Morgunblaðið - 09.10.2004, Síða 23

Morgunblaðið - 09.10.2004, Síða 23
Þetta er stórglæsileg sýn-ing og skipulagið erbetra en ég hef kynnstannars staðar. Ég hef aldrei áður haft jafngott starfsfólk með mér í sýningarhring og skil eiginlega ekki hvernig stendur á því að besta fólkið skuli vera á Ís- landi, þessari litlu eyju,“ segir Tore Fossum að lokinni árlegri haustsýningu Hundaræktarfélags Íslands. Tore er gamalreyndur dómari og afar virtur í hundaheiminum, eins og raunar aðrir dómarar sýn- ingarinnar, Soile Bister frá Finn- landi, Carl-Gunnar Stafberg frá Svíþjóð og Trudy Walsh frá Ír- landi, sem öll eru eftirsótt á stærstu hundasýningum Evrópu. Farið ykkur hægt í ræktun Þótt dómurum hafi þótt skipu- lagið og starfsfólkið fyrsta flokks, voru þeir ekki jafnánægðir með alla hundana, hér væru hundar í öllum gæðaflokkum. „Þegar hundar eru dæmdir á sýningum er ræktunarmarkmið hverrar teg- undar haft til viðmiðunar, en þar kemur fram lýsing á því hvernig hundurinn á að líta út, hvernig lundernið á að vera, feldurinn og hreyfingar,“ segja þau og eru sammála um að sumir hundarnir hafi verið talsvert langt frá lýs- ingu tegundarinnar í rækt- unarmarkmiðum. „Innan um eru hundar í hæsta gæðaflokki, sem gætu sigrað á hvaða sýningu sem er í heiminum, en það er ljóst að þið þurfið að fara ykkur hægt í ræktun og vanda afar vel valið á ræktunarhundum.“ Sú sem þetta skrifar hefur fylgst með fjölmörgum sýningum Hundaræktarfélags Íslands í gegnum tíðina og tekið fleiri viðtöl við dómara en hún hefur tölu á. Segja má að þessir dómarar hafi verið öllu strangari en margir aðr- ir sem hér hafa dæmt, en Soile Bister, sem sumum þótti helst til ströng, segir að allir hundaeig- endur hafi tekið dómum sínum af stakri prúðmennsku. „Ég dæmi mjög víða á hundasýningum og síðast þegar ég dæmdi í Úkraínu þurfti ég að hafa lífvörð með mér. Öskureiður hundaeigandi sem var ósáttur við dóm starfsbróður míns sló hann í höfuðið með stórum steini með þeim afleiðingum að dómarinn lést. Í kjölfarið voru líf- verðir látnir fylgja dómurum hvert fótmál. Þessi viðbrögð hundaeigandans voru náttúrlega með ólíkindum og algjör und- antekning, en ég tek ofan fyrir ís- lenskum hundaeigendum og prúð- mennsku þeirra, og vona að þeir vinni markvisst og af metnaði að vandaðri hundarækt í framtíðinni. Viðamesta sýningin til þessa Sýningar Hundaræktarfélags Íslands verða viðameiri með hverju árinu, enda hefur áhugi á hreinræktuðum og ættbók- arfærðum hundum aukist veru- lega. Alls voru rúmlega 100 hvolp- ar skráðir til leiks og heildarfjöldi hunda á haustsýningunni tæplega 500. Það hrærir hjarta hunda- áhugafólks að fylgjast með svo stórum hópi hunda koma saman án þess að til nokkurra árekstra komi. Hundarnir voru upp til hópa ákaflega prúðir og undir góðri stjórn eigenda sinna. Haustsýning félagsins er eins konar uppskeruhátíð ársins og voru bæði hundar og menn heiðr- aðir fyrir framúrskarandi árangur á árinu. Sérstaklega er vert að geta þess að heiðraðir voru af- reks- og þjónustuhundar ársins. Gamli fíkniefnaleitarhundurinn Bassi, 8 ára gamall labrador re- triever, er þjónustuhundur ársins, en hann