Morgunblaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ S igrar og sár vonbrigði eru fylgifiskar eins af vin- sælustu sjónvarpsþátt- um landsins, stjörnuleit- arinnar eða Idol- keppninnar. Keppnin sló í gegn á síðasta ári og nú stendur undirbún- ingur fyrir aðra þáttaröðina, sem fer í loftið 1. október næstkomandi, yfir. Prufur verða á fimm stöðum en auk Reykjavíkur og Akureyrar er farið til Vestmannaeyja, Ísa- fjarðar og að lokum Egilsstaða í leit að stjörnu. Blaðamaður slóst í för með dómurum og fékk að sniglast í kringum önnum kafið starfsfólk við prufur í Höllinni í Vestmannaeyjum á föstudag. Alls reyndu 29 fyrir sér í söng og sviðsframkomu í Eyjum og af þeim komust átta áfram. Keppendur sem blaðamaður ræddi við voru ánægðir með að geta farið í prufur í Eyjum en þurfa ekki að gera sér ferð upp á land. „Það gerði útslagið. Annars hefðum við ekki farið,“ sagði einn þeirra. Kvíðablandin eftirvænting fyllti andrúmsloftið í anddyri Hallarinnar þar sem keppendur og stuðnings- menn biðu átekta. Eftirvæntingin braust út í gleði og söng en kvíðann virtist hópurinn ná að fela vel. Blaðamaður, sem fékk að stíga inn í myndavélum fyllt dómaraherbergið áður en leikurinn hófst, er ekki í vafa um að kvíðinn safnast fyrir í hnút í maganum þegar keppendur hefja þar upp raust sína, berskjald- aðir fyrir framan mikla reynslu- bolta í bransanum. Dómararnir, Bubbi Morthens, Sigga Beinteins og Þorvaldur Bjarni, voru að sögn eins keppand- ans „ótrúlega brosmild“. Sjálf segja þau mestu máli skipta að vera heið- arleg. „Það er engum greiði gerður með því að ljúga því að hann sé góður en síðan er ekkert þar að baki,“ segir Sigga. Hún segist oft sjá mikla taugaspennu hjá kepp- endum, og sumir nái ekki að sýna sitt rétta andlit vegna álags. Sigga segir þó erfitt að segja til um hverj- ir eigi eftir að fara langt í keppn- inni fyrr en keppendur séu búnir að syngja með undirspili. Tveggja daga vinna fyrir 25 manns Það vakti athygli blaðamanns að starfsfólk í kringum prufurnar var næstum jafnmargt keppendum. Að sögn Þórs Freyssonar, framleið- anda þáttanna, kostar það tveggja daga vinnu fyrir um 25 manns að setja upp prufurnar í Eyjum. „Við vildum stækka þessa keppni og fara út á land og reyna að fá fleiri kepp- endur inn sem annars hefðu ekki komið.“ Enn fleira starfsfólk, eða um 35 manns, kom að prufunum í Reykjavík. Þór hefur staðið í ströngu undangengna mánuði við skipulagningu þáttanna. „Þetta er alveg brjálæðislega skemmtilegt en alveg ofboðslega mikil vinna. Næstu sjö mánuðir hjá mér eru al- veg fráteknir í Idol.“ Sannar tilfinningar í Idol Keppendur sem komu í prufur með stjörnublik í augum voru dyggilega studdir af vinum og vandamönnum með lófataki og stuðningsköllum. Gilti þá einu hvort þeir sem reyndu fyrir sér komust áfram eða ekki, stuðningurinn var til staðar hvort sem var. „Á meðan fólkið fær að ráða þessu hafa allir áhuga á þessari keppni,“ segir Jóhannes Ásbjörns- son, Jói, sem ásamt Sigmari Vil- hjálmssyni, Simma, sér um að kynna þáttinn. Starf þeirra felst þó í meiru en kynningum. „Við erum með svona skyndihjálp. Reynum að tjasla fólki saman eins og hægt er þegar það kemur út. Þetta eru svo sannar tilfinningar hjá fólkinu því þetta er ógeðslega erfitt. Fólk er titrandi, skjálfandi á beinunum,“ segir Simmi og Jói bætir við að það sé dagsformið sem gildir. „Besti“ söngvarinn geti á slæmum degi þurft að víkja fyrir góðum