Morgunblaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 14
ERLENT
14 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
410 4000 | landsbanki.is
Banki allra landsmanna
Í
SL
EN
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
LB
I
25
42
2
09
/2
00
4
Í
SL
EN
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
LB
I
25
42
2
09
/2
00
4
Fjárfestingarfélagi› Atorka hf., kt. 600390-2289, Laugavegi 182, 105 Reykjavík, tilbo›sgjafi,
b‡›ur hluthöfum í Afli fjárfestingarfélagi hf., kt. 61195-2069, Laugavegi 182, 105 Reykjavík,
a› kaupa hlutabréf fleirra í félaginu.
Tilbo› fletta er sett fram í samræmi vi› VI. og VII. kafla laga nr. 33/2003, um ver›bréfavi›skipti.
Samkvæmt 32. grein laganna er me›al annars kve›i› á um a› a›ilum sem eignast 40%
atkvæ›isréttar í hlutafélagi, sem skrá› er á skipulegum ver›bréfamarka›i, er skylt a› gera ö›rum
hluthöfum yfirtökutilbo›. Fjárfestingarfélagi› Atorka hf. sem á 54,98% af virku hlutafé í Afli
fjárfestingarfélagi hf. gerir flví hluthöfum tilbo› í hlutabréf fleirra. Í kjölfar yfirtökutilbo›sins
er stefnt a› afskráningu Afls fjárfestingarfélags hf. úr Kauphöll Íslands.
Tilbo›sver›i› er 2,50 kr. fyrir hverja krónu nafnver›s í Afli fjárfestingarfélagi hf. Greitt ver›ur fyrir
hlutina me› n‡jum hlutum í Fjárfestingarfélaginu Atorku hf. mi›a› vi› gengi› 4,25. Skiptigengi›
er flví 0,588 kr. hlutafjár í Fjárfestingarfélaginu Atorku hf. fyrir hverja krónu nafnver›s í Afli
fjárfestingarfélagi hf.
Tilbo› fletta gildir frá klukkan 9:00 föstudaginn 10. september 2004 til kl. 16:00 föstudaginn
8. október 2004. Hluthafar í Afli fjárfestingarfélagi hf. fá tilbo›syfirlit og ey›ubla› til samflykkis
tilbo›inu sent í pósti næstu daga.
Umsjónara›ili yfirtökutilbo›sins fyrir hönd Fjárfestingarfélagsins Atorku hf. er Fyrirtækjará›gjöf Landsbanka Íslands hf.,
Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík. Nánari uppl‡singar um yfirtökutilbo›i› er hægt a› nálgast hjá umsjónara›ila.
Tilboð til hluthafa í Afli fjárfestingarfélagi hf.
Reuters
Ættingjar og nágrannar átta ára barns, sem lét lífið í skólanum í Beslan, kveðja hann áður en hann var borinn til grafar í gær.
„Við sýndum veikleika og veikt fólk
fer halloka,“ sagði Pútín. Hann rakti
þessa veikleika til hruns Sovétríkj-
anna, erlendra óvina sem leituðust við
að splundra Rússlandi og spilltra
embættismanna. Hann sagði að Rúss-
ar gætu ekki lengur lifað „áhyggju-
lausu lífi“ og þyrftu allir að taka hönd-
um saman í baráttunni við
hryðjuverkamenn.
„Sumir vilja skera safaríkan kjöt-
bita frá okkur, aðrir vilja hjálpa
þeim,“ sagði Pútín. „Þeir aðstoða,
telja að þeim stafi enn hætta af Rúss-
landi sem einu af mestu kjarnorku-
veldum heims. Þess vegna þurfi að
uppræta þessa hættu. Og hryðju-
verkastarfsemi er auðvitað
aðeins tæki til að ná þess-
um markmiðum.“
Nokkrir sérfræðingar í
öryggismálum sögðu að svo
virtist sem Pútín kenndi
Vesturlöndum um hryðju-
verkin og ræðan markaði
því þáttaskil í utanríkisstefnu hans.
„Hverjir óttast kjarnavopnin okkar?
