Morgunblaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SAMÁBYRGÐ er mikilvægt hugtak sem þyrfti að endurvekja í nútímasamfélaginu, en það felst m.a. í því að skynja þráðinn á milli manna og að þekkja mörk hópa. Foreldrar bera ábyrgð gagnvart börnum sínum og allir í samfélaginu eru í föruneyti barnsins: Ekki aðeins vinir og vandamenn eru í föru- neytinu, heldur einnig samtíðarmenn, fyr- irtæki, fjölmiðlar og stofnanir ríkis og bæja. Stjórnvöld sem búa fjölskyldum mark- visst betra umhverfi eru í fjöruneyti barns- ins og vinnuveitendur sem gæta þess að vera ekki of frekir á tíma foreldra eru því hlið- hollir og eru í föru- neytinu ásamt sveit- arfélögum sem reka grunnskólana. Ábyrgðin felst m.a. í því að rækta með börnum hugsjónir lýðræðis um jafngildi, virðingu og samábyrgð. Mótsögn við skólaskyldu 45 þúsund grunnskólanemendur á aldrinum 6–16 ára mættu í grunn- skólann í ágúst bæði vegna þess að það er skólaskylda í landinu og vegna þess að menntun er nauðsyn- leg. „Sveitarfélögum er skylt að halda skóla fyrir öll börn og ung- linga á aldrinum 6 til 16 ára,“ segir í fyrstu grein grunnskólalaganna og að „öllum börnum og unglingum á framangreindum aldri er skylt að sækja skóla“. „Börnum og ungling- um er skylt að sækja grunnskóla fái þau ekki hliðstæða kennslu annars staðar“ (35. gr). Þessi lög eru að vísu í mótsögn við lög um verkfallsrétt grunnskólakennara – og börnin lenda óhjákvæmilega á milli. Börnum og unglingum er m.ö..o skylt að sækja skólana, en skólarnir hafa verið kennaralausir frá 20. september. Tímamörk verkfalls eru liðin að mínu mati, mörkin sem föru- neyti barnsins eru gefin eru að baki. Það er hugleysi að afneita áfram samábyrgð sinni og fullyrða að enn sé hægt að standa hjá. Föruneyti barnsins þarf nú að rifja upp hlut- verk sitt og rækja það síðan af festu og skjót- leika. Stjórnvöldum, sem framfylgja lög- unum um skólaskyldu, ber að nema samábyrgð sína og þau verða að skerast í leikinn því yf- irlýsing liggur fyrir um að „það sé eins gott fyr- ir þjóðfélagið að búast við því að það gerist ekki neitt á næstu vik- um,“ eins og formaður KÍ orðar það í Morg- unblaðinu 14. október spurður um samninga- viðræður kennara og sveitarfélaga. Börn sem þrýstihópur Börn eru veikur hags- muna- og þrýstihópur. Þau eru eignalaus og eiga fátt í bönkum. Þau hafa ekki kosningarétt, ekkert formlegt vald og engan miðil til að koma skoðunum sínum á framfæri. Enginn virðist hræddur við börnin og ekki er hlust- að mikið á þau. Nú er reynt á þol- mörk barna og teflt í tvísýnu með nám þeirra. Er tími barna þá ekki eins dýrmætur og tími fullorðinna? Er yfirvöldum sama þótt tíma þeirra sé eytt til einskis? Börn og foreldrar gera þó veika tilraun til að læra heima, skoða námsvefi og jafnvel að lesa viðbótar námsgögn, vegna þess að þeim líkar ekki frammistaða hlut- aðeigandi. Kennaralausir skólar í fjórar vik- ur eru út fyrir öll endimörk um- hyggju og heilbrigðrar skynsemi. „Börn eru sjáaldur augna, fjársjóður og það dýrmætasta, framtíðin …“ eða er þetta bara eitthvert tyllidaga- tal? Er yfirvöldum alveg sama, eða næstum því sama? Skynja þau ekki samábyrgð sína og dýrmæti barna? Verði verkfallið lengra, þá virðist svo vera. Tíminn er liðinn, aðgerða er þörf, strax í dag. Annað er hneyksli! Föruneyti barnsins bregst skyldum sínum Gunnar Hersveinn fjallar um verkfall kennara og sveitarfé- laga út frá samábyrgð Gunnar Hersveinn ’Kennaralausirskólar í fjórar vikur eru út fyr- ir öll endimörk umhyggju og heilbrigðrar skynsemi.