Morgunblaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 31
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004 31 kr Ármúla 31 • S. 588 7332 Opi›: Mán. - föst. 9-18, Laugardaga 10-14 www.i-t.is Úrval handlauga í bor› 53,5x41,5 sm, 43x39 sm, 56x47 sm. Ver› frá kr. 7.900,- stgr Handlaugar á vegg 45x35 sm 50x24 sm Ver› frá kr. 3.250,- stgr WC til innbyggingar. Hör› seta fylgir. Lok hvítt e›a stál fylgir. Ver› kr. 39.900,- stgr Sturtuhorn 65-80 75-90 Hvítt e›a króm 4-6 mm gler Ver› frá 22.900,- stgr Harmonikuhlífar f. ba›kör Öryggisgler. Stær›ir 86 e›a 125 Ver› frá kr. 15.900,- stgr Ba›kars- vængur 76 e›a 85 sm. Öryggisgler. Ver› frá kr. 13.900,- stgr Heilir sturtuklefar í horn Öryggisgler, segullæsing, sturtu-sett, blöndunartæki, botn og vatnslás. 70x70 cm. Kr. 49.900,- stgr 80x80 cm. Kr. 52.900,- stgr 75x90 cm. Kr. 59.900,- stgr 90x90 cm. Kr. 61.900,- stgr Rúnna› sturtuhorn 65-80 75-90 Hvítt e›a króm 4-6 mm gler Ver› frá 39.850,- stgr Heilir rúnna›ir sturtuklefar í horn Öryggisgler, segullæsing, sturtu- sett, blöndunartæki, botn og vatnslás. 80x80 cm. Kr. 76.900,- stgr 90x90 cm. Kr. 78.900,- stgr Stylo hitast‡r› tæki fyrir sturtu e›a ba›. Me› hita- og vatnsöryggi. Ver› frá kr. 9.800,- stgr MT f. handlaug m. lyftitappa Kr 4.900,- stgr WC me› stút í vegg e›a gólf Hör› seta og festingar fylgja. Ver› frá kr. 15.900,- stgr Ba›kör 160x70, 170x70 170x83, 180x83 Ver› frá kr. 10.900,- Handlaugar á fæti 55x45 sm Ver› frá kr. 9.450,- stgr Antico f. handlaug Frá kr. 8.900,- stgr Nostalgia 90x60 sm 105x60 sm 70x57 sm kr kr kr kr krkr krHreinlætistæki Hagstæ›asta ver›i› er hjá okkur MT ba› - sturta m. sturtusetti Kr 5.900,- stgr Úrval handlauga ofan á bor› Frá kr. 12.920,- stgr Norræn ráðstefna um skapandi greinarverður haldin hér á landi næstafimmtudag, 9. september. Ráð-stefnan er hluti af samstarfi Impru, nýsköpunarmiðstöðvar við Jenka-verkefnið sem styrkt er af Nordisk Innovations Center, en Jenka-verkefninu er ætlað að efla uppbyggingu og þróun á skapandi greinum, sem stundum eru nefndar upplifunar- og afþreyingariðnaður. Fyrirlesarar úr ýmsum áttum atvinnulífs og menningarmála munu flytja erindi og fræða gesti ráðstefnunnar um stöðu skapandi greina hérlendis og í nágrannalöndunum með það að leiðarljósi að marka ákveðna stefnu auk þess að ræða möguleika á hugsanlegu styrkhæfu sam- starfi við nágrannaþjóðirnar. Meðal umfjöll- unarefna eru Latibær, ferðamennska, leikhús og tónlist. Verkefnastjóri ráðstefnunnar er Helga Sig- rún Harðardóttir. Hversu margir gestir sækja þessa ráðstefnu og hvað verður í boði? „Við eigum von á um 30–40 manns hingað til lands í tengslum við ráðstefnuna auk þess sem fjölmörgum aðilum innanlands hefur verið boð- ið að sækja hana. Er það von okkar að þar myndist tengsl sem verði til þess að menn kynnist því sem nágrannaþjóðirnar eru að að- hafast og hugsanlega finni sér samstarfsvett- vang. Í kjölfar ráðstefnunnar fara erlendir gestir í eins og hálfs dags ferð til að kynnast sérstöðu landsins og náttúru. Þar á meðal verð- ur farið í Bláa lónið, kajaksiglingu, hestaferð og hvalaskoðun.“ Í hverju felst mikilvægi hinna skapandi greina? „Það felst í raun og veru í því að á Vest- urlöndum eru fjölskyldur og fólk farið að eyða meiri peningum í menningu, listir, upplifun og afþreyingu en í ýmsar nauðsynjavörur. Norð- menn eyða meiru í menningu en í mat og Bandaríkjamenn eyða meiru í þessar greinar en í bíla. Þetta þýðir að við þurfum að vera vel á verði með hvað er að gerast á þessum vettvangi til að geta tekið réttar ákvarðanir, t.a.m. um það hvaða greinar stjórnvöld eiga að styrkja sérstaklega, til þess að fylgjast með og dragast ekki aftur úr. Litlar rannsóknir hafa verið gerðar á þessu hérlendis og töluvert vantar upp á það, svo við vitum ekki hver hegðun Íslendinga er á þessu sviði. Það er mikilvægt að gera frekari rann- sóknir til að fé sé veitt í greinar sem skila ein- hverju til baka.