Morgunblaðið - 31.08.2004, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 31.08.2004, Qupperneq 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i. 14 ára. Mjáumst í bíó! Uppáhalds köttur allrar fjölskyldunnar er kominn í bíó! Sjáið frábæra gamanmynd um frægasta, latasta og feitasta kött í heimi! Sýnd kl. 6. ísl tal. Sýnd kl. 8.Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. Sýnd kl. 10. Myrkraöflin eru með okkur! Mögnuð ævintýra-spennumynd! Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS kl. 5.20, 8 og 10.40. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Þetta var ekki hennar heimur.. en dansinn sameinaði þau! Sjóðheit og seiðandi skemmtun! Sýnd kl. 4 og 6. ísl tal. / Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Enskt tal. Yfir 22.000 gestir! Mjáumst í bíó! Ein besta ástarsaga allra tíma. EFTIR METSÖLUBÓK NICHOLAS SPARKS Ein besta ástarsaga allra tíma. EFTIR METSÖLUBÓK NICHOLAS SPARKS Sími 594 6000 Bæjarflöt 4, 112 R.vík Fjöldi lita og gerða Marley þakrennur Sjáum einnig um uppsetningu MÉR leið líkt og ég væri staddur í atriði úr Mary Poppins þegar ég skyggndist upp á sviðið í hinu litla en mjög svo notalega Bæjarbíói, fullkomnum stað fyrir tónleikana sem framundan voru. Það var vikt- oríanskur bragur yfir því. Koffort, gamlir grammófónspilarar og for- láta lampar prýddu það jafnframt sem glitti í síðhærðar skuggaverur í blúndukjólum, skáskjótandi sér á milli þess aragrúa hljóðfæra sem þar stóð; fiðlur, lúðrar, orgel, trommur og bjöllur. Eins og með áðurnefnda kvikmynd átti kvöld- stundin eftir að verða töfrum slegin. Dúettinn Slowblow var fyrstur á svið. Orri Jónsson og Dagur Kári Pétursson sem dúettinn skipa nutu aðstoðar múmliðanna Örvars Þór- eyjarsonar Smárasonar og Krist- ínar Valtýsdóttur, svo og þeirra Ólafar Arnalds og Ólafs Björns Ólafssonar. Orri og Kristín fluttu í upphafi hið lágstemmda „Cardboard Box“ af nýjustu plötu sveitarinnar sem út kom í sumar. Þegar Orri hvíslaði hina dularfullu og fallegu línu „You’re not even a ghost …“ um mitt lag setti hann tóninn fyrir það sem átti eftir að koma. Því eins og með plötuna nýju, sem er örugglega ein af plötum ársins, var stemningin í dimmu bíóinu stundum svo kyrrlát og brothætt að þér leið eins og þú værir að gægjast í óleyfi inn í svefn- herbergi þar sem þeir Orri og Dag- ur sátu einbeittir að tónlist- arsköpun. Hljómur í Bæjarbíói var ennfremur mjög góður og þegar við bættist stofuleg stemningin fannst mér eins og ég sæti uppi á sviðinu frekar en í öftustu röð. Það vantaði kannski lítillega upp á þéttleika í flutningi, stundum var eins og samhæfingin væri ekki nægileg og einnig var nokkuð um brambolt á yfirtroðnu sviðinu. En í heild var þetta frábært, lög Orra og Dags eru einkar melódísk og búa yf- ir einhvers konar áreynslulausri fegurð. Bara lag eins og hið guð- dómlega „Very Slow Bossanova“ var nóg til að gera mann sáttan við framlag Slowblow þetta kvöldið. Eftir hlé kom múm á svið og hafði á að skipa sex manns í þetta skiptið. Auk Örvars og Kristínar voru þau Ólöf, Ólafur, Eiríkur Orri Ólafsson og Samuli Kosminen á sviðinu. Inngangsstefið að nýjustu plötu múm (og þeirra bestu), Summer Make Good, læddist upp af sviðinu, í senn hlýtt og draugalegt. Þessi seið- ur var tilkomumikill og maður færði sig fram á stólbríkina. Allt í einu var maður staddur inni í yfirgefnu sjó- ræningjaskipi sem rekur stjórnlaust úti á hafi – hersetið af ungum og hugmyndaríkum tónlistarmönnum! Á tímabili fannst mér reyndar eins og tónlistin kæmi af sjálfu sér úr há- tölurunum á meðan múmliðar gengu á milli hina ólíkustu hljóðfæra sem léku í höndum þeirra. Það var í raun stórmerkilegt