Morgunblaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 28
HESTAR 28 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Heimsmeistaramót hesta í Norrköping 2005 Við höfum tryggt okkur nokkrar íbúðir í miðbæ Norrköping 4ra til 7 manna til útleigu á meðan á VM 2005 stendur í Norrköping, 1.- 7. ágúst 2005. Auk þess bjóðum við: Hótelherbergi 2ja-4ra manna á 4ra stjörnu hóteli, og á mótssvæði verða: hjólhýsi, húsbílar, „hyttur 4ra manna“ auk bílaleigubíla. Höfum sett upp frekari upplýsingar á heimasíðu okkar og fyrirspurnarform. Fylkir - Bílaleiga ehf. ferðaskrifstofa sími 456-3745 heimasíða www.fylkir.is MEISTARAMÓT Andvara er fyrir löngu búið að tryggja sig í sessi sem eitt af áhugaverðari hestamótum árs- ins hér á landi og talar mikil skráning nú á mótinu sínu máli þar um. Sextíu og tveir hestar í B-flokki gæðinga og fimmtíu og tveir í A-flokki. Reyndar vekur það nokkra athygli að einungis þrjátíu og einn knapi var skráður í töltkeppni mótsins. Ný stjarna skaust upp á yfirborðið í B-flokknum þar sem er Röðull frá Kálfholti sem Ísleifur Jónasson sýndi en þetta er það sem kalla má heima- ræktaður hestur það er hann er und- an tveimur hrossum frá Kálfholti en faðirinn er Asi frá Kálfholti sem hefur að því er virðist lítið vera notaður ut- an síns heimabæjar en er að gefa prýðisgóð hross að því er virðist af fjölmörgum ræktunarhópssýningum þeirra feðga frá Kálfholti. En það var sem sagt Kálfholtsræktun á bæði mönnum og hestum sem tróndi á toppnum í B-flokki eftir forkeppnina með 8,84 í einkunn. Stóðhesturinn Kolviður frá Skeiðháholti kom næst- ur með 8,70 og Bruni frá Hafsteins- stöðum vermdi þriðja sætið með 8,65 en nú var það eigandinn sjálfur Jón Olsen sem sat við stjórnvölinn. Knapi á Kolviði var Sigurður V. Matthías- son. Hinni nýju stjörnu B-flokksins var ekki ógnað í úrslitum en Hinrik Bragasyni tókst að skjóta sér og sín- um nýja hesti Sæla frá Skálakoti úr fjórða í annað sætið og höfðu þeir sætaskipti við Kolvið og Sigurð V. Matthíasson. Bruni og Jón náðu svo fjórða sætinu og Sigurbjörn Bárðar- son seiglaðist með alhliða gæðinginn Óskar frá Litladal í fimmta sætið. Í A-flokki var það Skuggabaldur frá Litladal sem efstur stóð í for- keppni með 8,77 en Stakkur frá Hall- dórsstöðum sem Páll Bjarki Pálsson sat var ekki langt undan með 8,72. Nokkuð var í næsta kepppanda sem var Leiknir frá Laugarvöllum og Sveinn Ragnarsson sat að venju en þeir voru með 8,55. Tryggvi Björns- son keypti sig inn í B-flokks úrslit með hest sinn Gamm frá Steinnesi og höfnuðu þeir í áttunda sæti. Úrslit A-flokks voru nokkuð dramatísk en Skuggabaldur og Sig- urður hröpuðu niður í áttunda sæti en allt gekk upp hjá Stakki og Páli Bjarka og fóru þeir yfir níuna í úrslit- um, góð sárabót eftir hrakfarir þeirra á landsmótinu þar sem þeir misstu af úrslitunum þar sem Stakkur greip illa á sig. Skuggabaldur týndist kvöldið fyrir úrslitin og var á einhverju næt- urgöltri í nágrenni Kjóavalla um nótt- ina en fannst á sunnudagsmorgni og hefur þetta