Morgunblaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 31 UMRÆÐAN 22. daga ævintýraferð á ári Hanans: til Kína með KÍNAKLÚBBI UNNAR 13. maí – 3. júní 2005 á besta tíma ársins, hitastig um 28º Farið verður til Beijing, Xian, Guilin, Shanghai, Suzhou og Tongli. Siglt verður eftir Li ánni og Keisaraskurð- inum og gengið á Kínamúrinn. Heildarverð kr. 350 þús. Allt innifalið þ.e. allar skoðunarferðir, gisting í tvíbýli á lúxushótelum, fullt fæði, allir skattar og gjöld, staðarleiðsögumenn og fararstjórn Unnar Guðjónsdóttur, sem er sérfræðingur í skipulagningu ferða til Kína, en þetta verður 20. ferðin sem hún leiðir um Kína. Kínaklúbbur Unnar, Njálsgötu 33, 101 Reykjavík sími/símbréf 551 2596 og 868 2726 Vefsíða: www.simnet.is/kinaklubbur Netfang: kinaklubbur@simnet.is Ljósmyndasýning Unnar: MYNDIR FRÁ KÍNA 1. – 31. okt. mánud. - laugard. 11.00 - 18.00 FENG SHUI húsinu, Laugarv. 42 B, inngangur frá Frakkastíg. Geymið auglýsinguna SJÁLFSVÍGUM í hópi ungra karlmanna hefur fjölgað á Vest- urlöndum undanfarna áratugi. Ís- lenskir karlmenn eru því miður á sama báti. Í dán- armeinaskrá Íslend- inga frá 1911 til 2000 er að finna marktæka aukningu sjálfsvíga fram eftir allri öldinni, og er tíðni hérlendis nú svipuð og í Noregi og Svíþjóð. Þegar grannt er skoðað er engin aukning meðal kvenna og hefur dánaraldur þeirra kvenna, sem fyrirfara sér, hækkað jafnt og þétt. Aukning sjálfsvíga er því ein- ungis meðal karlmanna, og þá sér- staklega þeirra, sem eru 24 ára og yngri. Það vekur sérstaka athygli hve aukning er mikil hjá karl- mönnum undir tvítugu. Á árunum fram að seinni heimstyrjöld var sá aldurshópur einungis 1,1% þeirra karla sem sviptu sig lífi, en frá 1970 og fram að nýliðnum aldamótum voru þeir 12,9 %. Má sem dæmi nefna að árið 2000 féllu 43 karlmenn fyrir eigin hendi og af þeim voru níu 19 ára eða yngri. Þetta ár er það al- versta í sögu sjálfsvíga á Íslandi, en þessar tölur hafa lækkað aftur sem betur fer. Engu að síður vekur þessi þróun áleitnar spurningar því í sögu hvers einasta sjálfsvígs er að finna harmleik einstaklings, þungbæra sorg og flókna úrvinnslu eftirlifenda, missi nákominna og samfélagsins í heild. Hvað gerir lífið svona erfitt fyrir unga menn á Íslandi? Er það eitthvað í breyttri þjóðfélagsgerð og gildismati, eða hefur tíðni alvarlegra geð- raskana aukist? Síðasta tilgátan á varla við rök að styðjast nema þegar vímufíkn er skoðuð, og þar undir flokkast áfengissýki. Því miður er enn of lítið vitað um félagslegan aðdraganda sjálfsvíga, en fylgni við þunglyndi og aðrar geð- raskanir er vel þekkt. Rannsókn á tildrögum sjálfsvíga og sjálfsvígstilrauna á Íslandi, sem nú er í undirbúningi, er ætlað að auka þekkingu okkar á aðdraganda sjálfs- víga. Þekkt er að draga má úr tíðni sjálfsvíga með markvissri fræðslu og félagslegum forvarnaraðgerðum fyr- ir áhættuhópa. Markvissari meðferð þunglyndis vegur einnig þungt. „Þjóð gegn þunglyndi“ er forvarn- arverkefni á vegum Landlæknisemb- ættisins og hefur með því verið unnið að fræðslu og þjálfun faghópa um land allt í greiningu og meðhöndlun þunglyndis og sjálfsvígshættu. Nú er verið að hleypa af stokkunum meiri fræðslu fyrir almenning um þung- lyndi, sem mun í fyrstu beinast að ungu fólki. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu landlæknis, www.thunglyndi.landlaeknir.is Ungur á Íslandi – upp á líf eða dauða Högni Óskarsson fjallar um sjálfsvíg ungra karla ’Þekkt er að draga máúr tíðni sjálfsvíga með markvissri fræðslu og félagslegum forvarn- araðgerðum fyrir áhættuhópa.‘ Högni Óskarsson Höfundur er geðlæknir og formaður verkefnisins „Þjóð gegn þunglyndi“. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is MIG LANGAR að skrifa nokkur orð um launamál og verkfall kennara. Ég er alinn upp af tveimur kenn- urum, er skyldur nokkrum og hef átt gott samstarf við þá sem eru af mik- illi elju að kenna börnunum mínum. Mér þykir ákaflega vænt um þetta fólk og er því þakklátur fyrir þau góðu störf sem það hefur unnið með mér og mínum. Það er mín skoðun að kennarar eigi að hafa hærri laun enda vinna þeir gott starf, svo er reyndar fullt af öðru fólki sem mér finnst að ætti að hafa hærri laun. Í mánudagsblaði Fréttablaðsins er heilsíðuauglýsing sem segir að 32 ára kennari með 3 ára háskólanám að baki, hafi 180,617 kr. í laun á mán- uði fyrir 100% starf. Ég sjálfur er 31 árs með 3 ára framhaldsskólanám að baki, fíl- hraustur og duglegur með umtals- verða reynslu. Fyrir 100% starf, 176 klst. á mánuði, hef ég 98.912 kr. Ef miðað er við launin mín, 100.000 kr. á mánuði ca, og ég myndi vinna frá 16 ára aldri til 66 ára, þá myndi ég þéna 60 milljónir yfir starfsævina. 100.000 þúsund * 12 mánuðir * 50 ár = 60 milljónir. Kennarinn getur ekki unnið svona mikið, því hann þarf að eyða 7 árum í skóla umfram mann sem er með öllu ómenntaður eftir grunnskóla. Þá drögum við þessi 7 ár frá og reiknum til baka. 50–7 = 43. 43 ár * 12 mán. = 516. 60 milljónir / 516 = 116.279 krónur. Sem sagt ef kennari á hafa sömu laun og ég ef tekið er tillit til þess að hann var 3 ár í háskóla á hann að hafa 116.279 krónur á mán- uði. En við viljum gera vel við kenn- arana okkar, þeir eru búnir að leggja á sig langa og stranga skólagöngu og þar ofan á vinna þeir með börnum sem er erfitt og því fylgir ábyrgð. Ég vil nú meina að mitt starf sé mikilvægt fyrir þjóðfélagið, en samt finnst mér að gera eigi betur við kennarana. Við ætlum að gera vel við þá og borga þeim ríflega helm- ingi meira en mér. Fyrst bætum við þeim upp námið, 116.279 kr. og svo er bætt við 55% 116.279 x 1,55 = 180,232 krónur á mánuði. Sem þýðir að eftir fulla starfsævi á hef ég þénað 60 milljónir, á sama tíma er kennarinn búinn að þéna 93 milljónir. Þegar málin eru skoðuð svona, finnst mér að kennarar hafi góð laun í ríflega réttlátu hlutfalli við mig og aðra verkamenn, en eins og fyr- irsögnin segir er þetta barátta, ekki spurning um réttlæti. Þrátt fyrir að vera búinn að skoða málin svona finnst mér ennþá að kennarar eigi að fá hærri laun, og líka leikskólakennarar og ómennt- aðir starfsmenn í öllum störfum. Svona í lokin langar mig að segja sögu af honum föður mínum, hann er búinn að vinna dálítið lengi á sama stað. Einn dag í kaffitímanum sat forstjórinn með honum til borðs og sagði hátt og snjallt, Alexander, ég sá að þú hefur ekki fengið launa- hækkun svo lengi að ég vil endilega fá þig í viðtal sem fyrst. Æ nei, sagði sá gamli, ég nota afgangspeningana mína til þess að kaupa fyrir þá bæk- ur og tónlistardiska, og ég á bara fullt í fangi með að komast yfir það sem ég kaupi í dag. Með ósk um gott gengi. FREYR ALEXANDERSSON, Fellsmúla 6, 108 Reykjavík. Kennaraverkfall, barátta, ekki réttlæti Frá Frey Alexanderssyni, sem er skipstjórnarmenntaður og skrifar um kennaraverkfallið: AÐ LEITA sér lækninga getur verið hættulegt. Það getur verið hættulegt vegna þess að sá sem leitar sér lækninga er ekki heill. Ef ekkert er að gert getur það haft í för með sér alvarlegar af- leiðingar, í versta falli leitt til dauða. Ef vel tekst til leiðir að- stoðin til bata. Í öll- um tilfellum er um að ræða einhvers konar inngrip eða íhlutun til að reyna að breyta versnandi ástandi í heilbrigða líðan. Mis- takist inngripið leiðir það til þess að við- komandi fær ekki þann bata sem að var stefnt. Ástæður þess að inngripið mistókst geta verið nokkrar. Kannski var aldrei mögulegt að breyta því sem verða vildi. Kannski voru gerð mistök sem leiddu til þess að inngripið hafði ekki þær afleið- ingar sem til var ætlast. Samkvæmt tölfræðinni er ljóst að mistök munu eiga sér stað. Töl- fræðin hefur lag á að elta alla uppi. Tölfræðin segir okkur að all- ir muni einhvern tíman gera mis- tök. Mistökin geta hins vegar ver- ið misalvarleg. Það liggur í hlutarins eðli að þeir sem velja sér starfsvettvang sem er í eðli sínu hættulegur eru útsettari fyrir því að mistök sem þeir gera hafi al- varlegri afleiðingar en ella. Þess vegna er reynt að lágmarka tíðni mistaka í meðhöndlun sjúklinga eins og kostur er. En sama hversu tölfræðin er góð, þeir