Morgunblaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. S addam Hussein, fyrrver- andi forseti Íraks, stóð í þeirri trú, að hann hefði sigrað í Persaflóastríð- inu 1991. Þegar hann síðan eyðilagði öll gereyðing- arvopnin að loknu stríðinu, efaðist hann ekki um, að CIA, bandaríska leyniþjónustan, vissi allt um það. Í samræmi við þetta taldi hann, að ályktanir Sameinuðu þjóðanna, við- skiptaþvinganir og stríðshótanir í 12 ár, væru aðeins yfirskin og til- gangurinn fyrst og fremst sá að auðmýkja hann. Saddam var nefnilega þeirrar skoðunar, að Bandaríkin og Írak ættu að vera nánir bandamenn. Hann gæti hjálpað við að halda aft- ur af kjarnorkudraumum Írana, að- stoðað við að leysa deilu Ísraela og Palestínumanna og hann bauðst til þess við Bandaríkjamenn að verða þeirra „besti vinur á svæðinu“. Hann var alveg viss um, að Banda- ríkjamenn myndu aldrei ráðast inn í Írak. Þessari heimssýn Saddams er vel lýst í skýrslu Charles A. Duelfers, yfirmanns vopnaleitarnefndar CIA, en hún var gerð opinber fyrir skömmu. Er hún byggð á mörgum heimildum og meðal annars á við- tölum við Saddam sjálfan. Sýnir hún vel þankagang hans allt fram að innrásinni í fyrravor. Duelfer segir, að vilji Bandaríkja- menn reyna að skilja hvers vegna Íraksstjórn hundsaði ályktanir SÞ, verði þeir „að líta heiminn frá sjón- arhóli Saddams“. Þessu má raunar snúa við og segja, að hafi Saddam misskilið Vesturlönd, þá hafi banda- rísk yfirvöld, allt frá 1991, misskilið Saddam. Þau fundu sannanir fyrir ólögleg- um vopnum, sem ekki voru til, en sáu ekki það, sem nú liggur í augum uppi. Sem dæmi má nefna, að fyrir innrásina hélt George W. Bush for- seti því fram, að árangurslaus leit vopnaeftirlitsmanna SÞ að gereyð- ingarvopnum sannaði einfaldlega, að Saddam hefði falið þau, ekki, að þau væru ekki til. „Ég velti því stundum fyrir mér hvaða hlut af orðinu „nei“ við skild- um ekki,“ sagði embættismaður í varnarmálaráðuneytinu, sem lengi fylgdist með Saddam og íröskum málefnum. Ljóst er, að Duelfer velti þessu mikið fyrir sér. Hann hefur reynt að gera grein fyrir þeim ólíka veruleika, sem blasti við stjórnvöld- um í Bagdad og Washington, og stundum minnir skýrsla hans mest á þann gamla sjónvarpsþátt „Í ljósaskiptunum“. Duelfer hvetur til, að menn gleymi myndum, sem sýndu Sadd- am næstum eins og trúð. Sjálfur hafi hann litið á sig sem einn af mörgum og miklum leiðtogum Íraks. „Saddam sá aðdáunina í augum fólksins þegar hann skaut af riffli yfir höfði þess en á Vesturlöndum sáum við bara undarlegan mann fara gáleysislega með vopn,“ segir Duelfer. „Ímyndið ykkur hvað hann hefur hugsað þegar hann sá Bush á skjánum kalla hann „brjálæðing“.“ Miklar rannsóknir, viðtöl og 40 millj. síður af skjölum Duelfer hefur kynnt sér Saddam í tíu ár. Fyrst sem aðstoðaryfir- maður vopnaeftirlitsnefndar SÞ og síðar sem yfirmaður bandarísku vopnaleitarnefndarinnar. 960 síðna löng skýrsla hans er byggð á 16 mánaða löngu rannsóknastarfi í Írak, á viðtölum við Saddam og am myndi sætta sig við við- skiptabann, sem kostaði Ír 7.000 milljarða ísl. kr. á ári, hefði ekkert að fela. Þessar blekkingar Sadda snerust að lokum gegn hon um og það, að Bandaríkjam skyldu ekki átta sig á þeim haft alvarlegar afleiðingar bæði ríkin. Mistök Saddams „eru ein þau mestu í sögunni. Jafnv en okkar. Við erum vanir þv menn segist ekkert hafa að höfum ekki kynnst því áður hver leggi sig í líma við að s aðra um, að svo sé. Að vísu hann ekki eiga gereyðingar allar hans gjörðir gáfu anna skyn“, sagði leyniþjónustum fyrrverandi. Treysti því, að Banda héldu aftur af Írön Saddam leit svo á, að me efni Bandaríkjamanna í Mi Austurlöndum væri að tryg íslamska byltingin í Íran br ekki út til annarra ríkja á sv með þeim afleiðingum, að r sjíta-klerkar næðu kverkat olíulindunum. Hann var vis þjóðarhagsmunir