vinnur ásamt Þorsteini Hauki Þorsteinssyni á vegum Toll- stjóraembættisins að forvarna- málum og heimsækir árlega öll fermingarbörn landsins. Afreks- hundur ársins er Tryggur, sem sérstaklega hefur verið þjálfaður til að aðstoða 7 ára gamlan dreng, Viðar Sigurðsson, sem er hreyfi- hamlaður vegna vöðvasjúkdóms. Voru áhorfendur sammála um að það hefði í senn verið hátíðlegt og hjartnæmt að sjá þessa tryggu og góðu hunda heiðraða fyrir frábær störf í þágu okkar mannanna.  DÝR | Árleg haustsýning Hundaræktarfélags Íslands Um 500 hundar á sýningunni Tignarlegur og fag- urrauður írskur setter stóð uppi sem sigurveg- ari sýningarinnar. Brynja Tomer fylgdist með fjórum erlendum dómurum að störfum á árlegri haustsýningu Hundaræktarfélags Íslands. Ljósmyndir/ Jón Svavarsson Afreks- og þjónustuhundar ársins voru heiðraðir: Frá vinstri: Auður Björnsdóttir, Viðar Sigurðsson, afrekshundurinn Tryggur, Þorsteinn H. Þorsteinsson með þjónustuhundinn Bassa og Þórhildur Bjartmarz, formað- ur Hundaræktarfélags Íslands. Fallegur: Þessi glæsilegi írski setterhundur var fallegastur allra. Á mynd- inni eru talið frá vinstri: Tore Fossum dómari, Trudy Walsh dómari, sem jafnframt ræktaði hundinn, sigurvegarinn Ardbraccan Hallmark og eig- andi hans, Jóna Th. Viðarsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 23 GIGTARFÉLAG ÍSLANDS Opið hús í Gigtarmiðstöðinni Ármúla 5 í dag, laugardag, frá kl. 13-16 Þema: Gigtarfætur og -skór Dagskrá: 13:00 Ávarp: Einar S. Ingólfsson, formaður Gigtarfélags Íslands. 13:05 Styrkveiting úr Þorbjargarsjóði: Þórunn Ingólfsdóttir, formaður. 13:15 Gigtarfætur: Erna Jóna Arnþórsdóttir, sjúkraþjálfari á LSH. 13:40 Skólausnir fyrir gigtarfætur: Lárus Gunnsteinsson sjúkraskósmiður. 14:10 Kynningar: • Stoðtækjafyrirtækið Össur verður með kynningu á göngugreiningu og ráðgjöf við skólausnir. • Iljaskinn verður með kynningu og ráðgjöf við skólausnir. • Iðju- og sjúkraþjálfarar veita ráðgjöf og upplýsingar. • Áhugahópar GÍ kynna starfsemi sína. • Kynning á hópþjálfun GÍ og beinþéttnimæling. Gigtarmiðstöðin er 20 ára í ár - Allir velkomnir Gigtarfélag Íslands BESTA VERÐIÐ? Það er gaman að eyða peningum en það er líka gaman að spara Sá sem gerir hvort tveggja hefur tvöfalda ánægju af peningunum.. FjÁRMÁL HEIMILANNA . . . . - Ný hugsun í heimilisrekstri " Auka frjálsar ráðstöfunartekjur heimilisins " Greiða hratt niður skuldir " Fjárfesta í sparnaði óháð skuldastöðu " Meta áhrif viðhorfa og hegðunar á fjármálin Námskeið þar sem kennt verður að: Námskeiðsgögn og 3 mánaða frí áskrift að heimilisbókhaldi og veltukerfi sem er fljótvirk aðferð til að greiða niður skuldir. Upprifjunarnámskeið eftir 6 mánuði. Innifalið í námskeiðinu er: Næsta Námskeið: Skráning: Staður: Leiðbeinandi: Skoðaðu heimasíðuna www.spara.is Það borgar sig ! ÞúÞú átt nóg af peningum. Finndu þá! 12. og 14. október kl 18:00 - 21:00 16. og 18. nóvember kl 18:00 - 21:00 www.spara.is eða í síma 587 2580 Háskóli Íslands, stofa 101 í Odda Ingólfur H. Ingólfsson, félagsfræðingur Zeus - hei ldvers lun Austurströnd 4 sími: 561 - 0100 DAGLEGT LÍF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.