Morgunblaðið - 09.10.2004, Side 1

Morgunblaðið - 09.10.2004, Side 1
STOFNAÐ 1913 275. TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Vill efla kvennaskák Lenca Ptacnikova er tíundi stórmeistari Íslands í skák 6 Lesbók, Börn og Íþróttir Unnið verður með sérfræðingum Háskólans í Nýja-Mexíkó að rannsóknum á þeim líffræðilegu ferlum, sem erfðarannsóknirnar kunna að leiða í ljós. Bandaríska erfðamengisstofnunin mun sjá um að gera niðurstöður aðgengilegar vísindasamfélag- inu í gegnum lífupplýsingakerfi á Netinu. Geysistór styrkur og spennandi verkefni „Þetta er geysilega stór styrkur og spennandi verkefni,“ segir Kári Stefánsson forstjóri ÍE í sam- tali við Morgunblaðið. „Ég held að þetta hljóti að vera langstærsti styrkur sem hefur nokkurn tíma verið veittur til rannsókna á Íslandi. ÍSLENSK erfðagreining hefur fengið 23,9 milljóna dollara styrk, eða rúmar 1.700 milljónir króna, til fimm ára, til rannsókna á erfðafræði smitsjúkdóma og svörunar við bólusetningu. Er þetta hæsti styrk- ur sem veittur hefur verið til rannsókna á Íslandi. Bandaríska smitsjúkdóma- og ónæmisfræði- stofnunin (National Institute of Allergy and Infect- ious Diseases), sem er hluti af Bandarísku heil- brigðisstofnuninni (National Institute of Health), veitir styrkinn. Í frétt frá ÍE segir að lýðerfða- fræðilegum aðferðum fyrirtækisins verði beitt til að finna erfðavísa sem tengjast mismunandi næmi fólks fyrir smitsjúkdómum og svörun við sýkingu. Það sem mér finnst persónulega sem vísinda- manni sérstaklega spennandi við þetta er í fyrsta lagi að flestir algengir sjúkdómar eiga sér stað á mörkum erfða og umhverfis. Við höfum sýnt til- tölulega auðveldlega fram á að við getum fundið erfðaþáttinn, en það er flóknara að finna á eftir um- hverfisþáttinn, sem er í samspili við þessa erfða- þætti. Í tilfelli smitsjúkdómanna vitum við hver um- hverfisþátturinn er, þ.e. bakterían eða vírusinn, þannig að við fáum kannski út úr þessu, þegar búið er, fyllri mynd en af flestum öðrum sjúkdómum.“ ÍE fær 1,7 milljarða króna styrk til rannsókna á Íslandi  Getur varpað/6 FJÖLSKYLDA Bretans Kenneths Bigleys tilkynnti í gær, að hún hefði fengið óyggjandi sannanir fyrir því að Bigley hefði verið myrtur í Írak. Sjón- varpsfréttastöðin CNN hafði eftir bandarískum embættismönnum að hann hefði verið myrtur eftir að hann hefði reynt að flýja. Arabísk sjónvarpsstöð fékk sent myndband þar sem sjá má hvar Bigl- ey er líflátinn á grimmilegan hátt. Ör- lög Bigleys hafa vakið sterk viðbrögð í Bretlandi og mikil sorg var í gær í Liverpool, en þangað átti Bigley ræt- ur að rekja. Munu borgarbúar minn- ast Bigleys með tveggja mínútna þögn á hádegi í dag. Bigley var rænt 16. september ásamt tveimur Bandaríkjamönnum og kröfðust mann- ræningjarnir, sem lúta forystu Jórd- anans Abu Muss- abs al-Zarqawis, að kvenföngum í Írak yrði sleppt. Mannræningjarn- ir drápu fljótlega Bandaríkjamenn- ina en birtu síðan myndband með Bigley þar sem hann grátbað Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, um að bjarga lífi sínu. Hendur Blairs „ataðar blóði“? Philip, bróðir Kenneths Bigleys, sagði að fjölskyldan teldi að bresk stjórnvöld hefðu gert það sem í þeirra valdi stóð til að reyna að fá Bigley lausan. Sagði Philip Bigley í yfirlýs- ingunni, að hugsanlega hefðu örlög allra gíslanna þriggja verið ráðin um leið og þeim var rænt. Annar bróðir Bigleys, Paul, var hins vegar harðorð- ur í garð Blairs og sagði „hendur hans ataðar blóði“. „Ég bið ykkur um að binda enda á þetta stríð [í Írak] og koma þannig í veg fyrir að fleiri missi lífið,“ sagði hann. Blair kom sjálfur fram í sjónvarpi og lýsti „algerri andstyggð“ sinni á gjörðum mannræningjanna. Vottaði hann fjölskyldu Bigleys samúð og sagði meðlimi hennar hafa sýnt mikla reisn og fádæma hugrekki undan- farnar vikur. Fjölmargir þjóðarleið- togar fordæmdu jafnframt morðið. Morðið á Kenneth Bigley fordæmt Kenneth Bigley Bagdad, London. AP. ÞESSIR Afganar fluttu í gær kjörgögn vegna forseta- kosninganna, sem fara fram í Afganistan í dag, á kjör- stað í Parian-héraði, um 150 km norðaustur af Kabúl. Þetta verða fyrstu frjálsu kosningarnar í sögu Afgan- istans og marka því tímamót. Ýmislegt gæti þó farið úr- skeiðis og hafa talibanar m.a. hótað að sprengja upp kjörstaði í Kabúl. Hvað sem því líður eru Afganar mjög spenntir fyrir kosningunum. /13, 28 Reuters Sögulegar kosningar í Afganistan MWAI Kibaki, forseti Kenýa, fagnaði í gær þeirri ákvörðun norsku Nóbelsverðlaunanefndar- innar að veita Wangari Maathai friðarverðlaun Nóbels í ár en til- kynnt var um ákvörðunina fyrr um daginn. Kibaki átti fund með Maathai í Nairobi í gær og sagði hann þá að íbúar Kenýa væru afar stoltir af veitingunni og hét því að starfi Maathai á sviði umhverfis- verndar og í þágu kvenna yrði haldið áfram. „Þetta er ótrúlegt, sérdeilis frábært,“ sagði Kibaki og þakkaði verðlaunahafanum síðan innilega. Fangelsuð fyrir baráttu sína Maathai varð fyrst afrískra kvenna til að hljóta friðarverðlaun Nóbels. Hún fær þau fyrir störf sín sem leiðtogi Grænabeltishreyfing- arinnar, GBM, sem hefur beitt sér fyrir auknum áhrifum kvenna og umhverfisvernd í Afríku í tæp 30 ár. Maathai var rómuð fyrir að standa uppi í hárinu á forvera Kib- akis, Daniels araps Moi, sem var við völd í Kenýa í 24 ár. Hún var samviskufangi að mati Amnesty International og mátti ítrekað sæta barsmíðum og fangavist fyrir baráttu sína. Kenýabúar stoltir af Maathai Reuters Wangari Maathai (t.v.) með Mwai Kibaki, forseta Kenýa, í gær.  Fær friðarverðlaun/16 RANNSÓKN Níelsar Einars Reynissonar á landþörf sam- göngumannvirkja í Reykjavík leiðir m.a. í ljós að nærri helm- ingur alls lands innan borg- arinnar, eða 48%, fer undir samgöngu- kerfi. Níels er styrkþegi Skipulags- og bygging- arsviðs Reykjavík- urborgar og kynnti verk- efni sitt í gær. Rann- sóknin sýnir að 42% lands fara undir byggð svæði og 10% undir opin svæði. Þá fara 17% lands undir umferðargötur, 16% undir innri götur og15% undir bílastæði. Rannsóknin sýnir að betri nýting er á samgöngukerfinu eftir því sem þéttleiki byggðar er meiri. Níels bendir á að þétt- leiki byggðar fari minnkandi í nýrri hverfum borgarinnar og þar séu mun fleiri fermetrar gatnakerfis á hverja íbúðarein- ingu. 322 fm af samgöngu- mannvirkjum séu á hverja íbúð í Staðahverfi í Grafarvogi en aðeins 41 fm á hverja íbúð á Grettisgötu. Komst Níels að því að íbúar í þéttum fjölbýlishúsahverfum virðast greiða hlutfallslega meira til gatnagerðar en þeir sem búa í gisnari hverfum. „Ég tel að nýta megi niður- stöðurnar sem innlegg í um- ræðu um stefnu í Aðalskipulagi og mótun á samgöngustefnu,“ segir Níels. „Einnig ættu þær að nýtast við þróun á aðferðum við mat á skipulagstillögum og til að endurskoða álagningu gatnagerðargjalda.“ Níels er 3. árs nemi í landa- fræði við HÍ og hafði Haraldur Sigurðsson skipulagsfræðingur umsjón með verkefninu. Samgöngu- mannvirki taka helming landsins Lesbók | Kristján Ingimarsson í Listinni að deyja  Frægðarsaga Robbie Williams Börn | Krúsilíus  Algeimsforseti  Glúrnar gát- ur Íþróttir | Tap á Möltu  Jafnar Eiður metið?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.