Morgunblaðið - 16.10.2004, Síða 35

Morgunblaðið - 16.10.2004, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 35 UMRÆÐAN Vertu í góðu sambandi við þitt fólk í útlöndum Nú er ódýrara að hringja til útlanda Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin til- viljun að hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum er öflugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjónustu- miðstöðva er bætt aðgengi í þjón- ustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenning- ur þjóðanna, unir jafnan misjafn- lega þolinmóður við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatns- orku til álframleiðslu verði í fram- tíðinni fyrst og fremst unnin í til- tölulega fámennum, en vatns- orkuauðugum, löndum...“ Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem taka ákvörð- un um að spilla þessum mikilvægu verðmætum fyrir meinta hagsæld vegna frekari álbræðslu.“ Stefán Örn Stefánsson: „Ég hvet alla Seltirninga til að kynna sér ítarlega fyrirliggjandi skipu- lagstillögu bæjaryfirvalda ...“ Gunnar Finnsson: „Hins vegar er ljóst að núverandi kerfi hefur runnið sitt skeið og grundvallar- breytinga er þörf...“ Eyjólfur Sæmundsson og Hanna Kristín Stefánsdóttir: „Öryggis- mál í landbúnaði falla undir vinnu- verndarlög og þar með verksvið Vinnueftirlitsins.“ Jakob Björnsson: „Með þvílíkum vinnubrögðum er auðvitað lítil von um sættir.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nemendur með, nema síður sé.“ María Th. Jónsdóttir: „Á landinu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Hafsteinn Hjaltason: „Landa- kröfumenn hafa engar heimildir fyrir því, að Kjölur sé þeirra eign- arland, eða eignarland Biskups- tungna- og Svínavatnshreppa.“ Sveinn Aðalsteinsson: „Nýjasta útspil Landsvirkjunar og Alcoa, er að lýsa því yfir að Kárahnjúka- virkjun, álbræðslan í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“!“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerðarmenn til að lesa sjómannalögin, vinnulög- gjöfina og kjarasamningana.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Vilj- um við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluaðferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Á mbl.is Aðsendar greinar ÍSLENSKA velferðarkerfið var skapað með faglegri og pólitískri baráttu verkafólks. Fótfestu þess má rekja til þeirrar ákvörðunar frumherjanna að fylkja verkafólkinu í eina hreyfingu, sem gat barist fyrir og samið um almenn- ar úrbætur fyrir flesta. Meðal þeirra úrbóta má nefna vöku- lögin, sem afnámu ótakmarkað þrælahald á sjómönnum, al- mannatryggingar, verkamannabústaði, orlofslögin, sem skyld- uðu atvinnurekendur til að veita verkafólki launað orlof, styttingu vinnuvikunnar, laun í veikindum, atvinnu- leysisbætur o.fl. Þjóðarsáttin Undanfarna áratugi hafa heildarsamtökin samið um kjarabætur í svokölluðum félags- málapökkum. Í þeim hefur verið samið um lífeyrismál aldraðra og öryrkja, húsnæðismál, um málefni barnafjöl- skyldna og annarra hópa, sem ekki geta háð kjarabaráttu sem slíkir. „Þjóðarsáttin“, sem allir lofa, var samningur heildarsamtaka og rík- isvalds. Sú ákvörðun frumherjanna að fylkja verkafólki í eina hreyfingu hefur margsannað sig. Hún hefur skilað Íslendingum lífs- kjörum, sem nú orðið þykja svo sjálfsögð mannréttindi, að margir vita ekki að flest þeirra voru áfanga- sigrar í þrotlausri baráttu launþega- samtakanna. Nýlega hefur skipshöfn og útgerð á Akureyri gert kjarasamning, sem ber í sér þau skilyrði, að aðild að heildarsamtökum launþega er bönn- uð. Vissulega kalla breyttir tímar og breytt tækni á breytta samninga og samningaform, en slíkir samningar eiga að vera innan heildarsamtaka laun- þega en ekki utan þeirra eins og Akureyr- arsamningurinn. Hann er árás á skipulags- grundvöll heildar- samtaka launþega. Viðbrögð sjómanna- samtakanna gegn samningnum eru afar ákveðin og einörð. Samt eru margir, sem ekki hafa áttað sig á, að sjó- menn eru ekki aðeins að verja sína samninga, þeir eru að verjast at- lögu að samtökum ís- lenskra launþega. Þögnin æpir Mér virðist sem stjórn- málamenn hafi ekki enn áttað sig á alvöru máls- ins. Þögnin, sem ríkir þar á bæ, er „æpandi andvaraleysi“. Það er afar mikils- vert að stjórnmálamenn og -flokkar fjalli um málið og afstaða þeirra verði lýðum ljós. Ég vil trúa því að allir flokkar styðji samtök sjómanna og vilji verja styrk heildarsamtaka launþega. Í það minnsta ber þeim að láta frá sér heyra um þetta mikils- verða mál. Árás frá Akureyri Birgir Dýrfjörð fjallar um mál- efni er varða Samfylkinguna Birgir Dýrfjörð ’Akureyrar-samningurinn er árás á skipu- lagsgrundvöll heildarsamtaka launþega.