Morgunblaðið - 31.08.2004, Qupperneq 24
UMRÆÐAN
24 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
N
átthrafninum mér
finnst fátt óvið-
kunnanlegra en að
vakna snemma á
morgnana. Ég vaki
oft langt fram á nótt yfir ein-
hverjum þeim hugðarefnum sem
sækja á mig og þá er mér ljúft að
fá að lúra stundum aðeins lengur
á morgnana.
Áður fyrr gat ég platað dóttur
mína, sem þá var á leikskólaaldri,
til þess að lúra sjálf örlítið lengur
og ól upp í henni ósiðinn, en dagar
slíks munaðar eru liðnir. Nú er
hún komin í grunnskóla og engin
miskunn fyrir pabba gamla.
Sveigjanleiki leikskólaáranna er
liðinn hjá og kemur aldrei til baka.
Pabbi skal á
fætur eins og
aðrir og fylgja
dömunni í
skólann, enda
er grunnskól-
inn í beinni
línu frá heimili
mínu að vinnunni. Það þýðir að nú
er ykkar einlægur farinn að vakna
fyrir allar aldir og rölta með dótt-
urina í skólann og síðan beint í
vinnuna á óguðlegum tímum, átta
á morgnana. Og það sem verst er,
ég kann eiginlega orðið ágætlega
að meta þessa nýbreytni.
Ég hef sosum aldrei þurft mik-
inn svefn, verandi sonur föður
míns, sem var kaffiþambari hinn
mesti. Svo þykir mér bara mjög
frískandi að rölta þetta með dótt-
ur minni, fjögurra mínútna
göngutúr og síðan í vinnuna, sex
mínútur í viðbót. Maður er eitt-
hvað svo ferskur þegar maður
töltir inn um dyrnar.
Maður fær líka gott tækifæri til
að líta í kringum sig og horfa á
heiminn. Taka hann inn án hindr-
unar bílrúðugleraugnanna. Ég
hef að vísu gengið í vinnuna síðan
ég hóf störf, enda finnst mér
næstum syndsamlegt að ræsa bíl
til að komast á áfangastað sem er
í tíu mínútna göngufjarlægð frá
heimili mínu. En þetta er í fyrsta
skipti sem ég nota gönguna til að
vakna almennilega, ná meðvitund.
Það er nefnilega á þessum vökn-
unartíma sem maður er móttæki-
legri fyrir ýmsum hlutum, hljóð-
um, lykt, stemningum, en um leið
er maður ennþá í einhvers konar
svefnrofum.
Þegar ég geng Hamrahlíðina
horfi ég á ökumennina í bílunum
sínum, en þeir eru næstum allir
einir. 120 hestafla vélin spýr út
kolsýringi og sóti í kílóavís til þess
að hunska einum letingja milli
staða, vegalengd sem lítið mál er
að hjóla eða labba. Þessir menn
sitja í bílunum í klukkutíma á dag,
fastir í teppum, bíðandi, bíðandi
og pirrandi sig á ástandi sem er
því einu um að kenna að menn
fara ekkert án bílanna sinna. Um-
ferðin er kennslubókardæmi um
sjálfskaparvíti. Og ég labba bara
eins og einfeldningur fram hjá
röðinni og horfi á einn snillinginn
„nýta sér tækifærið,“ þegar
strætó keyrir út í kant og bruna
framhjá á stóra jeppanum sínum,
komast einu stæði í röðinni fram
fyrir strætisvagninn. Þvílíkur sig-
ur. Ég geng fram hjá MH, þar
sem ungmennin hafa nú hafið
námið. „Hver er maðurinn? Hver
er maðurinn?“ spyr ungur maður
vini sína hress í bragði. „Ég er
maðurinn!“ svarar ungi maðurinn
þessari retórísku spurningu. Ég
fyllist gleði og minningum um mín
eigin MH-ár og skyndilega átta ég
mig á því að það eru liðin átta ár
síðan ég skildi við þann skóla. Ég
er orðinn svona fullorðinn gaur
sem labbar fram hjá gamla
menntaskólanum sínum og fyllist
fortíðarþrá. Þessu hlæ ég líka að,
því allt er í heiminum hverfult og
ungir menn verða gamlir, verða
eldri og deyja síðan drottni sínum
og enginn getur gert neitt í því,
enda væri slíkt fásinna. Það er
örugglega fátt leiðinlegra en að
lifa lengur en maður þarf.
