Morgunblaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
G
ámaþjónustan hf.
sendi borgarfulltrú-
um í Reykjavík bréf
31. ágúst, þar sem
hún lýsti samskiptum
sínum við Sorpu bs. – en byggða-
samlagið Sorpa er að meirihluta í
eign Reykjavíkurborgar. Undrast
Benóný Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Gámaþjónustunnar, að fyr-
irtækið skuli hafa þurft að keppa
við fyrirtæki í eigu Reykjavík-
urborgar og Orkuveitu Reykjavík-
ur, Vélamiðstöðina ehf., við útboð
vegna þjónustu við þrjár endur-
vinnslustöðvar Sorpu bs. Tilboði
Vélamiðstöðvarinnar var tekið en
Gámaþjónustunni hafnað. Í bréf-
inu er minnt á, að hinn 10. sept-
ember 2002 hafi verið samþykkt í
borgarráði Reykjavíkur að breyta
Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar í
einkahlutafélagið Vélamiðstöð ehf
með stofnfé frá Reykjavíkurborg.
Fundargerð borgarráðs beri með
sér, að ekki hafi verið ætlunin, að
Vélamiðstöðin ætti að fara í harða
samkeppni við aðila á almenna
markaðinum.Þegar samþykkt var
að breyta Vélamiðstöðinni í hluta-
félag 10. september 2002 bók-
uðum við sjálfstæðismenn í borg-
arráði: „Að gefnu tilefni árétta
Auðvelt er
styðja breyti
borgarfyrirtæ
hlutafélög í þ
að laga rekst
irkomulag þe
breyttu starf
hverfi. Ber a
sögðu að stef
því, að fyrirt
inberri eigu
njóta besta s
og ábyrgðark
við rekstur, en þar er hlut
formið best. Hitt er annað
borgarfyrirtæki nýti sér s
breytingar til að hefja sam
á almennum markaði við f
í einkaeigu. Borgarráð ve
miðstöðinni ehf. enga slík
ild 10. september 2002 ein
bókun okkar borgarráðsfu
sjálfstæðismanna sýnir.
Samþjöppun við
stjórnarformenns
Í umræðum um Vélami
og starfsemi hennar vegn
mætrar kvörtunar Gámaþ
unnar, hefur Hersir Odds
framkvæmdastjóri Vélam
arinnar, sagt, að fyrirtæk
leitað tilboða hjá bönkum
lánaviðskipti og það hafi a
verið „upp á neina pening
borgarráðsfulltrúar Sjálfstæð-
isflokks nauðsyn þess að taf-
arlaust verði mótaðar reglur um
innkaup á vegum fyrirtækja og
byggðasamlaga í eigu eða með að-
ild Reykjavíkurborgar. Jafnframt
er nauðsynlegt að móta með skýr-
um hætti hvort Vélamiðstöð ehf.
skuli keppa um verkefni á al-
mennum markaði.“
Af bréfi Gámaþjónustunnar hf.
er augljóst, að ekki hefur verið
tekið á málum á þann veg, sem við
sjálfstæðismenn vildum fyrir
tveimur árum, að með skýrum
hætti lægi fyrir, hvort Vélamið-
stöðin ehf. ætti að keppa um verk-
efni á almennum markaði. Það
hafði að minnsta kosti ekki verið
kynnt á þann veg, að Gámaþjón-
ustan vissi um þennan væntanlega
keppinaut sinn.
Vélamiðstöðina á frj
’Við blasir, að það er tíma-skekkja, að Vélamiðstöðin
skuli rekin sem opinbert fyr-
irtæki. Í stað þess, að hún sé í
samkeppni við einkafyrirtæki
að bjóða í verk fyrir önnur op-
inber fyrirtæki, ætti að bjóða
Vélamiðstöðina til sölu.‘
Eftir Björn Bjarnason
Við erum ekki sammála umþað hver séu réttu svörinvið þeim nýju ógnumsem við stöndum and-
spænis, sú eining er horfin. Vest-
anhafs eru menn of herskáir og í
Evrópu eru menn of hikandi við að
sýna að þeir muni, ef allt annað
bregst, nota hervald til að verja sig.
Menn þurfa að finna málamiðlun
milli þessara sjónarmiða,“ segir
Þjóðverjinn Hans-Ulrich Klose.
