Morgunblaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004 35
Fyrr í sumar gafst borg-arbúum kostur á að skoðatvær afar ólíkar ljós-
myndasýningar sem hvor um sig
vörpuðu áhugaverðu ljósi á okkur
Íslendinga jafnt sem umheiminn.
Annars vegar var um að ræða hina
stórbrotnu World Photo Press-
ljósmyndasýningu í Kringlunni, þar
sem sjá mátti bestu fréttaljósmyndir
síðasta árs, og hins vegar ljós-
myndasýninguna Íslendingar, sem
saman stóð af völdum myndum úr
samnefndri bók sem ljósmyndarinn
Sigurgeir Sigurjónsson, betur
þekktur sem Spessi, og rithöfund-
urinn Unnur
Jökulsdóttir
unnu í samein-
ingu.
Næstu þrjár
vikur býðst
þeim er leggja leið sína í Perluna
tækifæri til að skoða einstaka ljós-
myndasýningu er nefnist En dag i
Sverige (Dagur einn í Svíþjóð) og
sett er upp hérlendis fyrir milli-
göngu sendiráðs Svíþjóðar.
Hér er um að ræða sýningu semer afrakstur eins stærsta ljós-
myndaverkefnis Svía fyrr og síðar,
en verkefnið var þríþætt og skiptist í
ljósmyndasýningu, ljósmyndabók og
gjöf ljósmynda til Sænska þjóð-
skjalasafnsins. Forsaga verkefnisins
er sú að hinn 3. júní á síðasta ári
tóku þrjú þúsund ljósmyndarar,
jafnt atvinnu- sem áhugamenn, víðs
vegar um Svíþjóð sig saman og
mynduðu allt landið á einum sólar-
hring. Óhætt er að fullyrða að aldrei
hafi verið teknar fleiri ljósmyndir á
einum degi í Svíþjóð, því samtals
tóku ljósmyndararnir rúmar milljón
myndir á þessum eina sólarhring.
Ljósmyndararnir gátu sent allt að
tíu myndir til þátttöku í verkefnið;
sumir sendu aðeins eina eða tvær, en
aðrir sendu fullan kvóta. Ritstjórn
verkefnisins tók við samtals nærri
24 þúsund myndum, en úr því voru
valdar rúmar hundrað, er sjá má á
sýningunni sem opnuð verður í Perl-
unni í dag, og rúmar tvö hundruð
þeirra voru valdar til þátttöku í bók-
ina sem út kom í tengslum við ljós-
myndaverkefnið.
„Lífið er röð venjulegra daga, sem
eru uppfullir af venjulegum atburð-
um. Þrátt fyrir það er daglegt líf
alltof sjaldan fest á blað,“ er haft eft-
ir Jeppe Wikström, bókaútgefanda
hjá Bókaútgáfunni Max Ström í
Stokkhólmi og forsprakka ljós-
myndaverkefnisins. Að sögn Wik-
ströms láu nokkrar ástæður fyrir
því að dagurinn 3. júní varð fyrir
valinu. „Veðurfræðingur benti okk-
ur á að 3. júní væri einn sólríkasti
dagur ársins. Við vildum einmitt
sýna breiddina í veðurfari landsins,
en snemma í júní er enn snjór í fjöll-
um norðanlands á meðan sumarið er
í fullum blóma sunnanlands. Byrjun
júní er jafnframt viðburðaríkur tími
bæði hvað varðar leik og störf og
náttúran iðar af lífi.“
Og það var svo sannarlega margt
sem gerðist í lífi sænsku þjóðarinnar
einmitt þennan dag, jafnt lítilfjör-
legir sem stórir viðburðir. Þannig
má nefna að 334 Svíar fæddust hinn
3. júní á sama tíma og 234 Svíar
kvöddu þennan heim. Þennan dag
giftu sig 22 og 68 skildu, 92 fluttust
af landi brott á meðan 187 ein-
staklingar settust að í landinu.
