Morgunblaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 24
MINNINGAR 24 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Pétur Hannes-son, fyrrverandi deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg, fæddist í Reykjavík 5. maí 1924. Hann lést á öldrunardeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss á Landakoti 27. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru Hannes Jónas Jóns- son, fyrrverandi kaupmaður, f. á Þóreyjarnúpi í Lín- akradal, Kirkju- hvammshreppi, Vestur-Húna- vatnssýslu 26. maí 1892, d. 21. júlí 1971, og kona hans Ólöf Guð- rún Stefánsdóttir, húsmóðir, f. á Kotleysu við Stokkseyri 12. maí 1900, d. 23. júlí 1985. Foreldrar Hannesar voru Jón Lárus Hans- son, bóndi og kaupmaður, f. 1864 í Hvammi í Langadal, d. 1940 í Reykjavík. Móðir Hannesar var Þorbjörg Sigurðardóttir, f. 1859 í Klömbrum í Vestur-Hópi, d. 1936 í Reykjavík. Foreldrar Ólafar voru Stefán Ólafsson frá Syðri- Steinsmýri í Meðallandi, Vestur- Skaftafellssýslu, f. 1855, d. 1941, og kona hans, Sesselja Svein- björnsdóttir, frá Þórarinsstöðum og Kluftum í Hrunamannahreppi, Árnessýslu, f. 1859, d. 1952. hennar voru Árni Þorvaldsson, bóndi í Hólkoti á Reykjaströnd, f. 23. júní 1891, d. 16. mars 1965, og kona hans Sigurbjörg Hálf- dánardóttir frá Sauðárkróki, f. 1. maí 1899, d. 9. nóvember 1967. Börn Péturs og Guðrúnar eru: 1) Hannes, prófessor og yfirlæknir, f. 30. desember 1947, kvæntur Júlíönu Sigurðardóttur. Börn þeirra eru: Sólveig Guðrún, Kristín Inga og Þórunn. 2) Sól- veig Guðrún, alþingismaður og fyrrverandi dóms- og kirkju- málaráðherra, f. 11. mars 1952, gift Kristni Björnssyni, stjórnar- formanni Straums hf., fjárfest- ingarbanka. Börn þeirra eru Pét- ur Gylfi, Björn Hallgrímur og Emilía Sjöfn. Pétur var vörubifreiðarstjóri hjá Þrótti um árabil og átti m.a. sæti í stjórn þess félags. Hann hóf síðan störf hjá Reykjavíkur- borg hjá gatnamálastjóranum í Reykjavík, fyrst sem fulltrúi og síðan deildarstjóri hreinsunar- deildar Reykjavíkurborgar og vann þar um 30 ára skeið. Pétur lét mikið til sín taka í félagsmál- um, m.a. hjá Reykjavíkurborg og gegndi einnig mörgum trúnaðar- störfum fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Hann var lengi formaður Óð- ins, málfundafélags launþega í Sjálfstæðisflokknum, og sat í verkalýðsráði flokksins um ára- bil. Þá var hann einnig um skeið í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík. Pétur verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Systkini Péturs eru: Sveinbjörn, fyrr- verandi rekstrar- stjóri hjá Reykjavík- urborg, f. 30. nóvember 1921, d. 21. janúar 1998. Stef- án, fyrrverandi verk- efnastjóri hjá Reykja- víkurborg, f. 22. apríl 1923. Sesselja, hús- móðir á Sauðárkróki, f. 6. júní 1925. Ólafur Hannes, prentari í Reykjavík, f. 7. nóv- ember 1926. Andrea Kristín, fyrrverandi starfsmaður hjá Flugmálastjóra í Reykjavík, f. 9. september 1928. Björgvin, fyrrverandi starfsmað- ur hjá Flugleiðum í Reykjavík, f. 20. júní 1930. Jóhann, húsgagna- smiður í Reykjavík, f. 20. júní 1930. Jón Stefán, húsasmíða- meistari í Hafnarfirði, f. 8. jan- úar 1936, d. 6. janúar 2003. Sig- urður Ágúst, stýrimaður í Reykjavík, f. 17. ágúst 1937. Þor- björg Rósa, húsmóðir í Reykja- vík, f. 12. febrúar 1939. Hálf- systir þeirra er Málfríður Hannesdóttir, fyrrverandi starfs- maður Búnaðarbankans í Reykja- vík, f. 2. ágúst 1920. Pétur kvæntist 17. júlí 1948 Guðrúnu Margréti Árnadóttur, f. 24. október 1926. Foreldrar Pétri Hannessyni kynntist ég af einhverri alvöru fyrri hluta árs 1973, eða fyrir liðlega þrjátíu og einu ári. Þannig háttaði nefnilega þá