„Atlantshafsbandalagið (NATO)
mun aðeins eiga sér framtíð ef
Bandaríkjamenn halda áfram að
hafa áhuga á bandalaginu.“
Klose er fæddur 1937 og er einn
af þekktustu leiðtogum þýskra jafn-
aðarmanna. Hann var borgarstjóri
Hamborgar 1974–1981, var árum
saman formaður þingflokks jafnað-
armanna, síðan um skeið formaður
utanríkismálanefndar sambands-
þingsins. Klose flutti erindi á fundi
Samtaka um vestræna samvinnu og
Varðbergs í liðinni viku um fækkun
bandarískra hermanna í Evrópu og
áhrifin á öryggi í álfunni.
Hann segir að þegar stjórnvöld í
Washington fundu upp hugtakið
„bandalag hinna viljugu“ í aðdrag-
anda Íraksstríðsins hafi tilveru
bandalagsins verið ógnað. Orðið
hafi vatnaskil; Bandaríkjamenn hafi
ákveðið að nota aðeins hluta af
bandalaginu en þeir hafi nú komist
að því að þeir þurfi eftir sem áður á
bandamönnum að halda. „Kannski
þetta verði til að hleypa nýju lífi í
NATO, við skulum vera bjartsýnir,“
segir hann brosandi.
Tryggðu Þjóðverjum frelsi
Klose er spurður um þörfina á
bandarísku herliði í Vestur-Evrópu
nú að loknu kalda stríðinu. Hann
segir ljóst að vegna breyttra að-
stæðna í heimsmálum hafi Banda-
ríkjamenn orðið að endurskipu-
leggja varnarstöðvar sínar.
Breytingin valdi sums staðar
nokkrum efnahagsvanda í Þýska-
landi þar sem menn hafi haft tekjur
af hermönnum og skylduliði þeirra
en hann sé staðbundinn og of mikið
ings á Íraksstríðinu var bý
um mestalla Evrópu,
Þýskalandi. Gagnrýnin á B
in hefur jafnvel aukist enn
sjálfu stríðinu lauk. En s
áður er það svo að fram
hefur gagnrýnin fyrst o
beinst gegn stjórn George
forseta og ekki er hægt að
útbreidda andúð á Ba
mönnum sem slíkum. Nokk
eru um slíka andúð en hú
ríkjandi. Ef fólk væri spu
það vildi að annar maður
forsetaembættinu vestra m
eða 80% segja já!“
– En hvað gerist ef Joh
sigrar og utanríkisstefna h
ist ekki vera mjög frábrug
sem nú er við lýði?
„Þetta er góð spurning.
ismál eru ekki ástarævin
úr honum gert í fjölmiðlum. Hann
segist halda að á næstu árum muni
hermönnunum fækka úr um 70 þús-
undum í 30 þúsund. Bandaríkja-
menn muni þó halda hinni miklu
bækistöð sinni í Ramstein og jafn-
vel efla hana.
„Sjálfur álít ég að það hafi verið
mjög gott fyrir Evrópu að Banda-
ríkjamenn skyldu vera þar með her-
stöðvar eftir seinni heimsstyrjöld,“
segir Klose. „Einkum á þetta við um
Þýskaland. Bandaríska herliðið
tryggði okkur frelsi gagnvart sov-
ésku hættunni. Og þegar Þýskaland
sameinaðist 1990 olli það nokkrum
áhyggjum í Bretlandi, Frakklandi,
Póllandi og víðar. Bandaríkjamenn
veittu okkur mikla hjálp við að eyða
þessum áhyggjum og við Þjóðverjar
höfum því margar ástæður til að
vera þakklátir Bandaríkjamönnum.
En eins og menn vita eru nú, eftir
Íraksstríðið, ríkjandi nokkrar efa-
semdir meðal almennings gagnvart
forystumönnum Bandaríkjanna.
Samt sem áður finnst mér að við
Evrópumenn og þá sérstaklega
Þjóðverjar ættum ekki að setja
spurningarmerki við samstarf sem
hefur fram til þessa verið jafn ár-
angursríkt og raun ber vitni.
Ef menn spyrja menn í til dæmis
Eystrasaltsríkjunum eða Ungverja
og Pólverja myndu þeir segja að ör-
yggi þeirra sé enn ógnað. Eystra-
saltsþjóðirnar myndu sennilega
segja að Rússar gætu reynst vara-
samir og þess vegna séu Banda-
ríkjamenn svo mikilvægir. Enn aðr-
ir segja að vera Bandaríkjamanna í
Evrópu sé nauðsynleg til að hamla
gegn ofurvaldi Þjóðverja og Frakka
í Evrópusambandinu.“
Óljóst hvort forsetakosningar
breyta einhverju
– Einhverjir myndu segja að orð-
ið hafi þáttaskil í afstöðu Evrópu
gagnvart Bandaríkjunum. Nú
sjáum við í evrópskum fjölmiðlum
stanslausar og oft harkalegar árásir
á Bandaríkjamenn. Hvað er að ger-
ast?
