlöndum hafa til þess að koma í veg fyrir að starfsmenn þeirra verði teknir af hópum hryðju- verkamanna og líflátnir, er sú, að senda þá ekki á staðinn. Það er auðvitað erfitt fyrir fjölmiðla að taka slíka ákvörðun. En það er ennþá erfiðara fyrir þá að sjá starfs- menn sína tekna og drepna. Frá hagsmunasjónarmiði hryðju- verkahópanna er ekkert vit í þessum aðgerðum. Trúi þeir á málstað sinn hafa þeir auðvitað hag af því, að upp- lýsingar um þann málstað og stöðu mála í Írak komist til skila til almenn- ings á Vesturlöndum. Þeir kunna að hafa ástæðu til að tortryggja blaða- menn frá Bandaríkjunum en þeir hafa enga ástæðu til að tortryggja blaða- menn frá Frakklandi. Blaðamenn víða um heim leggja sig í mikla hættu til þess að afla frétta af átakasvæðum. Það hafa þeir alltaf gert frá því að stríðsfréttamennska hófst að ráði. Og margir þeirra hafa misst lífið af þeim sökum. Fjölmiðlar munu seint taka ákvörð- un um að senda sína menn ekki á vett- vang í átökum, sem þeim sem nú standa yfir í Írak. En það hlýtur að vera áleitin spurning, hvort ekki sé tímabært og nauðsynlegt að gera meiri ráðstafanir en gerðar eru til þess að vernda líf manna sem gegna mikil- vægu starfi við að koma upplýsingum áleiðis til umheimsins um þróun mála á átakasvæðum víða um heim. SKAKKUR SKATTUR Í umræðum um nýja möguleika áhúsnæðislánamarkaði vegna stór- felldrar vaxtalækkunar bankanna hef- ur enn einu sinni komið í ljós hvað hið svokallaða stimpilgjald er óréttlátur skattur og hversu óheilbrigð áhrif það hefur á efnahagslífið. Það er auðvitað rangnefni að kalla stimpilgjaldið gjald, enda endurspegl- ar það engan kostnað við þjónustu sem ríkið lætur í té. Það er skattur, sem leggst á þá sem taka lán, þar með talin húsnæðislán. Skatturinn er 1,5% af lánsupphæðinni í flestum tilvikum, þ.e. þegar skuldin ber vexti og er tryggð með veði eða ábyrgð. Skatturinn er um 0,5% af upphæð annarra skulda- og tryggingarbréfa og um 0,3% af upp- hæð bréfa vegna afurðalána. Í nágrannalöndunum er forneskju- leg skattheimta af þessu tagi ýmist horfin eða langtum minni að umfangi en hér. Margoft hefur verið bent á að með því að stimpilgjaldið leggst ekki á lán, sem tekin eru hjá erlendum lána- stofnunum, mismuni það t.d. einstak- lingum og smærri fyrirtækjum, sem hafa ekki aðgang að erlendum lánum. Það skekkir líka samkeppnisstöðu ís- lenzkra fjármálafyrirtækja gagnvart erlendum. Þeir, sem á annað borð eiga kost á erlendum lánum, eru líklegri til að velja þau en álíka hagstæð lán inn- lendra lánastofnana vegna stimpil- gjaldsins. Þá skekkir stimpilgjaldið samkeppnisstöðu markaðsbréfa inn- byrðis og hamlar þannig gegn eðlilegri þróun verðbréfamarkaðar. Raunar má segja almennt um stimp- ilgjaldið að það sé skattur, sem skekk- ir samkeppnisstöðu íslenzks efnahags- og atvinnulífs gagnvart öðrum hag- kerfum og hefur sem slíkur t.d. nei- kvæð áhrif á erlendar fjárfestingar. Nú hafa enn ein rökin bætzt við fyrir afnámi stimpilgjaldsins. Þegar bank- arnir bjóða nú skyndilega miklu hag- stæðari húsnæðislán en áður hafa þekkzt hér skoða auðvitað margir þann möguleika að lækka greiðslu- byrði sína með því að skuldbreyta eldri lánum. Þá kemur stimpilgjaldið hins vegar til sögunnar og spillir fyrir þeim, sem bjóða nýju lánin. Það getur hindrað fólk í að taka nýtt lán til að lækka hjá sér greiðslubyrðina til lengri tíma, ef það þarf að bæta við 150.000 krónum í stimpilgjald við 100.000 króna lántökugjald, því að margir hafa slíkar upphæðir einfald- lega ekki handbærar. Það er löngu orðið tímabært að af- nema þennan skatt og um það eru raunar reglulega flutt þingmál; þannig liggur nú fyrir Alþingi frumvarp þeirra Margrétar Frímannsdóttur og Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanna Samfylkingarinnar, um að lögin um stimpilgjaldið verði felld úr gildi. Ekki verður litið framhjá því að stimpilgjaldið skilar um 3,5 milljörð- um króna í tekjur fyrir ríkissjóð. Sú tala fer reyndar hratt hækkandi, ekki sízt vegna mikilla umsvifa á fasteigna- markaði. En skattalækkunum hefur nú verið heitið, og ekki er óeðlilegt að þá verði stimpilgjaldið látið fjúka. Ef menn hins vegar telja ekki fært að missa þessar tekjur úr ríkissjóði eru aðrar leiðir færar í tekjuöflun, sem skekkja síður hagkerfið en þessi úrelti skattur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.