Á leiðinni að Kringlumýr-
arbrautinni verður mér hugsað til
átaksins „Kaupum íslenskt – og
allir vinna,“ og velti fyrir mér gildi
þess að kaupa innlenda fram-
leiðslu. Það vita það nefnilega
ekki allir, en það er ekki bara gott
fyrir efnahagskerfið að kaupa inn-
lent, heldur einnig fyrir umhverf-
ið. Það þarf nefnilega mun minna
af olíu til að ferja tómat frá
Hveragerði eða Reykhólum inn í
kjörbúð heldur en frá Hollandi.
Vörur sem framleiddar eru nær
neyslustað eru mjög jákvæður
hlutur. Þess vegna eru líka
grenndarkjörbúðir frábærar, því
þær spara fólki bíltúra eftir mat-
vöru og gefa því líka tilefni til að
fá sér heilbrigða hreyfingu. Því
nær sem dreifingarmiðstöð vöru
er neytandanum, því umhverf-
isvænna og því nær sem fram-
leiðslan er neytandanum, þeim
mun umhverfisvænna. Hugsið um
þetta næst þegar valið stendur á
milli epla frá Kína og epla frá Hol-
landi. Ég er ekki að leggja til nein
höft, heldur bara að fólk vegi og
meti þessa hluti fyrir sig.
Ég versla gjarnan við kaup-
manninn á horninu og geng iðu-
lega til hans kátur í bragði, enda
veit ég að hann tekur á móti mér
með hressu viðmóti og persónu-
legheitum, sem er meira en hægt
er að segja um færibönd stór-
markaðanna. Já, ég er óttalegur
fortíðarfíkill og rómantískur
kjáni, en mér finnst gott að labba
og gott að eiga í persónulegum
samskiptum við fólk sem ég versla
við. Lái mér hver sem vill.
Í þarfapíramída sem sálfræð-
ingurinn Abraham Maslow setti
fram og er enn mikils metinn, eru
neðstu þrepin efnisleg gæði, mat-
ur, húsaskjól og öryggi. Öll þrepin
upp frá því hafa að gera með and-
legar og félagslegar þarfir. Þegar
maðurinn hefur náð nægilegu
magni efnislegra gæða til að lifa af
og líða ágætlega er algjör óþarfi
að bæta við og slíkt er ekki nema
til óþurftar. Ef óþarfa er bætt við
verður maðurinn bara feitur og
gráðugur. Þegar frumþarfirnar
eru uppfylltar er kominn tími til
að huga að sjálfsrækt og sam-
félagi við aðra menn.
Ég vildi óska að Íslendingar
færu að taka upp vistvænni hætti,
að við færum virkilega að hugsa
um leiðir til að minnka áhrif okkar
á umhverfið. Eins og ástandið er í
dag erum við nefnilega að lifa fyr-
ir fimm manns hvert.
Dásamleg
tilbreyting
Þegar maðurinn hefur náð nægilegu
magni efnislegra gæða til að lifa af og
líða ágætlega er algjör óþarfi að bæta
við og slíkt er ekki nema til óþurftar. Ef
óþarfa er bætt við verður maðurinn
bara feitur og gráðugur.
VIÐHORF
Eftir Svavar
Knút
Kristinsson
svavar@mbl.is
JÓN Steindór Valdimarsson, að-
stoðarframkvæmdastjóri Samtaka
iðnaðarins, gagnrýndi Lýð-
heilsustöð harðlega á heimasíðu
samtakanna hinn 14. júlí sl. fyrir
hugmyndir um að
leggja sérstakan skatt
á sykur, sykraðar
vörur og gosdrykki.
Fjármagna yrði rekst-
ur stofnunarinnar með
öðrum og almennari
hætti vegna þess að
skattheimta af þessu
tagi leiddi til hækk-
unar á matvælaverði
og mismununar á
skattlagningu mat-
væla (og væntanlega
drykkjarvara líka). Að
síðustu væri með öllu
órökstutt að skattur af þessu tagi
myndi leiða til bættrar lýðheilsu.
Í Mbl. 15. júlí sl. kom fram að
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands
skoði nú nokkrar leiðir til fjár-
mögnunar verkefna Lýðheilsu-
stöðvar. Einnig kom fram að Anna
Elísabet Ólafsdóttir, forstjóri stofn-
unarinnar, segðist vera mjög undr-
andi á kröftugum viðbrögðum Sam-
taka iðnaðarins. Þetta væru ekki
einu leiðirnar sem Lýðheilsustöð
væri að skoða. Stofnunin þyrfti
fjármuni og gæti ekki brugðist við
ofþyngdarvandamálinu án þeirra.
Spurningin væri hvort þeir fjár-
munir ættu að koma frá ríkinu eða í
gegnum eyrnamerktan
skatt (eða skatta).
Ekki verður í móti
mælt að ofþyngð og of-
fita eru vaxandi vanda-
mál hjá þjóðinni.
