Morgunblaðið - 09.10.2004, Page 28

Morgunblaðið - 09.10.2004, Page 28
28 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Stjórn Flugleiða hf. hefurboðað til hluthafafundarþar sem óskað verður eftirheimild til að auka hlutafé félagsins um allt að 40%. Verði til- lögur stjórnarinnar samþykktar munu núverandi hluthafar falla frá forkaupsrétti á einum fjórða hluta aukningarinnar en forkaupsréttur þeirra gildir fyrir þrjá fjórðu hluta- fjáraukningarinnar. Hannes Smárason, stjórnarfor- maður Flugleiða hf. og stærsti hlut- hafi félagsins, segir tilganginn með hlutafjáraukningu tvíþættan. „Eignarhald í félaginu er mjög þröngt og við viljum auka við dreif- ingu þess. Fjórðungshlutur nýs hlutafjár, auk 8,5% hlutar sem fé- lagið á í sjálfu sér í dag, er ætlaður til þess að dreifa eignaraðildinni og auka virka verðmyndun bréfanna á markaði. Einn liður í því er samn- ingur sem gerður hefur verið við KB banka um viðskiptavakt á hluta- bréfum í félaginu, í fyrsta skipti í sögu þess. Við viljum gera Flugleið- ir að álitlegum og áhugaverðum fjárfestingarkosti fyrir fagfjárfesta og einstaklinga, sem hefur ekki ver- ið af þeirri einföldu ástæðu að engin bréf hafa verið til,“ segir Hannes og vísar þar með á bug orðrómi um af- skráningu félagsins úr Kauphöll Ís- lands sökum takmarkaðrar dreif- ingar. „Hins vegar vill stjórnin hafa heimild til að auka hlutafé til ráð- stöfunar í tengslum við yfirtökur og samruna við önnur fyrirtæki. Við ætlum okkur að vaxa ört á næstunni og eitt af því sem hægt er að gera með skráð félag er að nota hluta- bréf sem skiptimynt í slíkum að- gerðum.“ Auk hlutafjáraukningarinnar verður lögð fyrir hluthafafundinn tillaga um útvíkkun á starfseminni þannig að fjárfestingarstarfsemi verði einn megintilgangur í starf- semi félagsins. Undirbúa sókn Hannes segir að með hlutafjár- aukningu, viðskiptavakt og aukinni áherslu á fjárfestingarstarfsemi sé verið að undirbúa þá sókn sem koma skal. „Við stefnum að því að útbúa öfl- uga vaxtarstefnu fyrir félagið og efla það enn frekar en verið hefur og viljum þá hafa rúmar heimildir frá hluthöfunum til að ráðast í slík verk- efni. Það er megintil- gangurinn á bak við þetta.“ Hann segir að ver- ið sé að skoða nokkur fjárfestingartæki- færi um þessar mundir en ekkert sé hægt að segja til um hver þau séu fyrr en þau verði að veruleika. „Það eru nokkur tækifæri á borð- inu í dag og við erum að búa okkur undir að skanna landslagið til að finna fleiri tækifæri. Hér á landi og erlendis.“ Mikil tækifæri eru bæði til innri og ytri vaxtar Flugleiða, að mati Hannesar. Sem dæmi um innri vöxt nefnir hann flug til San Fransisco sem kynnt var á dögunum auk ann- arra breytinga í áætlunarflugi. „Áætlunarflugið stækkar um 20% á milli áranna 2004 og 2005 ofan á 20% stækkun á milli 2003 og 2004. Þetta er einn leggur í vaxtarstefn- unni, áframhaldandi innri vöxtur, og þá skoðum við fjarlægari staði á borð við vesturströnd Bandaríkj- anna og jafnvel Asíu, til lengri tíma.