Morgunblaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 18
UMRÆÐAN 18 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞESSA dagana gleðjast margir hérlendis yfir aukinni samkeppni um húsnæðislán til einstaklinga því hús- næðislánamarkaðurinn þokast nú nær því sem gerist í nágrannalönd- unum. Enn skortir þó töluvert á að jafnræði sé náð og þar munar mest um tvennt: verðtrygg- ingu lánsfjár og stimp- ilgjaldið af skuldabréf- um. Hjá frændþjóðum okkar er útgáfa skulda- bréfa vegna íbúðar- kaupa ekki skattlögð aftur og aftur, eins og gert er hérlendis með álagningu stimpilgjalds- ins í hvert sinn sem nýtt skuldabréf er gefið út og jafnframt talin firra að láta lántakendur eina um þá of- urbyrði að fjármagna innlenda verð- bólgu alfarið fyrir lánveitandann, eins og hér er ennþá landlægur ósið- ur. Og það löngu eftir að forsendur verðtryggingar eru með öllu gufaðar upp, fyrir fimmtán árum eða svo, þ.e. verðtrygging fjárskuldbindinga á tímum óðaverðbólgu í minna en hálffrjálsu hagkerfi. Full verðtrygging á fjár- skuldbindingum og stimpilgjald af útgefnum skuldabréfum eru m.ö.o. fornir fjötrar á lánamarkaði hér- lendis, sem nútíminn hefur úrelt. Rafræn skráning leysir af hólmi stimplun og skjölun pappíra, en fullri verðtryggingu í opnu hagkerfi með frjálst flæði fjár- magns og frjálsar fjármálastofnanir, sem ákvarða vexti í frjálsri samkeppni, má líkja við hjúkrun fyrir heilbrigt fólk. Til útskýringar á stöðu íslensks al- mennings að þessu leyti miðað við frænd- ur vora á Norð- urlöndum er best að taka dæmi. Algengir vextir á húsnæð- islánum, t.d. í Dan- mörku, eru nú 2,3% og álagning 0,5% (bankaálag), sam- tals 2,8% raunvextir. Ef verið er að endurfjármagna eldri húsnæðislán greiðist ekkert stimpilgjald (framlag ríkissjóðs til greiðari viðskipta) og sumir þarlendir bankar taka ekkert lántökugjald né önnur gjöld vegna viðskiptanna. Auglýsa með stolti núll kostnað! Þeim nægja m.ö.o. 2,8% vextir til lengri tíma (án verð- tryggingar auðvitað) til að fá aukin viðskipti til sín; og starfa áfram stoltir og sáttir með góðan hagnað og bros á vör í 2ja til 3ja prósenta ársverðbólgu og oft miklu hærri. Nú kann einhver að grípa til gam- alkunnra röksemda um að íslenska krónan sé hér Þrándur í Götu, smæð íslenskra banka eða verri lánakjör íslenskra banka í útlöndum. Í því fjármálaumhverfi sem hér hefur verið að skapast eru þetta ekki leng- ur haldbærar skýringar á háum og takmarkalaust breytilegum vöxtum, verðtryggingu eða afdankaðri skatt- heimtu. Staðreyndin er sú að þegar okkar góðu bankar kaupa lánsfé á heildsölumarkaði heimsins við hlið sinna útlendu keppinauta eru ís- lenskir bankar góðir viðskiptavinir með traust lánshæfi og ná oft og tíð- um betri kjörum en þeir fjölmörgu smábankar um allan heim, sem einn- ig starfa við skilyrði verðbólgu og gengisflökt á eigin gjaldmiðli. Einn af okkar bönkum er t.d. eins og kunnugt er orðinn stórbanki á Norðurlöndum, og útvegar fjár- magn fyrir öll sín útibú á bestu fáan- legum kjörum, annaðhvort með hlutafé, lokuðu lánsútboði eða á millibankamarkaði; flytur svo sjóði eftir þörfum og lánar út í sænskum krónum, dönskum eða íslenskum. Kostnaður enginn aukreitis að senda rafrænt sjóð til Íslands, ekki frekar en að senda sjóð til Svíþjóðar eða Danmerkur. Aðeins gjaldið, sem banki greiðir fyrir fjármagnið og gengi þann dag sem fjármagn er flutt inn, þ.e. breytt t.d. úr evrum í danskar krónur eða íslenskar, skipt- ir hér máli. Það er við þessar aðstæður sem góð spurning vaknar af löngum dvala: Ef almennur húseigandi í Danmörku greiðir 2,8% fasta raun- vexti af húsnæðisláni úr sjóði, sem leigður er af lánveitanda