Þannig er tæpur
fimmtungur níu og
fimmtán ára barna á
Íslandi of feitur eða of
þungur ef marka má
frumniðurstöður rann-
sóknarinnar Lífsstíls
2003 (Mbl. 30. júní sl.).
Og ekki er ástandið
betra í eldri aldurs-
hópunum. Könnun Manneldisráðs
Íslands árið 2002 sýndi að meira en
helmingur allra karla 15–80 ára var
of þungur eða of feitur og fjórar af
hverjum tíu konum. Hæst var hlut-
fallið hjá körlum 40–80 ára eða sjö
af hverjum tíu.
En hverjar eru í mestu áhættu-
hópunum og hverjar eru ástæður
aukinnar líkamsþyngdar þeirra? Er
ekki nauðsynlegt að fá svör við
þessum spurningum áður en farið
er út í að skoða hinar ýmsu teg-
undir fjármögnunar fyrir Lýð-
heilsustöð? Flestir fræðimenn sem
um málið hafa fjallað eru nefnilega
þeirrar skoðunar að enginn einn
þáttur stuðli öðrum fremur að auk-
inni þyngd fólks heldur sé um sam-
spil margra ólíkra þátta að ræða.
Gæti því ekki allt eins komið í ljós
að niðurgreiðslur á t.d. grófu korn-
meti, ávöxtum, grænmeti, sundi og
líkamsrækt eða markvissar for-
varnir gætu skilað meiri árangri í
baráttunni við offituvandamálið en
álagning sykurskatts þó fjármögn-
unarvandi Lýðheilsustöðvar væri
enn óleystur?
Gagnrýnin á Lýðheilsustöð í syk-
urskattsmálinu hefði í ljósi þess
sem sagt var hér að ofan því
kannski fyrst og fremst átt að bein-
Sykurskattur, offita
og Lýðheilsustöð
Friðrik Eysteinsson
fjallar um sykurneyslu ’Það er m.a. hlutverkLýðheilsustöðvar að vera
stjórnvöldum til ráð-
gjafar um stefnumótun á
sviði lýðheilsu. ‘
Friðrik Eysteinsson
MORGUNBLAÐIÐ fjallaði um
áliðnað á Íslandi í tveimur for-
ystugreinum hvorn daginn eftir
annan, hinn 25. og 26. júlí sl. Í
hinni fyrri eru reifaðar upplýsingar
frá iðnaðarráðherra í
blaðinu daginn áður
um hugsanlega frek-
ari uppbyggingu ál-
iðnaðar. Í lok hennar
segir: „Með þeirri
uppbyggingu álvera
sem nú eru fram-
undan og hafnar eru
umræður um, er ljóst
að áliðnaður er að
verða ein af helstu at-
vinnugreinum okkar
Íslendinga. Við höfum
alltaf litið svo á að
þessi þjóð ætti tvær
auðlindir. Fiskinn í hafinu og
óbeislaða orku fallvatnanna. Nú er
ljóst að það stefnir í meiri nýtingu
á orku fallvatnanna en áður.“ Hér
hefði leiðarahöfundur getað bætt
jarðhitanum við.
Daginn eftir birtir blaðið for-
ystugrein sem nefnist „Um álver
og andstæðinga“. Þar segir m.a.:
„Við Íslendingar höfum nú tölu-
verða reynslu af því sundurlyndi
sem getur gripið um sig meðal
þjóðarinnar vegna framkvæmda af
þessu tagi. Spurning er hvort það
er ekki tilraunarinnar virði að leiða
saman stuðningsmenn og andstæð-
inga framkvæmda sem þessara
með löngum fyrirvara og áður en
komið er að framkvæmdum og
kanna hvort hægt er að brúa það
bil sem er á milli þessara hópa.“
Þetta eru orð í tíma töluð. En til
þess að slík samleiðsla fólks með
mismunandi sjónarmið beri árang-
ur þarf samráðsvettvang. Ég hef í
fórum mínum sýnishorn af blaða-
skrifum frá undanförnum tíu árum
eða svo sem bera vott um fárán-
legar hugmyndir manna um áhrif
virkjana á umhverfið, sérstaklega á
Miðhálendinu. Dæmi: „Það er
miðhálendi Íslands sem stendur
undir hinni sívaxandi ferða-
mennsku. Það er einsýnt að það
gerði það ekki ef menn þurfa að
stikla á hæðardrögum á milli jök-
ullóna Landsvirkjunar.“ Annað
dæmi: „En það sem líklega er erf-
iðast er það sem hér fer á eftir.
