Morgunblaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það verður ekki hlaupið langt frá króga sem er með DNA upp á vasann. Bifreiðaeigandi semtekið hefði bensínfyrir ári og svo aft- ur núna – og dælt sjálfur í bæði skiptin – myndi ábyggilega kippast við þegar hann teldi fram pen- ingana úr veskinu fyrir dropann: verðið á lítranum af 95 oktana bensíni var yf- irleitt um 96,60 krónur í fyrra en er nú alla jafna um 107,10 og nemur hækkunin nær 11%. Og raunar hefur dísilolían hækkað enn meira eða úr 44,10 krónum í 50,80 krónur lítrinn eða um liðlega 15% frá í því fyrra. Ástæða þessarar hækk- unar er gríðarleg hækkun á heims- markaðsverði á olíu sem þó virðist ekki hafa komið að fullu fram hér, annars vegar vegna þess að þróun gengis krónunnar gagnvart dal hefur verið hagfelld síðustu tólf mánuðina; um miðjan október í fyrra kostaði dalurinn liðlega 76 krónur en kostar nú 70,4 krónur. Þá er svo að sjá – og því haldið fram af hálfu olíufélaganna – að harðari samkeppni á markaðinum hér heima hafi orðið til þess að þau hafi tekið eitthvað af skellinum á sig. En skoðum heimsmarkaðsverð- ið á hráolíu: í janúar var það um 32 dalir fatið, í júní var það komið í 35,50, í september í 43,64 og í gær fór verðið á fatinu á hráolíu í um 55 dali en slíkt verð hefur ekki sést á mörkuðum í áratugi. Hækkun á hráolíu það sem af er ári nemur því um 70%. Jafnvel svartsýnustu spá- menn óraði ekki fyrir slíkri hækk- un í upphafi ársins. Og nú ríkir full- komin óvissa um hver verðþróunin verður á næstu vikum og mánuð- um og kannski ekki sérstök ástæða til bjartsýni miðað við það sem Morgunblaðið heyrir. Samt sem áður hefur eiginlega aldrei verið framleitt meira af olíu en nú. Eft- irspurn hefur að vísu eitthvað auk- ist eins og t.d. í Kína en menn eru almennt sammála um að það séu aðrir þættir en miklar sveiflur í framboði og eftirspurn sem hafi haft áhrif á verðið; frekar spákaup- mennska, óvissa eða jafnvel ótti um framtíðina o.s.frv. Víðtæk áhrif af hækkuninni Þessar hækkanir á bensíni og ol- íu koma mjög við pyngju bæði neytenda og fyrirtækja í landinu. Gagnvart neytandanum er mun meira í húfi en það að hann þurfi að reiða fleiri krónur af hendi á bens- ínstöðinni. Hækkun á bensíni og olíu koma til hækkunar á vísitölu neysluverðs sem aftur er notuð til útreiknings verðtryggingar á sparifé og lánsfé. En hver hafa þá áhrifin á vísitölu neysluverðs verið? Neysluverðs- vístalan sjálf hækkaði um 3,66% síðustu tólf mánuðina en vísitala bensíns og olíu um 19,26% og mið- að við vægi hennar má rekja um 20% eða fimmtung af hækkun vísi- tölu neysluverðs til hækkana á bensíni og olíu. Fram hefur komið í fréttum að undanförnu að lágt verð fyrir rækjuafurðir ásamt hækkandi olíuverði hafi gert útgerðum rækjuskipa mjög erfitt fyrir og þeim hafi fækkað. Raunar er ástandið orðið þannig að útlit er fyrir að það verði nær engin rækjuskip að veiðum í vetur; sums staðar er búið að leggja þeim en annars staðar stendur það fyrir dyrum. Olíuverðshækkunin kemur illa við útgerðina í heild en verst þar sem orkunotkun er hlutfalls- lega mikil og afli ekki mikill, t.d. eins og í rækjunni og kolmunna. Útgerðarmenn telja kostnaðar- aukann vegna olíuverðshækkunar- innar geta numið á þriðja milljarð króna á ári. Hann komi beint niður á arðseminni sem ekki hafi beinlín- is verið beysin fyrir. Eins og sjá má af kortinu renna nú um 60% af verði hvers bensín- lítra til ríkisins. Rétt er að taka fram að þetta er aðeins grófleg áætlun um skiptinguna og inni í verði olíufélaganna er innkaups- verð, flutningskostnaður, álagning o.s.frv. Ofan á það leggst síðan 11,34 króna vörugjald, síðan 30,89 króna bensíngjald en þessi gjöld eru nú fastar tölur öfugt við það sem áður var. Að lokum leggst svo virðisaukaskatturinn ofan á sem táknar að ríkissjóður hefur fengið umtalsvert meira í virðisaukaskatt af bensíni og olíum í ár en í fyrra. Nákvæmar tölur um þetta liggja ekki fyrir hjá fjármálaráðuneytinu en víst er að um mörg hundruð milljónir er að ræða. En, tekur fjármálaráðuneytið fram, þetta er ekki bein tekjuaukning fyrir rík- issjóð því greiði fólk meira fyrir bensínið hlýtur það að versla minna af einhverju öðru að gefnum föstum launum sem þýðir að ríkið fær þá minna í vask af þeim vörum. En ríkið hefur þó lækkað bens- íngjald tímabundið áður; árið 2002 var það gert þegar tvísýnt var um að verðbólguviðmið kjarasamn- inga myndu halda. Sama staða virðist nú vera að koma upp ef marka má yfirlýsingar forystu- manna í verkalýðshreyfingunni. ASÍ hvatti raunar ríkisstjórnina í júní til að mæta olíuverðshækk- unum með lækkun opinberra gjalda en fékk lítil viðbrögð þá og eftir því sem Morgunblaðið kemst næst hefur lækkun bensíngjalds ekki verið til umræðu innan ríkis- stjórnarinnar. Fréttaskýring | Hækkun olíuverðs Dropinn aldrei dýrari Fimmtungur af 3,7% hækkun neyslu- verðsvísitölu vegna bensíns og olíu                          !          "   # $$ ! % ! #  &       '  Ekki mikil ástæða til bjartsýni um verðlækkun  Bensínverð hérlendis hefur hækkað um 11% frá því í fyrra og dísilolían um 15%. Áhrifin skila sér beint í vísitölu neyslu- verðs og þar með verðtrygging- una og til hækkunar á lánum landsmanna. Útlit er fyrir að rækjuútgerð leggist svo að segja af í vetur vegna hækkunarinnar og útvegsmenn telja kostnaðar- aukann fyrir greinina í heild vera vel á þriðja milljarð króna sem komi beint niður á arðsemi hennar. arnorg@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.