Morgunblaðið - 09.10.2004, Page 26

Morgunblaðið - 09.10.2004, Page 26
26 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í FEBRÚAR fór ég á geðdeild. Ástæðan var sú að ég hlustaði ekki. Ég hafði ekki farið á geðdeild í sjö ár og fyrsta verk geðsjúklings er að finna upp sjöárakerfi frekar en ástæðan geti verið svona einföld. Ég hafði verið beðin um að skila verkefni á tilsettum tíma sem fyrir mitt leyti var of snemmt. Á það var ekki hlustað og ég hlustaði ekki en setti undir mig hausinn. Enda hetjulegt að taka meira að sér en maður ræður við. Ég gæti kennt öðrum um sem er álíka þægilegt og festast í kviksyndi. Þegar öðrum er kennt um fá þeir alla athygl- ina. Það er orka í at- hygli. Svo maður getur hreinlega orðið mátt- laus við að kenna öðr- um um. Betra að fá sjálfur þessa athygli. Í AA tekur maður sjálfur ábyrgð á sjúkdómnum. Ég nota það á geð- hvarfasýkina. Enska orðið respons- ibility þýðir ábyrgð en líka: að bregðast við. Með því að hlusta, sjá, framkvæma, er möguleiki á bata og innsýn í sjúkdóminn. Það var svolítið áfall að vera kom- in inná geðdeild eftir þennan tíma. Ég hafði tekið lyf í fimm ár og verið heilbrigð. En eftir að hafa klárað verkefnið fann ég að ég þyrfti hjálp. En ég hlustaði ekki en fannst Land- spítalinn óvinnandi dreki og sá fyrir mér endalaus viðtöl við lækna eftir endalausan biðtíma, loks yrði mér hent út, ég væri ekki nógu geðveik. Vinkona mín bauðst til að fylgja mér. Daginn eftir var ég komin inn. Án þess að vera orðin geðveik. Það var einsog ég hefði unnið Nóbelsverðlaunin, allir voru svo ánægðir, fjölskylda og vinir: Gott hjá þér að fara inn ÁÐUR EN þú veiktist. Ég sjálf varð að ræða þetta sérstaklega við guð, að vera ánægð. En hefði ekki gert mistök sem gætu haft hrikalegar afleiðingar. Hugtök einsog fórn, refsing, mistök, full- komnun einkenna minn sjúkdóm. Þetta hugtakakerfi er rammgerð- asta fangelsi sem er kannski reist utanum eina tilfinningu, sorgina yf- ir því að hafa misst pabba sinn. Maníukast hefði getað kostað mig lífið. Þessvegna held ég uppá lyfin mín einsog litlu börnin laugardags- nammið sitt. Ég var fárveik árin 1996-99 einsog þegar ég kastaði mér í Brynjudalsá í Hvalfirði því að annars kæmi eitthvað hræðilegt fyrir. Mér yrði refsað ef ég fórn- aði mér ekki. Hvert smáatriði í umhverfinu styður þessa ákvörðun hugans einsog hann sé að beygja undir sig heimsveldi. Hvers- dagsleikinn hverfur, fugl sem flýgur um loftið er ekki lengur fugl sem flýgur um loftið. Ég vildi óska það yrði stofnuð forvarnar- deild, ég fór heim eftir viku, annars gæti ég verið ókomin. Lífið hefur breyst, ég held það sé útaf guði, strákunum mínum og þeirra kvikindislega húmor, lyfj- unum og vikulegum sjálfshjálp- arfundum. Það var frekar gaman á geðdeild- inni, ég fór alltaf í Chelsea-treyjuna mína þegar ég þurfti að taka ákvörðun, það er ekkert geðveikt; fótboltamenn hugsa aldrei um hvort þeir eigi að senda boltann. Geð- læknirinn var líka skemmtilegur, ef ég velktist í vafa, sagði hann: Viltu ekki bara fara í Chelsea-treyjuna. Og sagði hann mér að passa uppá vængina mína. Á barmi geðveiki er hugurinn uppþornaður þrátt fyrir allar rangmyndir. Eitthvað skáld- legt og fallegt einsog þetta með vængina er vökvun fyrir hugann. Annars var ég þreytt en ég á erf- itt með að þola þreytu. Það er lík- amleg tenging. Í geðveikinni neitar hugurinn líkamanum, hlustar ekki á hann; líkaminn er gáfaðri