Morgunblaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 16
Hörður Jónsson er 12 ára og býr íSkipasundinu. Hann er mikillvopnasmiður og veikur fyrir vík-ingum og lét sig því ekki muna um að skipuleggja víkingahátíð í garðinum heima hjá sér um síðustu helgi. Þar fóru fram skipu- lagðir bardagar, keppt var í vopnakasti og bog- fimi og forspá völva var á staðnum og las hún í rúnir fyrir gesti hátíðarinnar. Á borðum voru harðfiskur og glóðað víkingabrauð auk svala- drykkja. Til sölu voru ýmsar vík- ingavörur sem Hörður hafði sjálfur búið til úr leðri og tré og má þar helst nefna sverð, hálsmen með galdrastöfum og hárbönd fyrir hárprúða kappa. 14 víkingar mættu til leiks og flestir voru þeir vinir, nágrannar og ættingjar Harðar og Arnaldar bróður hans. Allir voru vel vopnum búnir og í fullum herklæðum. Karlkynið var ríkjandi í þessum vörpulega hópi þar sem aðeins eina víkingastúlku var að finna, en hún lét engan bilbug á sér finna. Fullorðnir gestir há- tíðarinnar mættu sum- ir í tilhlýðilegum klæð- um og mátti m.a sjá þræl með flókahatt og al- vöru víking í hringa- brynju, með hjálm á höfði og Síb- eríuúlf á herðum. Brennu-Njálssaga á náttborðinu Hörður segist snemma hafa fengið áhuga á vopnaskaki og fornum hetjum. „Þegar ég var Hörður segist fara á hverju sumri á Sól- stöðuhátíð víkinga í Hafnarfirði og fylgist þar vel með vopnaburði og lærir af því hvernig beita skal vopnum. „Svo hefur hann Binni líka kennt okkur réttu tökin,“ segir Hörður og á þar við Brynjar Ágústsson sem mætti á hátíðina í al- vöru hringabrynju og barðist drengilega við sér yngri víkinga og leiðbeindi þeim fúslega í bar- dögunum. Brynjar leikur einn af Bjólfsmönnum í kvikmyndinni Bjólfskviðu sem Sturla Gunn- arsson er að gera um þessar mundir, en Brynj- ar er í félagsskap sem heitir Rimmugýgur og þar hefur hann lært og æft víkingatilburði af miklum móð. Hörður og félagar hans eru kappsfullir á áhugasviði sínu og kom til tals að nú væri lag í sláturtíðinni að safna völubeinum og búa til valnastakk og jafnvel líka að læra að gera járn úr mýrarrauða. Að víkingahátíðinni lokinni kvaðst Hörður ánægður með daginn og voru áverkar minni- háttar. „Tveir af okkur fengu reyndar skjöld í auga og sjálfur fékk ég höfuðhögg, en það var ekkert alvarlegt og maður verður að venjast því að merjast lítillega þegar barist er að hætti vík- inga.“ sjö ára varð ég rosalega hrifinn af riddurum og eyddi miklum tíma í að kubba kastala og setja upp bardaga með legodótinu mínu og ég sökkti mér í allt sem tengdist riddurum. En um tíu ára aldurinn færðist þessi áhugi yfir í víkinga og heiðinn sið. Ég hef lesið mikið um goðafræði og núna er ég að lesa Brennu-Njálssögu. Ég er líka búinn að svolgra í mig Hringadróttinssögu með bestu lyst,“ segir Hörður sem fékk hugmyndina að hátíðinni í vor þegar skólanum lauk og hefur hann í allt sumar verið markvisst að undirbúa stóra daginn. Hann hefur smíðað vopn, teiknað og málað myndir á skildi, búið til víkingaskart að ógleymdum öllum bardögunum sem háðir hafa verið í garðinum til æfinga. Snemma morguns á hátíðisdaginn fékk Hörður vin sinn Harald til að hjálpa sér við að leggja lokahönd á herleg- heitin. Þeir röðuðu upp borðum, komu öllum hlutum fyrir og skráðu niður á lista hin ýmsu vopn og mátti þar sjá sérlega fögur vopna- nöfn eins og Fjandhögg- ur, Drísilkljúfur og Ylmir. Einnig þurftu þeir fé- lagarnir að komu sér saman um við hvaða „áverka“ ætti að detta niður dauður í bardaga og fara yfir það hvernig átti að velta líki yfir á börur þegar einhver félli í valinn. Brynjar Ágústsson: Með Síberíuúlfinn á herðum, berst frækilega. Vignir og Gísli taka hraustlega á móti. Eyvindur Barðason einbeittur í spjótkastinu. Haraldur, Gunn- laugur og Vífill bíða eftir að röðin komi að þeim. Áhugasamar: Völvan Alda Jónsdóttir einbeitir sér að því að lesa í rúnir fyrir Elínu Gunnlaugsdóttur.  