til, að ég hóf um svipað leyti að gera hosur mínar grænar fyrir Sólveigu, dóttur Péturs og eiginkonu hans Guðrúnar Árnadóttur. Þetta hafði þær afleið- ingar, að við Sólveig höfum átt ánægjulega samleið í lífsins ólgusjó allar götur síðan. Reyndar vissi ég hver Pétur Hannesson var áður en við Sólveig kynntumst, vegna þess, að Pétur var þá þegar þekktur mað- ur og virkur í starfi Sjálfstæðis- flokksins. Til skamms tíma nutum við Sólveig þeirra ómetanlegu for- réttinda að eiga samvistir við báða foreldra okkar beggja, og verður sú langa samleið seint fullþökkuð. Nú hefur sú breyting orðið á að móðir mín, Sjöfn Kristinsdóttir, féll frá í lok október í fyrra og í dag kveðjum við föður Sólveigar, Pétur Hannesson, hinstu kveðju. Pétur Hannesson var alltaf afar hógvær og yfirvegaður maður en þegar og ef menn náðu trúnaði hans og vináttu þá áttu þeir hinir sömu hauk í horni þar til yfir lauk. Við Pét- ur urðum fljótlega góðir vinir og höf- um á undanförnum áratugum átt margar ánægjulegar stundir saman. Pétur kom frá stórri fjölskyldu úr hjarta Vesturbæjaríhaldsins í Reykjavík og var það töluverð lífs- reynsla að kynnast því góða fólki. Syskinin voru afar samstiga í skoð- unum sínum og héldu vel hópinn og makar þeirra og börn einnig. En mestu og bestu vinir Péturs voru án alls vafa eftirlifandi eiginkona hans, Guðrún Árnadóttir, og börn hans, Hannes og Sólveig, makar þeirra og börn. Þær verða nú aldrei taldar stundirnar, sem Pétur og Guðrún áttu með börnum sínum, mökum þeirra og barnabörnum, þar sem þau voru gefandi og veitandi aðilinn, en við hin þiggjendur. Hitt er víst að hér hefur verið sérlega fallegt og skemmtilegt samband á milli þriggja kynslóða, sem ómetanlegt hefur ver- ið að vera þátttakandi í. Pétur Hannesson var fríður maður ásýndum. Hann bar sig alltaf vel og var lengst af í einkar góðu líkamlegu formi. Pétur var snyrtimenni svo eft- ir því var tekið. Pétur var mikill úti- vistarmaður og hafði yndi af göngu- ferðum, bæði stuttum en þó sérstaklega löngum og miklum, alla vega í augum óreyndari samferða- manna. Pétur var mjög víðlesinn maður og kom mér oft á óvart hvað hann hafði lesið mikið, einkum af fræðibókum og sögutengdu efni, en einnig af öðru lesefni. Pétur var afar vel að sér um alla landafræði Íslands og raunar var hann vel að sér um landafræði almennt. Pétri fannst að aðrir, einkum og sér í lagi hans nán- asta fólk, ætti einnig að þekkja helstu staðreyndir um Ísland, sögu þess, menningu og landafræði og gat átt það til að taka menn í óumbeðnar kennslustundir í þeim fræðum. Við Sólveig fórum í margar frábærar ferðir um hálendi Íslands með Pétri, sem munu lifa í minningunni svo lengi sem við lifum, slík voru ævin- týrin. Fróðleikur Péturs um stað- hætti og einlæg hrifning hans og gleði yfir því að ná að komast á nýja og merka staði í öræfum landsins á hinum mörgu ferðum okkar, eru ógleymanleg. Pétur Hannesson var pólitískur maður í besta skilningi þess orðs. Pétur var fæddur og uppalinn í verkamannabústöðunum í Vesturbæ Reykjavíkur og flutti síðan með fjöl- skyldu sína í verkamannabústaðina í Stórholtinu í Reykjavík. Af eigin rammleik og dugnaði byggði Pétur síðan ásamt Hannesi syni sínum myndarlegt raðhús í Fossvoginum, þar sem hann og Guðrún hafa búið síðustu áratugina. Pétur gleymdi aldrei uppruna sínum og bar alla tíð hagsmuni launþega mjög fyrir brjósti. Pétur Hannesson var for- maður Óðins, félags sjálfstæðis- manna í launþegastétt, í mörg ár. Pétur taldi hagsmunum launþega og verkafólks hiklaust best borgið með öflugri þátttöku í starfsemi Sjálf- stæðisflokksins og vænlegast fyrir hagsmuni lands og lýðs