Morgunblaðið - 31.08.2004, Síða 30
MINNINGAR
30 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Ég var svo lánsöm að
hitta Fjólu daginn áður
en hún kvaddi. Hún tók
svo vel á móti mér og
sagði: „Ég trúi ekki að þú sért kom-
in.“ Við áttum sérstaka stund. Fjóla
var að rifja upp gömlu dagana. Hún
lærði dans hjá Rigmor Hansen og
FJÓLA VALDÍS
BJARNADÓTTIR
✝ Fjóla ValdísBjarnadóttir
fæddist í Reykjavík
23. desember 1922.
Hún lést á Hjúkrun-
arheimilinu Sunnu-
hlíð í Kópavogi
sunnudaginn 22.
ágúst síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Digranes-
kirkju 30. ágúst.
sýndi dans á Hótel
Borg. Enda hafði hún
unun af að dansa. Fjóla
var með fyrstu nemend-
um í Húsmæðraskólan-
um við Sólvallagötu.
Alla tíð var hún mjög
góð í heimilishaldi,
hvort sem hún vann við
blómin í garðinum eða
innandyra. Hún sagði
mér frá þegar hún og
Erna vinkona hennar
voru á Siglufirði á síld-
arárunum og þeim var
boðið í útreiðartúr.
Faðir Ernu var Óskar
Halldórsson síldarkóngur. „Stelpur,
þið verðið að vera komnar um borð á
réttum tíma, því skipið fer til Reykja-
víkur kl. 15.30,“ sagði hann. Ekkert
bólaði á stelpunum og skipið flautaði
og flautaði. Allt í einu birtust þær
heldur skömmustulegar. Óskar var
heldur brúnaþungur.
Fjóla og Sigurður, maður hennar,
bjuggu á Hóli í Ólafsfirði, með stærð-
ar búskap, þar sem Sigurður átti sitt
æskuheimili. Það var um vetur í snjó
og vitlausu veðri. Fjóla var að ljúka
við að lesa spennandi bók og vantaði
framhaldið. Hún skellti sér á drátt-
arvélina og keyrði niður í kaupstað-
inn og fékk bókina og keyrði aftur
heim í brjálaðri vetrarúrkomu, áræð-
in kona.
Við erum nokkrar vinkonur, allar
ekkjur, sem héldum hópinn ásamt
Fjólu. Borðuðum saman, spiluðum,
fórum saman í sumarbústað og ferð-
uðumst, gerðum grín og gleði. Nú er
Fjóla mín horfin, en minningin lifir.
Fjóla var höfðingi heim að sækja,
enda fannst fólki gott að heimsækja
hana og njóta útgeislunar hennar.
Það var sérstakt hvað hún var alltaf
jákvæð. Mér er minnisstætt þegar
hún var rúmliggjandi og sagði: „Mik-
ið er ég heppin að geta lesið.“ Svo var
það seinna að hún leit út um gluggann
og sagði: „Mikið er gott að sjá garð-
inn, hann er svo fallegur og mikið er
gott að vera hérna í Sunnuhlíð, það er
hugsað svo vel um mig.“ Aldrei kvart-
aði hún.
Elsku systir mín, þú varst hetja og
kvaddir með reisn. Ég votta fjöl-
skyldu hennar samúðar.
Guð blessi þig.
Hólmfríður (Fríða systir).
Elsku amma.
Það er hálfskrítið
að hugsa til þess að þú
sért ekki lengur til
staðar á Dalbrautinni
... að geta ekki lengur
heimsótt þig þegar ég
skýst til Reykjavíkur-
.Það er eitthvert tómarúm þegar
ég hugsa til þess.
En ég trúi því að sálin haldi
áfram, það að deyja sé ekki end-
irinn.
Þú og ég áttum margar góðar
stundir saman og hef ég oft yljað
mér við þær minningar og mun
gera áfram.
Manstu þegar við spjölluðum svo
oft saman við eldhúsborðið í Stóra-
gerði. Stundum veltum við því fyrir
okkur hvað þú yrðir nú gömul og
þú náðir að verða 90 ára núna um
áramótin.
Amma þú varst yndisleg og fal-
VERA INGIBERGS-
DÓTTIR HRAUNDAL
✝ Vera Ingibergs-dóttir fæddist í
Reykjavík 31. des-
ember 1913. Hún lést
20. júlí síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Grensás-
kirkju 30. júlí.
leg manneskja. Ég er
svo ánægð að þú skul-
ir hafa verið amma
mín.