við e.t.v. enn lægra heildsöluverði, og sami sjóður er síðan notaður til að fjár- magna samskonar útlán í íslenskum krónum, hvers vegna njótum vér þá hér uppi á norðurhjara ekki sams- konar kjara? Af fréttum að dæma virðast aðilar á fjármálamarkaði hérlendis ófúsari nú en oft áður að stuðla að afnámi verðtryggingar. Og ríkissjóður hef- ur 3,5 milljarða upp úr stimpilgjald- inu á ári hverju. Þau einu þjóðfélags- legu öfl fyrir utan stjórnmála- flokkana sem hafa nægilegan styrk til að styðja almenning til sigurs í baráttu fyrir afnámi þessara fornu fjötra eru því verkalýðshreyfingin og fjölmiðlarnir. Erlendar markaðs- athuganir þessara aðila og opinber birting helstu niðurstaðna eru gott vopn í þeirri baráttu. Án efa besta neytendavernd sem völ er á í nútíma samfélagi og umtalsverð og kær- komin kjarabót í þekkingarformi, sem skapar hvort tveggja í senn: raunverulegt verðskyn neytenda og nauðsynlegt aðhald öllum þjónustu- fyrirtækjum, þ.m.t. fjármálafyr- irtækjum. Hvernig væri fyrir þessa öflugu aðila að hefja leikinn á ít- arlegri úttekt á lánakjörum og kostnaði vegna húsnæðislána á Norðurlöndunum? Það væru mikilsverð tímamót ef tækist að losna við séríslenska verð- tryggingu og séríslenskt stimp- ilgjald. Íslendingar myndu þá loks- ins losa sig undan síðustu fjötrum vafasamrar fortíðar á fjármálamark- aði og um leið verða a.m.k. tveimur hneykslunarefnum fátækari, frænd- um okkar og vinum í Evrópu. Í sam- skiptum milli vina er það ekki svo lít- ils virði. Evrópukjör á húsnæðislánum: sanngjörn krafa á Íslandi? Jónas Gunnar Einarsson skrifar um húsnæðislán ’Það væru mikilsverðtímamót ef tækist að losna við séríslenska verðtryggingu og sér- íslenskt stimpilgjald.‘ Jónas Gunnar Einarsson Höfundur er rithöfundur. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO setur aukna þátttöku geð- sjúkra í samfélaginu á oddinn og að þjónustan þróist í samráði við þá og með þátttöku þeirra. WHO hefur verið að þróa mælingartæki ICIDH-2 þar sem gengið er út frá at- höfnum og þátttöku og áhersla lögð á um- hverfisþætti og per- sónulegar aðstæður. Hefðbundin end- urhæfing er einnig að þróast frá því að skoða eingöngu skerð- ingu og áhrif hennar í það að efla þátttöku, sjálfsákvörðunarrétt og jöfn réttindi ein- staklinga. Íslenska heilbrigðisáætlunin 2010 vill fjölga með- ferðarúrræðum hér á landi. Vax- andi örorka á Norðurlöndum hefur kallað á sértækar aðgerðir með aukinni áherslu á starfsendurhæf- ingu og eftirfylgd. Fjármunir, sem varið er til starfsendurhæfingar í Svíþjóð, hafa skilað sér margfalt til þjóðarbúsins og hagfræðilegir útreikningar þar sýna að hver króna sem varið er til starfsend- urhæfingar skili 9 krónum til baka til þjóðfélagsins. Í áfangaskýrslu sem gerð var af starfshópi um starfsendurhæfingu á Íslandi, útg. 5.2. 2004, er lagt til að starfsend- urhæfingarúrræði hér á landi verði stórefld. Í skýrslu WHO 2003 þar sem færð eru rök fyrir mikilvægi samfélagsþjónustu til að bæta færni og lífsgæði fyrir geðsjúka kemur fram að hagsmunahópar geðsjúkra, aðstandendur og not- endur setja iðju- og starfsþjálfun í forgang. Nýútgefin skýrsla efna- hags- og framfarastofnunar Evr- ópu, OECD, byggist á rannsókn á stefnu 20 aðildarríkja í málefnum fatlaðra og skoðar samspil örorku- lífeyris og atvinnuþátttöku. Annað aðalmarkmið þessara ríkja er að tryggja virka þátttöku fatlaðra í þjóðfélaginu, sérstaklega þátttöku í launaðri vinnu. Að eiga val hefur áhrif á heilsu og líðan. Því þurfa geðsjúkir að geta haft val hvort sem þeir þurfa á starfsþjálfun eða bráðainnlögn að halda. Verði hægt að velja þjón- ustu er komin samkeppni milli þjónustuaðila. Eins og