Morgunblaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 242. TBL. 92. ÁRG. MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is N O N N I O G M A N N I Y D D A / S IA .I S / N M 1 3 3 3 5 fiÚ fiARFT EKKI A‹ HAFA ÁHYGGJUR AF fiVÍ A‹ VEXTIRNIR HÆKKI NÆSTU 40 ÁRIN KB ÍBÚ‹ALÁN – kraftur til flín! Vaskir víkingar Bitið í skjaldarrendur á víkinga- hátíð í austurbænum | Daglegt líf Fasteignir | „Veggjakrot“ í svefnherberginu  Skil leiguhús- næðis Íþróttir | Tíu leikmenn fóru veikir til Búdapest  Spenna og titringur á Hellu  Eriksson hangir á bláþræði Fasteignir og Íþróttir í dag „HANN er ótrúlegur.“ „Þetta er alveg hreint magnað.“ „Hugsið ykkur, áttatíu og fjögurra ára gamall,“ hvísluðu meðlimir ónefnds karlakórs sín á milli þegar Guðmundur Jónsson, óperusöngv- ari, kom sér fyrir á sviði Langholtskirkju á af- mælis- og kveðjutónleikum Guðfreðs Hjörvars Jóhannssonar, í gærkvöldi. Guðfreður lætur nú af störfum eftir sjö ára þjónustu við kirkjuna en hann hefur sjálfur lagt stund á söng og meðal annars fengið leiðsögn frá Guðmundi Jónssyni. Guðmundur tók því vel í bón hans um að syngja á tónleikunum í gær en hann hefur ekki sungið opinberlega í fjórtán ár að undanskildum nokkr- um jarðarförum. Það er þó fjarri því að hann hafi láti söng eiga sig, því ásamt því að syngja sjálfur kennir hann enn mörgum nemendum. Það fór kliður um þéttsetinn salinn þegar Guð- mundur kom sér fyrir á sviðinu. Hann ýtti göngu- grindinni til hliðar, rétti úr sér og söng Lofsöng Beethovens svo gæsahúð fór eflaust um fleiri en blaðamann. Í lokin dæsti hann og greip aftur í göngugrindina en áheyrendur stóðu upp og fögn- uðu ákaft og lengi. Guðmundur Jónsson, 84 ára, söng á tónleikum í Langholtskirkju Áheyrendur stóðu upp og fögnuðu Morgunblaðið/Golli Guðmundur syngur Lofsöng Beethovens. Hjá honum stendur afmælisbarnið Guðfreður Hjörvar. ÍBÚAR Beslan í Norður-Ossetíu jarðsettu í gær börn, foreldra og kennara sem létu lífið í skóla bæj- arins eftir að hryðjuverkamenn tóku þar um þúsund manns í gíslingu. Íbúar Beslan grófu grafir á túni, sem er á stærð við knattspyrnuvöll, við kirkjugarð bæjarins. Tugir bæjarbúa lögðu blóm og vatnsflöskur úr plasti við íþróttahús skólans þar sem fólkinu var haldið í gíslingu. Vatnsflöskurnar áttu að minna á að börnunum var meinað um mat og vatn í nær þrjá daga í mikilli hitasvækju í byggingunni. Ákærður fyrir þátttöku í gíslatökunni Mikil reiði er meðal íbúa bæjarins vegna framgöngu rússneskra yfir- valda í málinu. Einn þeirra, Aslanb- ek Badtíjev, 38 ára fyrrverandi lög- reglumaður, sagði að hryðjuverka- mennirnir hefðu getað smyglað vopnum inn í Norður-Ossetíu vegna spillingar lögreglumanna og landa- mæravarða. Hann sagði þá nær alla þiggja mútur og þeir sem gerðu það ekki væru reknir. „Ef yfirvöld hefðu gert skyldu sína hefði þetta ekki gerst,“ sagði Badtíjev. Hann bætti við að fólk kæmist ekki einu sinni með kassa af tómötum í gegnum varðstöðvar lög- reglunnar án þess að þurfa að greiða mútur. „Hvers vegna gátu hryðju- verkamennirnir smyglað hingað vopnum úr því að lögreglan skoðar tómatakassana tuttugu sinnum?“ Sergej Frídínskí, aðstoðarríkis- saksóknari Rússlands, sagði í gær að 30 hryðjuverkamenn hefðu fallið í átökum við sérsveitarmenn á föstu- dag. Þrír hefðu verið handteknir vegna málsins og einn þeirra yrði ákærður fyrir að hafa tekið þátt í gíslatökunni. Aðstoðarríkissaksóknarinn vildi ekki greina frá nafni og þjóðerni mannsins. Enn var óljóst í gær hversu marg- ir biðu bana í hildarleiknum í skól- anum. Embættismenn sögðu að 324– 340 hefðu látið lífið en starfsmaður líkhúss í bænum sagði að þangað hefðu þegar verið flutt 394 lík. Óstaðfestar fregnir hermdu að um 180 til viðbótar væri enn saknað. AP Ættingjar tveggja systra, sem létu lífið í skólanum í Beslan, við líkkistur þeirra áður en þær voru jarðsettar í gær. Mikil reiði í Beslan í garð rússneskra yfirvalda Fórnarlömb gíslatökunnar í Norður-Ossetíu borin til grafar  Pútín lofar/14 AP Rússneskir lögreglumenn færa meintan gíslatökumann í fangelsi. FLOKKUR þýskra jafnaðarmanna, undir forystu Gerhards Schröders kanslara, galt mikið afhroð í kosn- ingum til þings sambandslands- ins Saarlands í gær. Kjörfylgi flokksins minnk- aði um þriðjung, úr 44,4% í aðeins 30,8%. Er þetta minnsta fylgi sem flokkurinn hefur fengið í Saarlandi í rúma fjóra áratugi, eða frá 1960. Ósigurinn er einkum rakinn til umdeildra áforma Schröders um að gerbreyta atvinnuleysisbótakerfinu. Kristilegir demókratar juku fylgi sitt um tvö prósentustig í 47,5% og fengu meirihluta sætanna á þingi Saarlands, 27 af 51. Flokkur Schröders galt afhroð Berlín. AFP. Gerhard Schröder SÆNSKUR vélvirki kvaðst í gær ekki ætla að greiða stöðumælasekt sem hann hefur fengið fyrir að hafa lagt snjóbíl sínum ólöglega í enska bænum Warwick í sumar. Vélvirkinn Krister Nylander í bænum Bollstrabruk í Norður- Svíþjóð kvaðst hafa orðið furðu lostinn þegar hann fékk kröfu um greiðslu sektar að andvirði 12.000 íslenskra króna frá fyrirtækinu Euro Parking Collection sem ann- ast innheimtu breskra stöðumæla- sekta erlendis. Hafa fengið 37 kvartanir „Ég hef geymt snjóbílinn í hlöð- unni minni í allt sumar,“ sagði Ny- lander og kvaðst aldrei hafa farið til Warwick. „Ég var síðast í Bret- landi fyrir sextán árum og sá þá að þar eru ekkert sérlega góð skilyrði til að aka snjóbíl á sumrin.“ Sænsku neytendasamtökin segj- ast hafa fengið 37 kvartanir frá Sví- um sem hafa fengið stöðumælasekt- ir frá Euro Parking Collection en segjast ekki hafa ekið bílum sínum í Bretlandi. Furðar sig á sektinni Stokkhólmi. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.