Morgunblaðið - 09.10.2004, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 09.10.2004, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Aðalbjörg SignýSigurvaldadóttir fæddist á Eldjárns- stöðum í Blöndudal 18. febrúar 1927. Hún lést á heimili sínu á Eldjárnsstöð- um í Blöndudal 27. september síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sigur- valdi Óli Jósefsson, f. 24. júlí 1891, d. 27. janúar 1954, og Guð- laug Hallgrímsdóttir, f. 5. október 1884, d. 10. maí 1963. Systkini Aðalbjargar eru: Sigurlaug Jósef- ína, f. 1914, d. 1986; Jósef, f. 1916, d. 2000; Hallgrímur, f. 1917, d. 1993; Jórunn Anna, f. 1920; Ingi- mar, f. 1922, d. 1976; Þorsteinn, f. 1924, d. 2003; Georg, f. 1924, d. 1990; Guðrún, f. 1925; og Rann- veig Ingibjörg, f. 1928, d. 1999. Árið 1954 giftist Aðalbjörg Sig- urjóni Elíasi Björnssyni, f. 4. júlí 1926. Hann er sonur hjónanna Björns Björnssonar, f. 16. septem- ber 1884, d. 6. nóvember 1970, og Kristínar Jónsdóttur, f. 7. ágúst 1883, d. 29. ágúst 1950. Börn Að- albjargar og Sigurjóns eru: 1) Sig- urvaldi Sigurjónsson, f. 5. febrúar 1954, maki Guðbjörg Þorleifsdótt- ir, f. 3. mars 1952. Þeirra börn eru: a) Þorleifur Páll Ólafsson, f. 19. janúar 1968, og á hann fimm börn. b) Þór Sævarsson, f. 3. júlí 1969, og á hann þrjú börn. c) Helga Hrefna Sæv- arsdóttir, f. 9. októ- ber 1970, og á hún fimm börn. d) Aðal- björg Signý Sigur- valdadóttir, f. 19. september 1974, og á hún tvö börn. e) Björn Ingimar Sig- urvaldason, f. 3. nóv- ember 1975, og á hann tvö börn. 2) Kristín Birna Sigur- jónsdóttir, f. 15. maí 1959, maki Guðbergur Björnsson, f. 10. október 1965. Kristín Birna á soninn Hólmgeir Elías Flosason, f. 7. apríl 1981, og Guðbergur á son- inn Ísak Frey, f. 19. ágúst 1993. Aðalbjörg og Sigurjón hófu bú- skap í Sólheimum í Svínavatns- hreppi, fluttu síðan að Kárastöð- um í sömu sveit, þaðan að Sauðanesi í Torfalækjarhreppi, og loks að Orrastöðum í Torfalækj- arhreppi árið 1959, og þar bjuggu þau til ársins 1997. Þá flutti Aðal- björg á æskustöðvarnar á Eld- járnsstöðum og bjó þar þar til hún lést. Sigurjón flutti til Blönduóss árið 1997 og býr þar enn. Útför Aðalbjargar verður gerð frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Svínavatnskirkjugarði. Nú er ástkær amma mín látin. Minningarnar sitja þó eftir og langar mig til að deila hluta þeirra með ykk- ur. Amma var hreinskilin, afar lífs- glöð og bjartsýn manneskja. Hún var blessunarlega laus við væmni og óþarfa kurteisishjal og ætla ég mér að hafa þessi örfáu minningarorð í þeim anda, enda skrifuð henni til heiðurs. Fimm ára gamall var ég fyrst sendur í sveit til afa og ömmu á Orra- stöðum. Hafði svo sem lítið um það að segja enda ungur að árum. Þetta varð að hefð og allt til fjórtán ára aldurs dvaldi ég hjá þeim yfir sum- artímann. Tvennt kemur fyrst upp í huga mér þegar minnst er á Orra- staði, og svo sem ekki að undra. Fyrst ber að nefna appelsínugulan herbraggann, sem upphaflega hafði verið rauður, og þjónaði hlutverki íbúðarhúsnæðis. Hið síðara er „sóló- eldavél“ sem, auk eldunarhlutverks- ins, sá um kyndingu braggans. Ekki var alltaf gestkvæmt í bragganum og oft hefði ég fús viljað vera í þétt- býlinu yfir sumartímann. Var mér þá iðulega bent á allt unga fólkið sem mældi göturnar