Morgunblaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 11 FRÉTTIR HEILDARAFLI íslenskra skipa í nýliðnum septembermánuði var tæplega 62.800 tonn og er það 32.000 tonnum minni afli en í september- mánuði 2003 en þá veiddust nærri 94.900 tonn. Milli septembermánaða 2003 og 2004 dróst verðmæti fiskafl- ans saman, á föstu verði ársins 2002, um 8,8%. Það sem af er árinu 2004 hefur verðmæti fiskaflans, á föstu verði ársins 2002, dregist saman um 1,1% miðað við árið 2003, að því fram kemur í útreikningum Hagstofu Ís- lands. Botnfiskafli var 36.400 tonn sam- anborið við 39.100 tonn í september- mánuði 2003 og nemur samdráttur- inn 2.700 tonnum á milli ára. Þorskafli var 15.900 tonn en 16.400 tonn bárust á land í september 2003 og er samdráttur þorskaflans 500 tonn. Af ýsu veiddust 7.500 tonn en í fyrra veiddust 5.200 tonn og nemur aukning ýsuaflans því 2.300 tonnum. Úthafskarfaafli var tæplega 1.900 tonn í septembermánuði í ár en var 4.600 tonn í fyrra og er það 2.800 tonna samdráttur milli ára. Flatfisk- afli var 2.500 tonn og dróst saman um 660 tonn frá septembermánuði 2003. Mest veiddist af skarkola eða 840 tonn en tæplega 700 tonn veidd- ust af sandkola. Afli uppsjávartegunda nam 21.800 tonnum, þar af var kolmunnaafli 11.700 tonn og síldarafli 9.900 tonn. Í samanburði við afla septembermán- aðar 2003 er samdráttur í kolmunna 32.700 tonn en síldarafli jókst um 5.100 tonn. Skel- og krabbadýraafli var 2.000 tonn samanborið við 3.400 tonna afla í september 2003. Mestur var afla- samdráttur í rækju eða rúmlega 1.200 tonn. Heildarafli íslenskra skipa það sem af er árinu 2004 nemur 1.368.000 tonnum og er það 236.000 tonnum minni afli en á sama tímabili ársins 2003. Botnfiskafli var 367.000 tonn sem er 14.500 tonnum meiri afli en í fyrra. Þá hefur flatfiskafli dregist saman um 4.800 tonn og uppsjávar- afli hefur einnig dregist saman eða sem nemur 235.000 tonnum. Þar af er samdrátturinn 162.700 tonn í loðnuafla, 30.200 tonn í síldarafla og 41.800 tonn í kolmunnaafla. Þá er skel- og krabbadýraaflinn 10.700 tonnum minni í ár en á sama tímabili ársins 2003. Lítill afli í september           ( &$ )  *#! !    !! "#$%  !! &#'$" (!!           EKKI stendur til að mismuna fisk- veiðum eftir veiðiaðferðum hér við land, jafnvel þó að risafyrirtæki út í heimi leggi sérstaka áherslu á línu- fisk. Þetta kom fram í ávarpi Árna M. Mathiesen, sjávarútvegsráð- herra, á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda. Árni vék máli sínu að samvinnu sjávarútvegsráðuneytisins við frönsku risamatvörukeðjuna Carrefour. Sagði hann Carrefour leggja sérstaka áherslu á línufisk og kynna hann sem gæðafisk í út- breiddum fjölmiðlum víða um Evr- ópu. Hann segir að þetta þýði þó ekki að mismuna eigi veiðarfærum. „Ólíkar reglur fyrir einstök veiðar- færi verða að byggjast á niðurstöð- um viðurkenndra rannsókna. Hins vegar sýnir þetta að sameiginlegir hagsmunir okkar liggja í því að greina markaðina til hins ýtrasta og sækja inn á hvern og einn þeirra á viðeigandi forsendum. Sóknarfæri fyrir línufisk á ekki að veikja mark- aðsstöðu okkar annarsstaðar heldur þvert á móti að nýtast til þess að auka meðbyr með íslensku sjávar- fangi í heild. Sú viðurkenning sem felst í því að við stundum sjálfbærar veiðar getur nýst á mörgum sviðum markaðssóknar,“ sagði Árni. Árni vitnaði í ávarpi sínu til um- fjöllunar um íslenska fiskveiðistjórn- unarkerfið í bók eftir breska blaða- manninn Charles Clover. Þar hefði kerfið fengið góða einkunn, 8, en sér- staklega tiltekið að úthlutun kvótans í upphafi, stærð fiskiskipaflotans og dagabátakerfið drægi einkunn Ís- lands niður. Sagði Árni að þegar tek- in var ákvörðun um upphafsúthlutun kvótans hafi enginn getað séð fyrir hvernig mál myndu þróast. „Ekki er ólíklegt að staðið hefði verið öðruvísi að málum ef sést hefði fyrir hvernig mál myndu þróast. Ekki var heldur hægt að horfa til annarra ríkja þar sem við vorum frumkvöðlar á þessu sviði fiskveiðistjórnunar. Ekki er forsvaranlegt að velta sér lengur upp úr þessari sögu, þetta er gerður hlut- ur en vissulega var veiðigjaldið sett á til þess að koma til móts við gagnrýni af þessum toga.