Það er að sumir af þessum mönn-
um eru svo grunnhyggnir að þeir
halda að þjóðin græði á að gera
landið að einu allsherjar vatna- og
virkjunarsvæði þar sem síðustu
uppúrstandandi há-
lendis- og öræfaperl-
urnar verða þaktar
rafmagnsflytjandi
stauravíravirki.“ Enn
eitt dæmi: „Þessu
landi má ekki breyta í
eitt stórt uppistöðu-
lón.“
Jafnvel þótt fallist
sé á að hér sé um öfg-
ar að ræða sem aðeins
fáir beiti þá eiga þær
öfgar sér rætur í
býsna útbreiddum
misskilningi. Þeim, að
nýting íslensku orkulindanna leggi
hald á verulegan hluta Miðhálend-
isins og skerði stórlega möguleika
fólks á að njóta þar útivistar. Þetta
er fjarri öllum sanni. Nýting orku-
lindanna leggur aðeins hald á lítinn
hluta þess og reynslan sýnir að
virkjunarframkvæmdir auðvelda
fólki aðgang að hálendinu og hjálpa
því þannig að njóta þar útivistar
fremur en að torvelda það.
Við munum nýta hálendið með
margvíslegum hætti í framtíðinni.
Við munum hafa þar vatnsafls-
virkjanir með miðlunarlónum, jarð-
gufuvirkjanir, ósnertur (wilder-
nesses), þ.e. svæði þar sem
eingöngu eru gönguleiðir með
frumstæðum fjallaskálum, áhuga-
verð útivistarsvæði með greiðum
aðgangi á venjulegum bílum að
sumarlagi, fjallahótel eins og í öðr-
um ferðamannalöndum og svo
framvegis. Menn ferðast með mis-
munandi hætti og ekki hentar öll-
um sami ferðamáti. Bakpokafólk
og aðrir göngugarpar munu ferðast
fótgangandi um ósnerturnar, en
fólk sem ekki á eins létt með gang
ferðast á bílum um önnur skoð-
unarverð svæði. Við verðum að
muna að hálendið er sameign þjóð-
arinnar og allir, ekki bara fáir út-
valdir, heilsuhraustir og á besta
aldri, þurfa að eiga þess kost að
ferðast um það. Við þurfum því að
leggja alvöruvegi um hálendið.
Ekki skipulagslaust eins og slóð-
irnar hingað til heldur eftir vand-
lega unnu skipulagi með hliðsjón af
því hvernig við viljum nýta hálend-
ið. Með alvöruvegum á ég við upp-
byggða malbikaða vegi. Innan
skamms mun annað ekki vera talið
til vega.
Það er ekki vandalaust verk að
samhæfa þessi mismunandi not
þannig að ekki verði árekstrar. Það
er leysanlegt, en útheimtir vandað
skipulag. Slíkt skipulag er einnig
nauðsynlegt til að koma í veg fyrir
landsskemmdir af of miklum
átroðningi á vissa staði eins og
þegar er farið að bera á. Ísland er
mjög fjölbreytilegt land og þar
eiga allir að geta fundið eitthvað
við sitt hæfi. En til þess er nauð-
synlegt að greiður aðgangur sé að
fjölbreytilegum stöðum. Það út-
heimtir aftur greiðar, en vel skipu-
lagðar, samgönguleiðir um hálend-
ið.
Nauðsynlegt er að endurskoða
hið fyrsta skipulag af Miðhálend-
inu til 2015 sem samþykkt voru
frumdrög að 1999. Sú endurskoðun
er mikið hagsmunamál virkj-
unarfyrirtækja, áliðnaðarins,
ferðaþjónustunnar og alls almenn-
ings. Einmitt slík endurskoðun er
heppilegur vettvangur til að leiða
saman þá hópa sem leiðarahöf-
undur Morgunblaðsins minnist á.
Það er vissulega rétt hjá honum að
þessi mál þarf að ræða. En sú um-
ræða þarf að vera skilvirk og hnit-
miðuð. Samskipti mannsins við
náttúruna, fremur en hún sjálf,
þurfa að vera í brennidepli hennar.
Maðurinn þarf á náttúrunni að
halda en hún ekki á honum. Öll
náttúruvernd er einvörðungu í
þágu mannsins. Náttúran sjálf þarf
ekkert á vernd hans að halda. Mis-
munandi not mannsins af nátt-
úrunni, sem oft rekast á innbyrðis,
þurfa að vera það sem umræðan
snýst um.
Áliðnaður á Íslandi og
skipulag hálendisins
Jakob Björnsson skrifar um
stóriðju og umhverfismál ’Við munum nýta há-lendið með margvísleg-
um hætti í framtíðinni. ‘
Jakob Björnsson
Höfundur er fv. orkumálastjóri.