í eirðarleysi sínu fyrir sunnan og var málið fljótlega útrætt eftir það. Eftir því sem árin hafa liðið verð ég þó að viðurkenna, a.m.k. að hluta til, þá heppni að hafa fengið að upp- lifa þennan tíma. Búskaparhættir voru mjög gamaldags sem á hinn bóginn gáfu sveitavist minni meira gildi en ella, þegar litið er til baka. Síðan amma og afi hættu búskap á Orrastöðum hef ég komið nokkrum sinnum heim að bænum. Í hvert skipti þykir mér vænna um staðinn og þann tíma sem ég varði þar. Ég er ekki frá því að eftir nokkur ár muni ég líta á sveitadvöl mína sem hreina guðsgjöf, það er aldrei að vita. Í öllu sínu amstri var amma þó alltaf kát, undantekningarlaust. Bjartsýnin og jákvæðnin bráðsmit- andi og reyndar alveg kolómögulegt að vera í vondu skapi í kringum hana. Amma var samt ekki skapleys- ingi, síður en svo. Hún gat látið í sér heyra, annað væri það nú. Því sem máli skipti var þó tekið af stóískri ró og æðruleysi, hvort sem það var brjóstakrabbamein eða hvítblæði. Aldrei kveinkaði hún sér, fór helst ekki til læknis nema líf eða limir lægju við. En þvílík friðsæld. Að fá að fara alsæl í svefni, á þeim stað sem hún unni mest, endurspeglar þá reisn sem henni fylgdi í lifandi lífi. Það væri hálfeigingjarnt að fara fram á að hafa hana lengur hjá sér, fyrst þetta gekk eins og hún hafði óskað sér. Til að kóróna þessa sælustund var kisi steinsofandi við hlið hennar í rúminu. Guð geymi þig, elsku amma, og takk fyrir allt. Hólmgeir El. Flosason. „Nafna mín“ og Björn Ingimar – þannig var alltaf byrjunin á samtöl- um okkar við ömmu. Amma Eldur eins og við kölluðum hana. Eftir að hún flutti fram í Eldjárnsstaði, fékk ósk sína uppfyllta, að fá að kveðja á sínum æskuslóðum, á sínum sælu- reit. Við erum ánægð fyrir hennar hönd að svo fór þó svo að árin hefðu alveg mátt vera fleiri því að þarna leið henni vel og þarna átti hún heima. Sorgina náum við að yfirstíga með tímanum og allar góðu minning- arnar verða alltaf í huga okkar þar sem við getum dregið þær fram og notið þeirra. Í minningunni þegar við vorum lítil þá fannst okkur sem hún og systir hennar væru sjóræningjar, háværar með hæfilegan skammt af vissu orðbragði og hláturinn kom lengst neðan úr maga og innilega. Skelfilegt en samt mjög svo áhuga- vert fyrir litla krakkagrislinga að hlusta á og njóta. Að sitja með henni frammi í búri og spjalla við hana meðan hún var að skilja mjólkina og þiggja súkkulaði úr skápnum góða. Elta hana eins og skugginn sem við lásum um í gömlu lestrarbókinni hans pabba. Snúa við heilu stöflunum af klein- um og fá að smakka og lauma einni og einni í hundinn Neró er lá alltaf á þrepinu og fylgdist með. Fá malt í rúmið á morgnana. Kandísmæru í munninn, sjúga, ekki bryðja, meðan við vöskuðum upp eða helltum upp á kaffi á gömlu sólóeldavélinni. Með- taka hæfilegan skammt af góðum siðum eins og sitja bein í baki og bölva sem minnst o.s.frv. Mjúku hendurnar sem struku okkur um vangann og röddina sem sagði hjartagullið mitt og fór með bænirn- ar fyrir svefninn. Hlýjuna og gleðina sem einkenndi þig þegar langömmu- börnin komu. Allt eru þetta minn- ingar, yndislegar minningar sem við getum yljað okkur við. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson) Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Elsku amma og langamma, hjart- ans þakkir fyrir allt. Aðalbjörg Signý, Björn Ingimar og fjölskyldur. Með miklum trega kveð ég þessa hjartkæru frænku mína, hinn mikla kvenskörung og dugnaðarkonu sem átti sér fáa líka. Mínar fyrstu minn- ingar um frænku eru frá því að ég þriggja ára snáðinn var sendur í pössun að Kárastöðum. Ekki var laust við að ég væri hálfhræddur við frænku mína, sem við fyrstu kynni virkaði hálfhranalega á mig. En áður en langt um leið kynntist ég því að undir yfirborðinu var hjartahlý og góð manneskja sem vildi öllum vel. Þegar fjölskyldan fluttist að Orra- stöðum var það árlegur viðburður að ég, Sissa og Bára, fengum að fara ríðandi frá Ásum í heimsókn. Var það mikil tilhlökkun og ævintýraferð því alltaf var tekið vel á móti okkur af þeim hjónum. Þannig var það ætíð síðar meir er farið var norður. Alltaf voru móttökurnar eins, hvort sem komið var að nóttu eða degi. Þegar aldurinn færðist yfir Döddu, leitaði hugurinn meir og meir í dalinn sinn, heim í átthagana, sem henni var svo kær. Þegar þau hjón brugðu búi lét hún gamla drauminn sinn rætast og flutti að Eldjárnsstöðum en Sigurjón fluttist á Blönduós. Þrátt fyrir bar- áttu við erfiðan sjúkdóm undi hún sæl á æskustöðvum sínum, með hest- unum sínum og kindunum. Þegar við hjónin heimsóttum hana á Eldjárns- staði fyrir liðlega mánuði, spurði ég hana hvort hún væri ánægð að vera hér og hvort hún vildi ekki frekar vera á elliheimili? Hún var fljót til svars að vanda, hló við og sagði: „Ertu eitthvað verri, Guðmundur minn, heldur þú að ég sé einhver skepna. Ég læt ekki loka mig á ein- hverri stofnun.“ Þetta svar var henni líkt! En nú hefur Dadda mín lokið dagsverki sínu og fékk hún sína heit- ustu ósk uppfyllta, að geta búið á æskustöðvum sínum fram á hinstu stund. Að leiðarlokum viljum við hjónin þakka Döddu fyrir allar góðu stundirnar. Blessuð sé minning hennar. Guðmundur Ingvarsson. Flestum bregður við þegar þeir heyra lát vinar, ekki síst þegar vin- arkeðjan er hnýtt á æskuárum. Slík- ar keðjur eru sterkar, sem hvorki mölur né ryð fá eytt. Fram í dalbotni í fögrum norðlenskum dal, þar sem friður og ró ríkti. Börn léku sér að leggjum og hornum og hlúðu þar að hugsanlegum búum sínum og létu sig dreyma um búskap og framtíð- ina. Á fyrri hluta síðustu aldar bjuggu tvær stórar fjölskyldur á tveim fremstu bæjum í dalnum, voru í ná- býli og börðust þar við að hafa í sig og á. Á fremsta bænum, Eldjárns- stöðum í Blöndudal, voru hjónin Guðlaug Hallgrímsdóttir og Sigur- valdi Jósefsson með tíu börn sín. Það má teljast til afreka að geta séð far- borða tólf manna fjölskyldu á litlu býli á jaðri heiðarinnar, landlítilli og hlunnindasnauðri. Fátækt var mikil sem gefur auga leið en ég tel að ekki hafi verið beinn skortur miðað við kröfur þess tíma en fábreyttur hefur matseðillinn óefað verið. Í þessum stóra barnahópi var hún Aðalbjörg okkar, næstyngst þeirra tíu systk- ina, en nú eru aðeins tvær systur eft- ir hérna megin grafar af þessum stóra myndarlega systkinahópi. Ekki blöstu við neinar blómum skrýddar framtíðarbrautir þegar Aðalbjörg lagði af stað út á sína lífs- braut. Hún ólst upp við vinnu og trú- mennsku og það var númer eitt að vinna og reynast dugleg og ábyggi- leg og leysa verkefni sín vel af hendi. Það reyndist henni