Ég á eftir að sakna
þín mikið, en ég vona
að þér líði vel og svo
hittumst við aftur
seinna.
Saknaðarkveðja, þín
Guðrún Ósk.
Elsku litla fallega
kona, svo æðrulaus og
góð.
Þú sigldir bát þín-
um í gegnum storm og stórsjó sem
blíða væri og rerir svo öruggt í
land.
Ég hef ekki sagt það eða sýnt
það í verki, en elska þig sem orð
geta ekki lýst og sakna þín nú þeg-
ar. Ég fylgdist þó með þér og vissi
að þú varst í góðum höndum.
Minning þín lifir áfram í mínu
hjarta og ég þakka þér fyrir þá ein-
stöku upplifun að hafa fengið að
kynnast þér.
Vertu blessuð, hvert sem að þú
ferð.
Ástar- og saknaðarkveðja
Þórey Hrólfsdóttir, Svíþjóð.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda
inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um,
fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn
og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minn-
ingargreinunum.
Minningargreinar
Kennari óskast
Waldorfskólinn í Lækjarbotnum auglýsir eftir
kennara. Upplýsingar í síma 587 4499.
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti
107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Bakkasíða 9, Akureyri (214-5051), þingl. eig. Jóhann Grímur Hauks-
son, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn 3. sept-
ember 2004 kl. 10:00.
Eyrarvegur 31, íb. 01-0101, Akureyri (214-6070), þingl. eig. Lilja Jak-
obsdóttir, gerðarbeiðandi Akureyrarkaupstaður, föstudaginn 3.
september 2004 kl. 10:00.
Hafnarstræti 20, íb. 01-0202, Akureyri (214-6871), þingl. eig. Inga
Mirra Arnardóttir, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður, Íbúðalána-
sjóður og Og fjarskipti hf., föstudaginn 3. september 2004 kl. 10:00.
Hafnarstræti 77, íb. 01-0301, Akureyri (214-6926), þingl. eig. Rolf
Jonny Ingvar Svard, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður og Íbúða-
lánasjóður, föstudaginn 3. september 2004 kl. 10:00.
Hjallalundur 7c, íb. 01-0202, Akureyri (214-7441), þingl. eig. Ólöf
Vala Valgarðsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Sýslumaður-
inn á Akureyri og Tölvufræðslan Akureyri ehf., föstudaginn 3. sept-
ember 2004 kl. 10:00.
Hús aldraðra við Hólabraut, Hrísey (215-6286), þingl. eig. Hríseyjar-
hreppur, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 3. september
2004 kl. 10:00.
Norðurgata 51, íb. 01-0101, Akureyri (214-9546), þingl. eig. Sigurlín
Guðrún Stefánsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Lands-
sími Íslands hf., innheimta, föstudaginn 3. september 2004 kl. 10:00.
Norðurvegur 1, Júlíusarhús, Hrísey (215-6309), þingl. eig. Aðalsteinn
H. Bergdal og Hafdís Pálsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður,
föstudaginn 3. september 2004 kl. 10:00.
Rauðamýri 20, Akureyri (214-9922), þingl. eig. Stefán Jón Knútsson
Jeppesen og Bára Magnúsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður,
föstudaginn 3. september 2004 kl. 10:00.
Skarðshlíð 26d, 03-0301, Akureyri (215-0329), þingl. eig. Jörundur
H. Þorgeirsson og Edda Björk Þórarinsdóttir, gerðarbeiðendur Búnað-
arbanki Íslands hf., Akureyri og Íbúðalánasjóður, föstudaginn
3. september 2004 kl. 10:00.
Þingvallastræti 31, Akureyri (215-1879), þingl. eig. Gerður Árnadóttir,
gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., föstudaginn 3. september 2004
kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
30. ágúst 2004.
Friðrika Harpa Ævarsdóttir, ftr.
Nauðungarsala
Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins í Suðurgötu 1,
Sauðárkróki, fimmtudaginn 2. september 2004 kl. 14.00
á neðangreindri eign:
Þormóðsholt, land, Akrahreppi, þingl. eign Svans Þrastar Tómasson-
ar. Gerðarbeiðandi er Íbúðalánasjóður.
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki,
26. ágúst 2004.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R