ÁHUGAMÁL | Víkingahátíð var haldin í garðinum heima hjá Herði Jónssyni Bitið í skjaldarrendur Forsprakki víkingahátíðarinnar: Hörður Jónsson leiðbeinir Daníel við vopnaburðinn. Vaskir víkingar, lágvaxnir, komu saman á víkingahátíð í austurbænum fyrir skömmu. Kristín Heiða Kristinsdóttir fékk að fylgj- ast með bardögum þar sem kappar gnístu tönnum og sverð dignuðu. khk@mbl.is Arnaldur Jónsson: Gefur ekkert eftir í keppni í vopna- kasti. Glæstir garpar: Aftari röð frá vinstri: Helgi, Vífill, Hörður, Gunnlaugur og Haraldur. Fremri röð frá vinstri: Ragnar, Gísli, Vignir, Daníel, Eyvindur, Elís, Arnaldur, Vala og Steinarr. Morgunblaðið/Jim Smart DAGLEGT LÍF 16 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ fg wilson Sími 594 6000 Rafstöðvar Veitum ráðgjöf og þjónustu fyrir allar stærðir og gerðir rafstöðva FGWILSONmase Spurning: Mig langar að forvitnast um fjöl- taugaskemmd. Hún lýsir sér með máttleysi í fót- um og göngulagið er ekki nógu gott svo og ekki heldur jafnvægið. Hvað er til ráða hjá ein- staklingi sem hefur þessi einkenni og hefur feng- ið þessa sjúkdómsgreiningu? Svar: Fjöltaugaskemmd eða fjöltaugakvilli (polyneuropathy) getur lýst sér á marga vegu og getur átt sér fjölmargar orsakir. Fjöltaugakvilli er truflun á starfsemi margra tauga í senn sem oft byrjar í fótum og getur breiðst út til annarra líkamshluta. Stundum gerist þetta skyndilega en einkenni geta líka komið hægt og sígandi á löngum tíma. Bráður fjöltaugakvilli sem kemur skyndilega getur m.a. stafað af sýkingu, sjálfs- næmissjúkdómi, eitrunum af ýmsum toga eins og þungmálmum (blý, kvikasilfur), kolsýrlingi og sumum lyfjum. Langvinnur fjöltaugakvilli getur stafað af sykursýki, langvarandi ofneyslu áfengis, skorti á B12-vítamíni, vanstarfsemi skjaldkirtils, nýrna- eða lifrarbilun, sumum tegundum krabba- meina eða ofneyslu B6-vítamíns (pýridoxíns). Ekki er alltaf hægt að greina orsökina og í sumum tilvikum virðist fjöltaugakvilli vera arf- gengur. Einkennin geta verið með ýmsu móti en algengast er að sjúklingurinn þjáist af máttleysi, náladofa eða verkjum í fótum og höndum. Stund- um leggst sjúkdómurinn einnig á ósjálfráða taugakerfið með einkennum eins og hægða- tregðu, stjórnleysi á þvaglátum, truflun á starf- semi kynfæra, sveiflum í blóðþrýstingi og minnk- aðri svitamyndun. Mikilvægt er að reynt sé að finna orsök sjúkdómsins, þó það takist ekki alltaf, og meðhöndla sjúklinginn samkvæmt því. Með- ferðin getur falist í því að lækna sýkingu, með- höndla eitrun, hætta notkun lyfs, gefa B12- vítamín eða hætta ofnotkun B6-vítamíns. Hún getur líka falist í því að draga úr áfengisneyslu eða meðhöndla illkynja sjúkdóm. Ýmsar aðrar sjaldgæfari orsakir og viðeigandi meðferð koma einnig til greina. Ef bréfritari hef- ur ekki farið til læknis ætti hann að gera það án tafar til að fá sjúkdómsgreiningu sem byggist að verulegu leyti á sögu sjúkdómsins, hver voru fyrstu einkennin og hvernig sjúkdómsferlið hefur verið síðan. Einnig þarf að rifja upp aðra sjúk- dóma, lyfjanotkun, snertingu við eiturefni og ann- að sem kann að skipta máli. Þegar sjúkdómsgreining liggur fyrir er hægt að gera sér grein fyrir meðferðarmöguleikum og horfum. Þetta allt þarf sjúklingur að ræða vand- lega við lækninn. Hvað er fjöltaugakvilli?  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Heilsa. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hotmail.com. Algengast er að sjúklingurinn þjáist af máttleysi, náladofa eða verkjum í fótum og höndum.  MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.