‘ Höfundur er foreldri og sjálfstætt starfandi fræðimaður. LÍKLEGA öfundar enginn fólk- ið í Darfur í Súdan af hlutskipti sínu. Það hefur mátt líða mikið og orðið fyrir grimmd og ofbeldi, sem við í velmegunarlöndunum eigum erfitt með að gera okkur í hug- arlund. Framtíð þess er ekki björt og horf- ur á að það geti aftur tekið til við sitt dag- lega líf í átthögunum eru í besta falli slæm- ar. Ekki er þó öll von úti. Hörmungarnar í Darfur hafa hreyft við samvisku heims- ins. Hvað sem við viljum kalla það – þjóðarmorð, þjóðern- ishreinsanir, landrán eða úthugsað ofbeldi – þá vitum við hvað er að gerast og þróunar- jafnt sem þróunarríki eru staðráðin í að koma fólkinu til hjálpar. Það hefur að vísu ekki tekist fyllilega enn. Árásir Janjaweed- sveitanna halda áfram og flótta- fólkinu fjölgar dag frá degi. Það er þó huggun harmi gegn, að nú er hægt að skjóta yfir það skjóls- húsi og forða því frá hungurdauða. Í síðasta mánuði fæddi mat- vælaáætlun Sameinuðu þjóðanna 1,3 millj. manna í búðum í Darfur og að auki 200.000 manns handan landamæranna í Chad. Fyrir flesta skilur þessi aðstoð á milli lífs og dauða. Vandinn er, að fyrir hvert eitt hungrað barn, sem kemst í fréttirnar, eru milljón önnur, sem enginn segir frá. Hvenær lás- um við síðast um hungrað fólk í Azerbaídsjan, Gíneu, Sri Lanka eða Tadsík- ístan? Þótt sum lönd og svæði séu næstum daglega á sjónvarps- skjánum, þá er frétta- efnið sjaldnast hungr- að fólk. Það er sagt frá hernaði á Vesturbakkanum og Gaza en ekki hungrinu. Nú á þessum degi, Alþjóða- matvæladeginum, fær þetta fólk, sem líður hungur, 800 milljónir manna víða um heim, kannski örfáa dálka í dagblöðum og örfáar sekúndur í sjónvarpi eða útvarpi. Í besta falli. Á morgun fellur síðan allt í gamla farið. Ætla mætti, að ástandið í Darf- ur beindi sjónum betur að hungr- inu almennt í heiminum en því er alveg öfugt farið. Fjármagn til hjálpar „viðvarandi hung- ursvæðum“ verður enn torfengn- ara en ella þegar athyglin snýst öll um einstakar hörmungar eða átök. Reyndin er síðan sú, að þeg- ar tekist hefur að binda enda á átökin og seðja sárasta hungrið, þá dregur úr stuðningnum, ein- mitt þegar tryggja þarf að fólkið, sem er kannski að upplifa frið í fyrsta sinn í langan tíma, geti orð- ið sjálfbjarga á ný. Sem dæmi má nefna Líberíu, Sierra Leone og Angóla þar sem milljónir manna eru að snúa aftur heim. Þar kemur fólkið að býl- unum í rústum, bústofninn horf- inn, landið sjálft hættulegt vegna jarðsprengna, vegir ónýtir og at- vinnutækifærin engin. Það þarf enn á hjálp að halda, ekki síður en þegar það var í flóttamannabúð- unum. Samt verðum við að draga úr henni, komi ekki nýr stuðn- ingur til. Þannig er staðan og reyni nú einhver að skýra hana út fyrir hungruðu barni. Líka má reyna að útskýra það fyrir vannærðri konu og móður í Gvatemala – þar fjölgaði van- nærðu fólki úr 14% í 25% frá 1990 til 2000 – að heimsbyggðin telji hana og barnið hennar skipta minna máli en kynsystur hennar í Súdan. Auðvitað skipta allir jafnmiklu máli og eiga skilið að fá tækifæri í lífinu. Samt er það svo, að þótt við sjáum fram á að geta haldið súd- önsku konunni og börnum hennar á lífi, þá er ekki víst, að okkur takist það sama í Gvatemala. Í raun erum við að svelta Pétur til að geta bjargað Páli. Sannleikurinn er sá, að við leggjum nú minna af mörkum til hungraðs fólks en fyrir fimm ár- um þegar allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna setti sér það meg- inmarkmið að fækka hungruðu fólki um helming. Matvælaað- stoðin hefur farið úr 15 milljónum tonna 1999 í 10 millj. tonn 2003 og þá er meðtalin ein milljón tonna, sem fór aðeins til Íraks. Verðhækkanir á heimsmarkaði hafa gert illt verra og þar við bæt- ist, að framlög til þróunar í land- búnaði hafa minnkað verulega. Við látum ekki aðeins minna af hendi rakna í mat, heldur höfum við gert þróunarríkjunum erfiðara fyrir með að framleiða hann sjálf. Við getum rofið þennan víta- hring. Við þurfum öll að gera dá- lítið meira. Ef við gerðum það, gætum við dregið verulega úr hungrinu, ekki síst meðal 300 millj. barna. Það er nægur matur í heiminum fyrir okkur öll. Raunar er of feitt fólk miklu fleira en það, sem berst við hungurvofuna. Þetta er spurning um vilja, ekki aðeins í dag, á Alþjóðamatvæladeginum, heldur líka á morgun og í framtíð- inni. Pétur sveltur til að bjarga Páli James Morris skrifar í tilefni af Alþjóðamatvæladeginum ’Við þurfum öll að geradálítið meira. Ef við gerðum það, gætum við dregið verulega úr hungrinu, ekki síst með- al 300 millj. barna.‘ James Morris Höfundur er framkvæmdastjóri Mat- vælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. UNDANFARNA mánuði og misseri hefur mikið verið rætt um það, hvort Ísland geti talist í hópi réttarríkja. Deilt hefur verið um úr- lausnir dómstóla í einstökum mál- um, um aðferðir við skipan Hæsta- réttar og samspil misjafnra þátta ríkisvaldsins innbyrðis. Einn angi þessarar umræðu hef- ur lotið að meðferð dómstóla á við- kvæmum málaflokki sem er kynferðisbrot og einkum hvernig réttarreglur um sönn- un í þeim málaflokki, eins og í öðrum saka- málum, skuli vera. Tilefni hugleiðinga minna nú um þetta efni er öðrum þræði þær hugmyndir sem fram hafa komið um að stundum megi víkja frá þeirri meginreglu sem hingað til hefur verið talin einn hornsteina réttarríkisins, að maður teljist saklaus uns sekt hans er sönnuð og að allan vafa um sekt skuli meta sökunaut í vil. Og af því ég er starfandi lögmaður vakti mig einnig til umhugsunar grein sú er birtist í Morgunblaðinu hinn 14. október sl. frá dóttur manns sem sýknaður var af ákæru um að hafa brotið gegn henni kynferðislega. Mér dettur ekki í hug, að stofna hér til ritdeilu eða þrætu hér við hana. Hún og fjölskylda hennar öll eiga um sárt að binda vegna þess tiltekna máls sem hefur skilið eftir sig var- anleg sár hjá öllum sem þar áttu hlut í máli. Greinin og þær almennu ályktanir sem ég dreg af henni og umræðunni undanfarið, um hlutverk lögmanna við meðferð mála af þessu tagi og um grundvöll dómsnið- urstaðna í þeim, gefur mér hins veg- ar tilefni til svofelldra vangaveltna: Ákærður maður nýtur þess stjórnarskrárvarða réttar að teljast saklaus uns sekt hans er sönnuð. Regluna leiðir einnig af ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Jafnframt ber sökuðum manni sá réttur, að fá úrlausn um ákæru á hendur sér um refsiverða hátt- semi, með réttlátri málsmeðferð, fyrir óhlutdrægum dómstóli. Í því felst m.a. að sak- aður maður fái notið aðstoðar verjanda, sem skipaður er úr hópi lögmanna. Frumskylda lögmannsins, að því gefnu að ákærði neiti sök, er að færa fram við rekstur sakamáls- ins þau sjónarmið sem eru þeirri niðurstöðu til stuðnings. Gagnvart lögmann- inum blasir það eitt við, að skjól- stæðingur hans neitar ásökunum um refsiverða háttsemi. Við þær að- stæður getur lögmaðurinn ekki látið eigin tilfinningar sínar