Morgunblaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Alexander mikli er einn frægasti einstaklingur veraldarsögunnar. Hér segir af hernaðarsnilld Alexanders og ótrúlegri kænsku, togstreitunni við harðan föður, samskiptun- um við hinn fræga heim- speking Aristóteles, kvennamálum og sorginni. Ævi Alexanders hefur nú verið kvikmynduð af Oliver Stone. Alexander mikli er ævisaga eins og þær gerast bestar. „ÞETTA er fyrsta stóra framleiðslu- varan okkar. Í okkar huga afar dýr- mæt bæði vegna þess að það var ver- ið að gera þetta í fyrsta skipti á Íslandi og viðbrögð hafa verið ótrú- lega jákvæð hjá geðsviði Landspítala – háskólasjúkrahúss, starfsmönnum deildanna og síðast en ekki síst þeirra skjólstæðinga sem tóku þátt. Án þátttöku þeirra hefði þetta verk- efni aldrei orðið að veruleika,“ segir Trausti Traustason, meðlimur Hug- arafls, á blaðamannfundi sem hald- inn var til kynningar á gæðaeftirlit- inu sem ber heitið „Notandi spyr notanda“ Verkefninu er ætlað að meta gæði þjónustu við geðsjúka, og var verk- stýrt af þeim Hörpu Ýr Erlendsdótt- ur og Valdísi Brá Þorsteinsdóttur í samstarfi við meðlimi Hugarafls. Valdís Brá og Harpa Ýr eru iðju- þjálfanemar við Háskólann á Akur- eyri á fjórða ári. Verkefnið hlaut styrk úr nýsköpunarsjóði náms- manna auk mótframlags frá heil- brigðisráðuneytinu og voru Jóni Kristjánssyni, heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, færðar sérstakar þakkir fyrir stuðninginn auk þess sem honum var færð skýrsla verk- efnisins sem og öðrum ráðamönnum. Reynt að koma á gagnvirkni Valdís og Harpa segja verkefnið, sem unnið var í sumar, vera forkönn- un sem styðjist við aðferðir eigind- legra rannsóknaraðferða til að fá fram viðhorf og reynslu notenda á geðheilbrigðisþjónustu. Fyrirmynd- in sé norsk og var komið á fót til að auka m.a. áhrif geðsjúkra. Þær segja að markmiðið sé að skapa ný at- vinnutækifæri fyrir geðsjúka í bata og koma á gagnvirku sambandi á milli þjónustuþega og þeirra sem veiti þjónustuna. Reynt sé því að draga fram það sem notendur séu ánægðir með eða vilja breyta og geti á þann hátt aðstoðað ráðamenn við ákvarðanatöku og stefnumótun í þessum málaflokki. „Hugmyndin kom frá Þrændalög- um í Noregi. Þar tóku þeir heilt ár í að undirbúa þetta verkefni, en við undirbjuggum og framkvæmdum verkefnið á einu sumri,“ segir Harpa Ýr. Hún segir að þetta hafi verið erf- itt, en skemmtilegt og að þær myndu gera þetta aftur. Í niðurstöðum skýrslunnar kemur m.a. fram að auka þarf áhrif geð- sjúkra, ekki bara til að hafa áhrif á eigin meðferð heldur þarf líka að efla áhrif þeirra í stefnumótun geðheil- brigðismála á Íslandi. Uppræta þurfi iðju- og hreyfingarleysi á geðdeild- um, auka þurfi þátttöku í verkefnum sem geðsjúkir meta og bæta sam- skipti við starfsfólk svo eitthvað sé nefnt. Vilja meiri tíma hjá læknum Notendur vilja fá meiri athygli og aukna áherslu á einstaklingsmeðferð sem gefi tækifæri til að hafa áhrif á eigin bataferli. Notendurnir segjast almennt ósáttir með hversu lítinn tíma þeir fá í læknaviðtölum. Lækn- arnir vísi frekar á einhver lyf fremur en aðrar leiðir til bata. Auk þess kemur fram að viðmót starfsfólks sem vinni með geðsjúkum þurfi að vera gott og hlýlegt, því sumum not- endum hefur þótt starfsfólk hafa verið með fordóma gagnvart þeim og hafi ekki áhuga á þeim. Margret Guttormsdóttir, meðlim- ur Hugarafls, segir verkefnið hafa geysilega mikla þýðingu. „Sá sem hefur verið inni á geðdeild þekkir betur hvað er að gerast þar, og hann skilur betur þá sem eru þar,“ segir Margret og bætir því við að and- rúmsloft verður afslappaðra, allir mætist á jafningjagrundvelli og þá sé minni hætta á misskilningi og traust sé meira. „Það er að