Morgunblaðið - 16.10.2004, Page 23

Morgunblaðið - 16.10.2004, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 23 MINNSTAÐUR Þorlákshöfn | Nýr gervigrasvöllur var vígður í Þorlákshöfn á dög- unum, völlurinn sem er 68 sinnum 52,5 metrar að stærð hlaut nafnið Háaleitisvöllur. Hjörleifur Brynj- ólfsson, oddviti, sagði við vígsluat- höfnina að þrjú ár væru síðan farið hefði verið að ræða um gervigras- völl, í upphafi var rætt um völl í fullri stærð en að vel athuguðu máli varð sjö manna völlur fyrir valinu. Grasið á vellinum er af 3. kynslóð gervigrass og kemur frá Hollandi. Ákveðið var að hafa ekki hitakerfi í vellinum enda sýna kannanir síð- ustu fimm ára að ekki eru nema 25 dagar á ári þar sem jörð er alhvít í Þorlákshöfn, kostnaður við upphit- unina er líka mikill eða 2 til 3 millj- ónir á ári. Háaleitisvöllur er rétt hjá grunnskólanum og íþróttamið- stöðinni þannig að hann nýtist sem hluti af leiksvæði skólabarna í frí- mínútum. Háaleitisvöllur tekinn í notkun Morgunblaðið/Jón H. Sigmundsson Ungviði Ungir knattspyrnuiðkendur í Knattspyrnufélaginu Ægi klipptu á borða og þar með var Háaleitisvöllur formlega tekinn í notkun. Selfoss | „Ég lít á þetta sem mikla viðurkenningu, því mik- ill fjöldi málara tekur þátt í þessari keppni víðs vegar að úr heiminum. Í hverju tíma- riti, sem er 160 blaðsíður að stærð, birtist mikill fjöldi mynda frá ýmsum löndum. Ber þar oft mest á Bandaríkj- unum, Kanada, Bretlandi og Ástralíu auk Evrópulanda,“ segir Jón Ingi Sigurmunds- son, listmálari og kennari á Selfossi, sem sendi mynd í al- þjóðlega keppni á vegum tímaritsins International Artist. Í nýútkomnu blaði eru birt- ar myndir úr keppninni undir yfirskriftinni „Master Painters of the World“ en þar eru, auk Jóns Inga, listmálari frá Ítal- íu, frá Singapúr og Eistlandi. Myndunum fylgir stutt frá- sögn frá listamönnunum um upplifun sína við gerð mynd- arinnar og þá tækni sem þeir beita. Mynd Jón Inga er olíumynd 85 x 110 cm að stærð, máluð á striga. „Myndin er af olíu- málverki sem ég málaði 1999, Hekla í vetrarbirtu. Fyrir 4 árum sendi ég inn myndir í samkeppni á vegum tímarits- ins og fékk fljótlega sent bréf þar sem óskað var eftir heim- ild til að birta myndina í tíma- ritinu. Tekið var fram að ein- hver tími gæti liðið áður en hún birtist og jafnframt óskað eftir lýsingu á því hvernig myndin var máluð, aðstæðum og ástæðum fyrir að ég málaði þesa mynd. Myndin er í eigu dóttur minnar,“ segir Jón Ingi. Í umsögn sinni segir Jón Ingi frá gróinni aðdáun sinni á Heklu og hvernig fjallið á myndinni sé hin algjöra and- stæða þess þegar það bæri á sér í gosi. „Þennan dag hreifst ég af fegurð náttúrunnar, frið- sældinni og grófu landslaginu á stað þar sem tært vatnið í forgrunni leiddi augað að fjall- inu sem miðdepli í myndinni sem þarna blasti við mér,“ segir Jón Ingi en hann er mjög virkur í sinni listsköpun og heldur úti heimasíðu www.joningi.com þar sem sjá má verk og fylgjast með ferli hans. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Listamaðurinn Jón Ingi Sigurmundsson með eina af myndum sínum. „Lít á þetta sem mikla viður- kenningu“ Jón Ingi með mynd í tímaritinu Inter- national Artist Heilsu- og hvatningardagarnir Ísland á iði á vegum ÍSÍ og Lyfju fara fram í Smáralind núna um helgina. Laugardagur 16. október Sunnudagur 17. október Tími Sýningaratriði Yfir daginn Tími Sýningaratriði Yfir daginn 13:00 Körfuknattleikur Glíma 13:00 Stafganga Glíma 13:30 Stafganga Körfuknattleikur 13:30 Körfuknattleikur Körfuknattleikur 14:00 Krakkablak Hnefaleikar 14:00 Glíma Stafganga 14:30 Knattspyrna Stafganga 14:30 Handknattleikur Hnefaleikar 15:00 Hnefaleikar Golf 15:00 Dans Golf 15:30 Knattspyrna Borðtennis 15:30 Handknattleikur Borðtennis 16:00 Opnun heilsufélagans Krakkablak 16:00 Dans Handknattleikur kl. 14-16 16:30 Borðtennis Knattspyrna kl. 14 - 16 16:30 Dans Dagskrá Heilsu- og hvatningardaga í Smáralind Ráðgjöf og forvarnir · ÍSÍ · Lýðheilsustöð · Beinvernd · Hjartavernd · Félag íslenskra sjúkraþjálfara · Íþróttakennarafélag Íslands · Heilsustofnun Náttúrulækningafélagsins Þessir aðilar ásamt sérfræðingum Lyfju bjóða ráðgjöf, fræðsluefni og mælingar alla helgina. Landsliðsfólk í hinum ýmsu íþróttagreinum sýnir listir sínar og gefur gestum og gangandi tækifæri til að spreyta sig. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra opnar Heilsufélagann formlega kl. 16 á laugardaginn. Heilsufélaginn er dagbókarform á vefnum sem kemur til með að verða opið öllum landmönnum án endurgjalds á heimasíðu ÍSÍ, www.isisport.is Heilsu- og hvatningardagar verða á vegum ÍBS á Siglufirði á laugardag kl. 10-15 og sunnudag kl. 10-15 og á vegum HSH í Stykkishólmi á sunnudaginn kl. 17-19. Nánari upplýsingar eru á: www.isisport.is Komdu og taktu þátt! RÁS 2 verður meðbeina útsendinguá laugardaginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.