Morgunblaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 31 HINN 16. október á ári hverju heldur matvæla- og landbún- aðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) upp á alþjóðlegan mat- væladag í tilefni þess að stofnuninni var komið á fót á þeim degi árið 1945. Á þessum tímamótum er full ástæða til að undir- strika mikilvægi land- búnaðar fyrir íslenska þjóð og framlag hans til þess fæðu- og mat- vælaöryggis sem landsmenn bera gæfu til að njóta. Vissulega eru það forréttindi okkar að búa við þessa hreinu og óspilltu nátt- úru, sem gefur af sér óviðjafn- anlegar afurðir hvað varðar hrein- leika og hollustu. Því miður fá alltof fáir jarðarbúar notið þessara gæða, sem margir Íslendingar líta á sem sjálfsagðan hlut. FAO áætlar að um 840 milljónir manna búi við alvarlega hung- ursneyð og enn fleiri þurfi að þola næringarskort. Ekki hefur miðað sem skyldi í fjölþjóðlegri viðleitni til að bæta hlutskipti þessa fólks og ljóst má vera að herða verður róð- urinn til muna ef markmið FAO um að helminga þennan fjölda fyrir árið 2015 á að verða að veruleika. Á sama tíma hefur stofnunin vax- andi áhyggjur af þeim dýrasjúk- dómum og ýmsum skaðvöldum í landbúnaði sem hafa verið að breið- ast út milli landa, oft með alvar- legum afleiðingum fyrir heilsu manna, dýra og plantna. Þessir fylgikvillar alþjóða- og iðnvæddrar landbúnaðarframleiðslu hafa ekki síst herjað á okkar heimsálfu, sbr. kúariða, gin- og klaufaveiki og svína- pest svo dæmi séu nefnd. Lífs- hættuleg afbrigði af fuglaflensu hafa á sama tíma verið að skjóta upp koll- inum í Asíu og skapað verulega hættu á útbreiðslu. Reynslan hefur því miður sýnt að með auknum ferðum fólks og sífellt vaxandi flutningi afurða milli landa geta smit- sjúkdómar komið upp nánast hvar sem er. Ég hef í störfum mínum lagt áherslu á að fyllstu varkárni sé gætt og nauðsynlegum var- úðarráðstöfunum sé viðhaldið til að koma í veg fyrir að slíkt gerist hér. Við Íslendingar búum við mikla sér- stöðu, bæði hvað varð- ar hina hreinu íslensku náttúru og heilbrigði þeirra bústofna sem við höfum yfir að ráða. Það er verðugt og brýnt verkefni að tryggja áfram- haldandi hreinleika og heilbrigði ís- lenskra landbúnaðarafurða með hag neytenda að leiðarljósi. Því mat- vælaöryggi sem þeir gera sjálfsagða kröfu um að sé til staðar má ekki fórna. Að þessu sinni á hinum alþjóðlega matvæladegi FAO er athyglinni beint að framlagi líffræðilegrar fjöl- breytni til fæðu- og matvælaöryggis. Er það er fólgið í því að tryggja mikla fjölbreytni í framboði jurta og búfjár og viðhalda margbreytileika náttúrunnar. Þess er þörf þegar ætl- unin er að rækta nýja eiginleika í því skyni að tryggja nægilegt framboð af hollum matvælum til handa vax- andi fjölda jarðarbúa. Norræna ráðherranefndin hefur haft líffræðilega fjölbreytni á mála- skrá sinni um árabil. Löngu er ljóst að hvers kyns einsleitni hefur sótt á í landbúnaði á síðari tímum með markmið hagræðis og fram- leiðslugetu að leiðarljósi. Með vax- andi kröfum um hagræðingu og auk- in afköst hefur það gerst að erfðafjölbreytni nytjajurta hefur minnkað, nytjastofnum jurta hefur fækkað og hið sama hefur gerst um búfjárkyn. Þessi þróun á sér stað um allan hinn vestræna heim. Það hefur opnað augu manna fyrir því að brýnt sé að varðveita jurtir og dýr, sem eru í útrýmingarhættu ef ekk- ert er að gert, en búa yfir erfðaeig- inleikum sem dýrmætt getur verið að grípa til í framtíðinni. Rannsóknir hafa t.d. sýnt fram á að íslenska mjólkin býr yfir sérstökum eig- inleikum sem hafa fyrirbyggjandi áhrif gagnvart