Morgunblaðið - 09.10.2004, Síða 16

Morgunblaðið - 09.10.2004, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT WANGARI Maathai frá Kenýa fær friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir störf sín sem leiðtogi Grænabeltishreyf- ingarinnar, GBM, sem hefur beitt sér fyrir auknum áhrifum kvenna og umhverfisvernd í Afríku í tæp 30 ár. Er Maathai fyrsta afríska konan sem hlýtur friðarverðlaun Nóbels. Maathai hefur gegnt embætti að- stoðarumhverfisráðherra Kenýa frá því í fyrra og notið alþjóðlegrar við- urkenningar fyrir baráttu gegn skógareyðingu og fyrir lýðræði og mannréttindum. Verðlaunin helguð um- hverfisvernd í fyrsta skipti Er þetta í fyrsta skipti sem frið- arverðlaun Nóbels eru veitt fyrir baráttu fyrir umhverfisvernd. „Um- hverfið er mjög mikilvægur þáttur í friði vegna þess að þegar við eyði- leggjum auðlindir okkar og þær eru af skornum skammti þá berjumst við um þær,“ sagði Maathai í viðtali við norska ríkissjónvarpið í gær. „Við teljum að Maathai sé öflugur talsmaður bestu aflanna í Afríku sem beita sér fyrir friði og góðum lífsskilyrðum í álfunni,“ sagði í til- kynningu frá verðlaunanefndinni. Alls voru 194 tilnefnd til frið- arverðlauna Nóbels, fleiri en nokkru sinni fyrr. Maathai var ekki á meðal þeirra sem talin voru líklegust til að fá verðlaunin í ár og valið kom því á óvart. Hún er sjöundi Afríkubúinn sem hlýtur friðarverðlaunin, en þeirra á meðal eru Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna (2001), Nelson Mandela og F.W. de Klerk, fyrrverandi forsetar Suður-Afríku (1993). Fyrrverandi samviskufangi Maathai fæddist 1940 og var fyrsta konan í Austur- og Mið-Afríku sem tók doktorspróf, en hún lauk líf- fræðinámi við Mount St. Scholastica- háskólann í Bandaríkjunum 1964. Hún stofnaði Grænabeltishreyf- inguna 1977 þegar hún var formaður landssamtaka kvenna í Kenýa. Maathai er fyrrverandi samvisku- fangi Amnesty International og hef- ur ásamt fleiri félögum í Grænabelt- ishreyfingunni ítrekað mátt sæta barsmíðum og fangelsun fyrir bar- áttu sína, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Amnesty. Maathai var handtekin 7. mars 2001, daginn fyrir alþjóðlega kvennadaginn, þegar hún var á leið til annarra kvenna sem voru að gróð- ursetja tré og safna undirskriftum til að mótmæla eyðingu skóga. Innan klukkustundar hófu félagar í Amn- esty um allan heim að krefjast þess að hún yrði látin laus. Daginn eftir var hún leyst úr haldi. Í þakkarbréfi sem Maathai skrif- aði Amnesty sagði hún að lögreglan í Kenýa hefði ítrekað ofsótt, fangelsað og misþyrmt félögum í þeirri deild GBM sem hún var á leið til þegar hún var handtekin. „Um leið og þið fenguð mig lausa frelsuðuð þið sömuleiðis hinar konurnar í kvenna- deildinni,“ skrifaði hún. Fyrr á þessu ári hafði blað í Kenýa eftir Maathai að alnæmi hefði orðið til vegna tilrauna illra manna til að framleiða sýklavopn en sögusagnir af því tagi hafa lengi verið á kreiki í Afríku. Hefur verið fullyrt að leyni- þjónusta Sovétmanna hafi á sínum tíma „plantað“ slíkri sögu í kalda stríðinu í dagblað í Vestur-Afríku og gefið í skyn að bandarískir vís- indamenn hafi staðið fyrir sýkla- vopnatilraununum. Í frétt AFP- fréttastofunnar í gær vísaði embætt- ismaður í Washington ummælum Maathai algerlega á bug sem firru. Kenýakona fær friðarverð- launin fyrst afrískra kvenna Wangari Maathai hefur barist fyrir náttúruvernd og áhrifum kvenna AP Wangari Maathai útdeilir korni í þorpi nálægt Nyeri í Kenýa í gær eftir að tilkynnt var að hún fengi friðarverðlaun Nóbels í ár. ’Umhverfið er mjög mikilvægur þáttur í friði.‘ SÚDANSKAR konur, sem hrakist hafa af heimilum sín- um, selja kökur í flóttamannabúðum við Nyala í sunn- anverðu Darfurhéraði í gær. Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði fyrr í vikunni að stjórn Súdans hefði enn ekki gert neitt til að stöðva ofbeldið í Darfur eða refsa þeim sem stæðu fyrir því. Reuters Heimilislausar í Darfur ÞÚSUNDIR ísraelskra ferðamanna forðuðu sér frá Egyptalandi í gær eftir sprengjutilræði á vinsælum ferðamannastöðum á Sínaískaga í fyrrakvöld. Ísraelskir embættis- menn sögðu að minnst 30 manns hefðu látið lífið í sprengingunum og að flest benti til þess að hryðju- verkamenn í al-Qaeda hefðu verið að verki. Manntjónið var mest í Hilton- hótelinu í ferðamannabænum Taba og talið var að minnst fjórir væru enn grafnir í rústunum. Ísraelskir og egypskir björgunarmenn leituðu þeirra í gær. „Við teljum ekki að fleiri finnist á lífi,“ sagði einn björgunarmannanna eftir að þeir fundu lík barns sem talið var um það bil tíu ára. Þrjár áður óþekktar hreyfingar lýstu hryðjuverkunum á hendur sér á vefsetrum íslamista en ógjörn- ingur var að meta hvort yfirlýs- ingar þeirra væru réttar. Embættismenn í Jerúsalem sögðu að yfirmaður ísraelsku leyni- þjónustunnar hefði sagt ráðherrum Ísraelsstjórnar að liðsmenn al- Qaeda hefðu líklega framið hryðju- verkin. Aðstoðarvarnarmálaráð- herra Ísraels, Zeev Boim, sagði að svo virtist sem herskáir Palestínu- menn væru ekki viðriðnir hryðju- verkin. Ísraelskur hershöfðingi sagði að ljóst væri að „upphafs- menn“ sprengjutilræðanna væru frá Sínaískaga. Utanríkisráðherra Egyptalands, Ahmed Aboul Gheit, sagði þó að of snemmt væri að segja til um hverj- ir voru að verki þar sem rannsókn málsins væri nýhafin. Flest fórnarlambanna Ísraelar Habib el-Adly, innanríkisráð- herra Egyptalands, sagði að þrjár bílsprengjur hefðu sprungið, ein við Hilton-hótelið í Taba og tvær í Ras Shitan, tjaldsvæði nálægt bænum Nuweiba, 55 km sunnan við Taba. Allt að 160 manns særðust í sprengingunum. Flestir þeirra sem létu lífið voru ísraelskir ferðamenn, en meðal þeirra voru einnig sjö Egyptar og að minnsta kosti einn Rússi. Fjórtán Egyptar, átta Rússar og tveir Bretar særðust og tveggja ítalskra systra var saknað. Egypski innanríkisráðherrann sagði að Egyptar myndu ekki láta fleiri hryðjuverk viðgangast og skírskotaði til harðra og fremur ár- angursríkra aðgerða egypskra yf- irvalda gegn íslömskum öfgamönn- um síðustu áratugi. Síðasta meiriháttar hryðjuverkið í Egypta- landi var framið 1997 þegar 58 er- lendir ferðamenn létu lífið í árás ísl- amskra öfgamanna í ferðamannabænum Luxor. Áætlað var að allt að 15.000 Ísr- aelar hefðu verið á Sínaískaga í Egyptalandi fyrir sprengjutilræðin í fyrrakvöld. Flestir þeirra flúðu yf- ir landamærin í gær og margir þeirra kvörtuðu yfir því að egypsk yfirvöld hefðu reynt að hindra að þeir færu frá hótelunum og tafið þá við landamærin. Gruna al-Qaeda um árásir á Sínaískaga Taba. AP, AFP. /  ' 0   1  0 *  ' 2** '3/ 1  0   ''   )1 )4 0  * 4'   56,78 59,:6; D  =:%E <      =0   '  *  )4 0  * 4'  33    4  * '3  !"###$%& C% 5I:  5     AQ R L 5+ 95 +  .=2+: $( :> ?@ ,+ 8 A   TÓLF manns týndu líf í gær er Bandaríkjamenn gerðu loft- árás á borgina Fallujah í Írak. Fallujah er eitt helsta vígi skæruliða í landinu. Khaled Mohammad, læknir við sjúkrahúsið í Fallujah, sagði tíu manns hafa týnt lífi og 16 særst þegar sprengjur Bandaríkjamanna hæfðu hús þar sem fram fór brúðkaups- veisla. Kvað hann brúðgum- ann hafa týnt lífi. Brúðurin hefði særst ásamt níu konum öðrum. Annars læknir sagði síðar að tvö lík til viðbótar hefðu fundist í rústum húss- ins. Bandaríkjamenn sögðu að „nákvæm árás“ hefði verið gerð á hús þar sem liðsmenn Jórdanans Abu Mussab al- Zarqawi hefðu haldið til. Hann er talinn vera helsti leiðtogi skæruliða og hryðjuverka- manna í Írak og er sagður tengdur Al-Qaeda, hryðju- verkaneti Sádi-Arabans Osama bin Ladens. 12 Írakar drepnir í loftárás Fallujah. AFP. PETER Leko frá Ungverjalandi hefur tekið forustuna í einvíginu við Rússann Vladímír Kramnik um heimsmeistaratit- il WCC-skáksam- bandsins. Leko vann átt- undu skákina í einvíginu á svart og hefur hann nú fjóra og hálfan vinning gegn þremur og hálf- um vinningi Kramniks. Kramnik gafst upp eftir 32 leiki. Höfðu stórmeistararnir þá setið að tafli í þrjár klukkustundir og 15 mínútur. Kramnik sagði ósigurinn mikil vonbrigði fyrir sig en lauk lofsorði á andstæðing sinn og sagði hann hafa teflt „sérlega fallega skák“. Kramnik hefur titil að verja en WCC er eitt þeirra nýju, sjálfstæðu skáksambanda sem orðið hafa til vegna langvarandi ágreinings og klofnings innan Alþjóðaskáksam- bandsins, FIDE. Einvígið fer fram í borginni Brissago í Sviss. Tefldar verða 14 skákir. Peter Leko tekur forustuna Peter Leko

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.