Morgunblaðið - 09.10.2004, Síða 22

Morgunblaðið - 09.10.2004, Síða 22
POPPKORN getur orðið helmingi stærra en það er venjulega ef það er bara poppað undir lágum þrýstingi, að því er vísindamenn hafa komist að og greint er frá á norska vefnum forskn- ing.no. Innan í ópoppuðum maís er mikið af sterkjuríku efni og örlítið vatn. Þegar baunin hitnar breytist þetta í hlaupkennt efni. Hitinn breytir vatninu í gufu sem þarfnast meira rýmis en vatn. Þrýstingurinn eykst smám saman og því meiri sem hitinn verður, því meiri þrýstingur. Að lokum springur baunin. Um leið og hýðið spring- ur, verður hlaupkennda efnið að nokkurs konar froðu. Því meira pláss sem hún tekur, því minni er þrýstingurinn. Ferlið stöðvast þegar þrýstingurinn í froðunni er jafnmikill og þrýstingurinn á loft- inu fyrir utan. Ef loftþrýstingurinn fyrir utan baunina er hár, þarf loftið fyrir innan hýðið ekki að blása froð- unni eins mikið út til að jafna þrýstinginn. En ef loftþrýstingur fyrir utan hýðið er lágur, verður munurinn meiri og poppið því stærra. Meira loft verður í froð- unni þegar jöfnum þrýstingi hefur verið náð. Þetta er a.m.k. kenning Paul Quinn sem öðrum fremur hefur rannsakað poppkornsstærð. Hann gerði rannsókn ásamt koll- ega sínum Joseph Both í Stanford og staðfesti þessa kenningu. Í ljós hefur komið að popp sem poppað er í örbylgjuofni verður minna en popp sem poppað er í potti þar sem þrýstingurinn á örbylgju- poppið er hærri. Best er að nota 1,1 g af salti og 4,2 g af smjöri til að poppa 25 af maísbaunum. Helmingi stærra poppkorn  RANNSÓKN Það hafði blundað í mér ínokkurn tíma að gera eitt-hvað allt annað en vinnavið byggingarfram- kvæmdir og þegar við feðgarnir sáum veitingastaðinn Quiznos aug- lýstan þá slógum við til,“ segir Hjörtur Aðalsteinsson sem ásamt syni sínum, Gunnari Erni Hjart- arsyni rafvirkja, rekur nú veitinga- húsið Quiznos við Suðurlandsbraut. „Okkur finnst rosalega gaman að standa í þessum rekstri. Þetta er fjölskyldufyrirtæki því eiginkonan Auður Jacobsen vinnur hérna líka og dæturnar Agla og Hjördís hjálpa til. Við erum líka svo þakklát fyrir góðar viðtökur og jákvæðni í okkar garð.“ En voruð þið góðir kokkar feðg- arnir áður en þið byrjuðuð í þessum rekstri? „Það er nú varla hægt að segja það. Hins vegar höfum við hjónin alltaf haft gaman af því að fá gesti heim og höfum þá hjálpast að. Þeg- ar við ákváðum að fara út í þennan rekstur þurftum við að læra réttu handtökin sem verða að vera rétt og hröð. Við feðgarnir fórum í strembinn skóla í höfuðstöðvum Quiznos sem eru í Colorado. Þar byrjuðum við á því að vinna í mán- uð á Quiznos og hlutum þar verk- lega leiðsögn. Að því búnu tók við stífur skóli þar sem farið var í öll grundvallaratriði sem maður þarf að hafa á hreinu í þessum rekstri og gagnvart höfuðstöðvunum. Við komum heim reynslunni ríkari og fyrstu vikuna hérna heima var með okkur starfsmaður frá Quiznos í Bandaríkjunum.“ Hjörtur segir að Ítali hafi upphaflega stofn- að Quiznos í Denv- er í Colorado fyrir 22 árum. Fyrir þrettán árum keyptu bandarískir feðgar Quiznos sem þá voru orðnir 18 talsins. Í dag eru þeir 3.500 talsins í 15 þjóðlöndum og það er ekkert lát á opnun nýrra staða. Feðgarnir hafa hlotið ótal verðlaun og við- urkenningar fyrir rekstur staðanna. En koma breytingar með nýjum eigendum hér á landi? „Það er alltaf verið að bjóða upp á nýjungar hjá Quiznos, verið að prófa nýjar samlokur og samsetn- ingar. Við leggjum metnað í að hafa allt okkar hráefni íslenskt, fyrir ut- an sósurnar og látum t.d. baka brauðin hér heima eftir sérstakri uppskrift og kaupum allt kjöt hér heima svo og grænmeti og annað sem þarf. Við erum þegar búnir að bæta við nokkrum tegundum af salötum á matseðilinn hjá okkur með heitu kjöti. Sú nýjung hefur mælst mjög vel fyrir og til stendur að bjóða upp á heita súpu líka í hádeginu. Við er- um með veisluþjónustu, komum sem sagt með samlokubakka á fundi, í afmælið eða veisluna hver svo sem hún er.“ En hver er nú vinsælasti bát- urinn hjá ykkur? Þeir eru auðvitað allir mjög góðir en ítalski báturinn er mjög vinsæll, hunangsskinkan líka og Mesquite- kjúklingurinn hefur slegið í gegn. Núna erum við líka að prófa kalk- únalokur með nýrri sósu sem hafa fengið góðar viðtökur.“ Hjörtur segir í lokin að þar sem þetta sé fjölskyldustaður leggi þau töluvert upp úr að foreldrar geti komið með börn sín. „Við erum með aðstöðu fyrir börn til að leika sér og erum með sérstök barnatilboð og með þeim sérstakan glaðning. Við tökum vel á móti fjöl- skyldufólki.