sykursýki og að ís- lenska lambakjötið sé sérstakt með tilliti til ríkulegs innihalds af omega-3 fitusýrum. Í því skyni að varðveita erfðaeig- inleika sem gætu reynst dýrmætir í framtíðinni var Norræni genabank- inn fyrir jurtir, skógartegundir og búfé stofnsettur. Höfuðstöðvar Nor- ræna genabankans fyrir jurtir eru í Alnarp í suðurhluta Svíþjóðar. Þar eru geymd í frysti fræ af tegundum og stofnum nytjajurta í landbúnaði og garðyrkju frá öllum Norðurlönd- unum og að hluta af villtum ætt- ingjum þeirra, sem safnað hefur ver- ið um áraraðir. Öryggiseintök eru geymd annars staðar, svo sem á Svalbarða. Norræni genabankinn fyrir búfé hefur aðsetur sitt í Ási í suðurhluta Noregs. Hann hefur um- sjón með norrænum búfjárkynjum, sem teljast í útrýmingarhættu. Varðveisla þeirra er vandasamt en mikilvægt verkefni. Það er sérstakt um Norðurlöndin að þar hefur kom- ist á samstarf um þetta verkefni meðal allra landanna. Dæmi um slíkt samstarf er ekki að finna ann- ars staðar í heiminum. Við nýtingu erfðaauðlinda jarðar hafa komið upp álitaefni um eign- arrétt á líffræðilegum fjölbreyti- leika, bæði úti í náttúrunni, í land- búnaði og í genabönkum, en hér er um að ræða verðmæti sem geta skil- að miklum arði ef þau eru nýtt á réttan hátt. Norræna ráðherra- nefndin hefur ákveðið að hið nor- ræna erfðaefni sem varðveitt er í genabankanum sé sameiginleg arf- leifð sem stendur öllum, sem vinna af alvöru með efnið, opin án sér- stakrar greiðslu. Ekki er unnt að fá einkaleyfi eða aðra vernd á því efni sem fengið hefur verið án endur- gjalds frá Norrænu ráðherranefnd- inni en aftur á móti er unnt að vernda hið nýja og þróaða efni, eins og gildir um uppgötvanir og upp- finningar í okkar heimshluta. Líffræðilegur fjölbreytileiki snertir okkur öll. Hann er mik- ilvægur í þeirri viðleitni að tryggja matvælaframleiðslu okkar eftir því sem unnt er við breytileg nátt- úruskilyrði. Norræna ráðherra- nefndin hefur þar vísað veginn og gefið öðrum fordæmi. Með hag neytenda að leiðarljósi Guðni Ágústsson fjallar um hvernig Norræna ráð- herranefndin hefur gefið öðrum fordæmi ’Líffræðilegur fjöl-breytileiki snertir okk- ur öll. Hann er mik- ilvægur í þeirri viðleitni að tryggja matvæla- framleiðslu okkar eftir því sem unnt er við breytileg náttúruskil- yrði.‘ Guðni Ágústsson Höfundur er landbúnaðarráðherra. VÍÐA um heim fer nú fram umræða um notkun stofnfrumna úr fósturvísum manna í lækn- isfræðilegum tilgangi og fer um- ræðan fram á vettvangi siðfræði, vísinda, trúar og stjórnmála. Þegar hefur náðst mikill árangur í rannsóknum á eig- inleikum stofn- frumna í því mark- miði að nýta þessar frumur til lækninga alvarlegra sjúkdóma. Á Alþingi hafa fimm þingmenn Samfylk- ingarinnar lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að gerð verði úttekt á kost- um þess og göllum, út frá læknis- fræðilegu, siðfræði- legu og trúarlegu sjónarmiði, að heimilað verði að nota stofn- frumur úr fósturvísum manna til rannsókna og lækninga. Rannsóknir vísindamanna bein- ast fyrst og fremst að því að nýta, með upplýstu samþykki kynfrumugjafa, umframfósturvísa sem verða til við glasafrjóvganir og ella yrði eytt. Enn hefur ekki komið í ljós hvort hægt verði að nota stofnfrumur til lækninga en vonir vísindamanna standa til að hægt verði að nota þær til að lækna sjúkdóma eins og alzheim- er, sykursýki, mænuskaða og parkinsonveiki. Víða losað um hömlur á nýtingu stofnfrumna Í nýlegri grein í Læknablaðinu kemur fram að í mörgum löndum sé verið að losa um hömlur á rannsóknum á stofnfrumum úr fósturvísum. Svíar og Bretar