Bandarík væru að koma í veg fyrir íra kjarnorkuvopnasmíð en ek steypa honum. Á það reidd sig raunar. David Kay, fyrirrennari sem yfirmaður bandarísku leitarinnar, segist sjálfur h Tariq Aziz, fyrrverandi aðs arforsætisráðherra Íraks, h vegna Saddam hefði ekki h gereyðingarvopnin fyrst ha svo hræddur við kjarnorku Írana. „Aziz sagði, að í hvert sin þetta hefði borið á góma, he Saddam sagt: „Hafið ekki á af Írönum. Ef okkar mat er munu Bandaríkjamenn og flesta helstu ráðgjafa hans og vís- indamenn og á athugun á íröskum skjölum, 40 milljónum síðna. Einn og sami starfsmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, hefur yfirheyrt Saddam síðan hann var handtekinn í desember fyrir tæpu ári. Segir hann, að Saddam hafi alltaf verið skýr og rökréttur í hugsun. Fyrrverandi leyniþjónustufor- ingi, sem lesið hefur yfirheyrslu- skýrslurnar, segir þær hins vegar valda vonbrigðum að því leyti, að í þeim segi ekkert um það, sem fyrir Saddam vakti, og ekkert um pynt- ingarnar, launmorðin og fjölda- morðin. „Saddam segir ekki hvað hann var að hugsa er hann framdi þessa glæpi. Þetta er eins og að hafa Hitl- er á bekknum og minnast ekki á út- rýmingarbúðirnar,“ sagði leyni- þjónustuforinginn og viðurkenndi, að CIA hefði aldrei áttað sig á, að blekkingum Saddams um gereyð- ingarvopnin hefði fyrst og fremst verið beint að Írönum, erkifjanda Íraka. Saddam hefði ekki óttast neitt meira en að Íranar kæmu sér upp kjarnorkuvopnum. Starfsmenn CIA lásu hverja hót- unina á fætur annarri út úr ræðum Saddams. Þeir voru vissir um, að gereyðingarvopn væru geymd í bíl- um og byggingum og gleyptu við frásögnum flóttamanna, sem sögðu bara það, sem CIA vildi heyra. Þeir vildu heldur ekki trúa því, að Sadd- Fréttaskýring | Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseti, trúði rísku leyniþjónustuna, og efaðist ekki um, að hún vissi allt um það hefði verið eytt. Þess vegna óttaðist hann ekki innrás. Kemur þet Duelfers, yfirmanns bandarísku vopnaleitarnefndarinnar, en um annarra embættis- og leyniþjónustumanna var nýlega fjallað í da Saddam vildi ver vinur“ Bandarík „Saddam sá aðdáunina í augum fólksins þegar hann skaut af riff höfði þess en á Vesturlöndum sáum við bara undarlegan mann fa leysislega með vopn.“ ’Hann trúði því stað-fastlega, að við vissum hvað færi fram innan ríkisstjórnar hans. Hann vildi ekki trúa, að við vissum ekki neitt.‘ LISTASAFN ÍSLANDS Listasafn Íslands minnist þess ídag að 120 ár eru liðin frástofnun safnsins. Listasafnið er því ein af elztu stofnunum þjóð- arinnar – eins og vera ber. Í samtali við Morgunblaðið í gær fjallaði Ólaf- ur Kvaran, forstöðumaður Lista- safnsins, um safneignina og sagði m.a.: „… þá sjáum við í fyrsta lagi að það vantar mikinn þéttleika í safneignina. Við eigum verk, sem eru mjög góðir fulltrúar fyrir ákveðin tímabil og við- horf í íslenzkri listasögu, en okkur vantar þéttleika, þegar kemur að höf- undarverki ákveðinna listamanna. Í annan stað sjáum við að þegar það verða ákveðin kerfisskipti í listasög- unni, þá verður safneignin fátækleg. Við sjáum þetta í abstraktinu á sjötta áratugnum – ekki sízt í tengslum við sýningar, sem við höfum haldið hér – að safneignin er raunverulega mjög fátækleg. Í kerfisbreytingunni, sem verður á áttunda áratugnum – upp úr sjötíu – þegar SÚM-ið er að hefjast, þá er safneignin einnig mjög fátæk- leg. Sömuleiðis, þegar kemur að nýja málverkinu, sem komst á skrið á ní- unda áratugnum.