til málsins ráða för. Hann hefur það hlutverk, að gæta réttar hins sakaða manns eins og hinn sakaði maður fullyrðir að hann sé. Ef ákærður maður á í reynd að njóta þess réttar að teljast saklaus uns sekt er sönnuð leiðir af sjálfu sér að vafa um sekt hans verður að meta honum í vil. Að öðrum kosti glatar reglan þýðingu sinni. Í kyn- ferðisbrotamálum er aðstaðan yf- irleitt sú, að kærandi og ákærði eru ein til frásagnar um hvað hafi gerst. Ef framangreindum reglum er beitt við þær aðstæður verður nið- urstaðan sú að sekt er ekki sönnuð, af þeirri augljósu ástæðu að lögfull sönnun getur aldrei falist í því einu, að einn einstaklingur ber annan sök- um. Þessi aðferð er ekki fullkomin og hún getur leitt til þeirrar sárs- aukafullu niðurstöðu, að réttmætar ásakanir leiða ekki til sakfellis. En valkosturinn er óhugsandi, að máls- meðferðin sjálf geti leitt til þeirrar niðurstöðu að saklaus maður sé dæmdur. Í því er fólgið réttarmorð sem getur aldrei liðist í réttarríki. Og við getum heldur ekki leyft okk- ur að líta svo á, að sakaður maður sem sýknaður er, sé engu að síður sekur. Við verðum að una niðurstöð- unni sem leiðir af meginreglum rétt- arríkisins. Í því tiltekna máli sem að framan var vikið að var aðstaðan með þess- um hætti. Lögfull sönnun var ekki færð fram fyrir sekt. Á henni lék vafi. Hinn sakaði maður var því sýknaður. Eftirmáli þeirrar dóms- niðurstöðu er alkunnur. Fjölmargir aðilar tjáðu sig opinberlega á þann veg, að sýknaði maðurinn væri sek- ur. Við þær aðstæður tók lögmaður hans til varna fyrir hann á opinber- um vettvangi, enda urðu engir aðrir til þess. Í umræðu hans um málið, m.a. á útvarpsstöðinni Bylgjunni, kom fram að í málinu væri um að ræða sakargiftir, sem enginn gæti vitað með vissu hvort væru sannar nema kærandinn og ákærði. Það er kjarni málsins. Í sýknudóminum felst ekki að kærandi segi ósatt heldur það eitt, að ásökun kæranda gegn neitun ákærða nægir ekki til sakfellingar. Vegna meginregl- unnar, sem réttarríkið hvílir á. Við meðferð þessa máls reyndi einnig á, hvort byggja mætti lögfulla sönnun á mati á trúverðugleika að- ila. Við þær aðstæður að hvorki nýt- ur áþreifanlegra sönnunargagna né vitna, sem byggja má niðurstöðu á, hefur það æ oftar brugðið við hin síðari ár, að niðurstaða sé látin ráð- ast af því, hvor aðilinn, kærandi eða ákærði, þyki trúverðugri í fram- burði sínum. Þetta atriði skipti máli í þeirri niðurstöðu héraðsdóms að sakfella ákærða í framangreindu máli. Skylda verjandans við þær að- stæður hlaut að vera sú, að leiða fram upplýsingar sem skipt gátu máli við þetta mat, ákærða í hag. Í máli því sem hér hefur verið gert að umtalsefni reyndi verulega á Hæstarétt að gæta mikilvægustu meginreglna réttarríkisins. Með sama hætti reyndi verulega á mik- ilvægustu skyldur lögmannsins sem var verjandi ákærða, að hjálpa hon- um við að koma á framfæri þeirri af- stöðu til málsins sem var hans. Báð- ir stóðust prófið. Eftir stendur ekki og getur aldrei staðið fullvissa neins um hvað var rétt og hvað var rangt í málinu. Eftir stóð, að vegna fram- göngu beggja en ekki þrátt fyrir hana hélt réttarríkið velli. Hvað er réttarríki? Heimir Örn Herbertsson fjallar um það hvort Ísland geti talist í hópi réttarríkja ’Í máli því sem hér hef-ur verið gert að umtals- efni reyndi verulega á Hæstarétt að gæta mik- ilvægustu meginreglna réttarríkisins.‘ Heimir Örn Herbertsson Höfundur er lögmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.