„Ég myndi segja að alltaf hafi
verið nokkrar sveiflur í samskiptum
Evrópu og Bandaríkjanna. Svipuð
þróun varð um skeið þegar Víet-
namstríðið geisaði. En ég er sam-
mála því að andúð meðal almenn-
Þurfum a
veikleika
Hans-Ulrich Klose: „Ef fól
tæki við forsetaembættinu
’Evrópumenn, seekki eru jafn sterk
hernaðarsviðinu o
Bandaríkjamenn,
nú pólitískt séð m
öflugri sums staða
hinir síðarnefndu.
Hans-Ulrich Klose er
þingmaður úr röðum
jafnaðarmanna í Þýska-
landa og situr í utan-
ríkismálanefnd sam-
bandsþingsins. Kristján
Jónsson ræddi við Klose
um deilur í NATO,
stefnu Bush og fleira.
ÍHUGUNAREFNI FYRIR
NORÐURLJÓS?
Það er í rauninni bráðfyndið aðfylgjast með fréttatímumStöðvar 2 þessa dagana.
Fréttastofan hamast við að flytja svo-
nefndar fréttir, sem eru líkari áróðri
en fréttum gegn kaupum Landssíma
Íslands á fjórðungshlut í Skjá einum.
Forsenda Stöðvar 2 fyrir þessari bar-
áttu er sú, að kaup Landssímans
brjóti í bága við fjölmiðlalögin, sem
eins og kunnugt er, voru felld úr gildi
í sumar og Stöð 2 og aðrir fjölmiðlar
Norðurljósa börðust gegn mánuðum
saman!
Eins og landsmönnum er í fersku
minni lagði ríkisstjórn fram á Alþingi
fyrr á þessu ári frumvarp að fjöl-
miðlalögum. Kjarni þess var sá, að
sami aðili mætti ekki eiga prentmiðla
og ljósvakamiðla og að markaðsráð-
andi aðili á öðru sviði mætti ekki eiga
hlut í ljósvakamiðli. Norðurljós höfðu
nokkrum vikum áður endurskipulagt
starfsemi sína á þann veg, að fyrir-
tækið gefur nú út tvo dagblöð auk
þess að reka sjónvarpsstöðvar og út-
varpsstöðvar. Jafnframt var mark-
aðsráðandi aðili á öðru sviði, Baugur,
eða aðaleigendur þess orðnir aðaleig-
endur að Norðurljósum.
Viðbrögð fjölmiðla Norðurljósa
urðu hatrömm. Frumvarpi ríkis-
stjórnarinnar var breytt á þann veg
m.a. að markaðsráðandi aðili á öðru
sviði mætti eiga 10% í ljósvakamiðli.
Það breytti engu um afstöðu Norður-
ljósamiðlanna, sem lögðu áherzlu á
mikilvægi samkeppni á fjölmiðla-
markaði, fjölbreytni í því efni, sem í
boði væri og að fjársterk fyrirtæki
kæmu inn í fjölmiðlarekstur, sem m.a.
gætu tryggt starfsöryggi starfs-
manna fjölmiðlafyrirtækja. Formað-
ur Blaðamannafélagsins gekk fram
fyrir skjöldu til þess að berjast fyrir
þessum sjónarmiðum í því skyni
væntanlega að tryggja starfsöryggi
félagsmanna Blaðamannafélagsins.
Frumvarp ríkisstjórnarinnar varð
að lögum síðari hluta maímánaðar en í
byrjun júní neitaði forseti Íslands að
staðfesta lögin með undirskrift sinni.
Niðurstaða þeirra mála varð sú, að
ríkisstjórn og þingmeirihluti hennar
ákváðu að fella lögin úr gildi og setja
upp fjölmiðlanefnd á breiðum grund-
velli síðar á þessu ári til þess að leggja
grundvöll að nýju fjölmiðlafrumvarpi.
Þess vegna eru nú engin fjölmiðla-
lög og ekkert, sem bannar t.d. mark-
aðsráðandi fyrirtæki á öðru sviði að
kaupa hlut í fjölmiðlafyrirtæki.
Inn í þetta tómarúm gekk Lands-
sími Íslands og keypti fjórðungshlut í
Skjá einum. Norðurljósamenn geta
sízt af öllum gagnrýnt Landssímann
fyrir að ganga inn í þetta tómarúm.
Þeir vissu sjálfir, að fjölmiðlalög voru
í undirbúningi sl. vetur, þegar þeir
sameinuðu fleiri fjölmiðlafyrirtæki
undir hatti Norðurljósa. Forráða-
menn Landssímans vita líka, að stefnt
er að setningu nýrra fjölmiðlalaga.