málin standa hafa geðsjúkir takmarkað val á því hvert þeir geta leitað. Þar af leiðandi skiptir álit þeirra á þjónustunni engu máli; þeir hafa enga aðra kosti í veikindum sínum. Slík einokun gerir það að verkum að þjónustan hefur engan hvata til að breytast því hún á ekki í samkeppni við neinn. Enginn þrýst- ingur er á að þjón- ustan lagi sig að þörf- um notandans. Heimilisdeildir, hreyfanleg teymi sem sinna bráðaveikum, heimiliseiningar, cris- is/respite houses, sem einnig sinna bráðaveikum og bráðadagdeildir gætu t.d. verið mótvægi hefðbund- innar sjúkrahúsþjónustu. Í ofan- greindri skýrslu WHO 2003 er bent á að hátt í þriðjungur þeirra sem leggjast inn á bráðasjúkrahús gætu nýtt sér bráðadagdeildir í staðinn. Heimiliseiningar gætu þjónað fjórðungi þeirra sem leggj- ast inn á dag- og bráðadeildir. Hreyfanleg teymi, sem aðallega þekkjast í Bandaríkjunum og Bret- landi, sýna að þau ná meiri árangri og eru ódýrari í rekstri ef eft- irfylgni er góð og þjónustan ein- skorðast ekki við heilbrigðisþætti heldur tekur jafnframt á félags- og færniþáttum. Iðjuþjálfun við Eiríksgötu LSH hefur sinnt iðju- og starfsþjálfun frá 1981. Eftirspurn eftir þessari þjónustu fer sívaxandi og biðlistar myndast. Á síðustu fimm árum hefur fjöldi sjúklinga sem nýta þessa starfsemi og umfang starf- seminnar tvöfaldast en starfsfólki deildarinnar fjölgar ekki að sama skapi. LSH stefnir á að sinna fyrst og fremst bráðaveikum og að önn- ur starfsemi flytjist af spítalanum. Miðað við stefnu LSH þarf hluti af starfsemi iðjuþjálfunarinnar að færast frá spítalanum. Iðjuþjálfun á Íslandi hefur að mestu verið tengd stofnunum, en í öðrum lönd- um fer mest af þjónustu iðjuþjálfa fram í samfélaginu enda byggist hugmyndafræði greinarinnar á að aðstoða fólk í nærumhverfi þeirra; í vinnunni, skólanum og á heim- ilunum. Er ekki komið nóg af skýrslum og rökum fyrir því að auka þurfi iðju- og starfsþjálfun, að þjónustan þurfi að færast í nærumhverfið og að notendur þurfi að hafa eitthvað um það að segja hvert þeir leita? Hugarafl er hópur geðsjúkra á batavegi og iðjuþjálfa sem komið hafa fram með athyglisverðar hug- myndir sem tengjast iðju- og starfsþjálfun. Hugmyndirnar byggjast m.a. á notendarann- sóknum, geðræktarsjónarmiðum og stefnu WHO og OECD. Mark- mið og framtíðarsýn er sú að auka virkni einstaklinga, m.a. þeirra sem haldnir eru geðsjúkdómum, svo nýta megi þann fjársjóð sem í þeim býr og að fleiri taki virkan þátt í samfélaginu og snúi frá sjúklingshlutverkinu. Þótt fjár- skortur hamli því að hugmyndin verði að veruleika hefur stuðn- ingur og hvatning haldið voninni lifandi. Stuðningur hefur m.a. komið frá heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, félagsmála- ráðneytinu, iðnaðarmálaráðuneyt- inu og Nýsköpunarsjóði námsmanna, Hugmyndasamkeppni Landsbankans, auk stuðnings og hvatningar sem birtist í áhuga borgaranna á opnum kynning- arfundi í vor og fleiri aðilum. Ef stefnan á að vera sú að auka þátt- töku fólks í hinu borgaralega sam- félagi þarf þjónustan að breytast. Nóg er komið af gögnum og rök- um, tími er kominn á aðgerðir. Efling iðju- og starfsendurhæf- ingar er það sem koma skal Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar um geðheilbrigðismál ’Því þurfa geðsjúkir aðgeta haft val hvort sem þeir þurfa á starfs- þjálfun eða bráðainn- lögn að halda.‘ Elín Ebba Ásmundsdóttir Höfundur er forstöðuiðjuþjálfi geð- sviðs LHS og lektor við HA. FRAMKVÆMDASTJÓRN Kvenréttindafélags Íslands hefur sent frá sér ályktun, þar sem þess er krafist, að Hjördís Há- konardóttir verði tekin fram yfir aðra umsækjendur við skipun í embætti hæstarétt- ardómara nú. Ástæða kröfunnar er ekki sú að Hjördís sé góður lögfræðingur og far- sæll dómari heldur að hún er kona en hinir umsækjendurnir karl- menn. Þetta er hrein- ræktuð krafa um mis- rétti. Í 2. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar segir svo: „Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hví- vetna.“ Svo einfalt er það. Hvernig geta samtök sem kveðast heyja baráttu fyrir jafnrétti kynjanna krafist svo blygð- unarlaust misréttis eftir kynferði? Í ályktun félagsins um þetta er látið uppi það álit, að dóms- málaráðherra hafi brotið ákvæði jafn- réttislaga við skipun í stöðu hæstaréttardómara 2003. Hvatt er til þess að sagan end- urtaki sig ekki nú! Það er að mínu áliti rangt, að ráðherrann hafi brot- ið gegn þessum lögum í fyrra. Hvað sem því líður, er það hreint og beint furðulegt, að þessi samtök skuli halda því fram, að skipun ein- hvers karlanna sem nú sækja um, muni fara gegn lögum. Telur sam- bandið virkilega, að það sé skylt að lögum að skipa Hjördísi í emb- ættið? Er verið að halda því fram, að önnur atriði en kynferði skipti engu máli, þegar tekin er ákvörðun um veitingu embættisins, í því til- felli að allir umsækjendur teljist út af fyrir sig hæfir til að gegna því? Í fyrra taldi til dæmis Hæstiréttur sjálfur, að æskilegast væri að nýr dómari hefði reynslu af málflutn- ingi og kunnáttu í réttarfari. Telur Kvenréttindafélagið, að Hæstirétt- ur hafi þá í umsögn sinni hvatt dómsmálaráðherra til að brjóta landslögin? Ekki veit ég hvernig því fólki líð- ur í sálinni, sem segist berjast fyrir jafnrétti kynjanna, en berst í raun fyrir misrétti þeirra. Er það ekki bara sjálfsagt fyrirkomulag, að dómarar í æðsta dómstól þjóð- arinnar séu valdir eftir hæfi þeirra og hæfni til að gegna þar störfum, hvort sem þeir eru karlar eða kon- ur? Af hverju lætur Kvenréttinda- félagið ekki af þessari minnimátt- arkennd fyrir hönd kvenna og hvetur ein- faldlega til þess að verðleikar umsækjenda um embætti séu látnir ráða en ekki kynferði þeirra? Og meðal annarra orða: Gerum sem snöggvast ráð fyrir að menn séu að jafnaði t.d. 55 ára gamlir við skipun í dómaraemb- ætti í Hæstarétti. Ætli hlutfallsleg skipting karla og kvenna í dóm- inum sé ekki svipuð hlutfallsskiptingu kynjanna í þeim hópi lögfræðinga sem komn- ir eru á þennan aldur? Mér segir svo hugur að það láti nærri. Ég er að vísu algerlega andvígur því að svona mæli- kvarðar séu notaðir við veitingu embætta. Fyr- ir Kvenréttindafélagið og forsendur þess væri hann þó sá eini sem gæti talist frambærilegur. Búum okkur til það dæmi, að í landinu séu 100 lögfræðingar, sem komnir eru á þennan aldur og teldust hæfir til að setjast í Hæstarétt, þar sem dóm- arar eru 9 talsins. Gerum svo ráð fyrir að 4 þessara lögfræðinga væru konur en 96 karlar. Nú myndi Kvenréttindafélagið, í samræmi við aðferðafræði sína, halda því fram að allar konurnar ættu að fá sæti í Hæstarétti ef þær sæktust eftir því, bara af því að þær væru konur. Sú krafa væri þá studd við sjónarmið um jafnrétti kynjanna! Sjónarmið af þeim toga sem birt- ist í ályktun Kvenréttindafélagsins fela í sér kröfu um mismunun og ranglæti. Ég skora á dóms- málaráðherra að láta þau ekki hafa nokkur áhrif á ákvörðun sína. Hann á því aðeins að skipa Hjördísi Há- konardóttur í embættið nú, að hann telji hana hæfari til að gegna því en aðra umsækjendur. Krafa um misrétti Heimir Örn Herbertsson skrifar um embætti hæsta- réttardómara Heimir Örn Herbertsson ’Sjónarmið afþeim toga sem birtist í ályktun Kvenréttinda- félagsins fela í sér kröfu um mismunun og ranglæti.‘ Höfundur er héraðsdómslögmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.