happasælt vega- nesti út í lífið. Um frekari skóla- göngu var ekki að ræða umfram barnaskóla í þá daga fyrir unglinga frá fátækum heimilum. Öll þessi systkini urðu að láta sér nægja að byggja sína framtíð á dugnaði og lík- amlegri vinnu og það tókst þeim öll- um. Aðalbjörg giftist eftirlifandi eigin- manni sínum Sigurjóni Björnssyni og eignuðust þau tvö mannvænleg börn sem hafa reynst foreldrum sín- um stoð og stytta. Þau hófu brátt bú- skap og keyptu jörðina Kárastaði í sömu sveit sem reyndist mjög erfið jörð og illa í sveit sett, m.a. vegna samgönguerfiðleika. Síðan tóku þau á leigu jörðina Orrastaði í Torfalækj- arhreppi og fluttu þangað. Á Orra- stöðum búnaðist þeim vel en að því kom að húsakostur gekk úr sér og ekki var unnt að fá hann bættan. Það blasti við að búskapur yrði vart stundaður þar öllu lengur. Enn var komið að tímamótum og eftir ýmsar bollaleggingar urðu þau sammála um að Sigurjón flytti til Blönduóss en Aðalbjörg sá ekkert annað en að flytja á sitt gamla æskuheimili, Eld- járnsstaði, og þar hefur hún búið nokkur síðustu árin. Jörðin hafði þá ekki verið í ábúð um nokkurt skeið og lagði hún metnað sinn í að gera ýmsar lagfæringar á húsinu. Aðalbjörg var dul kona, hlédræg og nánast feimin. Hún var hjartahlý, höfðingi heim að sækja og traustur vinur vina sinna. Þegar komist var inn úr skelinni fannst glöggt að hennar innri maður var annar – þar var hún náin og einlæg. Þá geislaði af henni glensið og gamanyrðin og hún var alltaf glöð í góðum hópi og hrók- ur alls fagnaðar. Það var fastur liður í tilverunni þegar fjölskyldur okkar komu í dalinn á sumrin í litla bústað- inn okkar að sækja Aðalbjörgu. Við eigum margar góðar minningar frá samfundum okkar í dalnum. Í ágúst sl. var að vanda hringt í hana og at- hugað hvenær við mættum sækja hana. Þá tjáði hún okkur að hún væri slöpp og treysti sé ekki að heim- sækja okkur. Þá var ekki um annað að gera en að renna til hennar sem og við gerðum. Hún vildi að sjálf- sögðu fara að dekka borð og bera fram veislurétti að vanda. Við aftók- um það með öllu. Við ætluðum aðeins að eiga með henni góða samveru- stund. Hún leiddi okkur um húsið sitt og það bar hvarvetna vott um smekkvísi og einstaka snyrti- mennsku, allt fágað og fínt og gæti margur tekið hana til fyrirmyndar. Það var spjallað um heima og geima, um sveitina og sveitungana sem hún bar mikinn hlýhug til. Aðalbjörg var mikill dýravinur og átti myndir af þeim sem henni voru kærir. Hún tók það mjög nærri sér að þurfa að svæfa hundinn sinn því þegar hún þurfti oft að fara í ferðir til Reykjavíkur var ekki hægt að koma honum fyrir í fóstur. Kisuna sína hafði hún með sér í búri. Kind- urnar og hestarnir voru henni einnig afar kærir vinir sem hún deildi með lífinu í dalnum. Aðalbjörg stóð föst á sínum skoðunum, m.a. sagði hún mér nákvæmlega hvar í kirkjugarðinum hún vildi hvíla þegar þar að kæmi þar sem foreldrar hennar og flest systkinin eru jarðsett. Við vissum að á liðnum árum þurfti hún að koma nokkrum sinnum suður til læknisaðgerða og eftirlits en allir vonuðu að um bata yrði að ræða. Það var erfitt að gera sér grein fyrir heilsufari Aðalbjargar, hún var alltaf hress í bragði og kunni vel að dylja veikindi sín. Hún bar sig ætíð vel og kvartaði aldrei og taldi ekkert ama að