“ Varðandi stærð flotans sagði Árni að stjórnvöld hefðu verið svipt heim- ildum til að takmarka flotastærð með svonefndum Valdimarsdómi en samkvæmt honum sé óheimilt að takmarka fjölda fiskiskipa með tak- mörkunum á útgáfu veiðileyfa. Árni sagðist augljósa ástæðu fyrir að sóknarkerfi smábáta er talið veikja íslenska fiskveiðistjórnunar- kerfið; dagabátaflotinn hefði löglega veitt langt umfram það sem honum var ætlað. Þetta atriði drægi nú ekki lengur úr trúverðugleika kerfisins, enda hefði dagakerfið nú verið lagt af. Fiskveiðistjórnunarkerfið er því að mati ráðherrans orðið heildstætt og hagsmunirnir sameiginlegir. Því væri óhætt að hækka einkunn Ís- lendinga upp í 9. Veiðarfærum verður ekki mismunað Morgunblaðið/Alfons Finnsson ÚR VERINU HVORKI er ráðlegt né raunhæft að mæla með því að nýr samningur verði gerður að minnsta kosti að svo stöddu um áframhaldandi rekstur meðferðarheimilisins á Torfastöðum, að því er fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekstur meðferðarheimilisins. Kemst sálfræð- ingur sem lagði mat á faglegan þátt málsins að sömu niðurstöðu. Félagsmálaráðherra mun beita sér fyrir að meðferðarheimilið fái greitt eins og sambærileg heimili fengu greitt og nemur upphæðin samkvæmt útreikningi Rík- isendurskoðunar 13,4 milljónum kr. án vaxta. Í samantekt á niðurstöðum Ríkisendurskoð- unar kemur fram að samningur Barnavernd- arstofu og Drífu Kristjánsdóttur og Ólafs Ein- arssonar um rekstur sérhæfðs meðferðar- heimilis að Torfastöðum hafi tekið gildi í ársbyrjun 1997. Meðferðarheimilið hafi sagt samningnum upp með tólf mánaða fyrirvara í september í fyrra og hafi Barnaverndarstofa samþykkt uppsögnina fyrir sitt leyti. Fram kemur að samband samningsaðila hafi verið stirt síðustu árin og hafi forsvarsmenn meðferðarheimilisins haldið því fram að þeir sitji ekki við sama borð og önnur meðferðar- heimili og að ómálefnaleg sjónarmið hafi ráðið afstöðu Barnaverndarstofu til framkvæmdar samningsins og endurnýjunar hans. Hafi í því sambandi meðal annars verið bent á samning Barnaverndarstofu við meðferðarheimilið á Hvítárbakka. Þá segir að meðferðarheimilum á Torfastöð- um, Geldingalæk og Laugalandi sé ætlað að taka að sér meðfærilegustu skjólstæðinga Barnaverndarstofu, en á meðferðarheimilun- um á Hvítárbakka og Árbót/Bergi séu skjól- stæðingar sem hafi við erfiðari vandamál að glíma. Fallast verði á það með Barnavernd- arstofu að sá greinarmunur sem stofan hafi gert á meðferðarheimilinu á Torfastöðum ann- ars vegar og Hvítárbakka hins vegar byggist á bæði faglegum og málefnalegum forsendum. Ekki sé eðlileg að jafna saman þjónustu þeirra og endurgjaldi fyrir hana þar sem samning- arnir séu ekki samanburðarhæfir. Réttara sé að bera saman samninga við meðferðarheim- ilin á Torfastöðum, Laugalandi og Geldinga- læk í þessu samhengi. Þá kemur fram að kostnaður Barnavernd- arstofu á árunum 2000–2003 vegna Torfastaða hafi að meðaltali verið 3,4 milljónum kr. lægri á ári en vegna meðferðarheimilanna á Geldinga- læk og Laugalandi og er í því sambandi ekki tekið tillit til þess að greiðslum til Torfastaða var einnig ætlað að standa undir skólakostnaði, sem greiðslum til hinna heimilanna var ekki ætlað að gera. Segir Ríkisendurskoðun að þungvæg sanngirnisrök séu fyrir uppbótar- greiðslu af þessum sökum. 