Morgunblaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 27
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004 27
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Verkstjóri
Verktakafyrirtæki á þjónustumarkaði
óskar eftir verkstjóra til framtíðarstarfa.
Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Byrjunarlaun
270 þ. á mán.
Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri
störf sendist til auglýsingadeildar Mbl. merktar:
„Verkstjóri — 0415995“.
RAÐAUGLÝSINGAR
ATVINNUHÚSNÆÐI
Skrifstofuherbergi
Til leigu rúmgott og snyrtilegt skrifstofuher-
bergi í Ármúla 29. Salerni og kaffistofa í mjög
góðri sameign. Góður staður. Einnig 1-2 herb.
á Suðurlandsbraut.
Upplýsingar gefur Þór í síma 899 3760.
KENNSLA
Júdó!
Mánudaginn 6/9 byrja allar
æfingar Júdódeildar Ár-
manns á nýjum stað í
Þróttarhúsinu, Engjavegi
7, Laugardal. Nánari uppl.
um æfingatöflu á: www.armenningar.is/judo
og í síma 898 9680 (Andri).
Ég komst í kynni við
Símoníu þegar Laufey,
dóttir hennar, hóf að
gæta mín „í vist“, eins
og það hét. Laufey rækti þær skyld-
ur af alúð og ábyrgð, eins og hennar
er von og vísa.
Æskuminningarnar eru mikið
tengdar Símoníu og hefur mér í
seinni tíð skilist æ betur, hve góð og
gegn áhrif hún hafði á mig og hve
mikla skuld ég á henni að gjalda fyr-
ir alúð og umhyggju alla tíð. Á sinn
ljúfa, rólega og nærgætna hátt, hafði
hún ákveðnar skoðanir á mönnum
og málefnum, án þess að hafa hátt
um þær, fella sleggjudóma, eða
meiða nokkurn mann. Hún vissi svo
mætavel, hvað manni var fyrir
bestu. Aldrei man ég eftir því að hún
brygði skapi við mig. Líklega þurfti
hún þess ekki; mér þótti gott að gera
henni til hæfis.
Fyrst man ég eftir Símoníu árið
1955, þegar hún steig upp í gamla
Renault-vörubíl Tungubræðra með
allt sitt hafurtask til að gerast ráðs-
kona þeirra í sveitinni. Eftir sat ég, 3
ára smápúki, hágrenjandi á tröpp-
unum á Hlíðarvegi 10. Bíllinn stans-
aði við Bæjarbrekkuna, út kom Sím-
onía, gekk á hljóðið og spurði, hvað
væri að. „Ég ætla að bíða hérna
þangað til þú kemur aftur“, svaraði
ég. Ég hefði mátt sitja ögn, því Sím-
onía flutti ekki út á Ísafjörð aftur
fyrr en rúmum 3 áratugum seinna,
að Sigurjóni bónda gengnum, þegar
hún og sambýlismaður hennar og
hinn bróðirinn, Bjarni, brugðu búi.
Ég hef ekki átt aðrar eins sælu-
stundir, eins og við búsýsl smá-
stráka í Tungu, hjá Símoníu. Á þeim
árum áttu foreldrar mínir og amma
og afi sumarbústaði í Tunguskógi.
Sumur barnæskunnar liðu þar í því,
sem minningin vill kalla alsælu.
Löngum stundum eyddi ég í Tungu
og svaf þar oft, stundum uppí hjá
Bessa, Gylfa, Gulla Sigmunds, eða
einhverju öðru stórmenni, sem
Tungubræður höfðu í kaupa-
mennsku það sumarið. Það var á
þeim árum, þegar strákar í sveit
voru metnir gott betur en matvinn-
ungar, og fengu kaup eins og fyrir
hverja aðra sumarvinnu; rosalegir
vinnuhestar og ógurlega sterkir, að
manni fannst. Á ég góðar minningar
um fleiri góða sumarstráka en ég
kann að nefna.
