Morgunblaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.09.2004, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Mikill mannfjöldi var ámenningar- og fjöl-skylduhátíðinni Ljósa-nótt í Reykjanesbæ á laugardag, á milli tuttugu og þrjá- tíu þúsund. Skipuleggjendur hátíð- arinnar eru hæstánægðir með hvernig til tókst. Ljósanæturhátíðin stóð yfir í fjóra daga, frá fimmtudegi til sunnudags. Aðal dagskráin var á laugardeginum. Strax eftir hádegið var komið margt fólk í miðbæ Keflavíkur þar sem fram fór flug- sýning. Mikið var um að vera í bænum, meðal annars um þrjátíu myndlistarsýningar sem voru al- mennt vel sóttar og um fimmtíu hljómsveitir komu fram. Hápunktur hátíðarinnar var á laugardagskvöldið. Svokallað Bæj- arstjórnarband sem skipað fimm bæjarfulltrúum flutti nokkur lög við texta Árna Sigfússonar bæjarstjóra á útisviði og lék síðan undir með Védísi Hervöru Árnadóttur sem söng sigurlag sitt úr Ljóslags- samkeppninni. Þá kveikti Rut Skúladóttir, dúx úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja í vor, á lýsingu Bergs- ins en hátíðin tekur einmitt nafn sitt af þeirri athöfn. Þá var mikil flugeldasýning. Talið er að fleira fólk hafi sótt dagskrá Ljósanætur en áður og hefur hátíðin fest sit í sessi sem fjölsóttasta menning- arhátíð landsins, utan höfuðborg- arinnar. Í fyrra var áætlað að 20– 25 þúsund manns hafi verið á laug- ardagskvöldinu og sumir töldu fjöldann hafa slagað upp í þrjátíu þúsundin. Lögreglan telur að nú hafi meira en tuttugu þúsund manns verið í miðbænum á laug- ardagskvöldinu og Steinþór Jóns- son, formaður Ljósanæturnefndar, áætlar að vel yfir þrjátíu þúsund manns hafi verið á svæðinu öllu. Eftir að fjölskyldudagskránni lauk tóku við tónleikar og dans- leikir víða í bænum. Erilsamt var hjá lögreglunni um nóttina. Hún fékk tilkynningu um fimm minni- háttar líkamsárásir frá miðnætti og fram á morgun. Þá voru fimm ein- staklingar settir í fangageymslur vegna ölvunar og óspekta. Tveir voru teknir ölvaðir við akstur. Nokkur börn sem eru yngri en sextán ára og voru ein síns liðs í bænum voru færð í upplýsinga- miðstöð lögreglunnar og útideildar og foreldrar beðnir um að sækja þau þangað. Hátíð | Menning og fjölskylduskemmtun í fyrirrúmi á Ljósanæturhátíðinni í Reykjanesbæ Tugþúsundir komu saman og nutu lista og menningar Ljósmynd/Hilmar Bragi Hápunktur Ljósanætur er þegar kveikt er á lýsingu Bergsins og flugeldar lýsa upp himininn með drunum og dynkjum. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason „Þú mátt ekki brenna myndina,“ sagði ungur áhorfandi þegar Inga Rósa Loftsdóttir myndlistarmaður kastaði mynd á bál. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Bæjarstjórnarbandið, hljómsveit fimm bæjarfulltrúa, með Árna Sigfússon bæjarstjóra fremstan í liði, gerði mikla lukku. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Leikmenn gullaldarliðs Keflavíkur sem urðu fjórum sinnum Íslands- meistarar í knattspyrnu á árunum 1964 til 1973 voru heiðraðir með því að afhjúpuð var hella til minn- ingar um afrek þeirra en henni hefur verið komið fyrir í gangstétt við Hafnargötu. Myndlistarsýningar voru í öllum sýningarsölum Reykjanesbæjar og fjölda verslana og stofnana. Listhópurinn Arg sýndi á óvenjulegum stað, í Sundhöll Kefla- víkur. Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i. 14 ára. Mjáumst í bíó! Uppáhalds köttur allrar fjölskyldunnar er kominn í bíó! Sjáið frábæra gamanmynd um frægasta, latasta og feitasta kött í heimi! Sýnd kl. 6. ísl tal.Sýnd kl. 5.45. Myrkraöflin eru með okkur! Mögnuð ævintýra-spennumynd! Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 4 og 6. ísl tal. / Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Enskt tal. Yfir 25.000 gestir! Mjáumst í bíó! Ein besta ástarsaga allra tíma. EFTIR METSÖLUBÓK NICHOLAS SPARKS Nicole Kidmani l iSýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 10.15. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. kl. 4, 6, 8 og 10. HJ MBL "Fjörugt bíó" Þ.Þ. FBL Ný íslensk mynd gerð eftir samnefndri metsölubók, í leikstjórn Silju Hauksdóttur, með Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur í titilhlutverkinu. Stórskemmtileg nútímasaga úr Reykjavík sem tekur á stöðu ungs fólks í íslenskum samtíma með húmorinn að vopni. óvenjulega venjuleg stelpa Ný íslensk mynd gerð eftir samnefndri metsölubók, í leikstjórn Silju Hauksdóttur, með Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur í titilhlutverkinu. Stórskemmtileg nútímasaga úr Reykjavík sem tekur á stöðu ungs fólks í íslenskum samtíma með húmorinn að vopni. óvenjulega venjuleg stelpa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.