en hring- leikahúsið í höfðinu. Hetjan viður- kennir ekki þreytu, fer ekki í frí en æðir áfram í leit að afrekum sem geta snúist uppí andhverfu sína, klúður. Á geðdeildinni var ekkert að gera nema mála engla. Það var stórfínt. Mér fannst einusinni það ætti að vera stanslaust prógram á geðdeildum, ég hef skipt um skoð- un, í kyrrð og ró og lágmarks pró- grammi fer hugurinn að lækna sjálfan sig. Eitt kvöldið sátum við nokkur útí smók og þá kom í ljós að við vorum öll hetjur. Við höfðum öll veikst af því að yfirkeyra okkur á vinnu. Krefst samfélagið þess að við séum hetjur? Og afhverju samþykkjum við það? Það þýðir ekki að kenna öðrum um, við verðum að hugsa okkar gang og deila því með öðrum. Það er hægt að festast í hlutverkinu og jafn auðvelt að festast í hlutverki Trúðsins. Svo getur verið að ég vilji velja hetjuna ef það passar. Það skiptir mestu að hafa meðvitund um sjálfan sig til að velja hvernig mað- ur vill hafa hlutina. Bestu hjálp- artæki meðvitundarinnar eru skilningarvitin. Fjölskyldan skipar í hlutverk, hetjuna, trúðinn, týnda barnið, svarta sauðinn, hjálparhelluna. Í heilbrigðri fjölskyldu þykir eðlilegt að skipta um hlutverk en í óheil- brigðri fjölskyldu (td. alkóhólista- fjölskyldu) má það ekki. Ég ólst upp í þannig fjölskyldu og stofnaði sjálf eina á sínum tíma. Þótt sá tími sé liðinn og ég sé ekki sama hetjan getur hún skotið upp kollinum und- ir álagi. Í óheilbrigðri fjölskyldu verður allt vitlaust ætli einhver að brjótast úr hlutverkinu og ekki linnt látum fyrren hann er kominn í sitt hlutverk, svipað og í hernum. Geðsjúkdómur er stríð, stríð í höfðinu og kannski byrja öll stríð í höfðinu á einhverjum. En ég ætla vera kærulaus, fara að sofa, lítill trúður sem málaði engla á geðdeild, hlusta á vindinn eða gera ekki neitt. Geðveik hetja Elísabet Kristín Jökulsdóttir fjallar um geðsjúkdóma ’Geðsjúkdómur erstríð, stríð í höfðinu og kannski byrja öll stríð í höfðinu á einhverjum. ‘ Elísabet Kristín Jökulsdóttir Höfundur er rithöfundur. Á FORSÍÐU DV í gær var slegið upp fyrirsögn um eiginmann minn og meðeiganda, Ásmund Gunn- laugsson, fyrirsögn sem var heldur betur úr takt við efni „frétt- arinnar“ í blaðinu. Þessi „frétt“, sem er að vísu orðin 3ja mán- aða gömul, fjallar um samskipti Ásmundar við Sýslumannsemb- ættið í Kópavogi og að hann hafi reiðst á embættisskrifstof- unni, sem hann er ábyggilega ekki einn um. Fyrirsögnin á for- síðu þar sem segir að Ásmundur hafi „tryllst“ er hins vegar fjarri sannleikanum. Margt hef ég við vinnubrögð Sýslu- mannsins í Kópavogi að athuga, sem ég ætla ekki að telja upp hér, og ekkert nema gott um það að segja að þeir hjá DV vilji gera samskipti borg- aranna við hið op- inbera að fréttaefni. Þegar DV-menn reyna aftur á móti að vega að æru borgaranna – þeirra sem eru að láta gott af sér leiða – með villandi forsíðufréttum er mér nóg boðið. Ég fór ásamt manni mínum til fundar við blaðamann og ritstjóra DV í gærmorgun til að krefjast skýringa á þessum vinnubrögðum og vorum við bæði ótryllt. Illugi forðaði sér þegar við hjónin bárum upp mál okkar en engillinn Mikael sat hins vegar sem fastast við skrif- borð sitt, sem á hvíldi skammbyssa, og lék fimlega á tölvumúsina. Þegar hann svo loksins leit upp og ræddi málin sagði hann okkur skemmtilega sögu af því þegar hann einmitt trylltist hjá sýslu- manni. Ég spurði Mikael hver væri höf- undur forsíðufyrirsagnarinnar og