sem lenda röngum megin eru 100% röngum megin. Tölfræðilegir yfirburðir hafa enga þýðingu fyrir þá sem eru röngum megin. Hvernig eiga þeir að bregðast við? Samkvæmt forsögunni er í mannlegu eðli að hefndarsjónarmiðið sé þolendum ofarlega í huga. En er það endilega í þágu al- mennings að svo sé? Um það þarf að ræða. Sjónarmiðin þarf að bera upp og vega þau og meta. Hverjir eru hagsmunir almennings? Betri heilbrigðisþjónusta? Minni hætta á mistökum? Hvernig er best að bregðast við mistökum, þegar þau eiga sér stað, í þágu almennings? Er best að refsa þeim sem mistök- unum veldur? Eða er betra að reyna að greina ástæður þess sem urðu þess valdandi að mistök voru gerð? Læra af mistökunum? Koma í veg fyrir að þau verði gerð aft- ur? Hvetja þá sem verða varir við mistök að greina frá þeim? Hvernig getum við hvatt þá sem sjá að mistök hafi verið gerð til að greina frá þeim? Skiptir máli fyrir þann sem greinir frá hverjar afleiðingarnar verða fyrir meintan geranda mistaka? Allt eru þetta spurningar sem þarf að svara þegar hagsmunir al- mennings eru metnir. Hvert er hlutverk fjölmiðla í þessu samhengi? Hverjum þjónar umræða í fjölmiðlum um einstök mál sjúklinga þar sem mistök hafa átt sér stað? Hún getur þjónað hagsmunum þolandans ef hann vill hefnd. Hún getur þjónað hags- munum viðkomandi fjölmiðils ef fleiri blöð seljast út á fyrirsögn- ina. En getur hún þjónað hags- munum annarra sjúklinga síðar? Lætur starfsmaður sá sem er valdur að mistökunum sér þetta að kenningu verða og lærir af mis- tökunum? Ef „vel tekst til“ í um- fjölluninni þá missir starfsmað- urinn starf sitt og gerir þar með ekki aftur sömu mistök. Síðari sjúklingum er borgið. Eða er það? Láta aðrir starfsmenn sér þetta að kenningu verða? Hvað með töl- fræðina? Getur verið að þessi að- ferðafræði dragi þor úr öðrum starfsmönnum? Í stað þess að leggja áherslu á að með kerf- isbundnum hætti sé reynt að greina orsakir þess að mistök áttu sér stað og finna leiðir til úrbóta þá er áherslan á refsinguna. Hvaða afleiðingar getur það haft? Getur verið að færri starfsmenn séu tilbúnir að sinna þeim störfum þar sem áhættan er mest? Getur verið að þeir starfsmenn sem eftir eru þori ekki að leggja sig eins mikið fram og ella af ótta við að gera mistök? Getur afleiðingin orðið sú að öryggi sjúklinga verði minna en áður þar sem á úr- slitastundu hugsi starfsmenn um eigið öryggi í stað þess að leggja sig alla fram og eiga þá frekar á hættu að gera mistök? En hvað er til ráða? Að mínu mati er tvennt sem gæti verið til bóta. Annars vegar að taka upp fastar og skýrar reglur um hvern- ig skuli bregðast við mistökum og hins vegar breyting á löggjöfinni. Með því að hafa fastar og sam- ræmdar reglur um viðbrögð þegar mistök hafa átt sér stað er leitast við að staðla viðbrögðin og gæta þess að þolendur mistaka séu ekki órétti beittir og að hagsmuna þeirra sé gætt. Með því að fara þessa leið tel ég að meiri mögu- leikar séu á að halda trúnaði milli lækna og annars heilbrigðisstarfs- fólks og þeirra sem verða fyrir mistökum. Með þessu móti verði meiri líkur til að allir aðilar reyni að læra af þeim mistökum sem verða í stað þess að leita að blóra- böggli. Hin leiðin sem ég tel geta verið til bóta er að fara svipaða leið og Danir hafa gert. Gera það að laga- skyldu að allir sem verða varir við mistök eigi að tilkynna um þau til viðeigandi yfirvalda. Sú skylda nái einnig til geranda mistaka og að mistökin verði honum refsilaus, þó með þeirri undantekningu að stór- fellt gáleysi og ásetningur leiði ekki til refsileysis. Með þessu móti væri löggjafinn að koma þeim skilaboðum til almennings að leggja eigi áherslu á að upplýsa um mistök og reyna að læra af þeim í stað þess að hefndarsjón- armiðið eigi að vera ríkjandi. Læknamistök Gunnar Ármannsson fjallar um læknaþing, sem hefst í dag ’Tölfræðin segir okkurað allir muni einhvern tímann gera mistök. ‘ Gunnar Ármannsson Höfundur er hdl. og framkvæmda- stjóri Læknafélags Íslands. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.