að vinna að baráttumálum innan vébanda Sjálf- stæðisflokksins. Pétur sótti alla landsfundi Sjálfstæðisflokksins svo lengi, sem heilsa hann leyfði. Alla tíð áttu margir einstaklingar mikið og gott skjól hjá Pétri, ekki síst fjölmargir vinir hans og félagar, sem minna máttu sín. Pétur sinnti málum þessa fólks af einstakri ósérhlífni í áraraðir og aldrei taldi hann það eftir sér eða ræddi um það við aðra. Það er með miklum söknuði og af mikilli virðingu, sem ég kveð Pétur Hannesson. Ég kveð hann með til- vísun í kvæði Stephans G. Stephans- sonar, sem mér finnst eiga sérlega vel við þennan góða vin minn: „Bognar aldrei – brotnar í bylnum stóra seinast.“ Kristinn Björnsson. Okkur systurnar langar að minn- ast afa okkar, Péturs Hannessonar, í nokkrum orðum. Afi var okkur ein- stakur. Hann var umhyggjusamur, réttlátur, skilningsgóður og alltaf sjálfum sér samkvæmur. Hann hafði alltaf tíma til að ræða við okkur syst- ur um hitt og þetta og fræða okkur um landið, söguna og allt annað milli himins og jarðar. Hann gaf mörg holl og góð ráð og lá heldur ekki á skoð- unum sínum og hafði gaman af að rökræða um málefni líðandi stundar. Við systurnar litum upp til afa og tókum til fyrirmyndar hversu vinnu- samur hann var og hvernig hann ávann sér virðingu og traust í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur, hvort sem var í starfi eða leik. Hann var deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg um áratugaskeið, var mikill sjálf- stæðismaður og tók þátt í ýmsum fé- lagsstörfum í tengslum við það. Við munum líka eftir því hversu uppátækjasamur og mikill prakkari afi gat verið. Sögurnar af afa og systkinum hans voru t.d. sumar hverjar mjög ótrúlegar og áreiðan- lega svolítið ýktar. Afi kemur úr stórri fjölskyldu, en þau voru ellefu systkinin og bjuggu saman í lítilli íbúð við Ásvallagötu. Samkvæmt afa svo lítilli að á meðan einn bróðirinn neyddist til að sofa í baðkarinu þá svaf annar í sokkaskúffunni o.s.frv. Afi var afskaplega mikill útivist- armaður. Hann var allra manna fróð- astur um landafræði Íslands og það var varla til það sker eða sá hóll sem hann afi hefði ekki getað nefnt. Pabbi sagði okkur að sem krakki hefði hann gert sér það að leik að spyrja pabba sinn út úr í landafræði. Aðeins einu sinni tókst honum að reka pabba sinn á gat, en það var þegar pabbi var nýbyrjaður að læra lækn- isfræði, þá spurði hann afa hvar væri að finna „Langerhan’s-eyjar“. Afi braut heilann í marga daga, áður en hann játaði sig sigraðan, og pabbi varð að viðurkenna að eyjar þessar er ekki að finna á landakorti, heldur í briskirtli manna. Afi gekk í vinnuna á hverjum degi, tæplega tíu kílómetra leið, fram og til baka, sama hvernig viðraði. Hann gekk svo hratt að við systurnar þurftum jafnan að hlaupa til að halda í við hann. Göngulagið var auðþekkjanlegt, því hann gekk löngum skrefum; teinréttur og virðu- legur. Þeirri virðingu hélt hann til dauðadags, þrátt fyrir erfið veikindi síðustu árin. Afi gekk einsamall þvert yfir land- ið í það minnsta tvisvar og á hin og þessi fjöll. Í þau skipti sem við syst- urnar vorum með honum á göngu hélt hann ýmist á okkur á hestbaki eða leiddi okkur og hann dró okkur upp bröttustu brekkurnar. Við fór- um í ótal ferðir með afa og ömmu inn- anlands jafnt sem utan. Alltaf sagði afi okkur skemmtilegar sögur í tengslum við þá staði sem við heim- sóttum. Afi var sérstaklega góður og hugmyndaríkur sögumaður og átti auðvelt með að koma ímyndunarafl- inu hjá okkur systrum á fleygiferð. Hann bjó auk þess yfir mikilli þekk- ingu á draugum og öðrum kynjaver- um og þrátt fyrir að vera sjálfur mjög