fela vald- ið í hendur einstaklingnum, þannig getum við byrjað bataferlið,“ segir Valdís Brá. EYDÍS Sveinbjarnardóttir, svið- stjóri hjúkrunar, geðsviðs Landspítala – háskólasjúkrahúss, tilkynnti að loknum blaða- mannafundinum að strax yrði brugðist við niðurstöðum „Notandi spyr notanda“. Hún sagði að fljót- lega yrði settur saman samstarfs- hópur innan geðsviðs LSH milli Hugarafls og geðsviðsins um gerð framkvæmdaáætlunar út frá skýrslunni sem kynnt var á fund- inum. Meðlimir Hugarafls og iðju- þjálfanemarnir sem unnu að verk- efninu fögnuðu ákaft skjótum við- brögðum. „Við erum bara í skýjunum,“ sagði Trausti vegna til- kynningar Eydísar, og bætir hann því við að hann hafi ekki átt von á því að fá viðbrögð frá heilbrigðisyf- irvöldum svo fljótt. SVEITARSTJÓRNARMENN á Héraði hafa mótmælt hugsanlegri færslu þjóðvegar 1 af Skriðdal og um Breiðdals- heiði yfir í Fagradal og um Fáskrúðsfjarð- argöng og Suð- urfirði. Hefur bæjarstjórn Austur-Héraðs skorað á þing- menn og sam- gönguyfirvöld að standa gegn slíkum hug- myndum. Halldór Blöndal, forseti Alþingis og oddviti sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi, sagði í gær er hann var spurður um málið, að það hefði ekki komið upp á milli þingmanna Norðausturkjördæmis og væri ennþá í deiglunni. „Ég hef verið þeirrar skoðunar að hringvegurinn eigi að liggja áfram um Skriðdal og ég sé það fyrir mér að það sé áríðandi verk- efni í framtíðinni að tryggja, að hægt sé að hafa heilsársveg um Öxi,“ sagði Halldór. „Það treystir byggð á Austurlandi og keppikefli okkar er að stytta hringveginn eins og kostur er. Í því sambandi liggur auðvitað fyrir að velta upp þeim möguleikum sem á því eru að opna þessa leið,“ sagði Halldór ennfremur. Halldór Blöndal Hringvegurinn liggi um Skriðdal FJÖLDI leiðbeinenda í framhalds- skólum landsins hefur dregist veru- lega saman á umliðnum árum. Þann- ig var sótt um undanþágur fyrir 200 einstaklinga eða 175 stöðugildi árið 2002 og árið eftir voru umsóknir 170 fyrir 153 stöðugildi. Séu tölur síð- ustu tveggja ára bornar saman við eldri tölur sést ljóslega mikil fækk- un, en umsóknum hefur fækkað úr 293 árið 1998 í 170 í fyrra sé miðað við einstaklinga og úr 237 í 153 sé miðað við stöðugildi. Þetta kemur fram í skýrslu um starf undanþágunefndar framhalds- skóla árin 2002 og 2003, en nefndin sér um að veita heimildir til tíma- bundinna ráðninga leiðbeinenda í framhaldsskólum. Í skýrslunni er bent á að tæpir tveir áratugir eru liðnir síðan lög um lögverndun á starfsheiti framhaldsskólakennara tóku gildi. Af tölum skýrslunnar má, að mati skýrsluhöfunda, sjá að und- anþágubeiðnir frá framhaldsskólum hefur farið hratt fækkandi á síðustu árum og að fækkun umsókna er stöð- ug yfir það langt tímabil að hún bendir til varanlegrar fækkunar undanþágubeiðna. Auðveldara að ráða kennara Að mati skýrsluhöfunda er það til marks um að auðveldara er fyrir skólana að ráða til sín vel menntaða kennara en áður var. Aðspurður seg- ir Þórir Ólafsson, fráfarandi formað- ur undanþágunefndar framhald- skóla, ljóst að lögverndun á starfsheiti framhaldsskólakennara hafi ýtt við þeim leiðbeinendum sem virkilega höfðu áhuga á að leggja kennslu fyrir sig til að ná sér í til- skilin réttindi til þess að geta starfað áfram við kennslu. Séu undanþágur síðustu tveggja ára skoðaðar eftir er ljóst að lang- flestar umsóknir eru vegna starfs- náms. Þar er bæði um að ræða kennslu í löggiltum iðngreinum og öðru starfsnámi, en að mati nefnd- armanna er sérstaða þessara greina talsverð. „Oft þarf að sækja sérfræð- inga með litlum fyrirvara vegna breytinga á tækni og þróunar í at- vinnulífinu. Þá eru tengsl við kennslu og þar með kennaramennt- un oft ónærtækari