Morgunblaðið - 09.10.2004, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 09.10.2004, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gunnar KarlGunnarsson fæddist í Bodö í Nor- egi 2. nóvember 1986. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Fossvog 30. septem- ber síðastliðinn. For- eldrar Gunnars Karls eru hjónin Ragnheiður Sigur- þórsdóttir, f. 28. september 1961 og Gunnar Sigurþórs- son, f. 13. apríl 1959. Systur Gunnars Karls eru: Kristrún Harpa nemi í hjúkrunarfræði við HÍ, f. 26. júní 1984 og Sigrún Kristín nemi við MH, f. 1. júlí 1988. Foreldrar Ragnheiðar eru Kristrún Stef- ánsdóttir, f. 26. mars 1937 og Sigurþór Sigurðsson, f. 8. mars 1939, d. 4. október 2002. Foreldr- ar Gunnars eru Guðrún Karls- dóttir, f. 18. desember 1935, og Sigurþór Breiðfjörð Gunnarsson, f. 18. janúar 1936, d. 27. desem- ber 1986. Gunnar Karl á langömmu á lífi Áslaugu Bach- mann, f. í Borgar- nesi 19. desember 1910. Bræður Ragn- heiðar eru Sigurður Þorsteinn, kvæntur Drífu Ármannsdótt- ur, þau eiga tvö börn og Stefán Logi, kvæntur Mar- gréti Völu Gylfa- dóttur. Systur Gunnars eru Ás- laug, gift Hannibal Kjartanssyni, þau eiga fimm börn og þrjú barna- börn og Sigríður Hulda. Gunnar Karl bjó í Grindavík í 5 ár eftir að fjölskyldan flutti heim frá Noregi en frá 6 ára aldri hef- ur hann alist upp í Laugarási í Biskupstungum. Gunnar Karl var nemi í grunndeild rafiðna við Iðnskólann í Reykjavík. Gunnar Karl verður jarðsung- inn frá Skálholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Gunnar Karl frændi minn hefur kvatt okkur í hinsta sinn. Það er erf- itt að sætta sig við það að þessum skemmtilega og lífsglaða dreng hafi aðeins verið úthlutað tæplega 18 ár- um með okkur á þessu tilverustigi. Öll þau ár sem ég fékk að þekkja Gunnar Karl gáfu mér þó svo mikið að ég mun alla ævi búa að þeim kynn- um. Ég kynntist Gunnari Karli fyrst sumarið 1988 eftir að Ragnheiður og Gunnar voru komin heim frá Noregi og bjuggu á Flyðrugrandanum. Ég var 13 ára gamall ráðinn í sumar- vinnu við það að vera hálfan dag úti með Kristrúnu og Gunnar Karl, þar sem Ragnheiður gekk með Sigrúnu og mátti vel við hjálpinni. Það er mér minnisstætt hvað Gunnar Karl var strax skemmtilega ákveðinn og mikill spjallari, þrátt fyrir að kunna nánast ekkert að tala á þeim tíma. Það stoppaði hann ekkert í því að halda miklar ræður og láta skoðanir sínar í ljós þó að enginn annar skildi hann. Stóra systir þekkti þó alltaf bróður sinn vel og gat túlkað fyrir hann með mikilli nákvæmni þegar við sem eldri vorum hváðum. Eftir að Ragnheiður og Gunnar helltu sér út í garðyrkjuna og fluttu í Laugarás gerðist ég aftur sumar- starfsmaður hjá fjölskyldunni og bjó meira og minna hjá þeim sjö sumur í röð. Mér fannst það með ólíkindum hvað þetta litla hús gat tekið á móti mörgum strákum. Gunnar Karl var ávallt svo opinn og fordómalaus að það var alltaf pláss fyrir þá sem vildu slást í hópinn, inntökuskilyrðin voru engin önnur en að vera bara maður sjálfur. Gunnar Karl var alla tíð ófeiminn við að spyrja eða segja beint það sem hann var að hugsa um hverju sinni, og margar af mínum skemmtilegustu stundum í Laug- arásnum komu til vegna þess að Gunnar Karl gekk beint til verks og dró mig með félagahópnum út í fót- bolta, í tölvuleiki eða hvert sem stefn- an var tekin. Aftur bjuggum við undir sama þaki í Bogahlíðinni núna í haust, Gunnar Karl að sækja Iðnskólann og við Margrét nýkomin heim úr háskóla- námi. Gunnari Karli gekk vel í raf- eindavirkjuninni, en hann var einnig mikið að