Sænska krónan féll og gríðarlegur
olíuleki varð úti fyrir ströndum
landsins, svo eitthvað sé nefnt.
Ljósmyndirnar á sýningunni end-urspegla hversdagsleikann í
öllum sínum fjölbreytileika. Fyrir
augu bera myndir sem sýna okkur
Svía við nám og störf á hinum ýmsu
tímum sólarhringsins. Við verðum
þannig vitni að rólegu heimilislífi og
óeirðum á götum úti, við sjáum fólk
sinna jafn ólíkum hlutum eins og að
vökva leiði, tilbiðja guð sinn, senda
smáskilaboð, búa um rúm sitt, fara í
sokka, versla, faðmast, bíða, hvíla
sig og læra.
Eins og fyrr var getið voru ljós-
myndirnar 24 þúsund sem teknar
voru hinn 3. júní árið 2003 gefnar
Sænska þjóðskjalasafninu sem gjöf
frá sænskum ljósmyndurum til kom-
andi kynslóða. Ljóst má vera að
myndirnar verða þegar fram í sækir
dýrmæt heimild sem endurspeglar
einn dag í lífi þjóðar.
Dagur í lífi þjóðar
’Hér er um að ræðasýningu sem er afrakst-
ur eins stærsta ljós-
myndaverkefnis Svía
fyrr og síðar.‘
AF LISTUM
Silja Björk
Huldudóttir
silja@mbl.is
Ljósmynd/Jörgen Ahlström
Í IÐNÓ í vetur verður boðið upp á
fjölbreytta menningardagskrá,
sem þó markast mest af sviðs-
listum. Boðið verður uppá nýtt
verk eftir Hlín Agnarsdóttur, nýtt
hádegisleikrit eftir Auði Haralds.
Sýningin Tenórinn með Guðmundi
Ólafssyni snýr aftur, barna-
leikritið Rauðu skórnir verður
tekið til sýninga, mánaðarlega
verða tónleikar í samstarfi við
Tónlist.is og tangókvöld verða
haldin í hverjum mánuði.
Fimm leikverk
Sýningin Tenórinn hefur fengið
frábæra dóma fyrir söng og leik.
Guðmundur Ólafsson er í hlut-
verki tenórsins sem kemur að ut-
an til að jarða föður sinn og held-
ur tónleika fyrir heimamenn í sínu
stutta stoppi á landinu. Sig-
ursveinn M. Magnússon er í hlut-
verki undirleikarans. Sýningar
hefjast 17. september
Faðir vor nefnist nýtt verk eftir
Hlín Agnarsdóttur. Verkinu er
leikstýrt af einum af leikstjórum
yngri kynslóðarinnar, Agnari Jóni
Egilssyni. Með aðalhlutverkin fara
Elma Lísa Gunnarsdóttir, Þrúður
Vilhjálms, Hjálmar Hjálmarsson
og Arndís Egilsdóttir. Leikmynd
og búninga gerir Rebekka A. Ingi-
mundardóttir, danshöfundur er
Jóhann Freyr Björgvinsson, ljósa-
meistari er Jón Þorgeir Krist-
jánsson, dramatúrg er Kristín Ey-
steinsdóttir og framkvæmdastóri
Lísa Kristjánsdóttir.
Nýtt verk eftir Auði Haralds
verður sett upp í byrjun nóvember
í Hádegisleikhúsinu. Með aðal-
hlutverkið fer leikkonan Erla
Ruth Harðardóttir, sem hefur
meðal annars leikið í Spaugstof-
unni.
Verðlaunaleikritið Röðin, sem
var m.a. valið besta leikrit Lond-
on-borgar árið 2002 verður frum-
sýnt milli jóla og nýárs. Verkið er
eftir Caryl Churchill og er leik-
stýrt af Gunnari Gunnsteins.
