Morgunblaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 25
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004 25 Það er snemma morguns og ekki orðið bjart. Ég fer á fætur því nú er það minn dagur að sækja kýrnar. Kýrnar eru upp í fjalli ásamt kindunum. Ég trítla sem leið liggur upp á fjall. Þegar upp á fjall er komið skima ég í kringum mig í leit að kúnum. Þá birtast mér í hálf- rökkrinu ótal augu sem stara á mig. Það grípur mig hræðsla og ég hleyp til baka heim í bæ. Ég læðist að rúmi föður míns og vek hann hljóðlega og segi honum frá augunum á fjallinu. Hann klæðir sig og við göngum sömu leið og ég hafði farið. Við hlið föður míns virka augu kindanna ekki leng- ur ógnvænleg og við höldum heim með kýrnar. Við skulum ekkert minnast á þetta við neinn, segir faðir minn. Þannig var faðir minn, hjálpsamur og alltaf tilbúinn að leggja öðrum lið þegar eitthvað á bjátaði. Hann var bóndi af lífi og sál og sínar bestu stundir átti hann með skepnunum sínum. Hann þekkti allar sínar kind- ur og þær komu þegar hann kallaði á þær. Það var gott að fara í fjáhúsið með honum og heyra hann tala við sína ferfættu vini. Þarna var hann kóngur í ríki sínu. Ein af hans síðustu ferðum í fjárhúsið var með Tristan langafabarni sínu og mér þar sem hann var að gefa lömbunum mjólk úr pela. Hann var þá orðinn mjög veikur en ferðin í fjárhúsið styrkti hann og maður sá gleðina skína úr andliti hans. Pabbi, nú ert þú farinn. Minningin um góðan föður á eftir að lifa í hjarta mínu um ókomna tíð. Jóhanna Harðardóttir. Það er margs að minnast þegar aldraður maður fellur frá. Þegar ég var barn og unglingur minnist ég þess að heyra talað um af bræðrun- um á Reykjum, hvað það mjólkaði mikið hjá honum Herði í Stóru-Más- tungu og hvernig hann færi að því? Það varð svo mörgum árum síðar að ég tengdist hans fjölskyldu með því að giftast frænda hans Ara Einars- syni, systursyni Harðar og gerast bóndi sjálf, þá fóru þessar minningar að fá merkingu. HÖRÐUR BJARNASON ✝ Hörður Bjarna-son fæddist í Stóru-Mástungu í Gnúpverjahreppi 18. febrúar 1920. Hann lést á heimili sínu, Stóru-Mástungu II, sunnudaginn 22. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Stóra-Núps- kirkju 27. ágúst. Ari, maður minn, vill meina að Hörður frændi sinn hafi verið mörgum árum á undan sinni samtíð í búskap. Aðferðin er sú að gefa nóg af góðum heyjum og fóðurbæti. Hann var einnig mikill nostrari og hafði þetta næma auga fyrir ræktun og uppeldi skepna sinna. Ekki var hann síðri í hrossarækt- inni. Margir tamninga- menn og unnendur hrossa hafa notið krafta Harðar á því sviði. Ég átti svo því láni að fagna, vil ég segja, að kynnast þessu heimili þegar Hörður og Heiða kona hans þurftu á aðstoð að halda þegar ellin færðist yf- ir. Það var alltaf viðkvæðið hjá Herði þegar ég kom til að þrífa hjá þeim: ,,Vertu ekki neitt að þreyta þig mikið á þessum þrifum, sittu frekar hjá okkur og talaðu við okkur. Ég tel tím- anum betur varið svoleiðis.“ Hörður átt margar sögur að segja manni af dýrunum sínum, hann virtist muna allt sem dýrin hans gerðu eða vildu. Aldrei þurfti Hörður að gorta af góð- um verkum, allt sem gekk honum í hag, var ekki endilega honum að þakka, það var óvænt ánægja og eitt- hvað í þeim dúr eða Heiðu að þakka. Það lýsir Herði vel finnst mér sagan sem við heyrðum af honum fyrir fáum árum síðan að hestarnir hans hefðu sloppið út úr girðingu um ára- mótin eftir alla flugeldana, hann fór þá gangandi með snærisspotta í vas- anum, fann hrossin, batt upp í þann sem hann treysti best fyrir sér og reið þannig heim. Þetta gerðist eftir að hann varð 80 ára. Hann var sannur og trúr. Bundin á þessari jörð, Stóru-Mástungu og gaf henni líf sitt heill og óskiptur. Nær- vera við þessi hjón varð okkur hjón- um ávallt til góðs. Fórum við alltaf ríkari frá þeim en þegar við komum. Heiða mín, söknuðurinn