Morgunblaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 23 MINNSTAÐUR Þorlákshöfn | Nýr gervigrasvöllur var vígður í Þorlákshöfn á dög- unum, völlurinn sem er 68 sinnum 52,5 metrar að stærð hlaut nafnið Háaleitisvöllur. Hjörleifur Brynj- ólfsson, oddviti, sagði við vígsluat- höfnina að þrjú ár væru síðan farið hefði verið að ræða um gervigras- völl, í upphafi var rætt um völl í fullri stærð en að vel athuguðu máli varð sjö manna völlur fyrir valinu. Grasið á vellinum er af 3. kynslóð gervigrass og kemur frá Hollandi. Ákveðið var að hafa ekki hitakerfi í vellinum enda sýna kannanir síð- ustu fimm ára að ekki eru nema 25 dagar á ári þar sem jörð er alhvít í Þorlákshöfn, kostnaður við upphit- unina er líka mikill eða 2 til 3 millj- ónir á ári. Háaleitisvöllur er rétt hjá grunnskólanum og íþróttamið- stöðinni þannig að hann nýtist sem hluti af leiksvæði skólabarna í frí- mínútum. Háaleitisvöllur tekinn í notkun Morgunblaðið/Jón H. Sigmundsson Ungviði Ungir knattspyrnuiðkendur í Knattspyrnufélaginu Ægi klipptu á borða og þar með var Háaleitisvöllur formlega tekinn í notkun. Selfoss | „Ég lít á þetta sem mikla viðurkenningu, því mik- ill fjöldi málara tekur þátt í þessari keppni víðs vegar að úr heiminum. Í hverju tíma- riti, sem er 160 blaðsíður að stærð, birtist mikill fjöldi mynda frá ýmsum löndum. Ber þar oft mest á Bandaríkj- unum, Kanada, Bretlandi og Ástralíu auk Evrópulanda,“ segir Jón Ingi Sigurmunds- son, listmálari og kennari á Selfossi, sem sendi mynd í al- þjóðlega keppni á vegum tímaritsins International Artist. Í nýútkomnu blaði eru birt- ar myndir úr keppninni undir yfirskriftinni „Master Painters of the World“ en þar eru, auk Jóns Inga, listmálari frá Ítal- íu, frá Singapúr og Eistlandi. Myndunum fylgir stutt frá- sögn frá listamönnunum um upplifun sína við gerð mynd- arinnar og þá tækni sem þeir beita. Mynd Jón Inga er olíumynd 85 x 110 cm að stærð, máluð á striga. „Myndin er af olíu- málverki sem ég málaði 1999, Hekla í vetrarbirtu. Fyrir 4 árum sendi ég inn myndir í samkeppni á vegum tímarits- ins og fékk fljótlega sent bréf þar sem óskað var eftir heim- ild til að birta myndina í tíma- ritinu. Tekið var fram að ein- hver tími gæti liðið áður en hún birtist og jafnframt óskað eftir lýsingu á því hvernig myndin var máluð, aðstæðum og ástæðum fyrir að ég málaði þesa mynd. Myndin er í eigu dóttur minnar,“ segir Jón Ingi. Í umsögn sinni segir Jón Ingi frá gróinni aðdáun sinni á Heklu og hvernig fjallið á myndinni sé hin algjöra and- stæða þess þegar það bæri á sér í gosi. „Þennan dag hreifst ég af fegurð náttúrunnar, frið- sældinni og grófu landslaginu á stað þar sem tært vatnið í forgrunni leiddi augað að fjall- inu sem miðdepli í myndinni sem þarna blasti við mér,“ segir Jón Ingi en hann er mjög virkur í sinni listsköpun og heldur úti heimasíðu www.joningi.com þar sem sjá má verk og fylgjast með ferli hans. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Listamaðurinn Jón Ingi Sigurmundsson með eina af myndum sínum. „Lít á þetta sem mikla viður- kenningu“ Jón Ingi með mynd í tímaritinu Inter- national Artist Heilsu- og hvatningardagarnir Ísland á iði á vegum ÍSÍ og Lyfju fara fram í Smáralind núna um helgina. Laugardagur 16. október Sunnudagur 17. október Tími Sýningaratriði Yfir daginn Tími Sýningaratriði Yfir daginn 13:00 Körfuknattleikur Glíma 13:00 Stafganga Glíma 13:30 Stafganga Körfuknattleikur 13:30 Körfuknattleikur Körfuknattleikur 14:00 Krakkablak Hnefaleikar 14:00 Glíma Stafganga 14:30 Knattspyrna Stafganga 14:30 Handknattleikur Hnefaleikar 15:00 Hnefaleikar Golf 15:00 Dans Golf 15:30 Knattspyrna Borðtennis 15:30 Handknattleikur Borðtennis 16:00 Opnun heilsufélagans Krakkablak 16:00 Dans Handknattleikur kl. 14-16 16:30 Borðtennis Knattspyrna kl. 14 - 16 16:30 Dans Dagskrá Heilsu- og hvatningardaga í Smáralind Ráðgjöf og forvarnir · ÍSÍ · Lýðheilsustöð · Beinvernd · Hjartavernd · Félag íslenskra sjúkraþjálfara · Íþróttakennarafélag Íslands · Heilsustofnun Náttúrulækningafélagsins Þessir aðilar ásamt sérfræðingum Lyfju bjóða ráðgjöf, fræðsluefni og mælingar alla helgina. Landsliðsfólk í hinum ýmsu íþróttagreinum sýnir listir sínar og gefur gestum og gangandi tækifæri til að spreyta sig. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra opnar Heilsufélagann formlega kl. 16 á laugardaginn. Heilsufélaginn er dagbókarform á vefnum sem kemur til með að verða opið öllum landmönnum án endurgjalds á heimasíðu ÍSÍ, www.isisport.is Heilsu- og hvatningardagar verða á vegum ÍBS á Siglufirði á laugardag kl. 10-15 og sunnudag kl. 10-15 og á vegum HSH í Stykkishólmi á sunnudaginn kl. 17-19. Nánari upplýsingar eru á: www.isisport.is Komdu og taktu þátt! RÁS 2 verður meðbeina útsendinguá laugardaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.