hann svaraði mér að hann væri ábyrgur sem ritstjóri en að það skipti engu máli hver hefði samið hana. Einmitt, það skiptir engu máli! Mikael er mikill maður og góður í að firra sig ábyrgð, og vildi bæta þetta upp með helgarviðtali næstu helgi þar sem farsæll ferill Ásmund- ar væri tíundaður. Á þeim tímapunkti gekk ég út af fundinum. Ég óska ritstjórum DV, Illuga Jökulssyni og Mikael Torfasyni, til hamingju með að hafa náð botninum í siðleysi og með þá tækni sem þeir hafa þróað til að selja blað- ið. Ekkert virðist þeim heilagt þegar kemur að því að semja forsíðu- fyrirsagnir – blaðið þarf bara að seljast. Þeir þurfa að leita lengra eftir forsíðuefni á helgarblaðið næsta, fyrirtæki mitt tekur ekki þátt í markaðs- setningu sölutrúða. Verðandi viðmælendum DV, sem er annt um æru sína, bendi ég á að fá að vita hvort og hvenær þeir birtast á forsíðu og ef svo er, að fá að sitja með ritstjórum DV þegar forsíðufréttin er samin og hún teiknuð upp. Mér segir svo hugur að það myndi marka andlát DV. Til hamingju DV – botninum náð Lísa B. Hjaltested skrifar um fjölmiðla Lísa B. Hjaltested ’Ekkert virðistþeim heilagt þegar kemur að því að semja forsíðufyr- irsagnir – blaðið þarf bara að seljast. ‘ Höfundur er framkvæmdastjóri Yoga Studio. ÞAÐ fór svo að Samninganefnd kennarafélags Íslands og samn- inganefnd sveitarfélaga náðu ekki samkomulagi fyrir boðun verkfalls grunnskólakennara hinn 17. septem- ber. sl. Margt hefur verið rætt og ritað um deil- una síðan þá enda snertir hún um 45 þús. börn á Íslandi í dag. Það kann að vera að einhverjir líti þessa deilu ekki alvarlegum augum þótt foreldrar barna á grunn- skólaaldri geri það. Sú óvissa sem nú rík- ir nær langt út fyrir veggi heimila og skóla og fjölmargir foreldrar barna eiga erfitt með að sækja vinnu eða sinna sínu starfi eins og best verður á kosið. Áhrif verkfalls eru víðtæk fyrir fjölskyldur og fyrirtæki í landinu. Velferð barna er hagsmunamál allrar þjóðarinnar og ávöxtun til framtíðar er fólgin í þeim mannauði sem býr í börnunum okkar. Stór þátt- ur í því að ala upp barn er að tryggja að það eigi kost á góðri menntun. Menntun og gott menntakerfi er for- senda þess að íslenskt samfélag og hagkerfi vaxi um ókomna tíð. Kenn- arar gegna í þessu sambandi afar mikilvægu hlutverki og eru lykill að árangri einstaklinga jafnt sem sam- félagsins í heild Það er því bagalegt að kennsla 45 þús. efnilegra nemenda liggi niðri nú um stundir og ekki í fyrsta sinn. Ég greiði skatta til samfélagsins í hverjum mánuði þar sem hluti skatt- tekna er áætlaður í rekstur grunn- skóla. Í raun er ég því að kaupa þjón- ustu af ríki og sveitarfélögum og ég ætlast til að þessir að- illar standi við þá samn- inga sem þeir hafa gert við skattgreiðendur landsins um rekstur grunnskólans. Það er þeirra að semja við sitt starfsfólk og umsjón þjónustu en eins og áð- ur hafa borgararnir engan rétt á afslætti ef þjónustan er ekki veitt. Það er þó rétt að nefna það að í þessu tilfelli er ekki eingöngu um debet og kredit að ræða því grunnskólabörn landsins hafa meiri vigt en það. Þeir sem til þekkja vita að óvíða eru betri kennarar en hér á landi þó að þeir hafi mátt hlýða á gagnrýni ótt og títt sl. ár. Það er eitt megininntak stefnu ríkisstjórnarflokkanna „að efla menntun í landinu með það að mark- miði að Íslendingar skipi sér enn sem fyrr á bekk meðal fremstu þjóða heims“. Þar með talin er menntun barna á