að flæði og melódía héldist yfirleitt í gegnum allt þetta stórfenglega kraðak. Alveg ótrúlegt, verður að segjast, og einatt náðust ævintýralegar hæð- ir og þá var líkt og komið væri inn í aðra vídd. Þetta er að sönnu einstök hljómsveit, full af metnaði og fer síst auðveldu leiðirnar að takmarki sínu. Ég tek ofan. Þetta kvöld urðu gestir Bæj- arbíós vitni að tveimur af allra bestu hljómsveitum Íslands í dag. Einfald- lega frábærir tónleikar og maður hreifst mótþróalaust með í dásam- lega þægilegum höfga. Magnað. Innlit í undraheim TÓNLEIKAR Bæjarbíó, Hafnarfirði Tónleikar Slowblow og múm í Bæjarbíói, Hafnarfirði, sunnudaginn 29. ágúst 2004. SLOWBLOW/MÚM  Morgunblaðið/Jim SmartKristín Valtýsdóttir, múm. Arnar Eggert Thoroddsen Dagur Kári Pétursson, Slowblow. KVIKMYNDIN Hetja fékk lang- mesta aðsókn í norður-amerískum kvikmyndahúsum um helgina. Um er að ræða kínverska bardagamynd með Jet Li í aðalhlutverki og námu tekjur af sýningu myndarinnar 17,8 milljónum dala eða jafnvirði nærri 1,3 milljarða króna. Önnur ný hasarmynd, Anacondas: The Hunt for the Blood Orchid, fór beint í 2. sætið á listanum en hún er framhald Anaconda frá 1997. og spennumyndin Suspect Zero með Aaron Eckhart, Ben Kingsley og Carrie-Anne Moss fór í 10. sæti. Það merkilega við Hetju, sem heit- ir á frummálinu Ying Xiong, er að myndin er orðin tveggja ára gömul og var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin í fyrra. Myndin var þannig opnunarmynd 101 kvik- myndahátíðar síðla síðasta árs og gekk þá býsna vel. Miramax hefur nú loksins hafið sýningar á henni í N- Ameríku, kallar hana þar „Ocean’s Eleven kínverskrar kvikmyndagerð- ar“ og sýnir hana í yfir 2 þúsund kvik- myndahúsum, sem er óvenju viða- mikil dreifing á kvikmynd á öðru tungumáli en ensku. Þetta virðist hafa svínvirkað því myndin hefur slegið í gegn, flestum að óvörum enda hafa „erlendar myndir“ jafnan átt erfitt uppdráttar vestra. Virðist þó vera sem Crouching Tiger, Hidden Dragon, hafi breytt þar miklu um til frambúðar en hún sló í gegn árið 2000 og svo má ekki gleyma Píslarsögu Krists, sem einnig var sýnd með texta. Það hefur og hjálpað Hetju hversu góða dóma hún hefur fengið en hún hefur einmitt verið borin saman við Crouching Tiger, Hidden Dragon og jafnvel sögn taka henni fram. Leik- stjóri Hetju, Zhang Yimou (Rauði lampinn), frumsýndi fyrr á þessu ári aðra mynd bardagamynd í sama dúr sem heitir Hús hinna fljúgandi rýt- inga (Shi mian mai fu). Hefur hún fengið lítið síðri dóma enda hefur Yimou látið hafa eftir sér að Hetja hafi bara verið létt æfing fyrir þá mynd. Bíóaðsókn | Tveggja ára mynd vinsæl- ust vestra Síðbúin kínversk hetjudáð                                               ! ! ! ! ! ! ! ! ! !  ! ! ! ! ! ! ! ! ! !                       !    "    #     $"% & $" '           ()*+ (,* +*) +*( -*) -*, .*/ 0*+ 0*- ,*0 ()*+ (,* )*1 ).*/ ,/*+ +/*/ ,*. )*( (.+*/ ,*0 Jet Li leikur aðalhlutverkið í topp- myndinni Hetju. SÖNGKONAN Victoria Beckham og knattspyrnukappinn David Beckham eiga von á sínu þriðja barni í mars á næsta ári. Hjónin eiga fyrir tvo syni, Brooklyn, fimm ára, og Romeo sem er tveggja ára. David og Victoria hafa ítrekað lýst yfir vilja að eignast stóra fjölskyldu. „Þetta eru dásamlegar fréttir. Við erum bæði ákaflega ánægð,“ segir í tilkynningu sem barst frá hjónunum til breskra fjölmiðla í vikunni. Þar kemur einnig fram að barnið fæðist líklega á Spáni. David og Victoria kynntust árið 1997 og giftust á Írlandi árið 1999. Fólk | Fjölgun í Beckham-fjölskyldunni Þriðja barnið á leiðinni Reuters Herra og frú Beckham eiga nú von á sínu þriðja barni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.