Morgunblaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 35 UMRÆÐAN Vertu í góðu sambandi við þitt fólk í útlöndum Nú er ódýrara að hringja til útlanda Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin til- viljun að hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum er öflugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjónustu- miðstöðva er bætt aðgengi í þjón- ustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenning- ur þjóðanna, unir jafnan misjafn- lega þolinmóður við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatns- orku til álframleiðslu verði í fram- tíðinni fyrst og fremst unnin í til- tölulega fámennum, en vatns- orkuauðugum, löndum...“ Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem taka ákvörð- un um að spilla þessum mikilvægu verðmætum fyrir meinta hagsæld vegna frekari álbræðslu.“ Stefán Örn Stefánsson: „Ég hvet alla Seltirninga til að kynna sér ítarlega fyrirliggjandi skipu- lagstillögu bæjaryfirvalda ...“ Gunnar Finnsson: „Hins vegar er ljóst að núverandi kerfi hefur runnið sitt skeið og grundvallar- breytinga er þörf...“ Eyjólfur Sæmundsson og Hanna Kristín Stefánsdóttir: „Öryggis- mál í landbúnaði falla undir vinnu- verndarlög og þar með verksvið Vinnueftirlitsins.“ Jakob Björnsson: „Með þvílíkum vinnubrögðum er auðvitað lítil von um sættir.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nemendur með, nema síður sé.“ María Th. Jónsdóttir: „Á landinu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Hafsteinn Hjaltason: „Landa- kröfumenn hafa engar heimildir fyrir því, að Kjölur sé þeirra eign- arland, eða eignarland Biskups- tungna- og Svínavatnshreppa.“ Sveinn Aðalsteinsson: „Nýjasta útspil Landsvirkjunar og Alcoa, er að lýsa því yfir að Kárahnjúka- virkjun, álbræðslan í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“!“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerðarmenn til að lesa sjómannalögin, vinnulög- gjöfina og kjarasamningana.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Vilj- um við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluaðferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Á mbl.is Aðsendar greinar ÍSLENSKA velferðarkerfið var skapað með faglegri og pólitískri baráttu verkafólks. Fótfestu þess má rekja til þeirrar ákvörðunar frumherjanna að fylkja verkafólkinu í eina hreyfingu, sem gat barist fyrir og samið um almenn- ar úrbætur fyrir flesta. Meðal þeirra úrbóta má nefna vöku- lögin, sem afnámu ótakmarkað þrælahald á sjómönnum, al- mannatryggingar, verkamannabústaði, orlofslögin, sem skyld- uðu atvinnurekendur til að veita verkafólki launað orlof, styttingu vinnuvikunnar, laun í veikindum, atvinnu- leysisbætur o.fl. Þjóðarsáttin Undanfarna áratugi hafa heildarsamtökin samið um kjarabætur í svokölluðum félags- málapökkum. Í þeim hefur verið samið um lífeyrismál aldraðra og öryrkja, húsnæðismál, um málefni barnafjöl- skyldna og annarra hópa, sem ekki geta háð kjarabaráttu sem slíkir. „Þjóðarsáttin“, sem allir lofa, var samningur heildarsamtaka og rík- isvalds. Sú ákvörðun frumherjanna að fylkja verkafólki í eina hreyfingu hefur margsannað sig. Hún hefur skilað Íslendingum lífs- kjörum, sem nú orðið þykja svo sjálfsögð mannréttindi, að margir vita ekki að flest þeirra voru áfanga- sigrar í þrotlausri baráttu launþega- samtakanna. Nýlega hefur skipshöfn og útgerð á Akureyri gert kjarasamning, sem ber í sér þau skilyrði, að aðild að heildarsamtökum launþega er bönn- uð. Vissulega kalla breyttir tímar og breytt tækni á breytta samninga og samningaform, en slíkir samningar eiga að vera innan heildarsamtaka laun- þega en ekki utan þeirra eins og Akureyr- arsamningurinn. Hann er árás á skipulags- grundvöll heildar- samtaka launþega. Viðbrögð sjómanna- samtakanna gegn samningnum eru afar ákveðin og einörð. Samt eru margir, sem ekki hafa áttað sig á, að sjó- menn eru ekki aðeins að verja sína samninga, þeir eru að verjast at- lögu að samtökum ís- lenskra launþega. Þögnin æpir Mér virðist sem stjórn- málamenn hafi ekki enn áttað sig á alvöru máls- ins. Þögnin, sem ríkir þar á bæ, er „æpandi andvaraleysi“. Það er afar mikils- vert að stjórnmálamenn og -flokkar fjalli um málið og afstaða þeirra verði lýðum ljós. Ég vil trúa því að allir flokkar styðji samtök sjómanna og vilji verja styrk heildarsamtaka launþega. Í það minnsta ber þeim að láta frá sér heyra um þetta mikils- verða mál. Árás frá Akureyri Birgir Dýrfjörð fjallar um mál- efni er varða Samfylkinguna Birgir Dýrfjörð ’Akureyrar-samningurinn er árás á skipu- lagsgrundvöll heildarsamtaka launþega.