söngvara sem á betri dag. „Beckham er ekki besti knattspyrnumaður í heimi, en hann selur mest og það er gott að hafa hann í liðinu sínu,“ segir Simmi til útskýringar. Blaðamanni verður á að bæta því við að hann sé líka sætastur knattspyrnumanna. „Já, þess vegna erum við Jói með þennan þátt. Við erum alls ekki bestu sjónvarpsmennirnir á land- inu. Við erum bara svo ógeðslega sætir,“ segir Simmi. Og Jói kveðst hlakka til vetrarins. „Það er svo gaman núna að byrja aftur því fólk hefur samanburð. Fólk horfir á þáttinn öðruvísi og hefur meiri skoðanir á honum. Það er meiri pressa og gaman að takast á við það.“ Plata með Kalla Bjarna kemur út 1. október Þorvaldur Bjarni segist hafa ver- ið fús til að taka þátt í stjörnuleit- inni annað árið vegna þess að í fyrra hafi hún orðið að nokkurs konar fjölskyldusporti. „Fjöl- skyldur sameinuðust um þetta, stórfjölskyldan kom saman yfir þessu og þetta varð að ástæðu til að hafa rosa skemmtun. Og í kringum tónlist, það er alveg brillíant.“ Þessa dagana er Þorvaldur ásamt Kalla Bjarna, sigurvegara Idol í fyrra, að leggja lokahönd á plötu með þeim síðarnefnda. Plat- an, sem er 12 laga og hefur enn ekki fengið nafn, á að koma út 1. október. Bubbi Morthens tjáir blaðamanni í flugvélinni á leiðinni aftur til Reykjavíkur að í þeim átta manna hópi sem komst áfram í Vest- mannaeyjum séu sterkir kepp- endur, jafnvel mögulegir sigurveg- arar. „Yfirhöfuð var þessi hópur í dag alveg ferlega flottur. Nú er bara spennandi að sjá hvernig Ísa- fjörður gerir sig. Landsbyggðin er allavega að koma rosalega sterk inn.“ Hann segir mikilvægt að dóm- arar segi það sem þeim finnst, en það geti verið erfitt. „Það koma augnablik þar sem maður er á 150 þúsund kílómetra hraða inni í höfð- inu að leita að útgöngu til þess að maður eyðileggi ekki viðkomandi. Það er óþarfi að segja við einhvern sem er á barmi taugaáfalls: hey djöfull ertu glataður. Það er algjör óþarfi að vera nastí,“ segir Bubbi. Átta Eyjapæjur og -peyjar áfram í Idol Morgunblaðið slóst í för með dómurum í Idol til Vestmannaeyja og upplifði rafmagnaða stemmningu Morgunblaðið/Eyrún Magnúsdóttir „Þetta er bara Eyjastemmning, þjóðhátíðarstemmning eins og hún gerist best. Fólk stendur saman í að koma sem flestum áfram,“ segir Sæþór Þor- bjarnarson (sá á gítarnum fremst) um andrúmsloftið í anddyri hallarinnar meðan prufur stóðu yfir. Hann var „plataður“ í prufu en sá ekki eftir því. Dómararnir þurftu að stíga nokkrum sinnum út úr flugvélinni því töku- menn vildu vera vissir um að festa þann atburð almennilega á filmu. Þor- valdur Bjarni segist reyna að vara sig á því að vera of meðvitaður um myndavélarnar, reyna að gleyma því að þetta sé sjónvarp. „Maður verður að reyna að vera blátt áfram. En það er pínu erfitt,“ viðurkennir hann. Morgunblaðið/Sigursveinn Þórðarson „Ég var stressuð áður en ég fór inn, svo var þetta ekkert mál,“ segir Krist- ín Halldórsdóttir sem var fegin að fá að spreyta sig í Eyjum, enda hefði hún líklega ekki gert sér sérstaka ferð til Reykjavíkur til þess að taka þátt í stjörnuleitinni. Hún var fyrst í röðinni í prufunum í Eyjum og flaug í gegn. eyrun@mbl.is Morgunblaðið/Eyrún Magnúsdóttir LAILA Freivalds, utanríkisráðherra Svíþjóðar, flytur opinberan fyrirlestur í Háskóla Íslands á morgun. Fyrirlesturinn fer fram í Odda stofu 101 og hefst kl. 12.15. Í fyrirlestrinum mun Freivalds fara yfir mikil- væga þætti í samstarfi Norðurlanda