grunnskólaaldri og til þess að viðhalda og auka þekkingu þjóðar er hver dagur í námi barna okkar sem fellur niður dýru verði keyptur Það er þó ekki einvörðungu af ofangreindum ástæðum að ég styð heilshugar kjarabaráttu kennara. Sjálfur hef ég haft góða leiðbeinendur og lærimeistara frá unga aldri á öll- um skólastigum, fólk sem sinnti erf- iðu starfi sínu af áhuga, metnaði og faglegheitum. Í dag eru sömu áherslur við lýði í grunnskólum landsins og faglegheitin enn meiri ef eitthvað er. Börn okkar njóta því góðs hvern einasta kennsludag ársins af kennslu- og uppeldishæfileikum grunnskólakennara um allt land og fyrir það er ég þakklátur auk þess sem ég greiði fyrir það. Það er ljóst að kennarar standa sína plikt og rúmlega það en ekki rík- isvaldið og sveitarfélögin. Ég krefst þess að samið verði við kennara og þeim greidd mannsæmandi laun. Ef ríki og sveitarfélög treysta sér ekki í rekstur grunnskólanáms barna okkar þá er lágmark að þeir aðilar viður- kenni máttleysi sitt strax, gefi afslátt á skattgreiðslum, svo ég geti sjálfur tekið alfarið við námi barna minna. Ég nenni ekki að horfa á forsvars- menn ríkis og sveitarfélaga gráta þurrum tárum yfir menntun grunn- skólabarna okkar öllu lengur. Enginn hefur efni á slíkum tárum. Ríki og sveitarfélög gráta þurrum tárum Valgeir Sigurðsson skrifar um kennaradeiluna ’Það er ljóst að kennararstanda sína plikt og rúm- lega það en ekki ríkis- valdið og sveitarfélögin.‘ Höfundur er faðir grunnskólabarns í Garðabæ. Valgeir Sigurðsson MARGT hefur gerst í málefnum geðfatlaðra á þessu ári sem gefur tilefni til aukinnar bjart- sýni. Það er ekki annað að sjá en að unnið sé af krafti að mál- efnum þeirra sem verst eru staddir hjá heilbrigðisráðuneyti og hjá félagsmála- ráðuneyti og skýr stefna í málefnum geðfatlaðra kom fram í stefnuræðu for- sætisráðherra á al- þingi. Fólk með geð- sjúkdóma hefur verið duglegt að kynna sína framtíðarsýn og það minnkar fordóma að sjá að fólk með geðsjúkdóma er ekki frábrugðið venjulegu fólki. Fólk með geð- sjúkdóma og geðfatl- anir vill hafa sömu mannréttindi og sam- félagslegu skyldur og aðrir þjóð- félagsþegnar. Fólk með geðsjúkdóma og geð- fatlanir vill líka njóta sömu lífs- gæða og möguleika á búsetu í samfélaginu og aðrir þjóðfélags- þegnar. Það er mikilvægt að greina hvar helst er þörf á úrbót- um í málefnum geð- fatlaðra og fólks með geðsjúkdóma. Meðferð á sjúkrahúsi er þver- fagleg og unnið hefur verið að því að styrkja meðferð þeirra sem verst eru settir. Hins- vegar lýkur meðferð oft á þröskuldi sjúkra- hússins og þá kemur oft í hlut aðstandenda að styðja við ein- staklinginn. Það er því afar mikilvægt að við beinum sjónum okkar að því hvernig þessum einstaklingum reiðir af í samfélaginu, hvernig búsetumálum og stuðningi við ein- staklinginn er háttað og hverjir möguleikar hans eru á félagslegri þátttöku. Það er einn- ig mikilvægt að auka möguleika ungs fólks með geðfötlun sem býr í foreldrahúsum á eigin búsetu. Það er mikilvægt að við sam- einum krafta okkar og nýtum meðbyrinn. Fleytum þjón- ustu við geðfatlaða í samfélaginu fram um nokkra áratugi. Geðfatlaðir í samfélaginu Ingibjörg Hrönn Ingimars- dóttir fjallar um stöðu geðfatlaðra Ingibjörg Hrönn Ingimarsdóttir ’Fólk með geðsjúkdóma og geðfatlanir vill hafa sömu mannréttindi og samfélags- legu skyldur og aðrir þjóð- félagsþegnar. ‘ Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.