í þessum greinum en hinum fræðilegri greinum,“ segir m.a. í skýrslunni. Leiðbeinendum fækk- ar í framhaldsskólum Jákvæð viðbrögð við nýsköpunarsjóðsverkefni Unnið að bættum hag geðsjúkra Morgunblaðið/Golli Meðlimir Hugarafls kynntu nýsköpunarsjóðsverkefnið ásamt verkefnisstjórum. Talið frá hægri: Sigrún Gréta Ein- arsdóttir Hugarafli, Valdís Brá Þorsteinsdóttir og Harpa Ýr Þorsteinsdóttir verkefnisstjórar, Jón Ari Arason, Berglind Ólínudóttir, Garðar Jónasson, Svava Ingþórsdóttir og Stefanía Arndal, öll meðlimir Hugarafls. Skjót viðbrögð heilbrigðis- yfirvalda GAO Qiang, starfandi heilbrigð- ismálaráðherra Kína, er þessa dag- ana í opinberri heimsókn hjá heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu ásamt embættismönnum úr kínverska ráðuneytinu. Tilefni heimsóknarinnar tengist sam- komulagi ráðuneytanna um sam- starf og samvinnu á sviði heilbrigð- ismála sem undirritað var fyrir nokkrum árum. Hefur Gao Qiang átt viðræður við Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og embættismenn ráðuneytisins um sameiginleg hagsmunamál á sviði heilbrigðisþjónustu. Kínverski ráð- herrann og föruneyti lýstu einnig áhuga á að kynna sér starfsemi heilbrigðisstofnana hér á landi og hafa af því tilefni heimsótt Land- spítala – háskólasjúkrahús, Heilsu- gæslustöðina Seltjarnanesi, og Reykjalund og kynnt sér starfsemi stofnananna. Kínverski ráðherrann heimsækir sömuleiðis Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri og kynnir sér stöðu heilsugæslu í dreifbýli nyrðra. Kynnir sér starfsemi heil- brigðisstofnana hér á landi KOLLEKT er ný þjónusta Símans fyrir GSM-símnotendur, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Nú geta þeir boðið öðrum GSM-notendum Sím- ans að greiða fyrir símtöl þeirra í milli. Þetta kemur sér vel t.d. fyrir börn sem eru búin með inn- eignina, en þurfa að hringja í for- eldra sína. Til þess að hringja kollekt er valið *888* á undan númerinu sem hringt er í. Viðtakandi sím- talsins þarf að samþykkja að greiða fyrir það til þess að það geti farið fram. Þessi þjónusta nær einungis til viðskiptavina með GSM-símanúmer hjá Síman- um. Inneignarlausir geta hringt „koll- ekt“ í GSM-síma FYRSTI vinningur í Víkinga- lottóinu stefnir í að verða 200 milljónir kr. og hinn nýi ofur- pottur stefnir líka í að verða 200 milljónir kr. Heildarvinnings- upphæðin stefnir því í það að vera um 400 milljónir kr. og hefur hún aldrei verið hærri. Að því er segir í tilkynningu frá Íslenskri getspá hefur fyrsti vinn- ingur í Víkingalottóinu ekki geng- ið út tvo síðustu miðvikudaga og er því þrefaldur miðvikudaginn 20. október. Bónusvinningurinn er líka margfaldur og stefnir í 12 milljónir. Sölukassar verða opnir til klukkan 16 á miðvikudag. Stefnir í metpott í Víkingalottóinu LANDSVIRKJUN fékk tólf tilboð frá níu fyrirtækjum í háspennu- strengi fyrir Kárahnjúkavirkjun. Ellefu tilboð voru undir kostn- aðaráætlun upp á 430 milljónir króna og lægsta boð kom frá franska fyrirtækinu Sagem SA, 258 milljónir króna. Fyrirtækið skilaði einnig inn frávikstilboði, sem var nærri 11 milljónum króna lægra. Eitt íslenskt fyrirtæki, RST Net ehf., skilaði inn tilboðum, annars vegar 326 milljónir króna og hins vegar frávikstilboð upp á 291 milljón, sem er hið þriðja lægsta í útboðinu. Næstlægst var þýska fyrirtækið Südkabel GmgH, sem buðu 284 og 288 milljónir króna. Verkið felst í deilihönnun, framleiðslu og uppsetningu 245 kílóvatta háspennustrengja fyrir virkjunina. Um er að ræða sex sett af strengjum, strengjabökk- um og tengiefni fyrir tengingu frá vélarspennum stöðvarinnar að tengivirki í Fljótsdal um strengjagöng. Tólf tilboð í há- spennustrengi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.