Verkið fjallar um þægilega lausn
foreldra á vandræðabörnum, en
faðir erfiðs pilts lætur klóna hann
og losar sig síðan við frummynd-
ina. Þetta hljómar einsog vandinn
sé að baki en enn meiri vandræði
taka við vegna mistaka í klón-
uninni, eintökin verða mörg og á
endanum veit enginn hver er hver,
hvað eða hvers vegna. Aðal-
hlutverkið er í höndum Hjalta
Rögnvaldssonar, um búninga sér
María Ólafsdóttir og sviðsmyndina
hannar Vignir Jóhannsson.
Barnasýningin Rauðu skórnir
vakti athygli á síðasta ári og verð-
ur sýnd í Iðnó í október á morgn-
ana fyrir skólakrakka. Hin gamla
flökkusaga sem þekktust er í frá-
sögn H.C. Andersen er hér sett
fram á frumlegan hátt í leikstjórn
Benedikts Erlingssonar.
Tangókvöld
Fyrsta þriðjudag í hverjum
mánuði verður hinn glæsilegi og
fornfrægi salur Iðnó opinn öllum
tangódönsurum. Tangósveit lýð-
veldisins leikur fyrir dansi. Hljóm-
sveitina skipa Hjörleifur Valsson
fiðluleikari, Tatu Kantomaan
bandoneonleikari, Ástvaldur
Traustason harmonikkuleikari,
Vignir Þór Stefánsson á píanóinu
og Gunnlaugur Stefánsson kontra-
bassaleikari.
Tónleikar
Á hverju fimmtudagskvöldi í
október og nóvember verða síðan
tónleikar í samstarfi við tónlist.is
sem verða í beinni útsendingu á
netinu. Verður boðið uppá fjöl-
breytta tónlistardagskrá.
Myndlistarsýningar
Með reglubundnum hætti verða
litlar myndlistarsýningar á jarð-
hæð Iðnó. Harpa Björnsdóttir ríð-
ur á vaðið nú í byrjun september.
Fjölbreytt vetrar-
dagskrá í Iðnó
Tenórinn snýr aftur í Iðnó í vetur. Á myndinni má sjá Guðmund Ólafsson í
aðalhlutverkinu og Sigursvein Magnússon.
Morgunblaðið/Kristinn
www .regnboginn.is
Hverfisgötu 551 9000 Nýr og betri
Mjáumst
í bíó!
Sýnd kl. 6. ísl tal.
Sýnd kl. 6. Enskt tal.
SV MBLÓÖH DV
Sýnd kl. 10. B.i. 12 ára.
YFIR 40000 GESTIR
Yfir 25.000 gestir!
SÝND UM HELGAR.
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 5.40, og 8.
Yfir 25.000 gestir!
„Myndir á borð við
þessar segja meira en
þúsund orð.“
HJ. MBL
„Drepfyndin“
Ó.Ö.H. DV
S.K., Skonrokk
Ó.H.T Rás2
Sýnd kl. 10.15.
Nicole Kidmani l i
The Stepford Wives
Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10.30.
Sýnd kl. 8.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30
Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 14 ára.
Sýnd kl. 6. ísl tal
S.V. Mbl.
Ó.H.T Rás 3.
HP. Kvikmyndir.com
Ný íslensk mynd gerð eftir
samnefndri metsölubók,
í leikstjórn
Silju Hauksdóttur,
með Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur í
titilhlutverkinu.
Stórskemmtileg nútímasaga úr
Reykjavík sem tekur á stöðu ungs
fólks í íslenskum samtíma með
húmorinn að vopni.
Ný íslensk mynd gerð eftir
samnefndri metsölubók,
í leikstjórn
Silju Hauksdóttur,
með Álfrúnu Helgu
Örnólfsdóttur í titilhlutverkinu.
Stórskemmtileg nútímasaga úr
Reykjavík sem tekur á stöðu
ungs fólks í
íslenskum samtíma með
húmorinn að vopni.
óvenjulega venjuleg stelpaóvenjulega venjuleg stelpa