Morgunblaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Slummaðu þessu með kartöflunum í skóinn hjá Baugs-greifunum, Jóli minn. Auglýsingatekjur ogstyrkir frá fyrir-tækjum eru orðin mikilvæg tekjulind hjá nemendafélögum í fram- haldsskólum og eru fyrir- tæki stundum að borga fé- lögunum hundruð þús- unda króna fyrir að fá að kynna eða auglýsa vörur sínar á meðal nemenda í skólunum. Dæmi eru um að nemendafélög rukki fyrirtæki um 40 þúsund fyrir leyfi til að dreifa aug- lýsingabæklingum í skól- unum. Þá borga fyrirtæki talsverðar fjárhæðir fyrir að fá að vera eina fyrir- tækið í sínum geira sem auglýsir í skólanum. Flest stóru nemendafélögin gera t.d. fasta samninga við banka-, pizzu- og gosdrykkjafyr- irtæki, að sögn Bjartmars Alex- anderssonar, formanns Autobahn, nemendafélags Menntaskólans Hraðbrautar. „Þetta er kallað hin klassíska þrenna,“ segir Bjartmar og bætir við að í slíkum samning- um felist að fyrirtækið sé þá orðið eins konar aðalstyrktaraðili fé- lagsins og merki þess birtist t.d. á bæklingum, blöðum, plakötum, ballmiðum, nemendaskírteinum og heimasíðum. Félögin skuld- binda sig þá til að kynna ekki vörur frá samkeppnisaðilunum. „Þegar ég var í nemendafélags- starfi í Menntaskólanum við Sund fyrir þremur árum gerðum við samning við Búnaðarbankann, fengum 390.000 krónur gegn því að hann væri eini bankinn sem við auglýstum í skólanum.“ Hann segir nemendafélagið í Hraðbraut hafa gert nokkra samninga í ár, t.d. gefi Penninn fé- laginu prentara gegn því að fá að dreifa bæklingum í skólanum og Office1 hafi gefið félaginu staf- ræna myndavél fyrir auglýsingar. Auk þess sé skiptibókamarkaður fyrirtækisins kynntur í skólanum. Þá hafi að KB banki og Hagkaup borgað 100.000 krónur fyrir að fá að auglýsa fyrirtækin á bolum sem nemendur klæddust í spurn- ingakeppninni Gettu betur. Bjartmar segir sjálfsagt að nemendafélögin selji auglýsingar á þennan hátt, auglýsingar dynji hvort sem er alls staðar á nem- endum utan skólans. „Ég tel þetta ekki slæma þróun. Það þýðir ekk- ert fyrir okkur að ætla að byggja múr utan um nemendur, við erum umkringd auglýsingum hvort sem er. Nemendafélögin eru bara að fá sneið af þeirri köku.“ Vildu ekki veita upplýsingar Magnús Magnússon, formaður Félags framhaldsskólanema, kannast vel við hina svonefndu klassísku þrennu sem reyndar hafi breyst í fernu því símafyrir- tækin hafi nú víða bæst við. Hann segir að auglýsingasamningarnir séu afar mikilvæg tekjulind fyrir nemendafélögin. „Ef félögin fengju ekki þessar tekjur frá fyr- irtækjum væri nú ekki mikið um starfsemi hjá nemendafélögunum, að minnsta kosti væri hún miklu minni og nemendur þyrftu sjálfir að borga mun meira, til dæmis fyrir að taka þátt í skemmtunum.“ Nokkur fyrirtæki og nemenda- félög sem haft var samband við voru treg til að tjá sig um samn- ingana. Starfsmenn fyrirtækja vildu ekki að nöfn þeirra birtust eða nafn fyrirtækisins sem þeir störfuðu fyrir. Magnús segir þetta ekki koma sér á óvart þar sem þetta séu viðskiptasamningar. „Oft er krafa frá fyrirtækjunum að kjörin séu trúnaðarmál þar sem sumir skólar gera betri samn- inga en aðrir. Fyrirtækin reyna að ná sem bestum samningum svo það er þeim í hag að nemenda- félögin viti ekki um kjör hinna.