Morgunblaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 49 MENNING Vetrarhátí› í Reykjavík ver›ur haldin í fjórða sinn dagana 17. til 20. febrúar 2005 og er undirbúningur flegar hafinn. Vi› hvetjum lista- menn og listunnendur, íflróttafélög og önnur félagasamtök, skólafólk, söfn, gallerí, veitingahús, verslanir, fyrirtæki - og alla flá sem hafa áhuga á a› gæ›a borgina fjölbreyttu og leikandi lífi í febrúar, a› senda inn hugmyndir og tillögur a› dagskráratri›um fyrir mánudaginn 15. nóvember. Um takmörku› fjárframlög til atri›a getur veri› a› ræ›a og mun stjórn hátí›arinnar meta framlög á grundvelli framkvæmda- og kostna›ar- áætlana. Hlutverk stjórnar Vetrarhátí›ar er almenn samræming og kynning á Vetrarhátí›. Hugmyndir skal senda til Höfu›borgarstofu, A›alstræti 2, 101 Reykjavík, merktar „Vetrarhát훓, e›a fylla út umsókn á vefsvæ›inu www.rvk.is Nánari uppl‡singar veitir Sif Gunnarsdóttir, sif@visitreykjavik.is, 590 1500 VETRARHÁTÍ‹ 2005 Stjórn Vetrarhátíðar auglýsir eftir dagskráratriðum ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H BS 26 09 1 1 0/ 20 04 Þjóðverjar hafa nú komist aðþví hvaða geisladiskur meðóperettumúsík verðskuldar titilinn Óperettudiskur ársins. Fyrir valinu varð ný upptaka á Stjörnuskoðaranum eftir Franz Lehár, óperettu sem var eiginlega gleymd og grafin, en er með þessu vali komin í sviðsljósið aft- ur. Stóra blaðið í Frankfurt, Frankfurter Allgemeine Zeitung, sæmdi þennan óperettudisk titlinum, en auk þess hefur hann nú hreppt virtustu gagnrýn- endaverðlaunin í Þýskalandi, Preis der Deutschen Schallp- lattenkritik. Þetta væri kannski ekki stór- frétt á Íslandi, ef ekki væri Ís- lendingur í að- alhlutverki, Hanna Dóra Sturludóttir sópransöng- kona, sem hefur starfað í Þýska- landi um árabil. Svo vill til að eiginmaður Hönnu Dóru, Lothar Odinius tenór er í öðru aðalhlutverki, en að sögn Hönnu Dóru fá þau ekki oft tækifæri til að vinna saman. Meðal þeirra fagtímarita sem fjallað hafa um diskinn eru Das Opernglas, Orpheus og FonoForum, og umsagnir um flutninginn – ekki síst söng Hönnu Dóru kitlandi góðar. „Besta óper- ettuhljóminn er einkum að finna hjá Hönnu Dóru Sturludóttur, sem einnig ljær hlutverki sínu umtalsverða tilfinn- ingalega útgeislun,“ segir gagn- rýnandi Orpheus í októberhefti blaðsins og gagnrýnandi Opern- glas segir að Hanna Dóra skeri sig úr og fari algjörlega á kostum með dökkleitri sópranrödd sinni. Óperettan hefur átt undir högg að sækja á síðustu tímum og vin- sældir hennar hafa dvínað. Hug- arheimur þessa listforms hverfist gjarnan um ástir, léttúð og gam- an, þar sem hlutverk kynjanna eru gamaldags og ekki í takt við nútímann. Hanna Dóra segir að þótt tónlist Lehárs við Stjörnu- skoðarann sé dásamleg, sé sögu- þráðurinn ekki upp á marga fiska, sem kunni að hafa valdið því að verkið féll í gleymsku. Hún segir þó að óperettuáhuginn sé að glæðast, og nú sé verið að reyna að setja á stofn sérstakt óperettu- leikhús í Berlín. Það var umboðsmaður Hönnu Dóru sem benti á hana í hlut- verkið, og tilviljun réð því að eig- inmaður hennar var einnig ráð- inn til að syngja. Það er sérstakt að hóp- ur sem valinn er saman úr ýmsum áttum fyrir stakt verk- efni skuli ná svona vel saman að útkoman verði með þess- um glæsibrag. Hanna Dóra segir að því hafi ráðið, að verkefnið hafi verið skemmti- legt, og að allir sem tóku þátt í því hafi verið mjög kappsfull- ir um að gera það sem best úr garði. „Það voru allir bros- andi við vinn- una allan tím- ann, og upptakan sjálf gekk mjög vel. Við vorum samt undrandi þegar við fórum að sjá þessa fínu dóma í hverju blaðinu af öðru. En óneitanlega er það mjög gaman,“ segir Hanna Dóra.    Það verður sennilega trega-blandnari gleðisöngur í Iðnó kl. 16 á morgun, þegar söngvarar Sumaróperunnar, Inga Stef- ánsdóttir, Hrólfur Sæmundsson og Valgerður Guðnadóttir og Steinunn Birna Ragnarsdóttir pí- anóleikari leiða saman heima vín- arklassíkurinnar og amerískra negrasálma undir yfirskriftinni Black Mozart. Hanna Dóra skoðar stjörnur ’Við vorum undrandiþegar við fórum að sjá dómana í hverju blaðinu af öðru. Óneitanlega er það þó mjög gaman.‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir begga@mbl.is Hanna Dóra Sturludóttir Morgunblaðið/Sverrir AUÐUR Ólafsdóttir listfræðingur er handhafi Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar í ár, en í gær afhenti borgarstjórinn í Reykjavík, Þórólfur Árnason, Auði verðlaunin við athöfn í Höfða. Saga Auðar heitir Rigning í nóv- ember, en fyrsta skáldsaga hennar, Upphækkuð jörð, kom út árið 1998. „Maður verður að hafa eitthvað hobbí á nóttunni,“ sagði Auður í samtali við Morgunblaðið í gær, en hún sinnir fullu starfi sem lektor í listfræði og forstöðumaður Lista- safns Háskóla Íslands. Hún segir Rigningu í nóvember fjalla um nú- tímakonu sem stendur á tímamót- um. „Hún leggur í ferðalag um myrkt og blautt landið með heyrnarskert barn, og þar með hefst leit að týnd- um þræði, þar sem ýmis leyndarmál úr fortíðinni koma við sögu. Sagan hefst í volgri hjónasæng í Reykja- vík – þetta er borgarsaga – og það- an berst leikurinn um landið,“ segir Auður. „Ferðalagið er kjarni sög- unnar, og eins og öll ferðalög í bók- menntum, er þetta þroskasaga söguhetju. Þetta er ástar-, ferða- og þroskasaga; gerist í rigningu í nóv- ember og desember um dimma daga.“ Auður segir söguna líka fjalla um samskipti „handan orða“. „Lík- amleg samskipti fólks eru einn þráðurinn í bókinni og líka sam- skipti manneskju með sérgáfu í tungumálum við svo til mállaust barn.“ Í fyrri bók sinni var Auður líka að fjalla um manneskju sem vantaði eitthvað – áhuginn á fólki sem er öðru frábrugðið í ein- hverjum skilningi virðist því vera henni hugleikinn, og í báðum sög- unum eru persónur sem eru fatl- aðar, en eru mjög sterkar í veik- leika sínum. „Ég hugsa að þetta tengist áhuga mínum á þeim þver- sögnum sem gera okkur mannleg. Það er ekki allt rökrétt í mannssál- inni.“ Auður kveðst vera að spreyta sig á því að skrifa leikrit um þessar mundir, og þriðja skáldsagan er líka í burðarliðnum. Hún segir að þegar hún skrifi heyri hún textann fyrir sér upphátt, rétt eins og mús- ík. „Ég finn að þannig verða táknin til; út frá tilfinningu – hrynjandi og stefi. Ekki endilega að það sé djúp vitsmunaleg hugsun að baki. Ég held að músíkin sé inntakið í mínum stíl,“ segir Auður. Þetta hlýtur að vekja athygli þar sem Auður fæst allajafna við það að lesa í myndmál. „Fólki finnst sögur mínar mynd- rænar. Myndlistarmenn eiga auð- velt með að skilja textann. Í starfi mínu sem listfræðingur er ég jú að fást við orð – ég er að yfirfæra myndmál yfir í texta, þannig að ég er alltaf að leita að orðum. Þessi saga er líka myndræn.“ Það er Salka sem gefur bók Auð- ar út, og útgáfudagur er ráðgerður fyrsta rigningardag í nóvember. „Ég vona að það verði djúp lægð yf- ir landinu í byrjun nóvember svo sagan geti komið strax út, hún verður tilbúin í lok október.“ Bókmenntir | Auður Ólafsdóttir fær Tómasarverðlaunin Músíkin er inntakið í mínum stíl Morgunblaðið/Árni Torfason Þórólfur Árnason borgarstjóri afhendir Auði Ólafsdóttur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. VALGERÐUR Hauksdóttir grafík- listamaður sýnir metnaðarfulla og vel framkvæmda innsetningu inni í miðri samsýningu fjögurra lista- manna, en Valgerður er eini Íslend- ingurinn í hópnum. Verkið ber tit- ilinn Euphony, eða Hljómfegurð, og samanstendur af grafíkverkum á pappír sem hanga niður úr loftinu yfir svörtum slípuðum steinflísum, og hljóði sem hún vann í samvinnu við tónskáldið Richard Cornell. Hljóðið er unnið upp úr upptökum Valgerðar á hljóðum og röddum úr nánasta umhverfi hennar. Óskiljanlegur texti fylgir verkinu úr hlaði þar sem talað er um víddir, gegnsæi, flökt, andstæður og fleira sem ruglar þann sem les um- svifalaust í ríminu. Það er kannski ekki skrýtið að textinn sé illskiljanlegur þar sem verkið sjálft veit ekki alveg hvað það á að vera. Þetta er list sem ekki er talar skýrt til manns heldur krefst þess að maður leiti og leiti að merk- ingu eða listrænni upphafningu, án þess að vita hvort hún finnist yfir höfuð. Ég átti bágt með að finna þetta, en fannst þó örla á því að lista- maðurinn væri að mála mynd af um- hverfi sínu, hvort sem er í nútíð eða fortíð. Ég held að vandamálið liggi í miðl- inum sem Valgerður notar. Það er augljóst að hún er að reyna að segja sögu og birtir svipmyndir af ýmsu lauslegu, hvort sem það eru steinar, fiðrildi, manneskjur, vegir eða stig- ar, og vill vefa það saman í frásögn. Kvikmyndamiðillinn hefði hentað mun betur fyrir það sem Valgerður er að reyna að gera á þessari sýn- ingu. Með því að setja allar svip- myndirnar saman í listræna kvik- mynd og koma þeim þannig á hreyfingu, og skeyta hljóðinu ofan á hefði mögulega orðið úr þessu áhugavert listaverk. MYNDLIST Hafnarborg Opið frá kl. 11–17 alla daga nema þriðjudaga. Til 11. október. VALGERÐUR HAUKSDÓTTIR. INNSETNING. Þóroddur Bjarnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.