Þeir taka ekki tillit til þess frekar en
Norðurljós gerðu sl. vetur.
Landssími Íslands er fjárhagslega
öflugt fyrirtæki, sem hefur burði til
að tryggja áframhaldandi rekstur
Skjás eins og þar með að tryggja
starfsöryggi starfsmanna þess ljós-
vakafyrirtækis, sem ella hefði aug-
ljóslega verið í hættu. Væntanlega er
formanni Blaðamannafélagsins annt
um starfsöryggi þeirra ekki síður en
starfsmanna annarra fjölmiðla. Jafn-
framt er augljóst, að kaup Landssím-
ans tryggja meira jafnvægi á fjöl-
miðlamarkaðnum og auka fjölbreytni
þess efnis, sem í boði er fyrir sjón-
varpsáhorfendur. Kaup Landssímans
tryggja sem sagt allt það sem fjöl-
miðlar Norðurljósa töldu í hættu ef
fjölmiðlalög ríkisstjórnarinnar næðu
fram að ganga.
Hvað er þá að? Fjölmiðlar Norður-
ljósa fögnuðu því, að fjölmiðlalögin
voru felld úr gildi og hver sem væri
gæti keypt hlut í hvaða fjölmiðlafyr-
irtæki sem væri. Nú hefur það gerzt
að aðrir aðilar ótengdir Norðurljósum
hafa keypt hlut í eina einkarekna
samkeppnisaðila Norðurljósa á ljós-
vakamarkaðnum. Þá bregður svo við,
að fjölmiðlar Norðurljósa hamast
gegn þessum kaupum á þeirri for-
sendu, að þau gangi í bága við lög,
sem voru felld úr gildi m.a. að þeirra
kröfu!
Í umræðunum um hið upphaflega
fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar
lýsti aðaleigandi Norðurljósa, Jón Ás-
geir Jóhannesson, þeirri skoðun, að
eðlilegt væri að setja takmörk á eign-
arhlut markaðsráðandi fyrirtækis á
öðru sviði að ljósvakamiðlum og
nefndi í því sambandi fjórðungshlut.
Það er nákvæmlega sá hlutur, sem
Landssími Íslands hefur keypt í Skjá
einum. Fjölmiðlar Norðurljósa geta
auðvitað gagnrýnt þessi kaup, þótt
forsendur þeirra séu broslegar og
meira en það en ekki getur aðaleig-
andi fyrirtækisins gagnrýnt Lands-
símann fyrir að gera það, sem hann
sjálfur taldi eðlilegt í vetur að gert
væri.
Ástæðan fyrir hamagangi Stöðvar 2
er augljós. Skjár einn náði sýningar-
rétti á enska fótboltanum af Norður-
ljósum. Samkeppnin á hinum frjálsa
markaði er því að koma við fyrirtæk-
ið, sem bregzt við með því að leita
skjóls hjá Samkeppnisstofnun.
Nýr og öflugur aðili er kominn inn á
sjónvarpsmarkaðinn. Því verður ekki
breytt úr þessu. Sýningarréttur á
enska fótboltanum er kominn í hend-
ur þessa aðila. Því verður heldur ekki
breytt úr þessu.
Hins vegar er spurning, hvort mál-
flutningur fjölmiðla Norðurljósa nú
yfir helgina sé vísbending um að þeir
vilji að athuguðu máli styðja nýtt fjöl-
miðlafrumvarp, sem að efni til væri
svipað þeim lögum, sem felld voru úr
gildi fyrr í sumar.
Rökin fyrir því frumvarpi og þeim
lögum voru og eru augljós. Nú standa
Norðurljós frammi fyrir því, að þrátt
fyrir allt hefði rekstraröryggi fyrir-
tækisins og starfsöryggi starfsmanna
þess kannski verið betur borgið ef
fjölmiðlalögin hefðu fengið staðfest-
ingu.
Verði ný fjölmiðlalög samþykkt
áþekk hinum fyrri verður væntanlega
gert ráð fyrir ákveðnum aðlögunar-
tíma fyrir þau fjölmiðlafyrirtæki, sem
eru á markaðnum, til þess að laga sig
að þeim lögum. Ef gert væri t.d. ráð
fyrir 10% eignarhlut markaðsráðandi
fyrirtækja á öðru sviði að ljósvaka-
miðlum yrðu bæði Landssími Íslands
og Baugur að laga sig að þeim veru-
leika innan tiltekins tíma. Íhugunar-
efni fyrir Norðurljós?