“ Eru miklir útrásarmöguleikar í þessari grein? „Tvímælalaust. Við sjáum hvað Gísli Örn Garðarsson er að gera með Vesturportleikhúsið og Rómeó og Júlíu og Magnús Scheving er að gera við Latabæ. Ef rétt er á spilunum haldið og við höfum næga þekkingu getur þetta reynst mikill vaxtarbroddur í útflutningstekjum.“ Atvinnulíf | Norræn ráðstefna um skapandi greinar á Hótel Loftleiðum  Helga Sigrún Harðardóttir er þrjátíu og fjögurra ára. Hún er kenn- ari og námsráð- gjafi að mennt og hefur meistara- gráðu í mannleg- um samskiptum frá Oklahomahá- skóla. Helga hefur aðallega unnið við fjölmiðla, kennslu og ráðgjöf og er nú verkefnastjóri á Impru, nýsköp- unarmiðstöð. Helga býr með Gunnlaugi Kristjánssyni framkvæmdastjóra og eiga þau saman eina dóttur. Vona að mikilvæg tengsl myndist Nýtt leiðakerfi strætó ÉG vil þakka Kjartani Magnússyni borgarfulltrúa, fyrir að vekja at- hygli á nýju leiðakerfi strætó sem á að taka gildi um næstu áramót. Undirritaður býr á Bræðraborg- arstíg og fer daglega með strætó nr. 2 frá Vesturgötu upp á Hlemm, þaðan í strætó nr. 6 beint áfram upp í Hamrahlíð þar sem undirritaður starfar í Hlíðarskóla. Nú á að leggja báðar þessar leiðir niður og verður langt að ganga í næsta vagn, rétt eins og Kjartan Magnússon er að segja. Maður er að nálgast eftirlaunaaldur og öllu snúið á hausinn. P.s. Því í ósköpunum eru þessar breytingar gerðar yfir svartasta skammdegið en ekki yfir sumarið þegar samgöngur eru greiðari? Vestarr Lúðvíksson. Maðurinn sem fann veskið MAÐURINN sem fann veskið mitt og hafði samband við minn vinnustað, Droplaugarstaði, er beðinn að hringja aftur í síma 869 9637. Leiðabreytingar strætó VEGNA leiðabreytinga hættir strætó að ganga í hverfið mitt en ég hef tekið strætó á hverjum morgni í vinnu. Ég spyr, hvers eigum við að gjalda, við sem tök- um strætó daglega? Ég efast um að nokkur noti strætó eftir þessar breytingar. Farþegi. Jakkaföt týndust í rútu LJÓS brúnteinótt jakkaföt í burð- arpoka týndust líklega í rútu á leiðinni frá Borg í Grímsnesi með viðkomu á Selfossi, þar sem skipt var um rútu, að stoppustöð á Miklubraut við Kringluna. Skilvís finnandi vinsamlega hafið sam- band í síma 553 1760 eða 892 2001. Stór regnhlíf týndist TÝNST hefur regnhlíf á tímabilinu júní-júlí. Regnhlífin er stór og hægt að nota hana sem staf. Gæti hafa gleymst í verslun. Hún er græn á litinn með svörtum lit neðst og efst og rendur fyrir neð- an svarta litinn efst. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 553 6045. Kvenreiðhjól í óskilum RAUÐBLEIKT kvenreiðhjól hef- ur verið í óskilum í Laugardal í sumar. Upplýsingar gefur Dóra í síma 695 6813. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Golli VEGNA umfjöllunar um bóka- útgáfu haustsins í Lesbók á laugardag skal tekið fram að ekki var sagt frá öllum bókum sem væntanlegar eru að þessu sinni heldur aðeins völdum titl- um. Vegna misskilnings voru ekki birtar upplýsingar um þýðingar allra forlaganna sem leitað var til. Og um sumar væntanlegar bækur fengust engar upplýsingar hjá viðkom- andi forlögum. Morgunblaðið mun fjalla nánar um þessar bækur og fleiri sem út kunna að koma í haust. Þröstur Helgason, umsjónarmaður Lesbókar. Athuga- semd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.