næturævintýri hans ef til vill dregið úr honum fyrir átökin en vonandi hefur hann skemmt sér vel. Daníel Ingi sem keypti sig inn í úr- slitin sýndi að þangað átti hann og hestur hans Krapi fullt erindi er þeir náðu sjötta sætinu. Sigurbjörn Bárðarson lumaði á nokkrum trompum í erminni þegar kom að úrslitum í töltkeppninni en hann sigraði á óþekktum hesti Ugga frá Kvíabekk en í forkeppni voru þeir í þriðja til fjórða sæti en í úrslitunum sýndu þeir félagar á sér sparihliðina og sigruðu nokkuð örugglega. Þá vann Sigurbjörn það fágæta afrek að koma tveimur hestum í úrslit í B-flokki á nákvæmlega sömu ein- kunn. Það voru þeir Kári frá Búlandi og Óskar frá Litladal. Þrátt fyrir rysjótt veður gekk mót- ið prýðilega fyrir sig enda vanir karl- ar og konur á ferð. Auk þess að vera vinsæll og áhugaverður viðburður á sviði hestamennsku er mót þetta afar góð fjáröflun hjá Andvara og má undrum sæta hversu vel þeir halda dampi ár eftir ár. Meistaramót Andvara á Kjóavöllum um helgina Mót hinna óþekktu hesta Botninn var sleginn í hestamótahald ársins á Kjóavöllum um helgina þar sem skiptust á skin og skúrir hvað veðrinu viðkom. Valdimar Kristinsson viðraði sig á völlunum milli skúra og fylgdist með keppninni. Morgunblaðið/Vakri Gæðingakeppni meistaramótsins er ávallt spennandi enda valinn gæðingur í hverju rúmi og miklar kröfur gerðar til þeirra. Ís- leifur og Röðull hlutu afar veglegan bikar fyrir sigur í B-flokknum. Valdimar Bergstað hefur farið mikinn á þessu keppnis- tímabili, keppt í unglingaflokki en einnig glímt við hina eldri og staðið sig. Hann endaði keppnistímabilið vel á lánshest- inum Feykivindi frá Svignaskarði. Röðull og Ísleifur Jónasson, báðir frá Kálfholti í Ásahreppi, gerðu góða ferð í bæinn, sigruðu örugglega í B-flokki og hafa þar með skipað sér á bekk meðal hinna fremstu. Það var lítið gefið eftir í keppni vekringanna og allt lagt undir í hverjum spretti. Hér má sjá þau Döllu frá Dallandi, Óðin frá Efstadal og Vask frá Vöglum á mikilli siglingu. TÍMABÆRT er orðið fyrir hesta- menn að fara að huga að uppsetn- ingu á úrslitum frá hestamótum til birtingar í fjölmiðlum. Er það orð- ið nokkuð fjölbreytilegt hvernig atriðum er raðað upp svo ekki sé nú meira sagt. Gera má ráð fyrir að nú í lok keppnistímabilsins fari fram endurskoðun á hinu nýja for- riti Kappa sem notað hefur verið á allmörgum mótum í sumar og þar á meðal öllum þeim stærri. Venjan hefur verið sú að í gæð- ingakeppni er fyrst nafn og fæð- ingarstaður hests. Þá kemur nafn eiganda hests og þar á eftir nafn knapa og síðast einkunnir. Þegar um íþróttamót er að ræða er það nafn knapans sem kemur fyrst og þá nafn og fæðingarstaður hests og síðast einkunnir. Þegar um kynbótahross er að ræða er gjarn- an nafn og fæðingarstaðir foreldra látið fylgja með en það er önnur saga því Mótafengur og Kappi eru að sjálfsögðu ekki hannaðir fyrir kynbótahross. En nú á þessum tímamótum þegar þessi tvö kerfi hafa verið notuð eitt tímabil ætti að vera kjörið tækifæri á að koma skikki á