Morgunblaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 32
DAGBÓK 32 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Daður og skemmtanir munu setja svip sinn á líf þitt næstu vikurnar. Þú gætir einnig orðið í ástfangin/n. Naut (20. apríl - 20. maí)  Samband þitt við foreldra þína ætti að batna á næstu mánuðum. Þetta er einnig góður tími til að fegra og bæta nánasta umhverfi þitt. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur mikla þörf fyrir að bæta nánasta umhverfi þitt. Þú gætir einnig gert þér ljóst hvað það er mik- il ást í nánasta umhverfi þínu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þér ætti að ganga vel í hvers konar viðskiptum og samningaviðræðnum á næstu vikum. Þig mun sennilega langa til að kaupa eitthvað handa þér og þínum nánustu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Venus er á leið inn í merkið þitt og því hefurðu mikil og góð áhrif á fólk- ið í kringum þig. Notaðu næstu vik- urnar til að rækta nánustu sambönd þín og bæta það sem betur má fara. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Aukin einvera mun veita þér tæki- færi til að læra eitthvað nýtt um sjálfa/n þig á næstu vikum. Þú þarft aðeins að hægja á þér og komast í samband við sjálfa/n þig. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Félagslífið mun veita þér mikla ánægju á næstunni. Hvers konar hópvinna ætti einnig að ganga sér- lega vel næstu mánuði. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú munt njóta aukinnar velgengni á næstunni. Þú átt auðvelt með sam- skipti við foreldra þína, kennara og yfirmenn og ættir að nýta það tæki- færi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú munt fá tækifæri til skemmtana á næstunni. Skapandi störf ættu einn- ig að ganga vel hjá þér. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú munt eiga auðvelt með að afla fjár næsta mánuðinn. Þetta er því góður tími til að biðja um lán eða aðra fyrirgreiðslu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert í góðu sambandi við aðra og því ættu nánustu sambönd þín að batna á næstunni. Þú gætir jafnvel orðið ástfangin/n. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Heilsa þín hefur verið að batna að undanförnu. Þér líður vel og því ertu tilbúin/n til að leggja þig fram um að hjálpa öðrum. Stjörnuspá Frances Drake Meyja Afmælisbörn dagsins: Eru velviljuð og hafa mikla samkennd með öðrum. Þau hafa einnig mikla að- lögunarhæfni. Þau þurfa að taka mik- ilvægar ákvarðanir á árinu Úrspilsþraut. Norður ♠8 ♥ÁKG10 N/AV ♦ÁK9854 ♣53 Suður ♠D743 ♥D973 ♦62 ♣Á84 Vestur Norður Austur Suður -- 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Hvernig er best að spila með laufkóng út? Verkefnið er að fría tíglinn og af- trompa vörnina í leiðinni. Sem er hægur vandi ef rauðu litirnir falla 3-2 og á sama hátt vonlaust ef báðir brotna 4-1. En það má tryggja vinning þegar annar hvor rauði liturinn liggur illa. Sagnhafi drepur strax á laufás og tek- ur ÁK í hjarta. Ef hjartað er 4-1, verður að spila upp á jafna tígullegu: taka ÁK og stinga með drottningu, taka svo trompin með G10 blinds. En segjum að báðir fylgi lit í ÁK í hjarta. Þá er hægt að meðhöndla tígulinn af meiri var- færni: Norður ♠8 ♥ÁKG10 ♦ÁK9854 ♣53 Vestur Austur ♠K102 ♠ÁG965 ♥42 ♥865 ♦D1073 ♦G ♣KDG9 ♣10764 Suður ♠D743 ♥D973 ♦62 ♣Á82 Þriðja tromp varnarinnar er skilið eftir og tígulás og LITLUM tígli spilað. Vestur fær þann slag og spilar til dæmis tvisvar laufi. Það er trompað í borði, tíg- ull stunginn með drottningu og þriðja trompið tekið. Tígullinn er nú frír. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 60 ÁRA afmæli. Ídag, 6. sept- ember, verður sextug Jórunn I. Magn- úsdóttir, for- stöðukona, Lunda- brekku 6. Maður hennar er Stefán H. Stefánsson, for- stöðumaður. Þau hjónin verða á ferða- lagi um landið á afmælisdaginn. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 eymd, 8 gegn- sætt, 9 fugl, 10 álít, 11 þolna, 13 bylur, 15 rusl, 18 sjór, 21 bókstafur, 22 mat- reiðslumanns, 23 kross- blómategund, 24 griða- stað. Lóðrétt | 2 drykkjuskapur, 3 sadda, 4 tölustafs, 5 korns, 6 ótta, 7 ylur, 12 mánuður, 14 títt, 15 poka, 16 ósar, 17 tanginn, 18 ux- ana, 19 kona, 20 ílát. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 leiti, 4 fúlan, 7 sellu, 8 múgur, 9 rúm, 11 arna, 13 orka, 14 grind, 15 senn, 17 dæll, 20 ann, 22 ríkur, 23 eitur, 24 finna, 25 tæran. Lóðrétt | 1 losta, 2 iglan, 3 iður, 4 fimm, 5 lágur, 6 norpa, 10 úfinn, 12 agn, 13 odd, 15 skref, 16 nakin, 18 æstir, 19 líran, 20 arða, 21 nett.  Félagsstarf Aflagrandi 40, félagsmiðstöð | Vinnu- stofa kl. 9, boccia kl. 10, félagsvist kl. 14. Hárgreiðsla, fótaaðgerð. Árskógar 4, félagsmiðstöð | Boccia kl. 11, félagsvist kl. 13.30, pútt kl. 10–16. Bólstaðarhlíð 43, félagsmiðstöð | Handa- vinna kl. 9–16, bútasaumur kl. 9–12 og 13– 16, samverustund kl. 10–11, línudans 14–15. Dalbraut 18–20 | Leikfimi kl. 10–11, brids kl. 13. 16.45, pútt. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraun- sel | Kl. 9 húsið opnað, kl. 13.30 félagsvist. Félag eldri borgara í Kópavogi | Félagsvist í Gullsmára kl. 20.30. Félag eldri borgara í Kópavogi | Farið verður í Skaftholtsréttir föstudaginn 10 sept. Réttardagsmatur í Árnesi. Ekið um Hruna að Gullfossi og Geysi – heimleiðis um Laugarvatn. Brottför frá Gullsmára kl. 8 og Gjábakka kl. 8.15 Skráning/ upplýsingar í félagsmiðstöðvunum Gjá- bakka, s: 554-3400 og Gullsmára, s: 564– 5260. Ferðanefndin. Félag eldri borgara í Kópavogi | Félagsvist í Gullsmára 13 kl. 20.30. Fótaaðgerð kl. 10. Skrifstofan opin kl. 10–11.30. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Kvenna- leikfimi kl. 9.30, 10.20 og 11.15 í Kirkjulundi. Opið í Garðabergi kl. 13–17. Gerðuberg, félagsstarf | Kl. 9–16.30 vinnu- stofur opnar m.a. almenn handavinna, frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 9–16.30. Gjábakki | Handavinna kl. 9–17. Gullsmári | Félagsþjónustan er opin virka daga kl. 9–17. Hraunbær 105, félagsmiðstöð | Kaffi, spjall, dagblöðin kl. 9, postulínsmálun, ker- amik, perlusaumur, kortagerð, kl. 9–13, fótaaðgerð, kl. 10–15. bænastund. kl. 10–11. Hvassaleiti 56–58, félagsmiðstöð | Opin vinnustofa kl. 9–16, jóga kl. 9 og kl. 10, kl. 13–16 frjáls spilamennska. Fóta-aðgerðir. Hæðargarður 31, félagsmiðstöð | Opin vinnustofa kl. 9, hárgreiðsla og bað kl. 9– 12, félagsvist kl. 13.30. Banka-þjónusta. Kl. 9–16. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Fótaaðgerð kl. 9, verslunin kl. 10–12, föndur og handa- vinna kl. 13. Norðurbrún 1, félagsmiðstöð | Fótaaðgerð kl. 9–16, smíði kl. 9–12, ganga kl. 10–11, opin vinnustofa kl. 9–12. Vesturgata 7, félags- og þjónustu- miðstöð | Vesturgata 7 | Fótaaðgerð og hárgreiðsla kl. 9–16, hannyrðir kl. 9.15– 15.30, boccia kl. 9–10. Kl. 9–16. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðjan kl. 8.45–11.45, hárgreiðsla kl. 9–16, morg- unstund kl. 9.30–10, handmennt kl. 9.30– 16, fótaaðgerð kl. 10–16, spil kl. 13–16. Myndlist Perlan | Sendiráð Svíþjóðar býður til ljós- myndasýningarinnar „En dag i Sverige“ í Perlunni dagana 6.–26. september nk. Þar má finna ljósmyndir sem teknar voru 3. júní 2003 í Svíþjóð, en þrjú þúsund ljós- myndarar tóku þátt í verkefninu. Skemmtanir Grand Rokk | Hámenningarkvöld, ung- lingamyndir frá árunum 1978–82. 20 ára aldurstakmark. Hefst kl. 20. Útivist Ferðafélagið Útivist | Útivistarræktin gengur frá gömlu Toppstöðinni í Elliðaár- dalnum í dag, kl. 18.30. Hefst kl. 18.30. Söfn Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Afmæl- issýning Borgarskjalasafns Reykjavíkur, þar sem rakið er með skjölum, ljósmyndum og fleiru hvernig Reykjavík breyttist úr sveitaþorpi í nútímalega höfuðborg. Opin 4. sept.