og Eystrar- saltsríkjanna og hvernig það hefur gefið norrænu sam- starfi nýtt líf. Hún mun fjalla um sameiginlega hagsmuni landanna eins og baráttu gegn glæpum, mansali, um- hverfisvernd o.fl. Að fundinum standa Alþjóðamálastofnun og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Há- skóla Íslands. Í síðari hluta fyrirlestrarins fjallar hún um mikilvægi þjóðaréttar og alþjóða- stofnana s.s. Alþjóðlega sakamáladómstólsins, Sameinuðu þjóðanna og Öryggisráðs Sþ. Í lok fyrirlestrarins fara fram umræður. Fundar- stjóri verður Baldur Þórhallsson dósent. Flytur fyrir- lestur í HÍ Laila Freivalds KRISTINN H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjör- dæmi, segir að það verði eitt af sínum fyrstu verkum á haustþingi Alþingis að leggja fram nýja þingsályktunartillögu um stofnun há- skóla á Vestfjörðum, með aðsetri á Ísafirði. Lagði hann slíka tillögu fram á síðasta þingi ásamt Magnúsi Stefánssyni, Framsóknar- flokki, og Einari Oddi Kristjánssyni og Gunnari I. Birgissyni, Sjálfstæðisflokki, en Kristinn segir hana ekki hafa komist lengra en í menntamálanefnd að lokinni fyrri um- ræðu, m.a. vegna andstöðu í stjórnarflokk- unum. Kristinn segir nýja tillögu verða svipaða þeirri fyrri, með þeirri breytingu helstri að leggja eigi til að háskóli á Vestfjörðum verði sjálfseignarstofnun, líkt og t.d. Viðskiptahá- skólinn í Bifröst og Háskólinn í Reykjavík, með þjónustusamningi við ríkið. Vonast Kristinn einnig eftir þátttöku atvinnulífsins í stofnun slíks háskóla. „Það er eindreginn vilji Vestfirðinga að koma á fót háskóla. Þeir sem stundað hafa háskólanám í fjarnámi hafa óskað eftir þessu. Aðalmarkmiðið er að tryggja nám á staðnum og huga að einhvers konar sér- stöðu svæðisins m.a. í umhverfismálum, ferðamálum, sjávarútvegi og tónlistarlífi. Nefnir Kristinn sérstaklega góðan grunn vera á Ísafirði fyrir háskólanámi í tónlist en að öðru leyti sé stefnt að almennu námi. Há- skóli á Vestfjörðum þurfi einnig að vera í samstarfi eða fá stuðning frá öðrum háskól- um. „Svipuð þróun er að eiga sér stað nú og þegar framhaldsskólum var fjölgað á lands- byggðinni. Andstaðan er líka svipuð og var vegna framhaldsskólanna. Það tók til dæmis mörg ár að fá samþykkta tillögu á Alþingi um Menntaskólann á Ísafirði. Menn héldu að það væri verið að þynna út menntunina með því að bjóða upp á hana um allt land. Þessa sömu andstöðu finnur maður hjá skólamönnum á Alþingi í dag. En háskóla- menntun er að verða það almenn að nauð- synlegt er að byggja hana upp sem víðast um landið,“ segir Kristinn. Finnur fyrir stuðningi hjá HÍ Hann segir það vera jákvætt að finna fyr- ir stuðningi innan Háskóla Íslands við stofn- un háskóla á Vestfjörðum. Það hafi reyndar komið sér eilítið á óvart en forráðamenn HÍ hafi greinilega áttað sig á hvað öðrum há- skólum hafi vegnað vel víða um land, eins og á Akureyri og Bifröst. Kristinn á von á að sömu flutningsmenn verði á þingsályktunartillögunni og síðast og jafnvel verði bætt við þingmönnum. „Við er- um að reyna að finna málinu fylgi, utan hér- aðs sem innan, og erum vissir um að það hefst að lokum að stofna háskóla á Vest- fjörðum,“ segir Kristinn og vonast til að skólinn verði að raunveruleika haustið 2006 og rektor ráðinn til starfa þegar á næsta ári. Ný þingsályktun um háskóla á Vestfjörðum verður lögð fram á haustþingi Skólinn verði sjálfseignarstofnun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.