Morgunblaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 47 FRÉTTIR FJARLÆGJUM STÍFLUR VALUR HELGASON ehf. Sími 896 1100 - 568 8806 Röramyndavél til að skoða og staðsetja skemmdir í frárennslislögnum DÆLUBÍLL úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum, niðurföllum, þak- og drenlögnum LOKATALAN í Hrútafjarðará var nokkru hærri heldur en greint var frá í veiðipistli Morgunblaðsins á dögunum. Leigutaki árinnar Þröst- ur Elliðason sagði í samtali að þar hefði ekki verið gert ráð fyrir tutt- ugu löxum sem hann ásamt leið- sögumönnum sínum veiddu í klak á tveimur síðustu lögboðnu veiðidög- unum. „Áin endaði því með 630 laxa en ekki 610 eins og talað var um“, bætti Þröstur við. Um metveiði er að ræða, hvor talan sem um ræddi. Þröstur sagði að tilhneiging væri til að eigna gönguseiðasleppingum allan hinn mikla veiðibata, en ljóst væri þó að þrátt fyrir að heimtur gönguseiðanna hefðu verið góðar og ljóst að þær hefðu skilað vænum slatta í veiðinni þá hefði villti stofn- inn verið í afar góðu ástandi. „Sleppitjarnirnar voru neðan þjóðvegar og í hyljunum þar fyrir neðan var góð veiði og ljóst að tjarnirnar voru að skila sínu, auk þess sem meira vatn var í ánni þar niður frá en ofar, sem kom sér vel í þurrkunum. En t.d. þegar við fé- lagarnir fórum í efsta veiðistaðinn, Réttarfoss, á síðasta degi, var ljóst að þetta snerist um meira heldur en gönguseiði. Við vorum að safna klaklaxi og heita má að í hverri yf- irferð hafi verið sett í lax. Það var fiskur um allan þennan langa hyl, við rákum þá frá okkur á hnédýpi er við óðum út og það voru haugar af laxi frá efstu flúð og niður á grynningar á blábrotinu. Það var ótrúlega gaman að sjá þetta. Vissulega var mest af þessari veiði smálax, en það var samt slang- ur af stærri fiski og gaman að geta þess að þegar við vorum að loka ánni, fyrsta daginn í október, feng- um við 86 cm 18 punda grálúsugan hæng,“ sagði Þröstur. Fleiri lokatölur Hvolsá og Staðarhólsá gáfu 78 laxa og þar voru lífleg skot í sept- ember eftir slaka sumarmánuði. Bleikjuveiðin var um 700 stykki, en að sögn Þrastar heldur smærri fisk- ur en í fyrra. Minnivallalækur endaði með um 400 urriða. Þar veiddust yfir 600 í fyrra, en að mati Þrastar var þetta þó vel ásættanleg veiði miðað við síðustu ár. Stærstu fiskarnir, tveir 10 punda, veiddust ekki fyrr en í september. Laxá í Nesjum gaf 200 laxa, 70 löxum meira en áður þekkist og var þó allur júlí nánast ónýtur vegna vatnsleysis. Áður hefur verið greint frá met- veiði í Breiðdalsá, 701 laxi, en þess má einnig geta, að alls veiddust um 1.200 silungar í ánni, 700 sjóbleikjur og 500 urriðar, flestir staðbundnir. Þó var silungsveiðin illa stunduð er leið á sumarið þar eð veiðimenn elt- ust nánast eingöngu við laxinn og silungurinn var aðeins meðafli. Grálúsugur lax í októbermánuði Morgunblaðið/Einar Falur Athygli hefur vakið að nýgengnir laxar hafa verið að veiðast fram í októ- ber. Þessi hrygna er úr Ytri-Rangá. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? fundi í nefndinni frá 4. október til 12. október en fulltrúi KÍ neitaði að mæta af ýmsum ástæðum sem voru óviðkomandi starfi nefndarinnar. Fulltrúi KÍ setti jafnframt skilyrði, sem ekki voru á valdi nefndarinnar, fyrir því að veittar væru einstaka undanþágur, t.d. varðandi kaup og kjör starfsmanna. Samkvæmt lögum er það ekki hlutverk undanþágu- nefndar að semja eða hlutast til um kaup og kjör þessara starfsmanna. Nauðsynlegt að fjalla um nýjustu skilyrði fulltrúa KÍ fyrir því að veitt- ar séu undanþágur. Á heimasíðu KÍ segir um undanþágur fyrir sérdeild- ir fyrir einhverfa: „Þetta er háð þeim skilyrðum að allir kennarar sem kenndu þessum nemendum sam- kvæmt stundatöflu þeirra fyrir verk- fall verði kallaðir til vinnu. Ennfrem- ur að þeir sem kallaðir verða til vinnu fari á launaskrá samkvæmt vinnuskýrslum fyrir verkfall.