Að hverjum beinast þau? Það eru
Vesturlönd, ekki Osama bin Laden,“
sagði Pavel Felgenhauer, óháður sér-
fræðingur í varnarmálum Rússlands.
Pútín hét ráðstöfunum til að stokka
upp í öryggisstofnunum, sem hann
viðurkenndi að væru flekkaðar af
spillingu, og herða eftirlitið á landa-
mærunum.
Réttindi borgaranna
verði ekki skert
Sergej Markov, sérfræðingur í
rússneskum stjórnmálum, sagði að
Pútín væri að búa sig undir viðamiklar
breytingar á öryggisstofnunum í lík-
ingu við þær sem hófust í Bandaríkj-
unum eftir hryðjuverkin þar 11. sept-
ember 2001. Hann spáði því að þessar
breytingar myndu hafa mikil áhrif á
líf Rússa á næstu árum, t.a.m. stór-
hert öryggisgæsla við skóla.
„Gerðar verða ráðstafanir til að
hindra að hryðjuverkamenn geti not-
að fjölmiðlana í auglýsingaskyni og
mikilvægt er að erlendu fjölmiðlarnir
skilji þetta líka,“ sagði Markov.
Pútín sagði þó í ávarpinu að stjórn-
arskrárbundin réttindi borgaranna
yrðu ekki skert. „Ég vil leggja áherslu
á þetta: allar þessar aðgerðir verða í
fullu samræmi við stjórnarskrá lands-
ins.“
Illa skipulagðar aðgerðir
Rússnesk yfirvöld segja að þau hafi
ekki ætlað að fyrirskipa sérsveitar-
mönnum að ráðast inn í skólann í
Beslan til að frelsa gíslana og áhlaupið
á föstudag hafi því ekki verið undirbú-
ið. Franskir og breskir sérfræðingar í
aðgerðum til að frelsa gísla segja að
þetta hafi einmitt verið meinið; sér-
sveitarmennirnir hafi augljóslega
ekki verið undir það búnir að takast á
við gíslatökumennina og aðgerðir yf-
irvalda hafi verið illa skipulagðar.
Rússnesk yfirvöld hafa meðal ann-
ars verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki
látið loka svæðinu umhverfis skólann.
Fréttamenn og foreldrar barnanna
hafi fengið að fara mjög nálægt bygg-
ingum skólans og því truflað aðgerðir
sérsveitarmannanna. Þá hafi þeir ver-
ið illa búnir vopnum og
tækjum til að njósna um
gíslatökumennina í skól-
anum.
Sérfræðingarnir viður-
kenna þó að sérsveitar-
mennirnir voru í mjög
slæmri aðstöðu vegna
þess að hættan á blóðsúthellingum
var alltaf mjög mikil.
Beiðni um skýringar mótmælt
Rússnesk stjórnvöld hafa mótmælt
harðlega ummælum Bernards Bots,
utanríkisráðherra Hollands, sem fer
með formennsku í Evrópusamband-
inu, um að sambandið þyrfti að „fá
skýringar frá rússneskum stjórnvöld-
um á því hvers vegna þessi sorglegi
atburður gat átt sér stað“. Bot lét
þessi orð falla skömmu eftir að sér-
sveitarmennirnir réðust inn í skólann
og Rússar túlkuðu þau þannig að ráð-
herrann kenndi þeim um blóðsúthell-
ingarnar.
Utanríkisráðherra Rússlands,
Sergej Lavrov, sagði ummæli Bots
„ósvífin, viðbjóðsleg og afar móðg-
andi“.
Enn er óljóst hverjir gíslatöku-
mennirnir voru. Talsmaður innanrík-
isráðuneytis Norður-Ossetíu sagði að
tíu arabar, Ossetíumaður, Rússi, Ing-
úsar og Tétsenar hefðu tekið þátt í
gíslatökunni. Rússneskir embættis-
menn segja að gíslatökumennirnir
tengist tétsensku stríðsherrunum
Shamil Basajev og Doku Umarov og
hafi notið stuðnings alþjóðlega
hryðjuverkanetsins al-Qaeda.
