Morgunblaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 19
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004 19 glæsilegur stál* ísskápur frá Indesit Indesit Kælir/frystir Gler hillur, 181x60x60 cm, 213 L. kælir, 93 L. frystir *stál líki Skútuvogur 2 :: 104 Reykjavik Sími: 522-9000 :: Fax: 522-9001 Opnunartími: Mán-föst 11-18.30 Laugard 10-18 Sunnud 13-17 69.900.- HÚS & HEIMILI SÍÐASTLIÐINN föstudag var krabbameinssjúkur öryrki borinn út með lögregluvaldi úr leiguhús- næði í eigu Reykjavíkurborgar eft- ir langvarandi vanskil á greiðslum. Viku fyrr hafði formlega verið farið fram á að útburði yrði frestað um nokkra mánuði á meðan ástand mannsins yrði kannað betur og leitað lausna. Fallist var á að fresta útburði um eina viku svo trúnaðar- lækni borgarinnar gæfist færi á að skila greinargerð um málið. Engu að síður voru, áður en læknisrann- sókn fór fram, gerðir út af örkinni menn til að loka fyrir rafmagn í íbúð mannsins. Af hálfu borgarinn- ar hefur enginn grennslast fyrir um afdrif þessa einstaklings eftir að hann var rekinn á dyr. Af þessu tilefni óska ég eftir að eftirfarandi verði upplýst opinberlega: Í fyrsta lagi, hve algengt er að efnalítið fólk sé borið út úr húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar vegna vanskila? Í öðru lagi óska ég eftir upplýs- ingum um hvern skilning borgaryf- irvöld leggja í 5. grein laga um hús- næðismál þar sem segir m.a.: „Sveitarstjórn ber ábyrgð á og hef- ur frumkvæði að því að leysa hús- næðisþörf þess fólks í sveitarfé- laginu sem þarfnast aðstoðar við húsnæðisöflun.“ Í þriðja lagi spyr ég um hversu oft sé lokað fyrir hita og rafmagn hjá efnalitlu fólki í Reykjavík og hvort það sé jafnan gert í samráði við félagsyfirvöld í borginni. Nánar geri ég grein fyrir um- ræddu máli á heimasíðu minni, og- mundur.is. Ögmundur Jónasson Spurningar til yfir- valda í Reykjavík Höfundur er alþingismaður og formaður BSRB. ALÞÝÐUSAMBAND Íslands, Bændasamtökin og Samtök iðn- aðarins standa nú sameiginlega að átakinu „Veljum íslenskt – og allir vinna.“ Markmiðið er að hvetja almenning, fyrirtæki og opinber- ar stofnanir til að kaupa innlendar vörur fremur en er- lendar og er það sagt auka atvinnu- og verðmætasköpun í landinu. Meginhugsun átaksins byggist á þeirri hagfræðilegu ranghugmynd að hver þjóð eigi að leitast við að framleiða sem flestar vörur innan eigin landamæra en flytja eins lítið inn og hægt er að komast af með. Slíkar hafta- stefnur í viðskiptum hafa verið á hröðu undanhaldi sl. áratugi eftir því sem frelsi í milliríkjaviðskiptum hefur unnið á. Átakið „Veljum ís- lenskt – og allir vinna“ sýnir að enn eru til aðilar sem vilja reisa ósýnilega tolla- múra og fæla neyt- endur, fyrirtæki og opinberar stofnanir frá því að kaupa inn- fluttar vörur með því að höfða til þjóðernishyggju. Neytendur hagnast á innflutningi Íslenskum neytendum ætti þó að vera vel treystandi til að velja vörur á grundvelli gæða og verðs án utanaðkomandi hjálpar ein- stakra hagsmunasamtaka. Þegar sérhagsmunasamtök senda hins vegar skipulega frá sér þann áróð- ur að kaupa skuli vörur þeirra af þeirri ástæðu að þær séu íslensk- ar, má álykta sem svo að þau hafi sjálf ekki mikla trú á að fram- leiðsla þeirra standist samanburð við erlendar vörur. Ís- lenskir iðnrekendur hljóta að vilja að var- an sé keypt vegna verðleika hennar en ekki vegna slíks áróð- urs. Innflutningur veitir innlendum vörum heilbrigt aðhald og gerir íslenskum neyt- endum kleift að njóta ávinnings alþjóðlegrar samkeppni. Á hverj- um degi vinnur inn- flutningsverslunin að því að bæta þjónustu sína við landsmenn og keppir sín á milli um bestu vörurnar og lægsta verðið. Þessi þrotlausa samkeppni skilar sér beint í vasa neytenda og á öflugt viðskiptalíf stóran þátt í því að Íslend- ingar eru í fremstu röð þjóða þegar vegin eru kjör og lífsgæði. Ríkisstyrktur áróður Nú er auðvitað hverj- um og einum frjálst að hafa þá skoðun að við innkaup eigi það að ráða valinu hvort viðkomandi vara er framleidd í ákveðnu landi, bæj- arfélagi eða jafnvel póstnúmeri. Það er hins vegar misskilningur að slík stefna bæti lífskjör, en sýnt hefur verið fram á að hún hefur þveröfug áhrif. Það vekur því at- hygli að samtökin þrjú sem standa að átakinu „Veljum íslenskt – og allir vinna“ njóta öll ríflegra rík- isstyrkja til starfsemi sinnar. Op- inbert fé er þannig notað til að vinna að sérhagsmunum. Það vekur einnig athygli að Al- þýðusambandið, Bændasamtökin og Samtök iðnaðarins skuli sam- einast um að hvetja neytendur, fyrirtæki og hið opinbera að sneiða hjá innfluttum vörum. Aug- ljóst er að með átakinu eru Bændasamtökin og Samtök iðn- aðarins að berjast fyrir sínum sér- hagsmunum. ASÍ og hagsmunir launþega Illskiljanlegt er hins vegar af hverju Alþýðusambandið styður átakið sérstaklega enda eiga al- mennir launþegar sennilega mest undir lágu vöruverði sem er best tryggt með frjálsum viðskiptum og heilbrigðri samkeppni á markaði. Minni höft – betri lífskjör Frekar en að hvetja neytendur, fyrirtæki og opinberar stofnanir til að sneiða hjá innfluttum vörum væri nær að Alþýðusambandið og stjórnmálamenn hæfu baráttu fyr- ir málefnum sem skila íslensku launafólki raunverulegum ávinn- ingi. Enn eru við lýði margvísleg höft í verslun og viðskiptum sem hækka vöruverð. Þeir sem raun- verulega vilja bæta kjör almenn- ings ættu að berjast fyrir auknu frelsi í landbúnaði og gegn of- urtollum á innfluttar landbúnaðar- afurðir. Einnig mætti berjast fyrir lækkun eða afnámi tolla á ýmsar vörur sem lagðar eru á í líki vöru- gjalda, fyrir afnámi stimpilgjalds, lækkun virðisaukaskatts og svo má áfram telja. Það væri þjóðráð að efna til landsátaks um þessi málefni og lýsir FÍS sig reiðubúið til slíks samstarfs við Alþýðu- sambandið og fleiri aðila. Slíkt átak gæti heitið: „Veljum við- skiptafrelsi – og allir vinna.“ Veljum viðskiptafrelsi – og allir vinna Andrés Magnússon skrifar um viðskipti ’Það væri þjóð-ráð að efna til landsátaks um þessi málefni og lýsir FÍS sig reiðubúið til slíks samstarfs við Alþýðu- sambandið og fleiri aðila.‘ Andrés Magnússon Höfundur er framkvæmdastjóri FÍS. Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.