íhuga hvenær tækifæri gæf- ist til að skoða þennan stóra heim sem við búum í. Ég reyndi að benda honum á að kynna sér vinnuskipti á Norðurlöndunum næsta sumar, og í hans huga var það kannski ágætis byrjun þó að hann stefndi á stærri og meiri heimsreisur eins og bæði ég og pabbi hans lögðumst í á sínum tíma. Gunnar Karl var alltaf með stór plön og það var svo mikil bjartsýni og já- kvæð orka í kringum hann að maður smitaðist ósjálfrátt af henni og gekk um brosandi eftir langar hrókasam- ræður við hann. Þetta hræðilega slys skilur eftir gat í lífi okkar sem þekktum Gunnar Karl. Ég hef alltaf verið meðvitaður um að Gunnar Karl fylgdist með því sem ég tók mér fyrir hendur, og það gaf mér enn meiri ástæðu til að standa mig og reyna að gera alla hluti vel. Hver veit nema að Gunnar Karl fylgist ennþá með mér úr fjarlægð. Hann verður að minnsta kosti alltaf svo ofarlega í huga mér að ég mun reyna mitt besta til að valda honum ekki vonbrigðum. Ragnheiður, Gunnar, Kristrún og Sigrún; við hugsum til ykkar og send- um ykkur alla þá jákvæðu strauma sem við búum yfir og vonum að þið finnið styrk til að takast á við lífið í þessum nýja veruleika. Logi og Margrét. Í dimmum skugga af löngu liðnum vetri mitt ljóð til þín var árum saman grafið. Svo ungur varstu, er hvarfstu út á hafið hugljúfur, glæstur, öllum drengjum betri. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guðmundsson.) Með þessu ljóði Tómasar kveð ég þig, elsku Gunnar Karl minn. Hafðu hjartans þökk fyrir þá birtu og gleði sem þú stráðir í kringum þig. Amma í Bogahlíð. Við vinirnir, Gunnar Karl og ég brölluðum margt skemmtilegt sam- an. Þegar við vorum yngri lékum við okkur oft í tölvuleikjum og horfðum á vídeó. Við vöktum fram á nætur til að geta leikið okkur lengur og sváfum fram á dag í staðinn. Þegar við vorum orðnir eldri og Jökull vinur okkar kominn með bíl- próf, þá urðu okkur allir vegir færir. Ef okkur langaði að gera eitthvað, þá hringdum við í Jökul og suðuðum í honum að keyra okkur í bæinn. Við fórum í bíó og keilu og skemmtum okkur vel. Nokkrar golfferðir fórum við í. Við vorum kannski ekki bestu golfararnir á vellinum og ekki með allar reglurn- ar á hreinu, en okkur fannst samt alltaf gaman. Kæri vinur, að lokum vil ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og trygga vináttu. Ragnheiður og Gunnar, takk fyrir að taka alltaf vel á móti mér þegar ég kom í heimsókn og leyfa mér að gista. Ég og fjölskylda mín sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um Guð að styrkja ykkur á erfiðum tímum. Finnur Torfi. Elsku Gunnar Karl. Við sitjum hérna saman og horfum á bekkjarmyndina af okkur síðan í 9. bekk og eigum erfitt með að skilja gang lífsins. Þú varst frábær strákur, tryggur vinur og félagi. Þú varst svo rólegur strákur, en samt leyndirðu á þér, þegar það kom að bröndurum. Þú lumaðir alltaf á einhverjum góð- um. Allar þær minningar sem við eig- um um þig úr grunnskóla, öllum af- mælum, ferðalögum, fermingar- fræðslu, félagslífi og öllum öðrum góðum stundum sem við áttum sam- an. Elsku Gunnar, við þökkum fyrir góðar stundir sem við áttum með þér. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku Gunnar, Ragnheiður, Krist- rún og Sigrún, takk fyrir stundina sem við áttum með ykkur á þessari sorgarstund. Við sendum okkar inni- legu samúðarkveðjur og megi Guð gefa ykkur styrk. Þeir bestu fara fyrst. Þín bekkjarsystkini úr Reykholtsskóla. Gunnar Karl Gunnarsson var lang- besti vinur minn. Við hittumst fyrst þegar við vorum í fyrsta bekk. Þú varst góður í öllu sem þú tókst þátt í. Við vorum mikið saman þegar við vorum litlir. Þú varst tryggur vin- ur minn. Þú varst góður og duglegur í skák. Þú varst alltaf mikið fyrir tölv- ur. Þú varst góður í golfi, þú vannst mig alltaf. Ég man þegar við vorum að veiða síli þegar við vorum litlir. Við fengum að sofa í tjaldi heima hjá þér. Það var gaman að vera með þér, þú varst sannur vinur. Ég man þegar þú, ég og Bjarni á Ösp vorum mikið saman þegar við vorum litlir, við hitt- umst alltaf þegar þú áttir heima á Birkiflöt. Við fórum í alls konar leiki og vorum mikið í bílum. Þú varst góð- ur við alla. Ég man þegar þú varst í Reykholtsskóla. Það var gaman að fara með þér að veiða. Ég man þegar ég kom í heimsókn á Birkiflöt, þá fór- um við oft í körfu. Ég man þegar þú varst að vinna í gróðurstöðinni á Birkiflöt. Þú varst kurteis og hug- rakkur í því sem þú tókst þátt í. Ég man um veturinn þegar við fórum að renna á snjóþotu, það var rosa gam- an. Þú varst duglegur að vinna hjá okkur á Engi. Við öll munum ekki gleyma þér, Gunnar minn. Reynir Arnar Ingólfsson. Kæra fjölskylda, Ragnheiður, Gunnar, Kristrún og Sigrún. Þegar ég hugsa til baka kemur mikið þakk- læti upp í hugann fyrir hvað Reynir var heppinn að eiga vin eins og Gunn- ar Karl. Gunnar var vinur vina sinna, hann var vinsæll, hann var traustur og ef Gunnar sagði eitthvað þá stóðst það. Því var ég margsinnis vitni að. Ég veit að enginn getur sagt illt orð um Gunnar. Stundum ræddi hann við okkur um sínar langanir og oft sner- ist það um að hann langaði að ferðast. Gunnar var vinur hans Reynis frá því í fyrsta bekk, hvað sem á dundi. Hann kenndi honum að tefla og svo margt fleira. Þeirra samband rofnaði aldrei, þó það minnkaði með árunum. Hann bauð honum með í bíó og golf núna í vor og hann lokaði aldrei á hann. Gunnar sýndi mikið æðruleysi og hugrekki, þegar hann ungur drengur þurfti að gangast undir erfiðan upp- skurð á bakinu. Það voru miklar gleðifréttir sem Reynir kom með einn daginn að Gunnar mætti sitja. Það hafði verið löng bið fyrir lítinn dreng. Við höfðum mikla ánægju af því að hafa Gunnar hjá okkur eitt sumar í vinnu og við vorum mjög ánægð með hann og hvað hann var vinnusamur og duglegur. Ég veit það, Gunnar og Ragnheið- ur, að þið gerðuð allt til að vernda börnin ykkar og hugsuðuð vel um Gunnar. Það að lifa börnin sín er svo sárt að maður heldur að ekki sé hægt að upplifa meiri sorg. Kæra fjöl- skylda. Ég veit að sársaukinn er mik- ill núna en ég vona að þið eigið eftir að sjá vonina og ljósið aftur. Við á Engi viljum senda ykkur allar hlýjar hugsanir. Guð leiði þig, en líkni mér, sem lengur má ei fylgja þér. En ég vil fá þér engla vörð, míns innsta hjarta bænar gjörð: Guð leiði þig. (Jórunn Viðar.) Sigrún. Hann Gunnar Karl frændi minn er dáinn. Ungur og efnilegur drengur er snögglega tekinn frá fjölskyldu og vinum. Það er svo ótrúlega sárt að þurfa að kveðja hann hinstu kveðju aðeins tæpra átján ára. En þó að æviárin verði ekki fleiri og að ekki sé hægt að skilja tilgang- inn með dauða hans eigum við aðeins ljúfar og góðar minningar um Gunn- ar Karl. Hann var alltaf svo kátur og hress, ánægður með lífið og til- veruna. Hann hafði þegar markað sér braut í átt að framtíðarstarfi í líf- inu. Áhugi hans var á tölvum og tækni, og því lá það beinast við að nema rafeindavirkjun. Námið í Iðn- skólanum í Reykjavík var við hans hæfi, hann stundaði það af metnaði og miklum áhuga. En Gunnar Karl hafði lag á fleiru en því sem sneri að tæknimálum. Hans góða eðli kom best í ljós í sam- skiptum hans við menn og málleys- ingja, hann hafði yndi af dýrum og mikla þolinmæði gagnvart öðru fólki. Í hugum frændsystkina sinna var hann traustur og hlýr, og brást alltaf vel við öllum þeirra bónum. Orð eru svo fátækleg þegar lýsa á persónuleika, en þeir sem þekktu Gunnar Karl vita hvaða mann hann hafði að geyma. Hann verður okkur sem syrgjum hann fallegt ljós á lífs- ins braut. Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim, mig glepur sýn, því nú er nótt, og harla langt er heim. Ó, hjálpin mín, styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt, ég feginn verð, ef áfram miðar samt. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyr. (Matthías Jochumsson) Elsku Ragnheiður, Gunnar, Krist- rún Harpa og Sigrún, missir ykkar mikill og sorgin þung að bera. Við á Barðastöðum vottum ykkur og öllum vandamönnum okkar dýpstu samúð. Megi minningin um góðan dreng gefa ykkur styrk til að mæta þessu mikla áfalli. Sigurður Þorsteinn Sigurþórsson. Í dag kveð ég góðan vin minn, hann Gunnar. Gunnar var traustur vinur, vinur vina sinna. Ég á fullt af góðum minningum um Gunnar sem ég mun varðveita um ókomna tíð. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð geymi þig og fjölskyldu þína. Þinn vinur, Gestur. Mig setti hljóðan og dapraðist hug- ur þegar sú frétt barst í Iðnskólann að Gunnar Karl Gunnarsson hefði látist af völdum meiðsla er hann hlaut í bílslysi. Gunnar var prúður piltur og stund- aði nám sitt vel. Spurningar hans í tímum, og jafnvel ef maður hitti hann á göngum, báru því vitni að hann hafði metnað og vilja til að standa sig. Aldrei hreykti hann sér eða var með hávaða. Í mínum huga var Gunnar drengur sem átti eftir að spjara sig vel í lífinu. Ég sakna Gunnars og veit að það sama á við um aðra kennara, sem hafa kennt honum. Ég votta að- standendum Gunnars mína dýpstu samúð og bið almættið að styrkja þá í þeirra miklu sorg. Sigurður P. Guðnason, kennari í Iðnskólanum í Reykjavík. Það var sannarlega áfall fyrir okk- ur starfslið og nemendur grunnskól- ans í Reykholti að frétta sviplegt andlát Gunnars Karls Gunnarssonar, en hann var einn af nemendum skól- ans þar til hann lauk grunnskólaprófi vorið 2002. Á meðal okkar skilur Gunnar Karl eftir sig góðar minningar. Þar fór góður drengur, prúður í dagfari og þægilegur í allri umgengni. Hann var óáreitinn og komst yfirleitt vel af við alla í skólanum. Gott er að geta einn- ig minnst þess núna, að Gunnar Karl átti til nærgætni við þá sem í bili virt- ust standa höllum fæti. Í skólastarf- inu var hann samviskusamur og bar þess vitni að eiga að trausta fjöl- skyldu, sem studdi hann í viðfangs- efnum lífsins. Mikill hlýtur að vera harmur þeirra sem honum stóðu næst. Þessi fátæklegu orð eiga að tjá þeim að starfsfólk og nemendur Reykholtsskóla hugsa til þeirra og eru þátttakendur í sorginni sem nú steðjar að. Guð gefi þeim styrk og huggun á komandi tíð. Arndís Jónsdóttir, skólastjóri. GUNNAR KARL GUNNARSSON Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför ástkærs föður míns, tengdaföður og afa, INGVARS LOFTSSONAR frá Holtsmúla, Birkigrund 33, Kópavogi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Minni-Grundar. Elías Ingvarsson, Guðný Margrét Ólafsdóttir, Ólöf Jóna Elíasdóttir, Sigríður Birna Elíasdóttir. Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SUMARLIÐI LÁRUSSON, Kirkjuvegi 5, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtu- daginn 7. október sl. Árnína Jenný Sigurðardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.