“ Þegar Hjörtur er í lokin beðinn um að gefa lesendum upp- skrift að uppáhalds- samloku fjölskyldunnar stendur ekki á svarinu: Hvítt eða gróft brauð, frönsk hunangssósa, tómatar, rauðlaukur, hunangsskinka, kalkúnn, beikon, ostur og jöklasalat.  MATUR | Feðgarnir Hjörtur Aðalsteinsson byggingaverktaki og Gunnar Örn Hjartarson rafvirki söðluðu um og fóru í samlokurnar Námskeið: Feðg- arnir héldu til höf- uðstöðva Quiznos í Colorado og lærðu réttu handtökin. Morgunblaðið/Sverrir  Feðgarnir: Gunnar Örn Hjartarson og Hjörtur Aðalsteinsson. Marga dreymir um að skipta um starfsvett- vang og fara að gera eitthvað allt annað. Það er nákvæmlega það sem feðgarnir Hjörtur Að- alsteinsson og Gunnar Örn Hjartarson gerðu. Þeir keyptu Quiznos. MARGIR þurfa á einhverjum tímapunkti í lífi sínu að takast á við alvarleg líkamleg veikindi. Bæði veikindin og sú meðferð sem beitt er geta haft áhrif á hugsun og líðan og alla þætti daglegs lífs á einn veg eða annan. Alvarleg veikindi geta valdið því að við verðum sorgmædd, ótta- slegin, kvíðin eða reið. Fyrir sum okkar getur andleg vanlíðan, sem fylgir alvarlegum líkamlegum veikindum, orðið mjög þrúgandi. Krabbamein, hjartasjúkdómar og sykursýki geta t.d. valdið miklum kvíða og þunglyndi sem aftur getur hindrað daglegar athafnir okkar. Þetta getur m.a. leitt til óvirkni, einangrunar og hreyfing- arleysis, sem svo aftur hefur nei- kvæð áhrif á líkamlega heilsu. Allir hafa geðheilsu. Lík- amlegir, andlegir og félagslegir þættir heilsunnar hafa áhrif hver á annan. Við ákveðnar aðstæður er eðlilegt að finna fyrir depurð, reiði, sektarkennd, kvíða eða ótta en þegar þessar tilfinningar vara lengi, án gildrar ástæðu, getur það verið merki um geð- heilsuvanda sem bregðast þarf við. Sleppum grímunni Sleppum grímunni er slagorð alþjóðageðheilbrigðisdagsins á Íslandi og er vonast til að það veki fólk til umhugs- unar um það hversu mikilvægt er að við- urkenna raunverulega líðan sína – bæði fyrir sjálfum sér og öðrum. Af ótta við fordæmingu samferðafólks síns er alltof al- gengt að fólk setji upp grímu sem sýnir allt annað en raun- veruleikann og viðurkenni ekki né sýni að andleg líðan er langt í frá góð. Fordómar í garð geð- rænna veikinda eru því miður enn ríkjandi hjá okkur og gera það að verkum að margir veigra sér við að sýna sitt rétta andlit. Stundum leiðir þetta því miður til þess að gripið er til örþrifaráða þegar fokið er í flest skjól og engin útgönguleið sjáanleg. Þegar betur er að gáð kemur oftar en ekki í ljós að þónokkuð margar leiðir eru færar til að takast á við vandann. Fyrsta skrefið er að viðurkenna að um vanda sé að ræða. Spyrja sig t.d. hvers vegna erfiðara sé að viðurkenna að maður eigi við geðrænan sjúkdóm að stríða heldur en sjúk- dóm á borð við syk- ursýki, hjartasjúkdóm eða krabbamein? Þeg- ar þetta skref hefur verið tekið þá er það næsta að leita sér aðstoðar eins og maður myndi varla hika við að gera ef um líkamlega vanlíð- an væri að ræða. Má þar t.d. benda á heilsugæsluna og bráða- móttökur geðdeilda Landspítala – háskólasjúkrahúss og Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Hjálparsími Rauða kross Ís- lands, 1717, býður einnig upp á ókeypis þjónustu og ráðgöf allan sólarhringinn fyrir þá sem eiga við andlega örðugleika að stríða eða eru í sjálfsvígshugleið- ingum.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Lýðheilsustöð Tengsl milli andlegrar og líkamlegrar heilsu Guðbjörg Daníelsdóttir er sálfræð- ingur og verkefnisstjóri Al- þjóðageðheilbrigðisdagsins. Guðrún Guðmundsdóttir er hjúkr- unarfræðingur og verkefnisstjóri Geðræktar. Fyrsta skref- ið er að við- urkenna að um vanda sé að ræða. DAGLEGT LÍF 22 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Geðorðin tíu sem hjálpað geta til að halda góðri geðheilsu:  Hugsaðu jákvætt, það er léttara.  Hlúðu að því sem þér þykir vænt um.  Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir.  Lærðu af mistökum þínum.  Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina.  Flæktu ekki líf þitt að óþörfu.  Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig.  Gefstu ekki upp, velgengni í líf- inu er langhlaup.  Finndu og ræktaðu hæfileika þína.  Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast. Lifandi starf og ótrúlega skemmtilegt Veitingahúsið Quiznos Suðurlandsbraut 32 Sími 577 5775 Vefir: www.quiznos.is, www.quiznos.com iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 Seltjarnanesi s. 561 1680 Glæsilegt úrval af yfirhöfnum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.