eftir góð- an maka er sár, en við vitum að trú þín á endurnýjun þeirra daga verður þér huggun. Megi góður guð styrkja þig og fjölskyldu þína um ókomna tíð. Kveðja, Þórdís og Ari. verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins sem er grundvallareining í flokkn- um. Það er mér ljúf skylda að þakka Pétri, fyrir flokksins hönd, umfangs- mikil og leiðandi hlutverk innan flokksins. Mér er kunnugt um að fyr- irrennarar mínir, bæði borgarstjórar í Reykjavík og ekki síst flokksfor- menn, leituðu oft í smiðju Péturs, ekki síst þegar átök á vinnumarkaði voru hvað viðkvæmust og hörðust á árum fyrr. Sagði Pétur þeim sína skoðun hverju sinni kurteislega en umbúðalaust, og þá ekki endilega það sem þeir vildu helst heyra, ef þannig stóð á. Ekki síst þess vegna var fengur að sjónarmiðum hans og stöðumati, enda vitað að hann naut trausts sinna manna. Á kveðjustund eru Pétri þökkuð störf og liðveisla við þann málstað sem hann fylgdi af eindrægni, um leið og samúðarkveðjur eru fluttar frú Guðrúnu og fjölskyldu hans allri. Davíð Oddsson. Kveðja frá málfunda- félaginu Óðni Fallinn er frá Pétur Hannesson fyrrverandi deildarstjóri hjá Reykja- víkurborg. Félagar í málfundafélag- inu Óðni minnast Péturs best sem formanns Óðins og þeirra ára sem hann starfaði þar. Pétur gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sat einnig í verkalýðsráði hans. Hann átti oft sæti í kjörnefndum flokksins og hafði þar áhrif á útlit og gæði framboðs- lista flokksins. Á síðari árum sat hann í stjórn félags eldri borgara í Reykjavík. Pétur hafði mikla innsýn í fé- lagsmál. Hann var hygginn og fylginn sér og naut trausts þeirra sem með honum störfuðu. Það var lán fyrir málfundafélagið Óðinn að njóta starfa hans. Pétur gjörþekkti öll mál sem snerta verkalýðsbarátt- una, var sjálfur vörubílstjóri hjá Þrótti um árabil og sat í stjórn þess félags. Pétur fylgdist vel með allri þróun sem snerti launþega í Reykja- vík. Hann var því virkur þáttakandi í að móta verkalýðsbaráttuna með störfum sínum í Óðni. Saga Óðins, málfundafélags laun- þega í Sjálfstæðisflokknum, er svo samofin störfum Péturs, að hún mun ávallt geyma nafn hans í forystu- sveitinni. Til hans er líka óspart vitn- að af félagsmönnum, jafnvel þeim sem ekki voru samtíma félagsmenn. Málfundafélagið Óðinn geymir minningu mæts manns og þakkar honum farsæla forystu félagsins. Félagar í Óðni og stjórn málfunda- félags launþega í Sjálfstæðisflokkn- um senda eftirlifandi konu Péturs, börnum og öðrum aðstandendum innilega samúðarkveðju. F.h. stjórnar Óðins, Ívar Andersen, form. Kveðja frá Gáma- þjónustunni hf. Pétur Hannesson kom til starfa hjá Gámaþjónustunni hf. hluta úr degi þegar hann hafði þegar skilað dyggilegu ævistarfi hjá Reykjavík- urborg. Kynni höfðu tekist með Pétri og Benóný Ólafssyni framkvæmda- stjóra Gámaþjónustunnar við stofn- un fyrirtækisins fyrir rúmlega 20 ár- um en þá var Pétur forstöðumaður Hreinsunardeildar Reykjavíkur- borgar. Pétur féllst á að vera í mót- töku fyrirtækisins og við símvörslu og þannig fylgdist hann með dagleg- um störfum í fyrirtækinu betur en margir aðrir meðan hann naut enn fullrar heilsu. Frá persónu Péturs stafaði hlýju og virðuleika sem hafði góð áhrif á starfsmenn og viðskiptavini fyrir- tækisins. Daglega gekk Pétur úr og í vinnu þ.e. frá Fossvoginum þar sem hann bjó og yfir í Súðarvog þar sem Gámaþjónustan er til húsa og var ótrúlega léttur til göngu og lét ekki misjöfn veður aftra sér. Stjórn og starfsmenn Gámaþjón- ustunnar hf. þakka traust Péturs, störf og góð kynni um leið og þeir minnast hans með virðingu og hlýj- um huga. Elías Ólafsson, Benóný Ólafsson. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar því tíminn mér virðist nú standa í stað en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, HELGA HRÖNN UNNSTEINSDÓTTIR ✝ Helga HrönnUnnsteinsdóttir fæddist á Króksstöð- um í Kaupangssveit í Eyjafirði 21. júní 1933. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 2. ágúst síðastliðinn og var Sálumessa í Kaþ- ólsku kirkjunni á Ak- ureyri 10. ágúst. er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga.) Elsku Helga Hrönn, við þökkum þér samfylgdina og sendum fjöl- skyldu þinni innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning þín, Einar og María. Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langam- ma UNA KJARTANSDÓTTIR Sjafnargötu 4, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Víðinesi 4. september síðastliðinn. Útförin verður auglýst síðar. Sigrún R. Jónsdóttir, Ólafur Emilsson Kjartan Jónsson, Þrúður Jónsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Guðný Jónsdóttir, ömmu- og langömmubörn. Alla amma átti langa og góða ævi. Þegar hugsað er aftur birtast margar minningar. Flestar tengjast þær Ásgarði þar sem amma bjó heimili með afa og ellefu börnum, ásamt tengdaföður, tengdamóður og mág- konu. Heimilið á Víkurgötunni var ávallt iðandi af mannlífi og fasta- gestir voru þar margir. Þorsteinn langafi sat ávallt á sama stað á bekknum góða og Ingveldur gamla sat í hinu horninu þegar hún kom í Hólminn á sumrin. Amma fylgdist ávallt vel með öllu, var mjög ræðin, vinmörg og skemmtileg, eins og fólk af Víkingslækjarættinni er þekkt fyrir. Jólaboðin eru mér hugleikin. Samræður gátu á stundum orðið líf- legar og háværar en ætíð friðsamar enda undir röggsamri stjórn ömmu. Kökuhlaðborðið var einstakt, sér- staklega er mér minnisstætt hvað brauðtertan var góð og hvergi ann- ars staðar fengum við laufabrauð um jólin. Það var gott að vera hluti af þessari stórfjölskyldu. Amma var mikil blómakona og var garðurinn henni kær. Stórar rósir voru oft áberandi bæði innan- og utandyra Ásgarðs. Afi hafði líka sína aðstöðu í túnfætinum – hafði þar vinnuskúr með hefilbekk, tæki og tól. Ég man enn eftir lyktinni sem fylgdi tré- og bátavinnunni. Kjallarinn er líka minnisstæður – kjallarinn sem kom sér vel t.a.m. þegar sjóða þurfti stórar máltíðir, s.s. sviðahausa á aðfangadag. Ás- garður er að grunni gamalt hús. Á ALEXÍA PÁLSDÓTTIR ✝ Alexía Pálsdóttirfæddist að Gelti í Grímsnesi 17. júlí 1923. Hún lést á St. Franciskusspítalan- um í Stykkishólmi að kvöldi 3. ágúst síð- astliðins og var útför hennar gerð frá Stykkishólmskirkju 12. ágúst. þessum stað segir sag- an að Árni Thorlacius hafi verið með reglu- legar veðurathuganir, fyrstur manna. Það var gaman taka þátt í við- haldsvinnu við húsa- kynnin sem fjölskyldan tók sér fyrir hendur. Amma ólst upp á hinu forna höfuðbóli Geithellar í Álftafirði. Minnisvert er hvað amma var ánægð þeg- ar við gáfum henni myndaröð sem faðir minn hafði tekið af um- hverfi Álftafjarðar. Þótt amma hafi þurft að liggja á sjúkrahúsum undanfarin misseri lá alltaf vel á henni. Eftirminnilegt er t.d. þegar hún lá á Akranesi í fyrra. Þangað heimsóttum við María Eugenia hana með dóttur okkar Önnu Leonor. Amma lék á als oddi þótt rúmliggjandi væri, vildi helst sitja upprétt kjassandi Önnu litlu við hlið sér. Krossinn, sem amma gerði handa Önnu, er ávallt yfir henni þegar hún sefur. Áttræðisafmæli ömmu í fyrra var vel heppnað. Ánægjulegt var að sjá hversu margir sáu sér fært að heiðra hana. Hún var afar hrærð og þakklát þann dag. Ég sá hana síðast á dvalarheim- ilinu í Stykkishólmi. Við áttum þar gott spjall yfir kaffibolla ásamt Árna Helgasyni. Mér þótti einkar vænt um Öllu ömmu og sakna hennar. Andi henn- ar og minning mun lifa áfram. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Björgvin Þorsteinsson. Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 www.englasteinar.is Englasteinar Legsteinar www.mosaik.is LEGSTEINAR sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960 Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.