“ Hannes nefnir einnig útrás í upp- byggingu bæði leiguflugs og frakt- flutninga. „Það er verið að skoða tækifæri sem liggja á þessum tveimur mörkuðum, þá fyrir utan Ísland,“ segir Hannes en vill ekki fara nánar út í það. Fjárfest í ótengdri starfsemi „Ytri vöxturinn kemur fyrst og fremst til með að ganga út á kaup á öðrum félögum eða samruna við önnur félög,“ segir Hannes en legg- ur jafnframt áherslu á þátt fjárfest- ingastarfseminnar í vexti Flugleiða. Dótturfélagið Flugleiðir-fjárfest- ingafélag, sem stofnað var um við- skipti Flugleiða með hlutabréf í Burðarási fyrr á árinu, mun sinna þeim hluta af starfsemi samstæð- unnar. „Fjárfestingastarfsemin verður nú ein af meginstoðum félagsins. Þar komum við til með að skoða fjárfestingar jafnt innanlands sem utan, bæði í tengdri og ótengdri starfsemi. Markmiðið með þessu öllu saman er að gera Flugleiðir að spennandi fyrirtæki fyrir fjár- festa.“ Á aðalfundi Flugleiða sl. vor tal- aði Hannes um að vaxtarmöguleik- ar félagsins lægju meira í flug- rekstrinum en ferðaþjónustunni. Þýðir það að stækkun með yfirtök- um og öðru slíku yrði þá á sviði flug- rekstrar? „Ég á fastlega von á því, þ.e. á sviði flugrekstrar og flutningastarf- semi eða öðru tengdu því. Ástæðan er sú að í flugrekstrinum getum við samnýtt svo margt, t.a.m. leiðakerf- ið og markaðsstarfið. Hagræðing- artækifærin eru því mun meiri þar en í ferðaþjónustunni.“ Ráða við stærri verkefni Stefnubreytingin hjá Flugleiðum felst í markmiðum um mun örari vöxt en áður hefur verið lagt upp með. Að sögn Hannesar verður nú unnið af krafti í því að finna félög sem annaðhvort er hægt að taka yf- ir eða sameinast. „Með því að efla félagið enn frekar á hlutabréfa- markaði, hvað þá ef við förum í þessar hlutafjáraukningar, þá mun fjárhagsstyrkur fé- lagsins aukast enn frekar frá því sem hann er í dag, sem þýðir að við ráðum við stærri verkefni. Þetta hangir allt saman.“ Hannes segir ekki hafa verið ákveðið hvort farið verði í hlutafjárútboð, ef heimild fæst til aukningar hlutafjár. „Það er á valdsviði nýrrar stjórnar, þegar hún kemur saman, að taka endanlega ákvörðun um hvernig á að spila úr þessu. Fyrsta skrefið er að fá heimild hluthafafundar til að gefa út fleiri bréf ef tækifærin verða fyrir hendi. Þetta er því upphafið að því sem koma skal.“ Kjölfesta og dreifð eign Með aukningu hlutafjár þynnist sá hlutur sem hluthafar eiga nú þegar en Hannes óttast ekki að aðr- ir fjárfestar nái yfirráðum í félag- inu. „Markmiðið er að koma félag- inu í dreifðari eign og þ áhætta alltaf fyrir hendi. sterkum kjölfestufjárfesti m sterkri eignaraðild inni í fél þá er ekkert því til fyrirs samhliða því geti verið d eignarhald. Ég og aðrir st endur viljum vera þessi kj aðili í félaginu en það þýðir ekki sé rúm fyrir fleiri fjárfe óttast ég það ekki sérstakl tént ekki á þessum tím Verðbréfaviðskiptin eru ba og þau eru, hlutabréf gan betur fer kaupum og sölu. Þ eru hlutafjáraukningar sem í höndum stjórnar og við get eitthvað um það að segja nýjum bréfum er ráðstafað. Má draga sundur og sa Dótturfélög eignarhaldsf Flugleiða hf. eru ellefu ta starfa á ýmsum sviðum fe flutningaþjónustu á Íslandi lag er um áætlunarflugið, an hótelrekstur, það þriðja bíla svo framvegis. Hannes neitar því að ath lagsins sé of dreifð. „Ferða an er bein afleiðing af m starfi Flugleiða erlend afleiðing af leiðakerfinu. V er rekstur dótturfélagann munandi og þess vegna var brotið upp í þessar einingar tíma. Með því að gera eini sjálfstæðar var tryggt að þæ átt sér líf bæði innan samstæ og utan hennar, ef því er að Félagið er þannig úr garði hægt er að draga það su saman eftir aðstæðum. S leiki í rekstrinum er því orð meiri en hann var áður.