“ Með þessu er farið fram á að sótt sé um víðtækari undanþágu frá verkfalli en nauðsyn krefur. Það er hlutverk undanþágubeiðanda að meta það hversu víðtæka undanþágu hann þarf frá verkfallinu svo afstýra megi neyðarástandi. Nefna má sem dæmi að tiltekinn skóli hafði sótt um und- anþágu fyrir 4 kennara sérdeildar fyrir einhverfa og fékk höfnun. Sótt var um aftur og nú fyrir 13 kennara og þá var undanþága veitt. Með öðr- um orðum var það krafa fulltrúa KÍ að sótt væri um undanþágu fyrir mun umfangsmeiri starfsemi en undanþágubeiðandi hafði uppruna- lega talið nægjanlegt. Í þessari kröfu KÍ felst jafnframt að kennari sem einungis á að kenna hinum fatlaða t.d. í tvo tíma í viku hverri eigi að fá laun sem svara full- um vinnutíma út verkfallið. Fulltrúi LN hefur ekki samþykkt nein slík skilyrði enda ekki til þess bær. Und- anþágunefndin getur heldur ekki sett slík skilyrði. Undanþágubeiðandi verður hins vegar að gera upp við sig hvort hann sé tilbúinn að ganga að þessum skil- yrðum og sækja því um víðtækari undanþágu en hann telur þörf á. Engin tilraun hefur verið gerð af hans hálfu til að gæta jafnræðis milli þeirra barna sem sótt hefur verið um undanþágur vegna. Þannig hafa t.d. FULLTRÚI Launanefndar sveitar- félaga í undanþágunefnd vegna kennaraverkfallsins, Sigurður Óli Kolbeinsson lögfræðingur, er ósátt- ur við það fyrirkomulag sem ríkir varðandi undanþágubeiðnir. Hann sendi Morgunblaðinu eftirfarandi yf- irlýsingu í gær. Millifyrirsagnir eru blaðsins: „Mikið hefur verið fjallað um und- anþágunefnd vegna verkfalls grunn- skólakennara. Nefndin starfar á grundvelli 20. og 21. gr. laga nr. 94/ 1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og í henni eiga sæti tveir fulltrúar, einn tilnefndur af Kennarasambandi Íslands og annar tilnefndur af Launanefnd sveitarfé- laga. Hlutverk nefndarinnar er að meta hvort neyðarástand sé yfirvof- andi eða þegar til staðar. Ef svo er talið er það hlutverk nefndarinnar að kveðja starfsmenn til starfa tíma- bundið til að afstýra neyðarástandi. Til þess að undanþága fáist þarf samþykki beggja fulltrúa í nefndinni að liggja fyrir. Nefndin hefur tiltekið hlutverk samkvæmt lögum. Þrátt fyrir það hefur ekki verið talið að hún falli undir stjórnsýslulög. Það verður hins vegar að telja það skyldu nefnd- arinnar, þó ekki væri nema siðferð- islega, að hafa að leiðarljósi að starfa málefnalega og gæta jafnræðis því hlutverk nefndarinnar er afar mik- ilvægt út frá samfélagslegu sjónar- miði. Synjað án umfjöllunar Fulltrúi LN í nefndinni hefur reynt af fremsta megni að starfa eft- ir þessum sjónarmiðum og í sam- ræmi við það hlutverk sem nefndin hefur samkvæmt lögum. Hann hefur reynt að meta í hverju tilfelli hvort um neyðarástand sé að ræða og við það mat m.a. haft hagsmuni þeirra barna, sem sótt er um undanþágu vegna, að leiðarljósi. Ekki verður hjá því komist að upplýsa að fulltrúi KÍ í undanþágu- nefndinni hefur afgreitt fjölda und- anþágubeiðna með synjun án þess að þær hafi í raun fengið nokkra efn- islega umfjöllun í nefndinni. Sett hafa verið ýmis skilyrði fyrir því að fulltrúi KÍ komi til fundar. Fulltrúi LN óskaði ítrekað eftir öll börn í Öskjuhlíðarskóla notið kennslu og umönnunar í skólanum frá 4. október á meðan fulltrúi KÍ hefur ekki fallist á að veita undan- þágu vegna barna sem eins er ástatt um eða verr í öðrum skólum. Alvarlegra fyrir fötluð börn Það ferli sem lög gera ráð fyrir að sé notað í verkfalli opinberra starfs- manna eins og kennara hefur ekki virkað sem skyldi í yfirstandandi verkfalli grunnskólakennara. Afleið- ingin er sú að fjöldi fatlaðra barna hefur farið mun verr út úr verkfall- inu en önnur börn og verr en nauð- syn ber til vegna afstöðu fulltrúa KÍ í nefndinni. Það er óumdeilt að verkfall í grunnskólum landsins hefur