sér. Hennar heitasta ósk var að dvelja á æskuheimili sínu það sem hún ætti ólifað. Henni varð að ósk sinni. Hún sofnaði síðsumarkvöld hress að vanda í dalakyrrðinni, hafði þá nýverið tekið á móti manni sínum og syni. Ég efast um að hún hafi gert sér grein fyrir að hverju stefndi svo fljótt og þar af leiðandi ekki kvatt þá eins og hún hefði annars kosið. Hún hafði verið í réttunum helgina áður en kallið kom, hitt þar marga sveit- unga sína, óafvitandi í síðasta sinn. Ég veit að mér er óhætt að bera hennar hinstu kveðjur til fjölskyldu hennar og vina þar sem hún hafði ekki tækifæri til að gera það sjálf. Einnig veit ég að hún hefði viljað kveðja sveit sína og sveitunga og undir þá ósk vil ég taka og senda einnig mínar kveðjur. Við systkinin minnumst foreldra Aðalbjargar og systkina allra sem við höfðum mikil samskipti við í æsku og síðar á lífs- leiðinni með virðingu og þökk. Það verður mikill sjónarsviptir að koma í Blöndudalinn næsta sumar á heima- slóðir og geta ekki heimsótt Aðal- björgu á Eldjárnsstöðum. Guð blessi minningu hennar og hennar fólk. Skúli Jónasson. Nú ert þú farin, vinkona mín, vafn- ingalaust og drífandi, eins og í öðru sem fyrir þér lá hverju sinni um æv- ina. Örfá vanmegnandi orð mín fá tæplega lýst þínum sérstæða, hetju- lega persónuleika eða þakkað eins og vert mundi vináttu og tryggð. Mest- an hluta ævi minnar höfum við verið nágrannar. Nágrenni sem einkennd- ist af skuggalausri vináttu og góðum anda. Hversu vel man ég þig ekki er þú reiðst í hlað á Brún eða Jarp og ferfættur vinur fylgdi. Við hjónin er- um af hjarta þakklát fyrir að þér skyldi finnast það upplyfting, eftir að hafa lokið erfiðu verki, að leggja á og koma til okkar fyrir vatnsendann. Áttum við þá góðar stundir og það er til marks um dugnað þinn, því ég og aðrir letingjar hefðum einfaldlega gengið til hvílu. En ótrúlegur dugn- aður og myndarskapur gerði þér margt fært sem öðrum hefði reynst ofraun. „Það er enginn einn sem hef- ur dýrin,“ sagðir þú stundum þegar einveru þína frammi á Eldjárnsstöð- um bar í tal. Það er sannarlega rétt og það var sannarlega rétt hjá þér að eyða ævikvöldinu á bernskuslóðun- um með dýrunum þínum. Kjarkinn skorti þig aldrei, ekki heldur til að vera vinur vina þinna. Öll þín spor eru hrein. Þau eru hvorki ötuð úr annarra sárum né að skórnir þínir hafi troðið á samferðarverum, hvort sem ganga á tveim eða fjórum fótum. Meðlíðan með öðrum en harka við sjálfa þig var sérkenni þitt. Hversu hlý og nærgætin þú varst alltaf, væri eitthvað að, en að vorkenna sjálfri þér hvað erfitt sem var – það var ekki í þinni lífsbók. Systkinahópurinn á Eldjárnsstöð- um var stór. Erfitt mun hafa verið að hafa í þau og á. En glaðværð, bjart- sýni og óvenjulegur dugnaður sigldu því fleyi heilu. Samkennd og systk- inatengsl voru sem best varð á kosið alla tíð. Nú er hópurinn orðinn stór á AÐALBJÖRG SIGNÝ SIGURVALDADÓTTIR Okkar innilegustu þakkir til ykkar allra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Móabarði 4, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til deildar 13D Landspítala við Hringbraut og heimahjúkrunar Sólvangs. Guð blessi ykkur öll. Kristjana Pétursdóttir og börn. Í PERLUNNI Erfidrykkjur Upplýsingar og pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.