–17. okt. nk. mán.–fös. kl. 12–19 og um helgar kl. 13–17. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Kl. 12–19. Málstofur Háskóli Íslands | Málstofa Lagastofnunar Háskóla Íslands verður mánudaginn 6. september kl. 12.15 í Lögbergi, stofu 101. Kurt Ebert prófessor við lagadeild háskól- ans í Innsbruck, Austurríki, fjallar um helstu álitamál varðandi stjórnarskrá Evr- ópusambandsins. Nánari upplýsingar á www.lagastofnun.hi.is. Hefst kl. 12:15. Staðurogstund idag@mbl.is Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Stað og stund á forsíðu mbl.is. Meira á mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. c4 Rc6 4. Rc3 e5 5. g3 g6 6. Bg2 Bg7 7. a3 Rge7 8. O-O O-O 9. d3 d6 10. b4 f5 11. b5 Rd4 12. Bg5 Re6 13. exf5 gxf5 14. Rd5 Rxg5 15. Rxg5 h6 16. Rxe7+ Dxe7 17. Bd5+ Kh8 18. Rf3 Bf6 19. Dd2 Dg7 20. Hab1 Hb8 21. Kh1 b6 22. Re1 Bd7 23. Rg2 Hbe8 24. f3 He7 25. Df2 Dg6 26. Hbe1 Hg7 27. f4 Dh5 28. Re3 exf4 29. Dxf4 Be5 30. Bf3 Dg5 31. Dxg5 hxg5 32. Bc6 Bc8 33. Rg4 Bd4 34. Bd5 Bc3 35. Hc1 Bb2 36. Hc2 Bd4 37. Kg2 He7 38. Bc6 Kg7 39. Rf2 Hh8 40. g4 fxg4 41. Re4 Staðan kom upp á franska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu í Val d’sere. Sigurvegari mótsins, Joel Lautier (2666) hafði svart gegn Seb- astien Maze (2497). 41... g3! 42. Kh1 svartur hefði einnig unnið eftir 42. hxg3 Bh3+. 42... Bh3 43. Hf3 Bf2! 44. Hcxf2 gxf2 45. Hxf2 Hf8 46. Kg1 Hef7 og hvítur gafst upp. Lokastaða móts- ins varð þessi: 1. Joel Lautier (2666) 8½ vinning af ellefu mögulegum. 2. Laurent Fressinet (2637) 6½ v. 3.-7. Josif Dorfman (2599), Anatoly Vaisser (2580), Jean Degraeve (2530), Andrei Sokolov (2583) og Robert Fontaine (2517) 6 v. 8.-9. Igor Nataf (2553) og Manuel Apicella (2532) 5 v. 10. Lagr- ave-Vachier (2458) 4½ v. 11. Sebastien Maze (2497) 3½ v. 12. Jean Roux (2489) 3 v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. PLÚSKORTSMÓT Hróksins, Viðskiptanetsins og Flugfélags Íslands fór fram á Lækjartorgi á Menningarnótt. 56 keppend- ur tóku þátt í mótinu, þar af tveir stórmeistarar, alþjóðlegir meistarar og margir af efnileg- ustu skákkrökkum landsins. Eftir fyrri keppnisdaginn sem var hörkuspennandi höfðu 32 tryggt sér rétt til að mæta á Lækjartorg daginn eftir og taka þátt í úrslitamótinu þar sem teflt var upp á 500.000 Við- skiptanetskrónur. 32 manna úrslit fóru fram á laugardeginum í sól og hita. Úrslitin voru að mestu eftir bókinni. Sigurður Páll lenti þó í miklum erfiðleikum með Norð- urlandameistara 10 ára og yngri, Hjörvar Stein Grétars- son, og þurfti bráðabana til að skera úr um hver færi áfram í 16 manna úrslit. Í bráðabanan- um féll Hjörvar Steinn á tíma í betri stöðu. Í úrslitum tefldu stórmeist- arinn Helgi Áss Grétarsson og alþjóðlegi meistarinn Stefán Kristjánsson. Sú viðureign var aldrei spennandi því Stefán sigraði þrisvar í röð og því þurfti aldrei að grípa til fjórðu skákarinnar. Lokastaða: 1. Stefán Krist- jánsson, 2. Helgi Áss Grétars- son, 3. Jón Viktor Gunnarsson, 4. Björn Þorfinnsson, 5. Róbert Harðarson, 6. Tómas Björns- son, 7. Þröstur Þórhallsson, og 8. Arnar Gunnarsson. Hlut- skörpust kvenna var Sigríður Björg Helgadóttir. Stefán Krist- jánsson sigr- aði á Plús- kortsmóti EINS og undafarin ár verða mánudags- fundirnir miðpunktur félagsstarfs Sam- fylkingarinnar í Kópavogi. Mánudagsfundirnir verða haldnir í hinu ágæta húsnæði félagsins á þriðju hæð í Hamraborg 11 og hefjast kl. 20.30. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar mætir á fyrsta mánu- dagsfund haustsins og leiðir umræður um framvindu stjórnmála á gegnu sumri. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ingibjörg Sólrún á mánudagsfundi Samfylkingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.