Morgunblaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004 9 MIRALE Grensásvegi 8 sími: 517 1020 Opið: mán.- föstud.11-18 laugard. 11-15 Í tilefni af því að MIRALE hefur tekið við Cassina umboðinu á Íslandi veitum við 15% afslátt af öllum sérpöntuðum húsgögnum til 31. ágúst. Mörkinni 6, sími 588 5518. Stakir sparijakkar Tweed, svartir og margir skærir litir Opið frá kl. 10-16 laugardaga Vattúlpur Símar 561 1525 og 898 3536. Upplýsingar og innritun kl. 15-21 alla daga. Málað með olíu, vatnslitum og akrýl. Teiknun. Byrjendahópur — Framhaldshópur — Fámennir hópar. Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Galla- og flauelsfatnaður í úrvali Hér erum við egur Sæbraut ata kk as tíg ur LindargataHverfisgata Vi ta stí gu r Ba ró ns stí gu r ta Njálsgata Bergþórugata Skarphéð.gKa lau t au ða rá rs tíg ur rh ol t Ski h lt Brautarholt Laugavegur Hát M Hátún Miðtún Nó at ún Samtún Borgartún H öf ða tú n Sæ Sæt únSkúlatún Skúlagata Steintún HLEMMUR M jö ln is h. Eldaskálinn Brautarholti 3 105 Reykjavík Sími: 562 1420 eldaskalinn@simnet.is www.invita.com Vegna 30 ára afmælis Invita fá kaupendur Elite framtíðareldhússins afmælisgjöf frá Invita. Við höfum nýtt 30 ára reynslu og sérhæfingu við hönnun framtíðareldhússins, sem við köllum Elite og viljum lofa þér að njóta þess með okkur. Afmælistilboð á Elite allan septembermánuð Komdu og sjáðu hvernig Elite afmælisinnréttingin getur orðið þitt persónulega eldhús. En hafðu hraðann á - þetta afmælistilboð Invita stendur aðeins frá 23.ágúst til og með 30.september 2004. Invita heldur upp á 30 ára afmæli NÝJUNG Elite Gæði að utan sem innan Invita gæði eru ekki eingöngu í útlitinu, því við samhæfum frábæra hönnun og notagildi. Til dæmis ýmis skemmtileg innlegg úr akasíutré í skúffur frá 30cm breiddum og upp í 120cm breidd. Fáanleg spónlögð eða litlökkuð Tvöfaldur afsláttur í september! ÞEIR sem fóru um Keflavíkurflug- völl sl. föstudagsmorgun hafa ef til vill rekið augun í þessa mjög svo nýstárlegu flugvél sem þar hafði viðdvöl í nokkrar klukkustundir. Proteus heitir vélin og er hún sú eina sinnar tegundar í heiminum. Geimferðastöð Bandaríkjanna, NASA, þróaði vélina en flugfröm- uðurinn Burt Rutan hannaði hana, sá hinn sami og byggði SpaceShip- One, fyrsta einkarekna geimfarið sem fór út í geiminn í sumar. Vélin getur farið í allt að 65 þús- und feta hæð. Hún er notuð til ým- issa verkefna, m.a. til að koma litlum gervihnöttum á loft og gera rannsóknir á lofthjúpnum.Morgunblaðið/Jón Svavarsson Torkennileg flugvél á Kefla- víkurflugvelli „ÞAÐ voru komnir nokkrir laxar í gildruna í laxastiganum í Faxa, en það hafa einhverjir óprúttnir aðilar stolið þeim. Það hefur kostað tals- verða fyrirhöfn, því vatnið var tekið af stiganum og laxinn væntanlega háfaður upp. Þetta er ótrúlegur dónaskapur og bara skemmdarverk, þetta eru fyrstu klaklaxarnir okkar en við erum að byrja á stórfelldu lax- ræktarátaki í Tungufljóti,“ sagði Árni Baldursson, leigutaki Tungu- fljóts í Biskupstungum, í samtali við Morgunblaðið. Árni sagðist ekki vita hver eða hverjir hefðu stolið löxunum, en smíðað yrði yfir laxastigann til að koma í veg fyrir að fleiri löxum yrði stolið, en laxar eru þegar farnir að ganga í gildruna aftur. „Það frábæra við þessa tilraun okkar til þessa er að það eru laxar að skila sér úr lítilli sleppingu í fyrra, þeir hafa bæði skil- að sér í gildruna og verið að veiðast fyrir neðan Faxa, niður eftir öllu. Þetta svæði er algjört gull og við er- um að leggja mikið undir að koma laxi í það,“ bætti Árni við. Þverá/Kjarrá fjarar út Síðustu hollin eru að veiða í Þverá og Kjarrá og að sögn Jóns Ólafsson- ar, eins leigutaka svæðisins, hefur verið afar rólegt á bökkunum að und- anförnu. „Veiðin kemur til með að slaga eitthvað upp undir 1.400 laxa. Þetta er ekki góð útkoma, en skilyrð- in í sumar hafa verið afar erfið. Við fengum þó 1.872 laxa í fyrra og það er nær þeirri tölu sem við viljum sjá,“ sagði Jón sem var að ljúka veiðum í Þverá, en fáir fiskar veiddust þótt nóg væri af fiski. „Það hefur bara ekkert vatn verið,“ bætti Jón við. Smábati í Laxá Nýleg tala úr Laxá í Aðaldal var 730 laxar og enn er veitt þótt vertíðin styttist í annan endann. Heildartalan í fyrra var 624 laxar sem olli mörgum áhyggjum þess efnis að áin væri að tapa stöðu sinni sem laxveiðiá. Enn er talað um djúpan öldudal í Laxá, en þetta er þó heldur betri tala en í fyrra og þeir eru líka margir sem benda á að ekki sé við öðru að búast en lægri tölum úr Laxá héðan af, því áin er krefjandi og aðeins veidd með flugu. Áður var blandað agn og t.d. mikil maðkaveiði fyrir neðan Æðarfossa. Ýmsir kunnugir Laxárkarlar sem rætt hefur verið við telja að heildar- tala úr ánni væri miklu hærri heldur en raun ber vitni ef enn hefði verið veitt með maðki og spón í bland við fluguna. TVEIR stjórnarmenn í Sparisjóði Hólahrepps segja að nýr sparisjóðs- stjóri, Vilhjálmur Baldursson, for- stöðumaður hjá Byggðastofnun, njóti ekki trúnaðar þeirra. Gera þeir at- hugasemdir við fyrirhugaða ráðningu hans í bréfi til sparisjóðsstjóra á Ís- landi og annarra „sparisjóðsmanna“ sem þeir sendu út nýlega. Þar kemur fram að farið hafi verið algerlega á bak við þá í aðdraganda málsins. Sverrir Magnússon og Valgeir Bjarnason sitja í stjórn sparisjóðsins fyrir hönd gömlu stofnfjáreigendanna en dótturfélög Kaupfélags Skagfirð- inga (KS) og starfsmenn þeirra hafa keypt verulegan stofnfjárhlut í sjóðn- um frá árinu 2000. Harðar deilur hafa ríkt um stjórn sparisjóðsins heima í héraði á milli þessara hópa og um at- kvæðisrétt einstakra aðila við stjórn- arkjör á aðalfundi. Var sæst á Magn- ús Brandsson, sparisjóðsstjóra á Ólafsfirði, sem oddamann í stjórn á síðasta aðalfundi og engin kosning fór fram. Auk „héraðsmannanna“ eiga sæti í stjórn KS-mennirnir Sigurjón Rafnsson og Jón Eðvald Friðriksson. Sverrir og Valgeir segja að samn- ingur um að Kristjáns Hjelm viki sem sparisjóðsstjóri um mánaðamótin júní/júlí hafi verið gerður algerlega á bak við þá. Magnús Brandsson hafi tilkynnt að stjórn Sparisjóðasam- bandsins hafi fallist á þessa kröfu full- trúa KS í stjórninni. Jafnframt hafi verið boðuð væntanleg sáttatillaga sem ætti að leysa vanda sparisjóðsins. Engin slík sáttatillaga hafi enn komið fram og þessi gjörningur rýrt traust stjórnarmannanna á stjórn Spari- sjóðasambandsins. Í bréfinu kemur fram að Magnús hafi boðað þá á sinn fund í Efra-Ási í Hjaltadal 9. júní sl. Þar hafi fyrst komið fram krafan um að Kristján viki. „Magnús tilkynnti okkur þá jafn- framt að Sigurjón Rafnsson, aðstoð- arkaupfélagsstjóri og stjórnarmaður í Sparisjóð Hólahrepps, hefði farið fram á að umræddur Vilhjálmur Baldursson yrði ráðinn í stöðu spari- sjóðsstjóra. Við tjáðum Magnúsi þá að við myndum ekki samþykkja Vil- hjálm þar sem hann væri augljóslega orðinn fulltrúi Kaupfélags Skagfirð- inga. Magnús samþykkti þá afstöðu okkar og sagði Vilhjálm ekki koma til greina í sparisjóðsstjórastöðuna,“ segir í bréfinu. Opinbera afstöðu sína Sverrir og Valgeir segja að Magn- úsi hafi verið fullljóst frá 9. júní að hann myndi ekki fá þeirra samþykki fyrir að ráða Vilhjálm og hafi getað greint honum frá því. Hann hafi líka vitað að þeir myndu opinbera afstöðu sína ef þetta yrði niðurstaðan. „Það má öllum vera fullljóst að sparisjóðs- stjóri verður að hafa trúnað stjórn- armanna, þann trúnað hefur Vil- hjálmur ekki. Hins vegar viljum við óska honum velfarnaðar á öðrum starfsvettvangi,“ segir í bréfi til spari- sjóðsmanna. Segja nýja sparisjóðsstjór- ann ekki njóta trúnaðar Enga sátt að finna í stjórn Sparisjóðs Hólahrepps Morgunblaðið/Einar Falur Bandaríski kvikmyndagerðarmað- urinn Martin Bell með rúmlega fjögurra kílóa hæng sem hann veiddi á snældu í veiðistaðnum Króki í Flekkudalsá. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Klaklöxum úr Tungufljóti stolið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.