Þar var alltaf mikill og góður mat-
ur og þar var alltaf fullt búr af tert-
um og hnallþórum. Hjá Símoníu
fékk maður svo exótíska rétti sem
blóðpönnukökur, þegar kálfi var
slátrað. Við eldhúsborðið hennar
deif maður rúgbrauðsbitanum beint
ofan í hnoðmörspottinn, eins og
Tungubræður, þangað til hann var
orðinn eins og sprittkerti að stærð,
og át hann kjamsandi. Ég ku sem
smápatti hafa fundist nokkrum sinn-
um að morgni dags í bæli heimilis-
hundsins, enda var ég sannfærður
um að Snati væri frændi okkar Sím-
oníu.
Á seinni árum var samveran stop-
ulli við Símoníu. Hún var samt alltaf
jafnáhugasöm um velferð mína og
minna, spurði margs og veitti vel.
Síðustu árin var hún blind og að lok-
um inniliggjandi á sjúkrahúsi. Það
lýsir henni vel, að það virtist litlu
breyta um sýn hennar á lífið og til-
veruna. Hún hafði fyrrum fengið að
kynnast hverfulleika lífsins og þurft
að berjast fyrir sig og sína. Lífið var
samt gott í hennar augum, alltaf já-
kvæð. Hún var þakklát þeim sem
gerðu henni til góða og hún gat eftir
sem áður kennt manni, að maður á
að þakka fyrir það sem maður þó
SÍMONÍA
ÁSGEIRSDÓTTIR
✝ Símonía Ásgeirs-dóttir fæddist á
Baulhúsum í Arnar-
firði 3. september
1913. Hún lést á öldr-
unardeild Fjórð-
ungssjúkrahússins á
Ísafirði 11. ágúst síð-
astliðinn og var útför
hennar gerð frá Ísa-
fjarðarkirkju 16.
ágúst.
hefur. Þeir eru margir
sem hafa það svo miklu
ver.
Ég þakka Símoníu
fyrir mig. Ég vona að
mér hafi auðnast að
vera einhverjum jafn-
heill og hún var mér.
Þá fyndist mér ég hafa
vel dugað.
Hörður Högnason.
Það var mikill við-
burður að koma til
Reykjavíkur í fyrsta
sinn með Esjunni þó ég
hafi verið það ungur að ég muni ekki
mikið frá þeirri ferð. En það var
ekki minni viðburður að fara frá
Bíldudal með bílaferjunni sem Palli
og Susi drógu á Steinkunni yfir Arn-
arfjörðinn að Auðkúlu og aka síðan
til Þingeyrar í heimsókn til afa og
systkina mömmu, heimsækja Jó-
hönnu og Palla, systkini pabba á
Flateyri, og fjölskyldur þeirra og
alls staðar var auðvitað gist þó
þröngt væri. En síðan lá leiðin yfir
Breiðadalsheiði í Tungu eða Neðri
Tungu eins og bærinn hét víst réttu
nafni í Tungudal í Skutulsfirði í
heimsókn til Símoníu systur pabba
og sú heimsókn er mér alveg
ógleymanleg. Hver réð þar ríkjum
veit ég ekki enda engin þörf á neinni
stjórnsemi. Bræðurnir Bjarni og
Sigurjón voru góðmennskan upp-
máluð, litu hvor á annan og brostu
þegar það átti við eða hlógu örlítið.
En Símonía frænka var fjörið upp-
málað og slóst úti á hlaði með hjálp
hundanna við strákana sem voru hjá
þeim í sveit til að bjarga Laufeyju úr
klóm þeirra. Að vísu voru hundarnir
ekki alveg með það á hreinu með
hverjum þeir ættu að standa því
strákarnir voru löngu búnir að vinna
traust þeirra. Ég dauðöfundaði
strákana sem voru eldri en ég að fá
að vera þarna í sveit en ekki veit ég
hvernig mér hefði annars líkað
sveitastörfin. Og ekki veit ég hversu
margir hafa verið í sveit í Tungu né
heldur verið þar í tengslum við
skíðalandsmót eða þjálfun Ísfirðinga
á skíðum en þeir eru örugglega ófá-
ir, bæði Íslendingar og erlendir
skíðamenn. Bjarni og Sigurjón sem
báðir eru látnir voru miklir
gönguskíðagarpar og fylgdumst við
með þeim á skíðalandsmótum í
gegnum útvarpið.