myrkfælinn sagði hann okkur alltaf spennandi draugasögur á öll- um ferðalögum. Við höfðum svo gam- an af sögunum hans að hann las þær margar inn á segulband og sendi okkur til Bretlands, þegar við bjugg- um þar. Afa skipti miklu máli að koma vel fyrir sig orði og allt sem hann lét frá sér var afskaplega vel unnið, skriftin einstaklega falleg og vönduð vinnu- brögð. Oft fannst okkur systrum að hann væri strangur skriftarkennari, en við búum enn að því sem hann kenndi okkur. Aldrei að slá slöku við. Við Sólveig og Kristín minnumst þess hversu gott það var að koma til ömmu og afa í heimsókn frá London og hversu vel þau tóku á móti okkur. Við fengum alltaf að sofa með ömmu í hjónarúminu á meðan afi svaf frammi á gangi í svefnpoka á hörðum legubekk. Þannig vildi hann hafa það. Amma bakaði kleinur á nóttunni og afi var alltaf kominn fram úr eld- snemma, tilbúinn með morgunmat- inn. Afi gat aðstoðað við allt, hvort sem það var að læra að standa á höndum, byggja snjóhús eða smíða flugdreka. Afi: Við eigum eftir að sakna þess að geta ekki sest upp í stofu til þín að ræða málin eða dottað í stólnum við hliðina á þér. Við munum sakna þess að fara í göngutúra með þér og heyra sögurnar þínar. Þær minningar sem þú skilur eftir eru góðar og fullar hlýju og gleði. Við systurnar munum rifja upp sögurnar sem þú sagðir okkur reglulega og við hugsum ávallt til þín. Guð blessi þig. Þínar Sólveig, Kristín og Þórunn. Sterkur vindurinn kom beint í fangið á mér og bar með sér ferskt fjallaloftið. Mér varð litið til Esjunn- ar. Þetta þótti afa nú alltaf falleg sjón, hugsaði ég með mér. Fjöll voru hans ær og kýr. Hann var mikill úti- vistarmaður og göngugarpur af gamla skólanum og hafði eflaust brölt upp á hana Esjuna svo oft að mér dugðu hvorki fingur né tær til að hafa tölu á. Þrátt fyrir það hafði hon- um aðeins einu sinni tekist að draga mig með sér upp á topp, enda hef ég alltaf haft mun meira gaman af að horfa á íþróttir en að taka þátt í þeim. Hann var góður, vænn maður. Svo mikið er víst að mér þótti það aldrei miður að hafa verið skírður í höfuðið á afa mínum Pétri. Ég er stoltur af því. Fáir voru eins vel að sér og hann um land og þjóð og það var yndislegt að ferðast með honum og ömmu um landið. Húmorinn og hugmynda- auðgin voru heldur aldrei langt und- an. Ein kærasta minning mín um hann er úr barnæsku minni þegar hann sagði mér Tarzan-sögur fyrir svefninn af mikilli innlifun. Þvílík ævintýri! Ég áttaði mig ekki á því fyrr en löngu seinna að hann studdist ekki við neina bók þegar hann sagði sögurnar, heldur skáldaði þær allar upp á staðnum. Eflaust hefur hann átt nægan efnivið í slíkar sögur úr ferðum sínum um landið. Þú ert nú lagður upp í hinstu gönguferðina, afi minn. Jafnvel þótt fáar vörður varði leiðina þína veit ég að þú munt komast á áfangastað af þínu alkunna öryggi. Pétur Gylfi Kristinsson. Elsku afi minn, nú ertu farinn frá okkur en undir það síðasta var það mér bæði sárt og fjarlægt að sjá þig. Þú sem varst ætíð svo hraustur. Gast gert allt og ekkert óx þér í augum. Þegar ég hugsa um samverustundir okkar eiga þær sér oftar en ekki stað utan borgarmarkanna. Á Þingvöllum var griðastaðurinn okkar og þér eins og okkur leið alltaf vel þar. Þú hafðir ætíð tíma fyrir barnabörnin þín og þegar hitt fullorðna fólkið var sest niður yfir fréttunum leyfðir þú okkur að hamast í þér og sveiflaðir okkur hring eftir hring þannig að við skríktum af kæti. Ef ég átti í vand- ræðum með að muna staðhætti fyrir landafræðipróf þá settist þú niður með mér og hlýddir mér yfir auk þess sem sögur af stöðunum fylgdu með til að ég myndi betur. Þessar