Morgunblaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 29 ÚR VESTURHEIMI Vegna mikillar eftirspurnar og sölu sérbýlis í nýbyggingum undan- farna mánuði höfum við ákveðinn hóp kaupenda á skrá, sem ósk- ar eftir rað-, par- og einbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu. Við erum með áratuga reynslu í fasteignasölu og góða þekkingu á nýbyggingum. Við leggjum mikla áherslu á að þjónusta viðskipta- vini okkar sem best og að þeir fái sem mest fyrir sína eign. Allar nánari uppl. veitir Sölvi Þór Sævarsson, húsasmíðameistari og sölumaður nýbygginga, símar 5-900-800 og 6-900-804. OKKAR MARKMIÐ ER AÐ VEITA: Rétt verðmat - Hátt þjónustustig - Stuttan sölutíma BYGGINGAVERKTAKAR OG EIGENDUR NÝBYGGINGA SÍMI 5 900 800 Sölvi Þór Sævarsson, sölumaður Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali TÍU daga Íslandskynningu í Manitoba í Kanada lauk í Winnipeg í gær og tókst hún vel. ,,Þetta náði mjög vel til al- mennings og fjölmiðla. Um- fjöllun um Ís- land var í helstu sjón- varpsstöðv- unum og við fengum einnig mjög góða um- fjöllun í blöð- um,“ segir Pét- ur Þ. Óskarsson, viðskipta- fulltrúi á aðalræðisskrifstofu Íslands í New York og annar framkvæmdastjóri Iceland Nat- urally sem stóð að kynningunni ásamt aðalræðisskrifstofu Ís- lands í Winnipeg. ,,Þessi kynn- ing hér í Manitoba virðist hafa gengið afar vel.“ Kynningin var undir kjörorðinu ,,A Taste of Iceland“. Boðið var upp á ís- lenskan mat á þremur veit- ingastöðum í Winnipeg, íslensk- ir listamenn komu fram í ,,Íslendingabyggðum“ í Mani- toba og Ísland var kynnt sem ferðamannaland fyrir almenn- ingi og starfsfólki ferðaskrif- stofa. Hilmar B. Jónsson eldaði íslenskan fisk fyrir gesti á veit- ingastöðunum Pasta La Vista, Hu’s on First og Restaurant 529 Wellington. Björn Thorodd- sen og félagar í djasstríóinu Cold Front léku fyrir matar- gesti í Winnipeg auk þess sem þeir komu fram á tónleikum í borginni. Álftagerðisbræður eða tenórarnir fjórir eins og þeir voru kynntir komu fram á tón- leikum ásamt hinni íslenskætt- uðu Rachelle Gislason í Winni- peg, Árborg, Gimli og Lundar. Viðburðurinn vakti mikla at- hygli. Fjallað var um hann í helstu dagblöðum Manitoba, í útvarpi og sjónvarpi og fullt var á alla tónleika auk þess sem mikil spurn var eftir íslensku réttunum á veitingastöðunum. ,,Þegar við leggjum mat á það hvort svona verkefni hafi verið árangursríkt eða ekki skoðum við fyrst og fremst hvaða fjöl- miðlaathygli við höfum fengið því í gegnum fjölmiðlana náum, við til fjöldans,“ segir Pétur. ,,Það er auðvitað frábært að vera með húsfylli á tónleikum en aðalatriðið er að ná til fjöl- miðla og það gekk mjög vel í Manitoba. Tveimur vikum fyrr var Iceland Naturally reyndar einnig með Íslandskynningu í Toronto í samvinnu við Kvik- myndamiðstöð Íslands sem skil- aði sér í mikilli umfjöllun fjöl- miðla á þeim markaði svo kynningarnar í Kanada á þessu ári hafa gengið afar vel.“ Vel heppnuð Íslandskynning í Manitoba Pétur Þ. Óskarsson HEIMILDAMYND um dr. David Arnason, prófessor og deild- arstjóra íslensku- og ensku- deildar Manitobaháskóla í Winnipeg í Kanada, verður frumsýnd á næsta ári en unnið er að gerð hennar og fara tök- ur fram á Íslandi í næstu viku. Myndin um David Arnason er í þáttaröðinni Passed Lives, sem BBB framleiðendur (BBB Productions) í Montreal sjá um fyrir Global sjónvarpsstöðina. Hún verður 30 mínútna löng og segir David að framleiðend- urnir hafi haft samband við sig eftir að hafa séð heimilda- myndina Tied by Blood, a Journey into Genealogy, sem hann gerði um langömmu sína með Guðjóni Arngrímssyni og fleirum. Að undanförnu hafa tökur farið fram í Gimli og nágrenni, þar sem David ræddi meðal annars við Balda, föður sinn, Joe, föðurbróður sinn, og Stef- an Stefanson. ,,Þeir eru með þeim elstu á þessum slóðum sem muna hvernig lífið gekk fyrir sig á svæðinu fyrir margt löngu,“ segir David. Eftir að hafa myndað á Ír- landi koma kvikmyndagerð- armennirnir til Íslands þar sem þeir hitta David. Tökur fara fram í Skagafirði og Eyjafirði í næstu viku, en David er ætt- aður að norðan. Heimilda- mynd um David Arnason Morgunblaðið/Steinþór Frá tökum á heimildamyndinni um David Arnason í Gimli á dögunum. Stef- an Stefanson, Baldi Arnason og David Arnason ræða málin. Banki allra landsmanna Við færum þér fjármálaheiminn Landsbankinn hefur opnað aðgang að nýjum, glæsilegum verðbréfavef í samstarfi við E*TRADE. Í fyrsta skipti býðst Íslendingum að eiga milliliðalaus verðbréfaviðskipti með E*TRADE í gegnum netið á stærsta verðbréfamarkaði heims, Wall Street í Bandaríkjunum, og á mörkuðum í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Nýttu þér einfalda og hagkvæma leið til að eignast stærri hlut í framtíðinni - með Landsbankann sem traustan bakhjarl á heimsmarkaði. Kynntu þér málið á www.landsbanki.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.