Fyrir nærri 15 árum kom ég til
Ísafjarðar í sumarfríi og bankaði þá
upp á hjá Símoníu og Bjarna á Hlíð-
arveginum en Bjarni var þá orðinn
rúmliggjandi. Símonía kom til dyra,
mig minnti að hún hefði verið þybbn-
ari sem hún örugglega hafði verið en
einnig ruglaði ég henni ef til vill
saman við ömmu en sagði: „Þú þekk-
ir mig auðvitað ekki.“ „Jú, víst,“
svarði hún, „þú ert Víðir, þú hefur
augun hans pabba þíns.“ Reyndar
trúði hún mér fyrir því seinna að hún
hefði svindlað aðeins því hún hefði
séð mig í sjónvarpsviðtali. Síðan
kom ég auðvitað ekki til Ísafjarðar
án þess að líta nokkrum sinnum við
hjá Símoníu en mig minnir að Bjarni
hafi verið látinn þegar ég heimsótti
hana næst. Svo fór sjónin hjá henni
að daprast og að lokum held ég að
hún hafi orðið alveg blind, sá
kannski örlítinn mun á nóttu og degi
en ekki meira þó það lagaðist örlítið
síðar. Ég spurði hana eftir það þegar
þannig var komið hvort hún hlustaði
ekki mikið á útvarp en hún kvað nei
við og sagðist eftir að hún missti
sjónina hafa farið að rifja upp ljóð,
m.a. eftir Kristján langafa minn,
pabba sinn, til þess að halda áfram
að vera skýr í kollinum og það tókst
henni svo sannarlega alveg fram í
það síðasta. Hún var svo minnug og
fróð um t.d. ættingja og annað fólk á
eða frá Vestfjörðum að það var með
ólíkindum fannst mér, ég skammað-
ist mín stundum þegar ég þurfti að
spyrja um sömu hlutina aftur. Oftast
þegar ég kom í heimsókn á Sjúkra-
húsið eftir að hún flutti þangað lá
hún útaf en þegar ég sagði „Sím-
onía“ spratt hún upp og settist fram
á rúmstokkinn, faðmaði mig og sagði
um leið eftir þetta eina ávarp mitt:
„Nei, Víðir, ert þetta þú?“ og svo var
spjallað og spjallað, ekki bara um
gamla tímann hennar, nei, einnig um
börn og barnabörn, presta og sýslu-
menn og fleira ágætt fólk. Henni
sárnaði alltaf hvernig farið var með
Tungu þó hún hallmælti aldrei nein-
um í því sambandi frekar en öðrum.
Í júní sl. þegar ég heimsótti hana
var hún hress að vanda en þegar ég
kvaddi sagði ég auðvitað eins og allt-
af að nú ætlaði ég að koma vestur í
sumarfríinu. Þá sagði hún að nú færi
hún brátt að kveðja. Ég gerði nú lítið
úr því og meinti það, því ég trúði því
svo sannarlega að enn væri langt í
það þó tíminn sé auðvitað afstæður.
Ég var alveg viss um að ég mundi
hitta hana hressa og káta fljótlega.
En svo fer ekki, hún hafði á réttu að
standa eins og ávallt. Mikið verður
tómlegt að koma vestur og engin
Símonía frænka þar til að heim-
sækja. Þegar maður hugsar um allar
ævisögurnar sem hafa verið skrif-
aðar um ævi hinna og þessara, jafn-
vel meðan viðkomandi var ungur að
árum verður maður leiður að ekki
hafi verið skrifaður niður fróðleikur
efir Símoníu, þó ekki hefði verið
nema brot af ævi hennar en ég
hugsa að hún hefði ekki kært sig um
neitt slíkt.
Takk, elsku Símonía, fyrir sér-
staklega ánægjuleg kynni.
Víðir Kristjánsson.
Elsku yndislegi Rún-
ar Búi.
Þvílíkur spenningur
sem varð þegar fréttist
að þú værir orðinn til
og sestur að í bumb-
unni hjá mömmu þinni
og enn meiri var spenn-
ingurinn þegar bumban stækkaði og
mér sagt að þarna væri lítill drengur
búinn að hreiðra um sig og kæmi í
heiminn í mars. Svo kom símtalið,
drengurinn fæddur og allt gekk
hratt og vel. Mikið var gaman að fá
að fylgjast með þér, elskan litla. Þú
varst svo mikill gleðigjafi, alltaf
brosandi – nema kannski einu sinni
þegar þú varst í fanginu á mér í
vinnunni okkar mömmu þinnar en þá
varst þú líka bara svangur og þurftir
RÚNAR BÚI
JÖKULSSON
✝ Rúnar Búi Jök-ulsson fæddist í
Reykjavík 6. mars
2004. Hann lést 12.
ágúst síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Áskirkju 27.