Sendimaður tétsenskra uppreisn-
armanna í Evrópu, Ahmed Zakajev,
segir hins vegar að Tétsenar hafi ekki
tekið þátt í gíslatökunni. Uppreisnar-
mennirnir segja að íslamistar í Osset-
íu kunni að hafa staðið fyrir gíslatök-
unni. Flestir íbúar Norður-Ossetíu
eru kristnir og múslímar eru þar í
minnihluta.
Enn var óljóst í gær hversu margir
biðu bana í hildarleiknum í skólanum.
Embættismenn sögðu að 324–340
hefðu látið lífið en starfsmaður lík-
húss í bænum sagði að þangað hefðu
þegar verið flutt 394 lík. Óstaðfestar
fregnir hermdu að um 180 til viðbótar
væri enn saknað, en rússneskir fjöl-
miðlar leiddu getum að því að sumir
þeirra kynnu að vera á meðal þeirra
sem særðust og voru fluttir á nokkur
sjúkrahús í Norður-Ossetíu.
Pútín lofar miklum um-
bótum í öryggismálum
Moskvu. AP, AFP.
’Við sýndumveikleika og
veikt fólk fer
halloka.‘
INNANRÍKISRÁÐHERRA Norður-Ossetíu bauðst í gær til að segja af sér
vegna gíslatökunnar, sem kostaði á fjórða hundrað manns lífið, í skóla í bæn-
um Beslan í rússneska sjálfstjórnarlýðveldinu Norður-Ossetíu. Vladímír
Pútín Rússlandsforseti ávarpaði þjóðina í sjónvarpi um helgina og viður-
kenndi veikleika Rússa frammi fyrir hryðjuverkamönnum sem hann kvað
hafa lýst yfir allsherjarstríði á hendur Rússum. Hann skoraði á rússnesku
þjóðina að fylkja liði gegn óvinunum og lofaði víðtækum umbótum til að efla
öryggisstofnanir landsins og uppræta spillingu.
INNFLYTJENDUM í Svíþjóð
gefst nú kostur á að sækja und-
irbúningsnámskeið við Lög-
regluháskólann í Málmey. Í
frétt á vef dagblaðsins Dagens
Nyheter kemur fram að starfs-
fólk sænsku lögreglunnar á að
endurspegla samsetningu sam-
félagsins en í Málmey eru a.m.k.
25% íbúa innflytjendur af fyrstu
eða annarri kynslóð. Hlutfallið
er alls ekki svo hátt innan lög-
reglunnar á staðnum, en raunar
er ekki vitað hve margir af 2.100
lögregluþjónum á Skáni eru af
innflytjendaættum.
Undirbúningsnámskeiðið
hófst í júní og stendur yfir í sex
mánuði. Því er ætlað að búa at-
vinnulausa innflytjendur undir
inntökupróf í Lögregluháskól-
ann. Standast þarf skrifleg og
verkleg próf.
„Ég held að það sé gott fyrir
Svíþjóð að hafa lögregluþjóna
með innflytjendabakgrunn, sér-
staklega konur,“ segir Masallah
Kartal frá Kúrdistan, ein 34 sem
sitja undirbúningsnámskeiðið.
Til bóta fyrir lögregluna
Mostafa Alshawi flutti til Sví-
þjóðar frá Írak þegar hann var
þriggja ára og hefur langað í
lögguna síðan hann var strákur.
„Ég hef séð hvernig margir af
vinum mínum hafa farið út af
réttri braut. Ég á samfélaginu
og fótboltanum mikið að þakka
og mér finnst ég geta gefið sam-
félaginu eitthvað til baka með
því að verða lögregluþjónn.“
Jan Jönsson, talsmaður
sænsku lögreglunnar, segir í
Dagens Nyheter að það væri til
bóta fyrir sænsku lögregluna að
fá í sínar raðir lögregluþjóna úr
hópi innflytjenda. „Arabískur
lögregluþjónn þekkir arabískar
hefðir og tungumál og á auð-
veldara með að mynda tengsl og
ávinna sér traust.“
Svíþjóð
Vilja inn-
flytjendur í
lögregluna
Gautaborg. Morgunblaðið.