eru t.d. mjög virkir í slíkum rann- sóknum og í Danmörku er nú til umræðu að leyfa þær. Þær eru hins vegar bannaðar í Noregi. Þórarinn Guðjónsson, doktor í frumulíffræði, segir í umræddri grein að innan lífvísinda sé að verða til ný vís- indagrein sem nefna megi vefjaverkfræði. Standi þessar rann- sóknir undir þeim væntingum sem til þeirra séu gerðar sé í raun enginn endir á því til hvers megi nota stofnfrumur. Þar á Þórarinn bæði við viðgerðir á vefjum og uppbygg- ingu heilla líffæra en þar við bætist að stofnfrumur gætu nýst afar vel til að prófa virkni og sérhæfni lyfja. Með því móti væri hægt að stytta þann tíma sem nú fer í lyfjaprófanir á mönnum og draga verulega úr kostnaði við lyfjaþróun. Fram kemur einnig hjá Þórarni að stofnfrumurannsóknir úr fóst- urvísum manna séu leyfðar í mörgum löndum, að sjálfsögðu með mjög ströngum skilyrðum sem varða siðfræðileg álitamál, persónuvernd og fleira. Í nýlegri viðhorfskönnun hér á landi um hugsanlega notkun stofnfrumna úr fósturvísum til lækninga lýstu einungis 8% að- spurðra sig algjörlega mótfallin slíku. Þátttakendur í könnuninni voru læknar, lögfræðingar og starfandi prestar og taldi mikill meirihluti þeirra slíkar lækningar réttlætanlegar. Einræktun eingöngu í læknisfræðilegum tilgangi Umræðan um stofnfrumurann- sóknir hefur blandast umræðu um einræktun sem hófst að ráði árið 1997. Í umfjöllun um ein- ræktun er afar brýnt að gera greinarmun á einræktun í æxl- unarlegum tilgangi og einræktun í læknisfræðilegum tilgangi. Í til- lögunni sem fyrir Alþingi liggur er einungis fjallað um að fóst- urvísar sem verða til við kjarna- flutning verði ræktaðir áfram þar til þeir komast á kímblöðrustig. Á því stigi er hægt að einangra stofnfrumur til rannsókna og/eða lækninga. Rannsóknahópur í Newastle hefur nýlega fengið grænt ljós á einræktun í læknisfræðilegum til- gangi. Ætlun bresku vísinda- mannanna er að flytja kjarna úr líkamsfrumu sykursýkisjúklings yfir í kjarnalaust egg og ein- angra síðan stofnfrumur úr kím- blöðrunni sem við þetta myndast. Vonast þeir til að geta sérhæft frumurnar til að framleiða insúlín og grætt þar síðan aftur í sjúk- linginn. Með því móti væri hægt að komast fram hjá þeim stóra vanda sem læknavísindin eiga oft við að etja þegar líkaminn hafnar frumum sem komið er fyrir í honum. Þess ber að geta að flest ná- grannalönd okkar hafa sett lög sem banna einræktun manna í æxlunarlegum tilgangi en eru með til umfjöllunar möguleikann á einræktun í læknisfræðilegum tilgangi. Kosningamál í Bandaríkjunum Rannsóknir á stofnfrumum úr fósturvísum eru umdeildar, ekki síst út frá siðfræðilegum sjón- armiðum. Til marks um það má benda á að stofnfrumurannsóknir eru orðnar kosningamál í Banda- ríkjunum. Bush forseti bannaði opinberan fjárstuðning ríkisins við rannsóknir á stofnfrumum úr fósturvísum en Kerry, frambjóð- andi demókrata, hefur sagt að nái hann kjöri muni hann afnema þetta bann. Megintilgangur og markmið með flutningi þeirrar tillögu, sem nú liggur fyrir Alþingi, er að mótuð verði stefna um hvort heimila eigi notkun stofnfrumna úr fósturvísum manna til rann- sókna og lækninga alvarlegra sjúkdóma. Sú úttekt, sem lögð er til í þingsályktunartillögunni, ætti að auðvelda ákvarðanatöku í því efni. Mikilvægt er að slík ákvörðun verði tekin á grundvelli ítarlegrar og upplýstrar umræðu í þjóðfélaginu, á Alþingi og innan vísindasamfélagsins. Nýting stofnfrumna úr fósturvísum Eftir Jóhönnu Sigurðardóttur ’Vonir standa til aðhægt verði að nota stofnfrumur til að lækna sjúkdóma eins og alzheimer, sykur- sýki, mænuskaða og parkinsonveiki.