ágúst.
að láta vita af því. Ég er
svo glöð yfir að hafa
fengið að kynnast þér
aðeins og að hafa feng-
ið að knúsa þig og
kyssa.
Elsku Rúnar Búi. Ég
veit að þér líður vel og
vakir yfir mömmu
þinni og pabba og
stolta stóra bróður þín-
um honum Viktori
Inga. Ég veit að nú
munt þú skottast á
himnum með hinum
englunum. Egill Krist-
inn, Hjalti Snær,
Maggi og Hrafnhildur Líf munu
gæta þín vel, elsku litli kúturinn
minn. Lifðu vel hjá Guði, við sjáumst
síðar.
Guð geymi þig og blessi minningu
þína alla tíð.
Elsku Vala, Jökull, Viktor Ingi og
fjölskylda. Ég bið Drottin um að
gefa ykkur styrk í þessari miklu
sorg. Ég og fjölskylda mín sendum
ykkur innilegar samúðarkveðjur.
Þórdís Árnadóttir.
Elsku afi.
Þú varst eins og ann-
ar pabbi minn þegar ég
var lítil, ég gat talað við
þig um allt, sama hvað
það var. Þú og amma voruð alltaf til
staðar. Það er svo sárt að sjá þig fara
frá okkur en ég get ennþá talað við
þig.
INGIMAR
ÞÓRÐARSON
✝ Ingimar Þórðar-son fæddist á
Ysta-Gili í Langadal í
Húnavatnssýslu 14.
september 1923.
Hann lést á Dvalar-
heimilinu Garðvangi
9. ágúst síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Keflavíkur-
kirkju 13. ágúst.
En það sem ég á eftir
núna eru minningar,
þær eru svo margar.
Eins og þegar við sát-
um tvö ein inni í stofu
hjá þér og vorum að
hlusta á leikrit í útvarp-
inu. Þú hlóst og hlóst,
þú hafðir svo gaman af
leikritunum í útvarp-
inu.
Ég man þig og þú
manst mig. Ég elska
þig af öllu hjarta, elsku
afi. Þú ert mér efst í
huga. Hvíldu í friði,
elsku afi. Ég mun
sakna þín. Guð geymir okkur öll og
þú vakir yfir okkur.
Þín afastelpa
Elínrós Anna.
Afi minn, Gísli, var
góður maður. Þegar
ég var lítill þá kom
hann alltaf á leigu-
bílnum sínum að
sækja mig eftir skóla og keyrði
mig heim til sín og ömmu. Þar var
ég þangað til mamma og pabbi
komu úr vinnu. Afi og ég spiluðum
oft saman á spil en afi hafði sér-
staklega gaman af spilamennsku.
Ég dáðist oft að öllum verðlaun-
unum sem hann hafði hlotið í gegn-
GÍSLI
SIGURTRYGGVASON
✝ Gísli Sigur-tryggvason
fæddist á Litluvöll-
um í Bárðardal 26.
apríl 1918. Hann lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Skjóli 2. ágúst
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Bústaðakirkju 20.
ágúst.
um tíðina í bridge.
Það var því hægðar-
leikur fyrir hann að
kenna mér að spila.
Við komum oft í heim-
sókn í Steinó í mat
eða bara í kaffi. Jóla-
boðin voru mjög
skemmtileg þegar öll
börn afa og ömmu og
fjölskyldur þeirra
komu saman á einum
stað. Ég man vel eftir
jólaskreytingunum í
Steinó. Afi og amma
skreyttu húsið hátt og
lágt og sérstaklega
man ég vel eftir snjóhúsi sem þau
bjuggu til úr bómull en það voru
litlir karlar ofan á þakinu á skíðum
og ljós inni í húsinu.
Elsku afi minn, ég mun ávallt
minnast þín. Guð gæti þín.
Þinn
Andri.