Morgunblaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VESTURHEIMI Álftagerðisbræður og djass-tríóið Cold Front komu tilWinnipeg undir miðnættiog komu fram á blaða- mannafundi morguninn eftir. Þaðan var haldið í þinghúsið í borginni en eftir tónleika í Listasafni Winnipeg þar sem Rachelle Gislason, sem er af íslenskum ættum og býr í Victoria í Bresku-Kólumbíu, kom einnig fram, skildu leiðir. Tenórarnir fjórir eins og bræðurnir Sigfús, Pétur, Gísli og Óskar Péturssynir voru kynntir ásamt undirleikaranum Stefáni Gíslasyni, héldu tónleika ásamt Rachelle í Árborg, Gimli og Lundar auk þess sem þeir sungu fyrir eldri borgara á hverjum stað og reyndar í Winnipeg einnig. Djasstríóið lék hins vegar fyrir matargesti á tveimur veit- ingastöðum í Winnipeg á hverju kvöldi. ,,Við höfum hlustað á marga góða söngvara í þinghúsinu en Tenórarnir fjórir eru þeir bestu sem hafa komið hér fram,“ sagði Dwight MacAuley, prótokollmeistari Manitobastjórnar, og orð hans bergmáluðu hvar sem skagfirsku söngsveinarnir, eins og Björn Jóhann Björnsson kallar sveit- unga sína í bók sinni um Álftagerð- isbræður, komu fram. Djasstríóið Cold Front, eða Björn Thoroddsen, Richard Gillis og Steve Kirby, fékk líka frábærar mótttökur og kastljósinu var sérstaklega beint að Birni í októberútgáfu djass- tímaritsins dig! sem gefið er út af tón- listarskóla Manitobaháskóla í Winni- peg. ,,Þetta var frábært og næst á dagskrá er að koma út diski sem við tókum upp í Winnipeg í sumar,“ sagði Björn. Hann bætti við að þeir hefðu fengið nokkur boð um að spila vest- anhafs á næstunni, meðal annars í New York, Boston og Ottawa. Rachelle, sem er 18 ára píanóleik- ari, lagahöfundur og söngvari og tók þátt í Snorraverkefninu á Íslandi í sumar, vakti einnig athygli en hún söng meðal annars eigin söngva á há- tíðarhöldunum í Reykjavík 17. júní. Bræðurnir voru í sinni fyrstu utan- landsferð sem Álftagerðisbræður en þeir hafa farið út um allt með karla- kórnum Heimi í Skagafirði, meðal annars til Manitoba 1996. Þeir voru með langa dagskrá en hvar sem þeir komu fram vildu áheyrendur fá meira að heyra. ,,Að síðustu syngjum við eitt lag og síðan syngjum við mörg lög til viðbótar,“ voru viðbrögð Óskars, fyrir hönd listamannanna. ,,Það er svo gaman að syngja fyrir þetta fólk,“ sagði Pétur og gat þess að þeir bræður ættu margt skyldfólk í Vesturheimi og flest í Bresku- Kólumbíu. ,,Langafi okkar, Eyjólfur Stefánsson, sem tók sér nafnið Stevenson, flutti vestur með fjöl- skylduna en afi okkar varð eftir heima og átti að fara árið eftir. Hann fór aldrei.“ Sérstaklega var til þess tekið að Gísli kom fram sárþjáður síðustu tvo dagana eftir að hafa fengið slæmt tak í mjöðmina. ,,Það hefur aldrei verið betra að syngja en nú svona haltur, enda hef ég góðar töflur,“ sagði Gísli, en meðferð og verkjalyf gerðu honum mögulegt að halda settu striki. ,,Hann upplifir það hér að vera í góð- um efnum,“ sagði Óskar og Sigfús bætti við: ,,Þetta hefur verið ljómandi gott, bara verið eins og að syngja heima.“ Eins og að syngja heima Íslenskir listamenn og listafólk af íslenskum ættum vöktu mikla at- hygli á Íslandskynning- unni í Manitoba í Kan- ada á dögunum. Stein- þór Guðbjartsson fylgd- ist með gangi mála. Djasstríóið Cold Front eða Richard Gillis, Steve Kirby og Björn Thoroddsen á tónleikum í Winnipeg. Þeir hafa fengið nokkur boð um að spila vestanhafs. Rachelle Gislason á tónleikunum í Listasafni Winnipeg. Álftagerðisbræður í hátíðarsalnum í Gimli. Frá vinstri: Sigfús Pétursson, Stefán Gíslason söngstjóri, Óskar, Pétur og Gísli Péturssynir. steg@mbl.is Morgunblaðið/Steinþór 410 4000 | landsbanki.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 40 64 10 /2 00 4 Landsbankinn varð fyrstur íslenskra banka til að bjóða verðbréfa- viðskipti á erlendum mörkuðum í gegnum netið. Landsbankinn tekur nú enn forystuna og býður nýjung í verðbréfaviðskiptum á netinu sem markar tímamót á Íslandi. Tryggðu þér hlut í framtíðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.