“ Eins og lítil fyrirtæki Markaðsstjóri tölvuvörufyrir- tækis segir nemendafélögin orðin mjög meðvituð um hversu eftir- sóknarverður markhópur nem- endurnir eru og þau séu farin að gera miklar kröfur. „Þetta er orð- ið bullandi markaðsstarf undir borðið hjá nemendafélögunum sem eru sum hver orðin eins og lít- il fyrirtæki. Við höfum til dæmis þurft að borga 40.000 krónur bara fyrir að dreifa bæklingi í fram- haldsskóla. Við ákváðum að gera það ekki í ár, okkur fannst það of mikið,“ segir hann. Þá nefnir hann sem dæmi að hálfsíðuauglýsing í skólablaði kosti um 22.000 krónur. Hann bendir á að framhalds- skólanemar séu eftirsóttur mark- hópur hjá fyrirtækjum fyrir margs konar vörur, hvort sem um er að ræða tölvur, skólavörur, föt, skemmtanir, mat eða bankaþjón- ustu. „Ég veit að sum fyrirtæki í okkar geira hafa farið mjög mark- visst í skólana og bjóða nemenda- félögunum talsverðar fjárhæðir fyrir auglýsingar.“ Hörð í samningum Markaðsstjórinn segir að hans fyrirtæki hafi gert vöruskipta- samning við nokkra skóla, þ.e. fyr- irtækið gefur nemendafélaginu vörur gegn því að fá að hengja upp veggspjöld í skólanum. „Þau eru orðin mjög hörð í samningum sem er kannski bara gott. Þetta er líka oft fagmanlega unnið hjá krökk- unum, maður fær möppur þar sem fram koma verð, markmið, dekk- un og tíðni sem er auðvitað bara skemmtilegt.“ Fréttaskýring | Eftirsótt að auglýsa í framhaldsskólum Blómlegt markaðsstarf Fyrirtæki greiða nemendafélögum fyrir markaðsaðgang að nemendum Kynning Landsbankans í Verzlunarskólanum. Þurftu að borga 40.000 kr. fyrir að dreifa bæklingi  „Þetta er orðið bullandi mark- aðsstarf undir borðið hjá nem- endafélögunum sem eru sum hver orðin eins og lítil fyrirtæki. Við höfum til dæmis þurft að borga 40.000 krónur bara fyrir að dreifa bæklingi í framhalds- skóla. Við ákváðum að gera það ekki í ár, okkur fannst það of mikið,“ segir markaðsstjóri hjá tölvuvörufyrirtæki. bryndis@mbl.is ENN á ný hafa tölvubréf verið send á íslensk netföng utan úr heimi í því skyni að reyna hafa fé af fólki. Bréf þessi hafa mörg hver komið frá Nígeríu, en einnig frá fleiri löndum s.s. frá Evrópu. Ný- lega fékk maður nokkur bréf frá Bretlandi þar sem bréfritari segist vera fárveikur af krabbameini og eigi skammt eftir. Segist hann vilja koma peningum sínum á framfæri til hjálparstofnana og leiti eftir að- ilum úti í heimi sem tilbúnir eru að aðstoða hann í þessari viðleitni, en biður um algeran trúnað og að samskiptin við hann séu í gegnum tölvupóst. Ríkislögreglustjóri hefur margoft varað við bréfum af þessu tagi og segir Högni Einarsson lögreglu- fulltrúi hjá embættinu að fólk um þessar mundir eigi til að vera ginn- keypt fyrir bréfum þar sem lofað er lottóvinningum. Reyna að ná persónulegu sambandi við viðtakanda Það nýjasta meðal svindlara felst í því að láta líta út fyrir að bréfin séu frá Sviss til að skapa meiri trúverð- ugleika. „En í rauninni er um svip- aðar aðferðir að ræða, sem felst í að reyna að ná persónulegu sambandi við viðtakanda bréfanna og fá hann til að greiða kostnað upp á t.d. 500 til 1.000 evrur við að koma fé út úr við- komandi landi. Ef fólk fæst til að greiða þessa upphæð er því næst sagt að því miður sé ekki hægt að ná stóru summunni út þar sem reikn- ingnum ytra hafi verið lokað og það kosti t.d. 3.000 evrur til að opna reikninginn. Fólk er með öðrum orð- um blekkt til að verja þá peninga- upphæð sem það hefur lagt fram.“ Reynt að hafa fé af fólki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.