“ Skýringin á því að safneignin er svo fátækleg á köflum er peninga- skortur. Listasafnið hefur ekki haft peninga til þess að kaupa listaverk í þeim mæli, að safneignin gefi nógu góða heildarmynd af því, sem hefur verið að gerast í myndlist á Íslandi þessi 120 ár. Í samtalinu við Ólaf Kvaran kemur fram, að Listasafnið hefur nú til um- ráða ellefu milljónir króna á ári til kaupa á listaverkum. Sjálfur telur hann nauðsynlegt að ráðstöfunarfé safnsins í þessu skyni verði um 30 milljónir króna. Það er hart barizt um þá fjármuni sem ríkið hefur til ráðstöfunar og skiljanlegt að fjárveitingavaldið eigi oft erfitt með að meta fjárþörf ein- stakra stofnana á vegum ríkisins. Í þessu sambandi er þó vert að nefna tvennt. Í fyrsta lagi ríkir mikil velmegun á Íslandi um þessar mundir og staða ríkissjóðs er góð. Í öðru lagi fer ekki á milli mála, að það starf, sem fram fer á vegum Listasafns Íslands við varðveizlu menningararfs þjóðar- innar, hefur gífurlega þýðingu fyrir sögu hennar og framtíð. Rökin fyrir því að Alþingi veiti Listasafninu meira svigrúm til listaverkakaupa eru því sterk. Í samtalinu við Morgunblaðið nefn- ir Ólafur Kvaran einnig húsnæðismál Listasafns Íslands. Um þau segir hann: „Menn verða að fylgja því eftir, sem var þegar ljóst, þegar núverandi húsnæði safnsins var opnað 1988; að það var bara fyrsti áfanginn … En nú þarf að sýna metnað í því að stækka sýningarrýmið, svo að þjóðin hafi að- gang að sinni listasögu og sjái það, sem mikilvægt erindi og þátt í sínum lífsgæðum að njóta þess, sem safnið hefur að bjóða.“ Væntanlega setur núverandi menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, húsnæðismál Listasafns Íslands á dagskrá. YNGRI ALZHEIMERSJÚKLINGAR Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir,alþingismaður Samfylkingar, vakti athygli á málefnum alzheimer- sjúklinga, sem eru yngri en 67 ára, á Alþingi sl. miðvikudag. Í máli þingmannsins kom fram, að öll þjónusta við sjúklinga með þennan hrörnunarsjúkdóm miðast við 67 ára og eldri. Ásta Ragnheiður sagði m.a.: „Því er staða yngri sjúklinganna mun verri en ella. Þeim og aðstand- endum þeirra finnst þeir ekki eiga samleið með öldruðum s.s. á dag- deildum og á hvíldarinnlögnum, þannig að aðstandendur eiga erfitt með að þiggja þessa þjónustu og ganga mjög nærri eigin heilsu til að annast sjúklinga heima enda geta sjúklingarnir verið hættulegir bæði sjálfum sér og öðrum. Þeir þurfa mikla gæzlu.“ Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra sagði á Alþingi í fyrradag, að hann mundi setja upp vinnuhóp til þess að kanna það mál, sem Ásta Ragnheiður hefur vakið máls á. Alzheimersjúkdómur gengur mjög nærri hinum sjúka og aðstand- endum hans. Það er ekki ofmælt að þessir sjúklingar þurfi stöðuga gæzlu. Þeir geta farið sér að voða hvenær sem er eftir að sjúkdóm- urinn er kominn á ákveðið stig. Í raun og veru má ekki líta af þeim. Þótt til sé fólk, sem hefur í kyrr- þey unnið ótrúleg afrek við gæzlu náinna ástvina, sem fengið hafa þennan sjúkdóm kemur að því að það er nánast óframkvæmanlegt að gæta þeirra í heimahúsum. Þess vegna er þess að vænta að Jón Kristjánsson fylgi fast eftir þessari ábendingu Ástu Ragnheiðar og finni lausn á þeim vanda, sem snýr að yngri alzheimersjúklingum. UMBOÐSMAÐUR BORGARANNA Það er góð hugmynd hjá forráða-mönnum Reykjavíkurborgar að setja upp embætti eins konar um- boðsmanns borgaranna. Um þetta sagði Þórólfur Árnason borgarstjóri á kynningarfundi um breytingar á stjórnkerfi borgarinnar í fyrradag: „Hann verður staðsettur á skrif- stofu borgarstjórnar til að ráð- leggja íbúum og fyrirtækjum um hvernig þau geti leitað réttar síns gagnvart Reykjavíkurborg. Eins konar umboðsmaður fólksins í borg- inni. Þannig að þarna hafi rödd hins smáa einstaklings einhvern að tala við, sem ekki er blandaður inn í stjórnsýsluverkefni hjá Reykjavík- urborg.“ Hin opinberu stjórnsýslukerfi eru orðin svo stór, hvort sem er hjá ríki eða stærri sveitarfélögum, að marg- ir einstaklingar vita ekki hvernig þeir eiga að haga sér í samskiptum við þau. Þess vegna er ástæða til að fagna þessum umbótum í stjórn- sýslu höfuðborgarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.