al- mennt mun alvarlegri afleiðingar fyrir fötluð börn en önnur börn. Sér- fræðingar og foreldrar hafa ítrekað lýst þeim áhrifum. Fjölmörg fötluð börn eru í markvissri þjálfun og upp- byggingu sem kennslan er órjúfan- legur hluti af. Marga mánuði getur tekið að ná aftur þeirri færni sem hinn fatlaði hafði náð og það hefur komið fram að skaðinn geti jafnvel verið óbætanlegur. Þá breytist hegð- un og líðan margra fatlaðra barna verulega í verkfalli langt umfram það sem gerist almennt hjá ófötluð- um einstaklingum. Þá er ekki hægt að horfa fram hjá aðstæðum fjöl- skyldna flestra fatlaðra barna. Oft er engin leið að fela öðrum en foreldr- um umönnun þeirra þegar þau eru ekki í skólanum og foreldrarnir geta ekki tekið börnin með sér til vinnu líkt og foreldrar margra ófatlaðra barna geta gert. Fötluð börn og fjöl- skyldur þeirra sitja því ekki við sama borð og önnur börn og þeirra fjöl- skyldur þó aðstæður hjá þeim geti vissulega líka verið erfiðar. Þá liggur það fyrir að fötluð börn sitja heldur ekki við sama borð innbyrðis eftir að nokkrar undanþágur hafa verið veittar eins og áður hefur verið vikið að. Kennarasamband Íslands og fulltrúi þess í undanþágunefndinni virðast ekki hafa vilja til þess að reyna að leysa úr þessum málum. Ástand sem þetta er ekki boðlegt í okkar samfélagi. Því telur undirrit- aður nauðsynlegt að gera breytingar á þessu fyrirkomulagi.“ Yfirlýsing fulltrúa Launanefndar sveitarfélaga í undan- þágunefnd vegna verkfalls grunnskólakennara 2004 Nauðsynlegt að breyta fyrirkomulagi undanþágna Ekki skráður flugskóli FLUGMÁLASTJÓRN Íslands hefur ekki afgreitt umsókn Flugskóla Reykjavíkur um kennsluleyfi og er skólinn því ekki skráður flugskóli. Slíkt leyfi er nauðsynlegt fyrir þá starfsemi sem Flugskóli Reykjavík- ur hyggst reka. Í Morgunblaðinu 15. október var birt viðtal við Hafstein Þorsteins- son, flugmann og flugkennara sem er eigandi og flugrekstrarstjóri skólans. Þar segir hann að rekstur skólans sé byggður á Evrópu- reglum um flugskóla og skólinn hafi fengið skráningu Flugmála- stjórnar Íslands. Í fréttatilkynningu frá Flug- málastjórn Íslands segir að það sé ekki rétt, flugskólinn sé ekki skráður hjá Flugmálastjórn. Flug- öryggissviði Flugmálastjórnar hafi borist umsókn um kennsluleyfi 8. október sl. Umsóknin hafi ekki verið afgreidd og sé til meðferðar. Heimir Már Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Flugmálastjórnar, segir að leyfi stofnunarinnar sé nauðsyn- legt til að flugskólinn geti rekið þá starfsemi sem eigandi hans hafi lýst. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Hafsteinn að hann hefði í fljótfærni sagt að skólinn hefði verið skráður. Hið rétta væri að skólinn yrði skráður hjá Flug- málastjórn. Hann sagðist þess full- viss að skólinn fengi skráningu og það myndi gerast um miðja næsta viku. Aðspurður sagði Hafsteinn að viðskiptavinum skólans væri gert það fulljóst að skráning lægi enn ekki fyrir. Þá myndi kennsla ekki hefjast fyrr en skráning lægi fyrir. LEIÐRÉTT 44 arnarpör urpu MISSAGT var í frétt blaðsins á fimmtudag að 63 arnarpör hefðu verpt hér á landi í vor. Hið rétta er að samkvæmt síð- ustu talningu voru arnarpörin allt að 63 en einungis 44 þeirra urpu. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Til áréttingar er einnig rétt að geta þess að áhrif selsgrúts eiga einkum við árin 1982–1992. Á þess- um árum lentu ungfuglar talsvert í grútnum sem, að líkum, varð til þess að fuglarnir skiluðu sér illa inn í varpstofninn 1987–1997. Rangfeðraður Í DAGBÓKARVITALI í Mbl. í gær var rangt farið með föður son- ar Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns MNÍ. Gaf þar að skilja að Heiða og Hrannar Björn ættu saman son, en hið rétta er að sonur Heiðu er frá fyrra sambandi við Þorleif Ágústsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.