13,4 milljónir án vaxta Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir að um langt skeið hafi verið ágreiningur milli Barnaverndarstofu og meðferðarheimilisins. Ráðuneytið hafi gert það sem það hafi getað til að leysa þann ágreining og þegar það hafi ekki tekist hafi hann talið rétt að fá hlutlausan aðila til að gera samanburð á rekstri þessa heimilis og annarra. Niðurstaða Ríkiendurskoðunar sé því miður sú að um svo djúpstæðan ágreining sé að ræða að það verði ekki við óbreyttar að- stæður byggt upp samband að nýju. Hjónin á Torfastöðum hafi sagt upp samningnum fyrir réttu ári og hann sé því útrunninn. „Ríkiendurskoðun kemst að þeirri niður- stöðu að í samanburði við sambærileg heimili hafi Torfastaðaheimilið verið vanhaldið og tel- ur að sanngirnisrök hnígi að því að það sé gert upp við það og ég hef ákveðið að beita mér fyrir því,“ sagði Árni. Hann sagðist hafa átt fund með báðum að- ilum í gærmorgun þar sem farið hefði verið yfir stöðu málsins. Árni sagði að samkvæmt útreikningum Rík- isendurskoðunar væri upphæðin 13,4 milljónir króna fyrir utan vexti. Hann hefði hins vegar ekki lagt þetta nákvæmlega niður fyrir sér, en sagt það bæði við hjónin á Torfastöðum og op- inberlega að hann myndi beita sér fyrir því að sanngirnisrök yrðu látin gilda. „Þarna hefur verið rekið merkilegt meðferð- arstarf og að mörgu leyti brautryðjendastarf sem er orðið meira en 25 ára gamalt í höndum þessa fólks, en ekki allan tímann á Torfastöð- um og það er eftirsjá að því starfi að mínu mati,“ sagði Árni ennfremur. Skýrsla Ríkisendurskoðunar vegna meðferðarheimilisins á Torfastöðum í Biskupstungum Ekki raunhæft að mæla með gerð nýs samnings MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Rúnari Gunnarssyni, dagskrár- stjóra innlendrar dagskrárdeildar Sjónvarpsins: „Vegna umfjöllunar í dagblöðum þar sem því er haldið fram að Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. hafi stöðvað sjónvarpsþátt um svokallað „pró- fessorsmál" í þáttaröðinni „Sönn íslensk saka- mál“ vill dagskrárstjóri Sjónvarps taka eftirfar- andi fram: Þegar þáttaröðin „Sönn íslensk sakamál“ var í framleiðslu var unnið að fjölda mála sem fóru mislangt í vinnslu. Þetta var eitt af mörgum mál- um sem til álita komu, tekin voru viðtöl og efnis aflað. Þannig er vinnu almennt háttað við fram- leiðslu heimildarþátta að stöðugt endurmat fer fram á öllum stigum vinnslunnar. Í þessu tilfelli ákvað dagskrárstjóri að taka önnur mál framyfir þegar kom að því að velja endanlega hvaða mál yrðu fullkláruð fyrir þáttaröðina. Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. kom hvergi að þeirri ákvörðun.“ Að gefnu tilefni Athugasemd frá dag- skrárstjóra SjónvarpsTILKYNNT var í gær við athöfn í Lista- safni Ásmundar Sveinssonar við Sigtún að Volvo S40 hlyti titilinn bíll ársins 2004 á Íslandi. Sturla Böðvarsson af- henti forsvarsmönnum Brimborgar, innflutningsaðila Volvo, Stálstýrið, en svo nefnist farandgripur sem fylgir nafnbótinni. Volvo S40 hlaut 231 stig, Mazda RX8 224, Hyundai Tucson 211 og Kia Picanto 172 stig. Volvo S40 bar jafnframt sigur úr být- um í flokki fjölskyldubíla, Mazda RX8 í flokki sportbíla, Hyundai Tucson í flokki jeppa og jepplinga og Kia Picanto í flokki smábíla. Nýstofnað Bandalag íslenskra bíla- blaðamanna veitir verðlaunin og sjö manna dómnefnd samtakanna valdi bíl ársins úr tæplega 40 tilnefndum bílum. Samstarfsaðilar Bandalags íslenskra bílablaðamanna eru Skeljungur, Trygg- ingamiðstöðin og SP-Fjármögnun. Volvo S40 val- inn bíll ársins Morgunblaðið/Sverrir Ágúst Hallvarðsson, sölustjóri Brimborgar, tekur við Stálstýrinu úr hendi Sturlu Böðvarssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.