‘ Höfundur er rafvirki og á́ sæti í flokksstjórn Samfylkingarinnar. RÍKIÐ greiðir nærri 8 milljarða á ári til að halda uppi landbún- aðarkerfinu, en það er næstum jafnmikið og rekstrarkostnaður allra framhaldsskólanna á ári og meira en það sem ríkið ver árlega til heilsugæslu landsmanna. Hver vinnandi einstaklingur þarf að greiða hátt í 50 þúsund á ári til að halda landbúnaðinum uppi. Auk þess eru mikil innflutningshöft á ódýrari erlendar landbúnaðarvörur eða svo háir tollar að við borgum allt of mikið í matvælakostnað. Ástæðan er vilji ráðamanna til að vernda og halda við löngu úreltu landbúnaðarkerfi sem auk þess að útheimta gífurlegan kostnað geng- ur á gæði landsins með lausabeit allt of margs búfjár, kinda og hesta. Eigendur þessara skepna mega vegna fornra laga sem giltu hér í bændasamfélaginu á miðöld- um láta þær valsa um nær allt landið og naga viðkvæman gróð- urinn. Þetta hefur ásamt eyðingu skóganna kostað landið í gegnum aldirnar helming gróðurhulunnar og milljónir tonna af gróðurmold sem er landsins dýrasta eign. Nú er svo komið að við stöndum uppi með skemmdasta land á norð- urhveli jarðar og höldum samt áfram á sömu braut okkur til mikils vansa. Útlendur náttúrufræðingur sem ferðaðist um landið spurði í undrun: „Sjáið þið ekki að landið ykkar er að verða örfoka?“ Nú munu margir sem þetta lesa segja að þetta séu öfgar því landgræðslan sé að græða upp landið með pen- ingunum okkar. Staðreyndin er sú að hún hefur hvergi undan upp- blæstrinum og hefur þurft að eyða stórum hluta af fjármunum sínum í girðingar utan um ræktunarsvæðin en þær væru óþarfar ef skepnurnar væru í girðingum og í vörslu eigenda sinna. Það sér hver vitiborin mann- eskja að þetta er fá- ránlegt ástand og sið- laust að fara svona með peningana okkar. Ástæðan er getuleysi ráðamanna og hræðsla við að takast á við erf- ið verkefni sem snerta hagsmuni þeirra til skamms tíma og missa ef til vill atkvæði ein- hverra bænda. En með framtaksleysi sínu vinna ráðamenn þjóðinni allri og kom- andi kynslóðum mik- inn skaða þegar til lengri tíma er litið. Þingmenn neita að horfast í augu við þetta brýna vandamál: að koma landbún- aðinum, sem er á mið- aldastigi hjá okkur, í nútímahorf eins og hjá öðrum siðmenntuðum þjóðum. Hvenær mun birtast sú hetja á þingi sem þorir að takast á við þennan fortíð- ardraug sem hvílir eins og álög á nútím- anum? Sú hetja mun verða hyllt og hennar mun verða minnst í sögunni sem bjarg- vættar því fólk gerir sér almennt grein fyr- ir því hvað óþarfa sauðfjárrækt kostar okkur og hvaða skemmdum hún veldur á viðkvæmum gróð- ursvæðum. Margir bændur myndu áreið- anlega fagna því að fá aðstoð til að losna undan ásökunum um að rýra viðkvæmt gróðurlendið að óþörfu. Það er hægt að tefja framþróun en ekki koma í veg fyrir hana. Hefjumst því handa, betra seint en aldrei. Hvenær birtist bjargvætturinn? Herdís Þorvaldsdóttir skrifar um umhverfismál Herdís Þorvaldsdóttir ’Hvenær munbirtast sú hetja á þingi sem þor- ir að takast á við þennan fortíð- ardraug sem hvílir eins og álög á nútíman- um?‘ Höfundur er leikkona. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÉG LÍT svo á að þegar ég hef keypt eitthvað í umbúðum, beri ég ábyrgð á því sem ég keypti, líka umbúð- unum sem fylgja vörunni. Ég kæri mig ekki um að vera afgreiddur um- búðalaust. Ég kæri mig t.d. ekki um að fá poppkornið í vasann eða ísinn í lófann. Ég þekki fullorðinn mann, sem ég hélt að væri með hærri greindar- vísitölu, en gerist og gengur. Honum þykir allt í lagi að skilja sælgæt- isbréf og tómar gosflöskur eftir í sætinu sínu þegar hann fer út úr kvikmyndahúsi, þótt hann viti mætavel að gestur næstu sýningar sest í þetta sæti áður en salurinn verður þrifinn næst. Hann telur að sá sem seldi honum slikkeríið beri alfarið ábyrgð á umbúðunum (svona menn ættu ekki að fá afgreiðslu). Erlendis eru menn sektaðir fyrir að skilja við sig rusl á almannafæri. Þótt ekki takist að koma höndum yfir alla, meðan þetta er svona al- gengt, fyndist mér rétt að prófa þetta á Íslandi. Sektina mætti miða við þriggja tíma útkall bæjarstarfs- manns. ÞÓRHALLUR HRÓÐMARSSON, Hveramörk 4, 810 Hveragerði. Umgengni Íslendinga er til skammar Frá Þórhalli Hróðmarssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.