þessa hluti þannig að samræmi verði í birtingu úrslita. Mikilvægt er að ganga þannig frá hnútunum að ekki þurfi eyða miklum tíma að loknu móti í að setja upp úrslit fyrir fjölmiðla heldur að kerfið sjái að mestu leyti um það. Og svo hitt að starfsmenn fjölmiðla þurfi svo ekki í framhaldinu að leggja ómælda vinnu í setja upplýsing- arnar upp á nýjan leik sé á annað borð metnaður fyrir að ganga þannig frá hlutum að aðgengilegt sé fyrir lesendur. Oft hefur viljað brenna við á netmiðlum að úrslit- um sé dengt óbreyttum inn á við- komandi miðil og er útkoman oft og tíðum klúðursleg. Ætla má að hægt sé að gera þetta einfalt á tölvuöld. Endurskoðunar á röðun úrslita þörf A-flokkur 1. Stakkur frá Halldórsstöðum, Páll B. Pálsson, 8,72/9,08 2. Arna frá Varmadal, Edda R. Ragnarsdóttir, 8,51/8,56 3. Léttir frá Stóra-Ási, Benedikt Líndal, 8,46/8,56 4. Sjöfn frá Akranesi, Logi Þ. Laxdal, 8,46/8,49 5. Kolskeggur frá Oddhóli, Sigurbjörn Bárðarson, 8,53/8,46 6. Krapi frá Kaldbak, Daníel Ingi Smárason, 8,34/8,36 7. Skafl frá Norður-Hvammi, Sigurður V. Matthíasson, 8,53/8,20 8. Skugga-Baldur frá Litla-Dal, Sigurður Sigurðarson, 8,70/8,19 9. Leiknir frá Laugavöllum, Sveinn Ragnarsson, 8,55/7,80 B-flokkur 1. Röðull frá Kálfholti, Ísleifur Jónasson, 8,84/8,94 2. Sæli frá Skálakoti, Hinrik Bragason, 8,64/8,84 3. Bruni frá Hafsteinsstöðum, Jón B. Olsen 8,65/8,76 4. Kolviður frá Skeiðháholti, Sigurður V. Matthíasson 8,70/8,69 5. Óskar frá Litla-Dal, Sigurbjörn Bárðarson 8,53/8,61 6. Skúmur frá Neðri-Svertingsstöðum, Róbert Petersen, 8,63/8,54 7. Kári frá Búlandi, Sigurbjörn Bárðarson/Sylvía Sigurbjörnsdóttir 8,53/8,51 8. Gammur frá Steinnesi, Haukur Tryggvason, 8,48/8,43 9. Dröfn frá Höfða, Birgitta D. Kristinsdóttir 8,55/8,32 Tölt/A-úrslit 1. Sigurbjörn Bárðarson og Uggi frá Kvíabekk, 6,90/7,39 2. Sigurður Sigurðarson og Sólon frá Stóra-Hofi 7,00/7,25 3. Sveinn Ragnarsson Loftfari frá Laugavöllum 6,90/7,14 4. Hulda Gústafsdóttir Glæsir frá Ytri-Hofdölum 7,10/7,06 5. Edda R. Ragnarsd. Hreggur frá Sauðafelli, 6,73/7,03/7,03 6. Hinrik Bragason Víkingur frá Efri-Gegnishólum 6,87/6,92 B-úrslit 7. Ingólfur Jónsson og Tumi frá Stóra-Hofi 6,60/6,74 8. Jón B. Olsen og Númi frá Miðsitju, 6,60/6,64 9.Hallgrímur Birkisson og Þröstur frá Hóli, 6,57/6,26 10. Valdimar Bergstað og List frá Vakursstöðum, 6,77/5,13 100 metra flugskeið 1. Valdimar Bergstað á Feykivind frá Svignaskarði 2. Valdimar Bergstað á Bleikju frá Akureyri 3. Sigurður Sigurðarson á Drífu frá Hafsteinsstöðum 4. Sigurbjörn Bárðarson á Flosa frá Keldudal 5. Árni B. Pálsson á Hróðri frá Keldudal 250 metra skeið 1. Hekla frá Vatnsholti, kn.: Sigursteinn Sumarliðason, 22,31 sek. 2. Feykivindur frá Svignaskarði, kn.: Valdimar Bergstað, 22,36 sek. 3. Kafteinn frá Kálfhól, kn.: Logi Þ. Laxdal, 23,46 sek. 4. Óðinn frá Búðardal, kn.: Sigurbjörn Bárðarson, 23,60 sek. 5. Vaskur frá Vöglum, kn.: Siguður V. Matthíasson, 24,13 sek. Úrslit meistaramóts Andvara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.