‘ Jóhanna Sigurðardóttir Höfundur er alþingismaður. - ak um , ef hann ams num sjálf- menn , hefur fyrir nhver el verri ví, að ð fela en r, að ein- sannfæra sagðist rvopn en að í maðurinn aríkin num eginverk- ið- ggja, að reiddist væðinu róttækir taki á ss um, að kjamanna anska kki að di hann Duelfers vopna- afa spurt stoð- hvers haldið í ann var uáætlanir nn sem efði áhyggjur r rétt Ísraelar sjá um þá.“ Með öðrum orðum,“ sagði Kay, „þá treysti Saddam á, að við myndum eiga við Írana“. Vildi bæta samskiptin við Bandaríkin Viðhorf Saddams til Bandaríkj- anna voru mótsagnakennd. Hann var hetjan, sem naut aðdáunar allra araba fyrir að standa uppi í hárinu á eina stórveldinu en jafnframt sagði hann ráðgjöfum sínum, að það fylgdi því ekki minni virðing að vera bandamaður Bandaríkjanna. Þess vegna fékk hann sendimenn SÞ, blaðamenn og aðra til að koma á framfæri óskum um bætt samskipti við Washington. Öllum þreifingum Saddams var vísað á bug og raunar er ómögulegt að vita hvort honum var full alvara. Við yfirheyrslur yfir honum kvart- aði hann þó yfir því, að honum hefði „aldrei verið gefið tækifæri“ vegna þess, að Bandaríkjastjórn hefði ekki viljað hlusta á neitt, sem frá Írak kom. Dr. Jerrold Post, sálfræðingur, sem greindi Saddam fyrir CIA, seg- ir hann ekki vanheilan á geði. Hann hafi hins vegar þekkt lítið til utan Íraks og haft brenglaða heimssýn. „Hann hélt, að hótanir vestrænna ríkja væru af sama tagi og stór- yrðin, sem oft eru höfð uppi í araba- ríkjunum. Hann var umkringdur undirlægjum, sem sögðu honum það, sem hann vildi heyra, en ekki það, sem hann þurfti að heyra,“ seg- ir Post. Duelfer segir líka frá því, að Ali Hasan Al Majid, „Efnavopna-Ali“, sem stýrði fjöldamorðum á Kúrdum í bænum Halabja, hafi verið spurð- ur hvernig Saddam hafi brugðist við ótíðindum. Svarið var, að hann vissi ekki til, að nokkur maður hefði fært Saddam vondar fréttir. Reiddi sig á, að CIA væri með sinn mann innan Íraksstjórnar Mesta kaldhæðnin er þó kannski sú, að Saddam áttaði sig ekki á fyr- irætlunum Bandaríkjanna vegna þess, að hann trúði því, að CIA væri miklu betri njósnastofnun en síðar kom á daginn. Nánir ráðgjafar hans sögðu við yfirheyrslur, að hann hefði verið alveg viss um, að CIA vissi, að hann ætti engin gereyðing- arvopn. Hann efaðist heldur ekki um, að CIA væri með sinn mann innan írösku stjórnarinnar. Saddam skjátlaðist illilega að þessu leyti. Í júlí síðastliðnum kom það fram við yfirheyrslur í her- málanefnd bandarísku öld- ungadeildarinnar, að CIA hefði ekki haft neinn mann á sínum snærum í Írak í að minnsta kosti fimm ár fyrir innrásina. „Saddam trúði goðsögninni um CIA,“ sagði Robert Baer, fyrrver- andi CIA-maður, sem starfaði í Norður-Írak. „Hann trúði því stað- fastlega, að við vissum hvað færi fram innan ríkisstjórnar hans. Hann vildi ekki trúa, að við vissum ekki neitt.“ Aðrir Írakar trúðu líka á yfirlýs- ingarnar frá CIA. Duelfer segir frá því, að Abdul Tawab el-Mullah Huwaysh, háttsettur embætt- ismaður, hafi haft áhyggjur af því, að Saddam væri að fela ólögleg vopn eftir að Bush Bandaríkja- forseti sagði Írak eitt af „öxulveld- um hins illa“ í janúar 2002. „Huwaysh gat ekki skilið, að Bandaríkjastjórn notaði svona stór og ögrandi orð nema hún byggi yfir áreiðanlegum upplýsingum,“ segir Duelfer. á goðsögnina um CIA, banda- ð, að gereyðingarvopnunum tta fram í skýrslu Charles A. hana og frásagnir ýmissa agblaðinu Los Angeles Times. ra „besti kjanna Reuters fli yfir ara gá-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.