“ Hannes segir þó ekki á að félagið losi sig við einst urfélög. „Það er engin ástæða til þess að huga að þ höfum við verið að skila mj um árangri upp á síðkast vegar hefur félagið þennan að breyta samsetningunni. V um dótturfélögunum mjög semismarkmið og svo lengi standast þau þá er móðu ánægt. Hvað varðar fra Upphafið sem kom Hannes Smárason, stjórnar Hannes Smárason tók við stjórnarformennsku í Flugleiðum fyrr á árinu og sér nú fram á miklar breytingar á rekstri félagsins. Soffía Haralds- dóttir ræddi við Hannes um framtíðina hjá Flugleiðum og aðrar fjárfestingar hans sjálfs. ’Nú verður unniðaf krafti í að finna félög sem hægt er að taka yfir eða sameinast.‘ KOSNINGAR Í AFGANISTAN Afganar ganga í dag til forseta-kosninga. Mikill áhugi er á kosn-ingunum, en þó spyrja margir hvaða tilgangi það þjóni að efna til þeirra á þessari stundu. Vandamálin í Afganist- an eru margvísleg um þessar mundir. Sameinuðu þjóðirnar höfðu mælst til þess að kosningunum yrði frestað. Það vildu Bandaríkjamenn ekki gera og hef- ur því verið haldið fram að stjórn George W. Bush hafi meðal annars verið að hugsa um endurkjör hans. Ekki væri verra í þeim efnum að geta sýnt fram á að í Afganistan hefði verið stigið skref í átt til þess að koma á lýðræði áður en gengið yrði til kosninga í Bandaríkjun- um. Erfitt hefur verið fyrir frambjóðendur í Afganistan að halda kosningafundi og hefur kosningabarátta þeirra að mestu verið fólgin í því að líma upp veggspjöld, auk þess sem þeir áttu þess kost að koma fjórum sinnum fram í sjónvarpi. Fram- bjóðendur eru 18 og Hamid Karzai, nú- verandi leiðtogi landsins, þykir sigur- stranglegastur. Til marks um ástandið er að þegar hann hugðist í fyrsta skipti halda kosningafund utan Kabúl varð hann frá að hverfa vegna þess að skotið var að þyrlu hans. Ópíumrækt hefur aukist gríðarlega í landinu síðan stjórn talibana var steypt haustið 2001. Bandaríkjamenn hafa lítið gert til að stemma stigu við eiturlyfja- ræktinni, en hafa nú snúið við blaðinu, sennilega vegna þess að stríðsherrar og talibanar hagnast mest á heróínsölu. Sagt er að mikil gróska sé í höfuðborg- inni, Kabúl, um þessar mundir, en öðru máli gegnir um ýmsa aðra hluta landsins. Alþjóðlegar hjálparstofnanir óttast það að fara út fyrir höfuðborgina og íhuga jafnvel að yfirgefa landið fyrir fullt og allt. Ekki er þó allt slæmt. Um þrjár millj- ónir flóttamanna hafa snúið aftur til landsins og enginn straumur er út úr því. Meðal íbúanna virðist ríkja bjartsýni þrátt fyrir ástandið. Mikill áhugi er á kosningunum og sést það meðal annars á því hve margir hafa skráð sig til að kjósa. Í þeim efnum er reyndar ekki allt sem sýnist. Margir virðast hafa skráð sig tvisvar og í einu héraði var skráningin 170%. Hvað sem líður öllum þessum göll- um er skref í rétta átt að nú er efnt til kosninga í Afganistan. Kosningar þurfa hins vegar að vera annað og meira en æf- ing án tilgangs. Afganskir kjósendur verða að finna að með því að greiða at- kvæði séu þeir að gæta hagsmuna sinna með einhverjum hætti. Ef til vill er ekki hægt að gera of miklar kröfur í upphafi, en ef engar kröfur eru gerðar er hætt við því að nýjabrumið verði fljótt að fara af lýðræði í Afganistan. FRAMTÍÐ FLUGLEIÐA Stjórn Flugleiða hefur lagt til aðhlutafé félagsins verði aukið um 40%. Ætlunin er að núverandi hluthafar falli frá forkaupsrétti að fjórðungi þess hlutafjár, auk þess sem selja á hlutafé, sem félagið á í sjálfu sér. Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, talar skýrt um þetta í viðtali við Morg- unblaðið í dag: „Eignarhald í félaginu er mjög þröngt og við viljum auka við dreifingu þess. Fjórðungshlutur nýs hlutafjár, auk 8,5% hlutar sem félagið á í sjálfu sér í dag, er ætlaður til þess að dreifa eignaraðildinni og auka virka verðmyndun bréfanna á markaði ... Við viljum gera Flugleiðir að álitlegum og áhugaverðum fjárfestingarkosti fyrir fagfjárfesta og einstaklinga, sem hefur ekki verið af þeirri einföldu ástæðu að engin bréf hafa verið til.“ Þessi áform eyða áhyggjum, sem margir hafa haft af því að Flugleiðir yrðu teknar af markaði vegna þröngs eignarhalds og lítilla viðskipta. Flug- leiðir hafa ákveðna sérstöðu í hópi ís- lenzkra fyrirtækja. Margir líta enn á fé- lagið sem þjóðarflugfélag, sem gegnir lykilhlutverki í tengslum Íslands við umheiminn. Í samræmi við það telja jafnframt margir að félagið eigi að vera opið almenningshlutafélag en ekki lok- aður klúbbur fjárfesta. Margir hafa vilj- að eiga hlutabréf í félaginu vegna hins sérstaka hlutverks þess, ekki ósvipað og þegar fólk vildi eiga hlutabréf í Eim- skipafélaginu vegna hlutverks þess í að tengja Ísland við umheiminn og styrkja sjálfstæði þjóðarinnar. Áform stjórnar Flugleiða og yfirlýs- ingar stjórnarformannsins taka af skar- ið um að félagið verður áfram á mark- aði. Það skapar stöðugleika um starfsemina og skapar félaginu sterka stöðu til að ráðast í þá útrás, sem Hann- es Smárason boðar jafnframt í Morg- unblaðinu í dag. LEGGJUM GEÐSJÚKUM LIÐ Kiwanishreyfingin gengst umhelgina fyrir landssöfnun til styrktar geðsjúkum, undir kjörorðinu „Lykill að lífi“. K-lykillinn svonefndi verður seldur við verslanir, auk þess sem gengið verður í hús og unnt er að styrkja söfnunina í gegnum síma. K-dagurinn er nú haldinn í ellefta skipti og rennur ágóðinn að þessu sinni til uppbyggingar göngudeildar Barna- og unglingageðdeildar Landspítala – háskólasjúkrahúss og til Geðhjálpar, sem hyggst koma á fræðslu- og tengsl- aneti í því skyni að rjúfa einangrun geð- sjúkra á landsbyggðinni. Svanur Kristjánsson segir í grein í Morgunblaðinu í gær að alvarlegir geð- sjúkdómar komi inn í líf fólks eins og fellibylur, „sem skellur á fyrirvaralaust og skilur eftir sig eyðileggingu, örvænt- ingu og sorg. Tilveran gjörbreytist. Ekkert er né verður sem áður. Ham- ingja og heilsa manna eru samofin. Heil- brigður einstaklingur á sér margar ósk- ir, hinn sjúki og hans nánustu aðeins eina“. Og eins og Svanur bendir á verða geðsjúkir að treysta á mannúð og kær- leika samferðamanna sinna. „Hjálpar- laust geta þeir ekki brotist út úr ein- angrun sinni og fjötrum.“ Frá því að K-dagurinn var fyrst hald- inn fyrir þrjátíu árum hafa Kiwanis- menn samtals safnað tæplega 200 millj- ónum króna að núvirði til styrktar geðsjúkum. Með fulltingi þeirra var Geðhjálp til að mynda kleift að koma sér upp aðstöðu í húsnæði sínu við Túngötu. Þetta eru verkefni sem ríkið ætti með réttu að sinna og Kiwanishreyfingin á heiður skilinn fyrir að leggja sitt af mörkum til að mæta brýnni þörf. Morg- unblaðið hvetur landsmenn alla til að leggja sitt af mörkum í söfnuninni um helgina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.