sögur voru ávallt úr Íslendingasög- unum eða þjóðsögunum. Nú og ef þú mundir ekki eftir sögu frá staðnum í svipinn þá bjóst þú hana einfaldlega til. Eitt er víst að barnabarnabörnin þín eiga eftir að heyra sögur af lang- afa þeirra sem kunni allar sögur og glotti alltaf og hló og sló á lær sér þegar eitthvert barnið bar upp á hann ýkjur. Þú varst sérlega ósérhlífinn og hjálpsamur maður afi minn alveg eins og hún amma Nunna. Þú lifðir fyrir fjölskylduna og vorum við öll einkar náin. Ég bið guð að geyma þig og man þig alla tíð. Þín Emilía Sjöfn Kristinsdóttir. Afi var mikið fyrir útivist og gönguferðir. Hann gekk nær oftast í vinnuna úr Fossvoginum og ég man að þegar ég var yngri fannst mér þetta mikil og löng leið til þess að ganga, skildi eiginlega ekki af hverju hann keyrði ekki í vinnuna. Ekki hef- ur þessi leið styst með árunum en nú veit ég að hann gekk hana vegna þess að gönguferðir og útivera gáfu honum mikið. Einnig eru mér minn- isstæð ferðalögin um landið sem við í fjölskyldunni fórum með afa og ömmu. Það er ómetanlegt að fá að upplifa landið og náttúruna frá eigin hendi og ekki skemmdi það fyrir að í þessari fjölskyldu ríkti kapp um að geta nefnt sem flesta staði með nafni og hafa öll örnefni á hreinu. En þótt kapp hafi ríkt, þá lauk því yfirleitt þegar afi kom með sinn úrskurð um hvað væri rétt og hvað væri rangt. Við hann deildi enginn. Mikið lærði maður á þessum ferðum. Enda var það þannig að maður kom aldrei að tómum kofunum hjá afa í sambandi við landafræði eða sögu Íslands. Hann var þó hófsamur í þeim efnum og svaraði spurningum sem beint var til hans og gerði ekki mikið úr fróð- leik sínum. En ef hann heyrði farið með rangt mál þá var hann fljótur til að leiðrétta það og gerði kannski góðlátlegt grín að viðkomandi fyrir rangmælin. Ef maður leitaði til afa þá var er- indinu jafnan vel tekið. Til að mynda var hann alltaf tilbúinn að hlýða mér yfir fyrir próf og lagði mikla áherslu á að maður stæði sig vel í skóla og fengi góða menntun. Hann hjálpaði mér líka að stunda fótbolta og keyrði mig um allan bæinn svo ég gæti mætt á æfingar og spilað leiki. Hann var einnig til í að tefla og spila á spil við mig þótt ég væri ungur að árum og kynni lítið fyrir mér. Hann sýndi mikla þolinmæði við þetta og leyfði mér jafnvel að vinna ófáa leikina. Samband okkar afa var ætíð mjög gott og mun ég sakna hans mikið. Þótt það sé erfitt að kveðja hann þá veit ég að hann er kominn á góðan stað núna og líður vel. Minningarnar um góðan og elskulegan afa minn geymi ég í hjarta mínu og þar mun hann lifa áfram. Björn Hallgrímur Kristinsson. Pétur Hannesson, sem nú er kvaddur eftir myndarlega og sóma- ríka ævi, var lengi virtur yfirmaður hjá Reykjavíkurborg. Ég fer nærri um það, að borgarverkfræðingarnir Gústaf Pálsson og Þórður Þ. Þor- bjarnarson mátu Pétur að verðleik- um, sem og þeirra næstu yfirmenn, borgarstjórarnir í Reykjavík. Var Pétri sýndur mikill trúnaður og rík mannaforráð og brást hann hvergi enda agaður og skipulagður í störf- um sínum. Hann var í senn prúð- menni og fastur fyrir, kröfuharður við aðra, en að sama skapi og ekki síður við sjálfan sig. Hann gat því lit- ið stoltur um öxl til starfa sinna á vettvangi höfuðborgarinnar okkar, þar sem hann á gifturíkum ferli hafði sjálfur vaxið með vaxandi verkefnum og aukinni ábyrgð. En Pétur bar víðar niður. Hann var einn af forystumönnum fulltrúa- ráðsmanna Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og kom inn á þann vett- vang sem einn helsti leiðtogi Óðins- manna um langa hríð, og þar með PÉTUR HANNESSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.