‘ Höfundur er rafvirki og á́ sæti í flokksstjórn Samfylkingarinnar. RÍKIÐ greiðir nærri 8 milljarða á ári til að halda uppi landbún- aðarkerfinu, en það er næstum jafnmikið og rekstrarkostnaður allra framhaldsskólanna á ári og meira en það sem ríkið ver árlega til heilsugæslu landsmanna. Hver vinnandi einstaklingur þarf að greiða hátt í 50 þúsund á ári til að halda landbúnaðinum uppi. Auk þess eru mikil innflutningshöft á ódýrari erlendar landbúnaðarvörur eða svo háir tollar að við borgum allt of mikið í matvælakostnað. Ástæðan er vilji ráðamanna til að vernda og halda við löngu úreltu landbúnaðarkerfi sem auk þess að útheimta gífurlegan kostnað geng- ur á gæði landsins með lausabeit allt of margs búfjár, kinda og hesta. Eigendur þessara skepna mega vegna fornra laga sem giltu hér í bændasamfélaginu á miðöld- um láta þær valsa um nær allt landið og naga viðkvæman gróð- urinn. Þetta hefur ásamt eyðingu skóganna kostað landið í gegnum aldirnar helming gróðurhulunnar og milljónir tonna af gróðurmold sem er landsins dýrasta eign. Nú er svo komið að við stöndum uppi með skemmdasta land á norð- urhveli jarðar og höldum samt áfram á sömu braut okkur til mikils vansa. Útlendur náttúrufræðingur sem ferðaðist um landið spurði í undrun: „Sjáið þið ekki að landið ykkar er að verða örfoka?“ Nú munu margir sem þetta lesa segja að þetta séu öfgar því landgræðslan sé að græða upp landið með pen- ingunum okkar. Staðreyndin er sú að hún hefur hvergi undan upp- blæstrinum og hefur þurft að eyða stórum hluta af fjármunum sínum í girðingar utan um ræktunarsvæðin en þær væru óþarfar ef skepnurnar væru í girðingum og í vörslu eigenda sinna. Það sér hver vitiborin mann- eskja að þetta er fá- ránlegt ástand og sið- laust að fara svona með peningana okkar. Ástæðan er getuleysi ráðamanna og hræðsla við að takast á við erf- ið verkefni sem snerta hagsmuni þeirra til skamms tíma og missa ef til vill atkvæði ein- hverra bænda. En með framtaksleysi sínu vinna ráðamenn þjóðinni allri og kom- andi kynslóðum mik- inn skaða þegar til lengri tíma er litið. Þingmenn neita að horfast í augu við þetta brýna vandamál: að koma landbún- aðinum, sem er á mið- aldastigi hjá okkur, í nútímahorf eins og hjá öðrum siðmenntuðum þjóðum. Hvenær mun birtast sú hetja á þingi sem þorir að takast á við þennan fortíð- ardraug sem hvílir eins og álög á nútím- anum? Sú hetja mun verða hyllt og hennar mun verða minnst í sögunni sem bjarg- vættar því fólk gerir sér almennt grein fyr- ir því hvað óþarfa sauðfjárrækt kostar okkur og hvaða skemmdum hún veldur á viðkvæmum gróð- ursvæðum. Margir bændur myndu áreið- anlega fagna því að fá aðstoð til að losna undan ásökunum um að rýra viðkvæmt gróðurlendið að óþörfu. Það er hægt að tefja framþróun en ekki koma í veg fyrir hana. Hefjumst því handa, betra seint en aldrei. Hvenær birtist bjargvætturinn? Herdís Þorvaldsdóttir skrifar um umhverfismál Herdís Þorvaldsdóttir ’Hvenær munbirtast sú hetja á þingi sem þor- ir að takast á við þennan fortíð- ardraug sem hvílir eins og álög á nútíman- um?‘ Höfundur er leikkona. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÉG LÍT svo á að þegar ég hef keypt eitthvað í umbúðum, beri ég ábyrgð á því sem ég keypti, líka umbúð- unum sem fylgja vörunni. Ég kæri mig ekki um að vera afgreiddur um- búðalaust. Ég kæri mig t.d. ekki um að fá poppkornið í vasann eða ísinn í lófann. Ég þekki fullorðinn mann, sem ég hélt að væri með hærri greindar- vísitölu, en gerist og gengur. Honum þykir allt í lagi að skilja sælgæt- isbréf og tómar gosflöskur eftir í sætinu sínu þegar hann fer út úr kvikmyndahúsi, þótt hann viti mætavel að gestur næstu sýningar sest í þetta sæti áður en salurinn verður þrifinn næst. Hann telur að sá sem seldi honum slikkeríið beri alfarið ábyrgð á umbúðunum (svona menn ættu ekki að fá afgreiðslu). Erlendis eru menn sektaðir fyrir að skilja við sig rusl á almannafæri. Þótt ekki takist að koma höndum yfir alla, meðan þetta er svona al- gengt, fyndist mér rétt að prófa þetta á Íslandi. Sektina mætti miða við þriggja tíma útkall bæjarstarfs- manns. ÞÓRHALLUR HRÓÐMARSSON, Hveramörk 4, 810 Hveragerði. Umgengni Íslendinga er til skammar Frá Þórhalli Hróðmarssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.